Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÁTINN er í Reykja- vík Bergþór Jóhanns- son, mosafræðingur, tæplega 73 ára að aldri. Bergþór fæddist í Goð- dal á Ströndum 11. des- ember árið 1933. Áhugi hans vaknaði snemma á grasafræði en 13 ára gamall fékk hann birta grein eftir sig í Náttúrufræðingn- um. Bergþór lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1954 og prófi í for- spjallsvísindum frá Há- skóla Íslands 1955. Sama ár hélt hann utan til náms við Háskólann í Göttingen, þar sem hann tók fyrri hluta próf í líffræði. Með áherslu á mosafræði lauk hann líffræðiprófi frá Óslóarháskóla árið 1964. Bergþór var ráðinn til starfa hjá Náttúrufræðistofnun Íslands að námi loknu og vann þar til æviloka, með áherslu á rannsóknir á íslensk- um mosum. Hann var í hópi þeirra náttúru- fræðinga sem lögðu grunn að líffræði- kennslu við Háskóla Ís- lands árið 1969 og kenndi þar í eina tvo áratugi. Fyrir sex ár- um var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við skólann fyrir brauð- ryðjendastarf og rann- sóknir sínar á mosum. Bergþór vann að út- gáfu fyrstu íslensku mosaflórunnar og með ferðalögum sínum um landið var hann mjög fundvís á nýjar tegundir annarra plantna. Eftirlifandi eiginkona Bergþórs er Dóra Jakobsdóttir, grasafræðingur hjá Grasagarði Reykjavíkur. Þau eignuðust fjórar dætur; Kolbrúnu, bókmenntafræðing, Brynhildi, rekstrarhagfræðing, Ásdísi, kerfis- fræðing, og Önnu, tölvu- og kerfis- fræðing. Bergþór Jóhannsson Andlát FORVAL Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á höfuðborg- arsvæðinu kostaði samtals 1.202.124 krónur, en þá er ótalin öll sú gríðarlega sjálfboðavinna sem félagar lögðu fram, að því er segir í tilkynningu frá VG. Frambjóðendur þurftu ekki að greiða þátttökugjald, en samkvæmt fréttatilkynningunni er sá háttur hafður á til þess að fjárhagur fram- bjóðenda ráði ekki úrslitum um það hvort fólk komist til áhrifa. „Til að gefa öllum tækifæri til að kynna sig var ráðist í útgáfu blaðs þar sem hver frambjóðandi fékk eina blaðsíðu til umráða og komið var á framfæri upplýsingum um forvalið. Hönnun, prentun og dreif- ing blaðsins var stærsti kostn- aðarliðurinn í forvalinu auk þess sem birt var auglýsing í Frétta- blaðinu og lesnar auglýsingar í Rík- isútvarpinu,“ samkvæmt tilkynn- ingu frá VG. Kostnaður VG við forval 1,2 milljónir Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HANN er vinalegur, kátur, snjóhvít- ur, svolítið klaufskur, loðinn og mjúkur, pínulítið feiminn en á sama tíma afar forvitinn um allt og alla í kringum sig. Við hvern á þessi lýs- ing? Engan annan en ísbjörninn Hring sem bættist í gær í hóp sér- legra vina Barnaspítala Hringsins sem hafa það að markmiði að gleðja börnin sem þar dvelja. Hringur mætti á Leikstofu spítalans þar sem hann spjallaði við krakkana sem þar voru og spilaði fyrir þau á hin ýmsu hljóðfæri sem í stofunni leyndust. Vakti Hringur að vonum mikla lukku viðstaddra sem voru afar for- vitnir um þennan hvíta, loðna og vinalega björn. Fengu brúðkaupsgesti til að styrkja góðgerðarverkefnið Ísbjörninn Hringur er hugarsmíð hjónanna Önnu Mörtu Ásgeirs- dóttur og Ingólfs Arnar Guðmunds- sonar, sem fengu góða aðstoð frá Jóni Hámundi teiknara og Guð- mundi Þór Kárasyni hönnuði við út- færslu og smíð bjarnarins, auk þess sem Björgvin Franz Gíslason leikari aðstoðaði við að móta persónu Hrings. Aðspurð segjast Anna Marta og Ingólfur hafa gengið með þá hugmynd í maganum í nokkur ár að láta gott af sér leiða. Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en í upphafi árs 2003 þegar Barnaspítali Hringsins var að taka til starfa í nýju húsnæði sem þau duttu niður á þá hugmynd að sniðugt gæti verið fyrir spítalann að eignast sína eigin fígúru sem byggi á spítalanum, væri þar öllu kunnugur, leiðbeint gæti nýjum krökkum um svæðið, frætt gæti þau um spítalann, huggað þau og vera nokkurs konar traustur vinur þeirra. Þau Anna Marta og Ingólfur höfðu á þessum tíma þegar safnað í svolítinn sjóð til að leggja í verk- efnið, en sáu fram á að meira þyrfti til svo að hugmyndin gæti orðið að veruleika, þó svo að flestir sem að hönnun og smíði Hrings hafi gefið vinnu sína. Í því skyni ákváðu þau að afþakka brúðkaupsgjafir gesta þeg- ar þau giftu sig í lok árs 2005 og hönnuðu þess í stað boðskort þar sem markmið verkefnisins var kynnt ásamt teikningu af ísbirninum Hring og stofnuðu reikning í hans nafni sem gestum var uppálagt að leggja inn á í stað þess að gefa þeim hjónum gjafir. Að sögn Önnu Mörtu mæltist þessi hugmynd þeirra Ingólfs af- skaplega vel fyrir og söfnuðust í framhaldinu yfir 700 þúsund krónur. Sú fjárhæð gerði þeim kleift að fara af stað með verkefnið fyrir alvöru og ráða Mary Robinette Kowal brúðu- gerðarhönnuð til þess að útfæra hugmyndina nánar. Aðspurð segjast Anna Marta og Ingólfur hafa lagt mikla áherslu á hönnun og útfærslu búningsins þannig að Hringur ætti auðvelt með að eiga samskipti við börn og vera mjúkur viðkomu þannig að gott væri að faðma hann, því Hringi er ætlað að vera vinur barnanna. Að sögn Ingólfs og Önnu Mörtu eiga þau enn nokkurn sjóð sem nýta má til að tryggja heimsóknir Hrings fram á næsta ár, því greiða þarf leik- urunum sem gæða Hring lífi fyrir vinnu sína. Segjast þau vonast til þess að almenningur leggi verkefn- inu lið, en reikningur Hrings er 513- 14-606300 og kennitala hans; 160273-3569. „Einnig vonumst við til þess að þetta ævintýri okkar verði öðrum kannski fyrirmynd, fólki sem langar að leggja góðu máli lið, er með fína hugmynd en hefur kannski hikað við að stökkva til og fram- kvæma hana,“ segir Ingólfur. Langi lesendur til þess að kynna sér nánar hönnun og smíði Hrings má finna upplýsingar á: www.mary- robinettekowal.com/category/polar- bear. Viltu vera vinur minn? Barnaspítali Hringsins eignaðist í gær nýjan vin sem hefur það að hlutverki að gleðja börnin sem þar dvelja. Morgunblaðið/Ásdís Hringur vekur lukku Ísbjörninn Hringur vakti mikla lukku barnanna sem stödd voru í Leikstofunni á Barnaspítala Hringsins í gær. Kristófer leiddi Hring um rýmið og aðstoðaði hann við að skoða ýmsa skemmtilegu hluti, s.s. litríka búninga, hljóðfæri og gullfisk sem á stofunni býr. Í HNOTSKURN »Árið 2003 fengu AnnaMarta Ásgeirsdóttir og Ingólfur Örn Guðmundsson hugmyndina að ísbirninum Hringi, sem verið gæti n.k. andlit Barnaspítalans. » Í desember 2005 afþökk-uðu Ingólfur og Anna Marta brúðkaupsgjafir og hvöttu brúðkaupsgesti til að leggja hugmyndinni um Hring lið fjárhagslega og söfnuðust yfir 700 þúsund kr. » Í gær fór Hringur í fyrstuheimsóknina á Barnaspít- alann við mikinn fögnuð við- staddra. Morgunblaðið/ÞÖK Frumkvöðlarnir Anna Marta og Ingólfur gáfu Barnaspítala Hringsins bangsa sem mun skemmta börnum og gestum spítalans næstu ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.