Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í janúar á frábærum kjörum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 17. eða 24. janúar frá kr. 29.990 Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 17. eða 24. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 12.000. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í viku 17. eða 24. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 12.000. „ÞETTA fór alveg ótrúlega vel,“ sagði Hólmgeir Pálmason bílstjóri rútu með sex farþega sem fór útaf á Gemlufallsheiði rétt fyrir kl. 7.30 í gærmorgun. Enginn slasaðist al- varlega í óhappinu. Rútan var á leið frá Þingeyri til Ísafjarðar þegar snörp vindhviða kastaði henni fram af veginum. Rútan fór tvær veltur niður mjög bratta brekku uns hún staðnæmdist á réttum kili. Veðrið var af- spyrnuvont á þessum stað og flug- hált. „Þetta var rétt fyrir ofan veg- riðið, sem hefði átt að ná 100–200 metrum ofar. Það er svo hár kant- urinn þarna,“ sagði Hólmgeir. „Í þessari vindátt koma oft hvassar hviður á þessum stað. Á ferðum okkar höfum við oft fokið þarna til. Í rauninni var fremur spurning um hvenær en hvort við færum út- af þarna.“ Varasamur staður Hólmgeir fer áætlunarferðir á milli Þingeyrar, Flateyrar, Suður- eyrar og Ísafjarðar. Þrátt fyrir Vestfjarðagöngin liggja leiðirnar um brattar brekkur og heiðar. Víða geta skyndilega komið snarp- ar vindhviður. Þessi staður á Gemlufallsheiði er einn sá vara- samasti í NNA-átt. Hólmgeir sagði að hæð kantsins þar sem bíllinn fór framaf mældist í tugum metra. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort vegrið hefði hald- ið bílnum við þessar aðstæður. „Alla leið upp heiðina og eftir henni var mjög blint, bæði of- ankoma og skafrenningur. Veð- urspáin var 13–18 m/s. Mér fannst ég finna á hreyfingum bílsins að vindurinn væri hámark 13 m/s. Það var bara allt í lagi veður, þó það væri svona blint. Ég var á lullkeyrslu þegar hnúturinn kom. Ég hef aldrei fengið svona harðan vindhnút á mig áður. Hann kom eins og hvellur. Við misstum alla sýn, sáum ekkert um leið og þetta skall á. Ég nauðhemlaði og hugsa að bíllinn hafi verið nánast stopp þegar hann fór framaf veginum. Það er erfitt að gera sér grein fyr- ir hlutunum þegar maður sér ekki neitt, en ég hafði á tilfinningunni að bíllinn væri að fara til hliðar. Svo gerðust hlutirnir hratt. Þegar maður fer að hringsnúast í loftinu gerir maður sér ekki grein fyrir hvað snýr upp eða niður,“ sagði Hólmgeir. Oft að fjúka á þessari leið Farþegarnir í bílnum voru á ýmsum aldrei. Yngst var 11 ára stúlka á leið í grunnskóla, ung- lingsstúlka var að fara í próf í framhaldsskóla og þrennt fullorðið á leið til vinnu á Ísafirði og ein fullorðin kona að fara á Fjórð- ungssjúkrahúsið. Þegar bíllinn valt heyrði Hólmgeir skelfingaróp far- þeganna. „Þegar svona gerist hugsar maður bara um að halda sér og hvernig fólkinu reiðir af. Ég hef oft, oft, oft velt þessu fyrir mér – hvernig er að fara útaf. Það er svo oft sem maður er að fjúka til á þessari leið. Ég hef alltaf sagt að ég teldi meiri líkur en minni á því að ég færi einhvern tímann alla leið út af. Ég hefði kosið að vera einn í bílnum þegar það gerðist,“ sagði Hólmgeir. Við velturnar brotnuðu tveir litl- ir gluggar fremst á hliðum bílsins, líklega hafa hliðarspeglarnir brotið þá. Þegar bíllinn stöðvaðist á hjól- unum fór Hólmgeir aftur í og spurði hvern og einn farþeganna hvort þeir fyndu til. Sá sem sat frammí hjá honum er í björg- unarsveit og slapp ómeiddur. Björgunarsveitarmaðurinn setti gólfmottur yfir brotna gluggann áveðurs og lokaði gatinu með því að leggja bakið við motturnar. Hólmgeir gat haft bílinn í gangi og miðstöð og inniljósin á. Hann hafði líka ökuljósin og blikkandi aðvörunarljós logandi. Fljótlega kom bíll sem var að moka heiðina norðan að og stoppaði. Björg- unarsveitarmaðurinn hljóp í mokstursbílinn og lét vita hvað gerst hafði. Hólmgeir telur að þeir hafi þurft að aka um kílómetra vestur eftir veginum til að komast í GSM-samband og láta vita af óhappinu. Smá stund leið, tuttugu mínútur til hálftími, þar til hjálp barst frá Ísafirði og Þingeyri. Hólmgeir segir að hviðan sem kastaði rút- unni fram af hafi verið upphafið að vitlausu veðri. Þegar lögreglubílar og sjúkrabílar komu var orðið híf- andi rok og rosalegir byljir. Kyrr- stæðir bílarnir runnu til í verstu hviðunum. Fólkið úr rútunni var leitt í bílana og flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Hólmgeir rak höfuðið í við bíl- veltuna og tognaði líklega á hálsi. Hann fann til svolítilla eymsla og óþæginda í gær en sagði að við læknisskoðun hefði ekkert sést á hálsliðunum. Hann reiknaði með því að fara aftur til vinnu í dag, ef heilsan leyfði. GSM-samband skilyrði Ekkert GSM-samband er þar