Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 24
hönnun 24 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Í litlum kjallara í Þingholt- unum í Reykjavík koma þrír félagar nokkuð reglu- lega saman í frítíma sínum og hanna flott sjálftrekkt gæðaúr, sem nú seljast eins og heitar lummur fyrir svo mikið sem frá 98 þúsundum kr. til 160 þúsund kr. stykkið. Þeim er ætlað að end- ast mann fram af manni enda fylgir þeim sérhannað plagg, þar sem skrá má ættarsöguna. Fyrstu úrin komu á markaðinn fyrir lið- lega ári, en nú hafa nýjar línur bæst við, bæði herra- og dömulín- ur. Fjöldaframleiðsla höfðar ekki til þremenninganna því þeir eru sam- mála um að vandað armbandsúr sé munaðarvara, sem eigi að veita eiganda sínum ómælda ánægju, enda er úrið oft eini „skartgrip- urinn“ sem karlmenn bera. Á átt- unda áratug síðustu aldar var útlit fyrir að sjálftrekkta armbandsúrið heyrði sögunni til þegar ódýr kvartsúr, knúin rafhlöðu, flæddu yfir markaðinn. Sú varð þó ekki raunin þar sem ódýr fjöldafram- leiðsla höfðaði ekki til allra og „endurkoma“ sjálftrekktu arm- bandsúranna sannaði gildi sitt. Erfiður lokaður heimur „Það má segja að í hönnunar- vinnunni hafi okkur tekist að færa armbandsúrið fimmtíu ár aftur í tímann. Við leggjum upp með það að úrin okkar séu tímalaus og klassísk fyrir kröfuharða viðskipta- vini. Öll eru þau sjálftrekkt og gerð úr vönduðustu hlutum, sem völ er á, enda trúum við því að armbandsúr fyrir fimmtíu árum hafi verið betri en þau úr, sem eru fjöldaframleidd í dag, því sjálf- trekkt gangverk er listasmíð. Eitt slíkt úr er búið til úr meira en hundrað pörtum. Við hönnum alla partana sjálfir og látum sérsmíða þá hjá átta sérhæfðum fyrir- tækjum í Evrópu. Það var að von- um mjög erfitt að komast inn í þennan lokaða heim úraframleið- enda. Það tókst þó að lokum því við gáfumst ekkert upp með því að taka „nei“ sem svar. Í ofanálag þóttum við félagarnir dálítið skrýtnir og bjartsýnir sem segja má að hafi hjálpað okkur við að brjótast inn í þenn- an annars lokaða heim,“ segir Júlíus Steinar Heiðarsson, sem ásamt Sigurði Birni Gilberts- syni og Grímkatli Pétri Sigurþórssyni stendur að fyr- irtækinu JS Watch Company Reykjavík. Þeir segja að úrin séu sett saman úr hlutum, sérvöld- um með gæði og áreiðanleika að leið- arljósi. Gangverkið er smíðað í Sviss af einum virtasta framleiðanda á því sviði sem rekur sögu sína aftur til ársins 1793. Kass- inn og skífan eru smíðuð í Þýskalandi. Glerið er demantsslíp- aður safírkristall og ólarnar eru gerðar úr krókódílaskinni, strúts- leðri og fiskroði. Féll fyrir antikúri í Lundúnum Úrin koma í pörtum til landsins og sér Sigurður svo um að setja þau saman eftir kúnstarinnar reglum, en hann hefur starfað í fimmtán ár hjá föður sínum Gil- berti Ó. Guðjónssyni, úrsmíða- meistara og gæðastjóra nýja úra- fyrirtækisins. Gilbert rekur verslun á Laugavegi og er einka- söluaðili íslensku úranna. „Við erum allir krón- ískir úradellukarlar og ég geng reglulega með tvö úr, hvort á sinni hendinni, enda er ég alltaf mjög stund- vís,“ segir Júl- íus, sem hefur safnað úrum í mörg ár á ferð- um sínum hjá Atlanta þar sem hann starfaði í þrettán ár sem