sem óhappið varð og lélegt NMT- samband. „Það að fá GSM-samband þarna er algjört skilyrði, ekki seinna en á morgun,“ sagði Friðfinnur Sig- urðsson, eigandi rútunnar, í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Bílstjórinn heyrði skelfingaróp farþeganna Mildi þykir að ekki fór verr er rúta valt í brekku á Gemlufallsheiði í gærmorgun Í HNOTSKURN »Rútan var á leið til Ísafjarðarí gærmorgun er hún valt á heiðinni um hálfáttaleytið í mik- illi hálku. »Snörp vindhviða þeytti rút-unni útaf veginum og niður bratta brekku. »Sex farþegar, auk bílstjóra,voru í rútunni og slasaðist enginn alvarlega. »Rútan fór tvær veltur og end-aði á hjólunum. »Ökumaður moksturstækikallaði eftir aðstoð en varð að aka kílómetra til að komast í GSM-samband. Ljósmynd/Steinn Ólafsson Bílstjórinn Hólmgeir Pálmason á heimili sínu á Þingeyri í gærkvöldi, að jafna sig eftir óhappið. Hann fann til eymsla og tognaði á hálsi. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LÖGREGLUNNI í Reykjavík hafa borist alvarlegar hótanir í kjölfar þess að maður í vörslu hennar fékk hjartastopp og lést fyrir skömmu. Að sögn Karls Steinars Vals- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er um alvarlegar hótanir að ræða sem lögreglan hefur brugðist við með því m.a. að fjölga lög- reglumönnum á vakt. Karl Steinar telur ekki rétt að greina frekar frá þeim ráðstöfunum sem lög- reglan hefur gripið til vegna þessa. Þó hafa sumir lögreglumenn klæðst sérstökum hlífðarvestum við störf sín sem verja þá gegn hnífsstungum. Hótanirnar eru til skoðunar og tekur lögreglan þær alvarlega, sem fyrr segir. Alvarlegar hótanir til lögreglunnar STJÓRN dvalar- og hjúkr- unarheimilisins Grundar hefur farið þess á leit við embætti lög- reglustjórans í Reykjavík að það láti fara fram rannsókn á því hvort blaðamaður og rit- stjóri tímaritsins Ísafoldar, hafi gerst brotlegir við lög vegna greinar sem birtist í 2. tbl. tíma- ritsins Ísafoldar undir heitinu „Endastöðin“. Stjórnin telur að grein tíma- ritsins standist ekki lög, hvorki aðferðin við upplýsingaöflun, efn- istök né umfjöllunin sjálf. Þá hef- ur lögmaður Grundar sent rit- stjóra tímaritsins bréf með beiðni um að síðari hluti greinarinnar verði ekki birtur. Efnistök og umfjöllun tímarits- ins varðar ýmis lagaákvæði með- al annars réttindi sjúklinga og um málefni aldraðra svo og frið- helgi einkalífsins, segir í tilkynn- ingu frá stjórn Grundar. Stjórn Grundar vill rannsókn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað karlmann af ákæru fyrir líkamsárás á fyrrverandi unnustu hans í október 2005. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist á stúlkuna á göngustíg í Víðidal í Reykjavík, tekið hana hálstaki, hrint henni í jörðina, rifið í hár hennar og dregið hana eftir jörð- inni, slegið höfði hennar nokkrum sinnum í jörðina og kastað í hana steinum. Dómurinn taldi málið ekki nægilega sannað af hálfu ákæru- valds og sýknaði því manninn. Sandra Baldvinsdóttir settur hér- aðsdómari dæmdi málið. Talin saklaus af árásinni KARLMAÐUR um tvítugt hefur verið dæmdur í eins mánaðar fang- elsi fyrir að hafa hótað tveimur stúlkum ofbeldi og að drepa þær ef þær skiluðu ekki peningum sem hann taldi að þær hefðu tekið úr herbergi hans í vinnubúðum á Reyðarfirði. Maðurinn viðurkenndi sök og sagðist hafa verið í ójafnvægi. Málið dæmdi Freyr Ófeigsson dómstjóri við Héraðsdóm Norður- lands eystra. Eyþór Þorbergsson sýslufulltrúi sótti málið fyrir ákæruvaldið. Fangelsaður fyrir hótanir HEILDARNOTKUN sýklalyfja jókst um 6% milli áranna 2004 og 2005 á Íslandi. Svipaða sögu er að segja hjá flestum Evrópusambands- ríkjum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta Landlækn- isembættisins. Að einhverju leyti má skýra aukninguna með því að inflúensa geisaði í upphafi árs og lagðist óvenju þungt á landsmenn, segir í blaðinu. Á árinu 2005 var heildar- sala sýklalyfja 22,9 DDD (skil- greindir dagskammtar/1000 íbúa/ dag). Þar af var notkun utan heil- brigðisstofnana um 87% af heildarnotkun sýklalyfja. Notkun á penicillínum er 52% af heildarnotkun sýklalyfja og fer vax- andi. Notkun á blönduðum penicill- ínum (amoxicillín og ensímblokkar) hefur einnig auk- ist töluvert. Sala á karbapenem og 2. og 3. kynslóða kínólónum er langhæst á Ís- landi miðað við önnur Norður- lönd. Ennfremur ávísa Íslendingar langmest af súlfa- og trímetóprímlyfjum miðað við önnur Norðurlönd. Þegar kannaðar eru sýklalyfja- ávísanir utan sjúkrastofnana kemur í ljós aukning á milli áranna 2004 og 2005 á öllum landsvæðum nema á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Hins vegar eru ávísanirnar nokk- uð breytilegar milli landshluta. Aukin notkun á sýklalyfjum Svipuð þróun í öðrum ESB-ríkjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.