flug- þjónn, flugmaður og flugstjóri. Nú starfar Júlíus hjá Flugfélagi Ís- lands. „Þessi söfnunar- árátta mín hófst fyrir mörgum árum þegar ég kolféll fyrir antikúri, sem ég rakst á í London, því það minnti mig svo mikið á flotta úrið, sem afi Þorgrímur, prófastur á Staðastað, gekk alltaf með, en fyrir honum bar ég ómælda virðingu. Ég keypti úrið og fór með það í viðgerð til feðganna Gilberts og Sigurðar. Keypti svo fleiri og fleiri úr út um allar trissur og fór að trufla þá feðga mjög reglulega í vinnunni. Hins vegar eru öll úrin mín nú til sölu þar sem ég er harðákveðinn í að ganga framvegis ekki með önn- ur úr en frá JS Watch,“ segir Júl- Úrahönnuðirnir Grímkell Pétur Sigurþórsson, Júlíus Steinar Heiðarsson og Sigurður Björn Gilbertsson velta vöngum yfir sérhönnuðum úrunum, sem verða gjarnan til við eldhúsborðið, en allir segjast þeir vera með króníska úradellu. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is „Viljum hanna klassísk og tímalaus gæðaúr“ Morgunblaðið/ÞÖK Aftur til fortíðar Í hönnunarvinnunni segja þeir félagar að þeim hafi tekist að færa armbandsúrið fimmtíu ár aftur í tímann. íus, sem kynntist Sigurði í versl- uninni þegar hann fór að venja komur sínar þangað með úrin sín. „Við fengum þessa hugdettu að gaman væri að búa til okkar eigin úr og fórum að þreifa fyrir okkur með tölvupóstsendingum til úra- framleiðenda erlendis. Grímkell, sem er margmiðlunarfræðingur og starfar nú sem ráðstefnustjóri hjá Iceland Travel, bættist svo í hóp- inn þar sem okkur vantaði flinkan hönnuð og teiknara til að koma framleiðsluferlinu í tölvutæk skjöl.“ Fyrirtækið sitt stofnuðu þre- menningarnir hinn 9. nóvember 2005 og byrjuðu á því að setja hundrað karlmannsúr á markaðinn sem einfaldlega hét „frumgerð“. Þau seldust öll upp fyrir jólin í fyrra og í kjölfarið fylgdi 101-línan fyrir karla og konur, síðan Isl- andus-línan og svo A-2-línan. Þar sem félagarnir eru allir í starfi annars staðar fellur úrahönnunin enn sem komið er undir frístundir. Þeir neita því þó ekki að gaman gæti verið að vinna alfarið við áhugamálið. Sá draumur væri kannski ekki svo óraunhæfur í ljósi vinsælda úranna auk þess sem hugmyndir eru uppi um markaðs- setningu erlendis á þessari nýju ís- lensku hönnun, sem þeir segja að standist gæðakröfur fínustu úra. Íslensku úrin hafa m.a. náð vin- sældum meðal „frægra“, sem lagt hafa leið sína á Laugaveginn. Leik- stjórinn Quentin Tarantino festi t.d. kaup á úri og leikarinn Eli Roth lét sig ekki muna um þrjú. „Við höfum líka tekið að okkur ýmsar séróskir. Við gerðum til dæmis rautt úr fyrir dömu um daginn í stíl við rauðu leð- urstígvélin og rauðu leðurtöskuna hennar. Og svo kom maður að máli við okkur um daginn og bað okkur að sérhanna úr til að gefa frúnni í jólagjöf. Hann sagði að það skipti ekki svo ýkja miklu máli hvað úrið myndi kosta, en það ætti að vera algjörlega sérstakt. Við hönnuðum úr í 101-línunni með skelplötuskífu, tólf demöntum, upphafsstöfum konunnar, mynstruðu gangverki og handsaumuðum strút í ólinni. Nærri lætur að svona sérhönnun slagi í hálfa milljón króna.“ www.jswatch.com Íslensk úr Hönnun þeirra félaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.