Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þá ættu nú línur að fara að skýrast um hvort það eru gæðin eða stærðin sem skiptir máli. VEÐUR Það hefur færst mikill þróttur ístjórnmálaskýringar á Netinu og ljóst að stjórnmálamenn geta ekki skellt skollaeyrum við þeirri umræðu sem þar fer fram.     Fjölmiðlamenn eru framarlega íþeim flokki og það raunar gjarn- an sammerkt að hafa beitt sér í stjórnmálum með einum eða öðrum hætti. Eftirtekt- arvert er að Steingrímur Sæv- arr Ólafsson fær á fjórða tug þús- unda heimsókna á vefsíðu sína www.saev- arr.blog.is á viku og eru þá ekki taldar heimsókn- ir úr sömu tölvu innan sama dags. Enda leggur hann sig fram um að vera fyrstur með fréttirnar og lýkur öllum færslum á orðunum: „Þegar stórt er spurt …“     En það eru ekki aðeins fjölmiðla-menn sem spyrja stórt, því fjöl- margir pólitískir vefmiðlar eru komnir fram, sumir merktir flokk- um og aðrir „frjálsir og óháðir“. Þeir sérhæfa sig jafnvel í einu mál- efni; www.freedomfries.blog.is fjallar t.d. um bandarísk stjórnmál og „allt það skringilega og skemmti- lega sem bandarísk menning hefur upp á að bjóða.“     Stjórnmálamenn eru að færast íaukana á vefnum, nú síðast Mar- grét Sverrisdóttir, og þrýstihópar fylgja í kjölfarið, s.s. Heimssýn.     En það sem varðar mestu í þessariþróun er að almenningur liggur ekki á skoðunum sínum um stjórn- mál og hefur nú færi á því að ná eyr- um þjóðarinnar. Sumir fara þó hægt af stað, eins og Hildur Sif Kristborg- ardóttir sem skrifaði í gær á www.belle.blog.is: „Ég ætla nú ekki að byrja neitt stórt, bara að segja hæ og svo áður en þið vitið af þá kemur einhver svaka sprengja.“     Hvað skyldi það nú verða? Þegarstórt er spurt … STAKSTEINAR Steingrímur Sævarr Ólafsson Þegar stórt er spurt … SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. / ( -- 0 -1 +' ' -. 1 '. 2 3! ) % ) % 2 3! 2 3! 3! 3! 3! 3! 3! 3!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   4 4 / 5 0 ( ( 5 1 ' 1 6    6 *%   6  *%   3! 3! 3!       ) % 3! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) - +- +- +. ' ' +- +( 5 4 5 2 3!  !2  !2 3!      3!      3! 3! 2 3!    9! : ;                               !    "             #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   78    ;  -         /     *  2 3!  +    9 3!   *% 6      3    <  76    *   !   29 :   !   +  ;  < (  =    /+-<7 %  !   > 9  6  %  *    ;  - 5 9        +    ?> *3  *@    "3(4= =<4>"?@" A./@<4>"?@" ,4B0A*.@" /-0 '-< -91 <95 --.0 --0 ./- (.< -(<. 5-5 0.. -1/1 -..< -//4 '-<< ---- --// --1< -</< -/.- -1/5 -1.( -1/' '<-< ''.- .9' -91 <90 -94 -91 <9( <9/ <9( -95 -9< -9/ <95 <91                  FRÉTTIR MAGNÚS Stef- ánsson félags- málaráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögur um leiðir til að sporna við ólögmætri bú- setu í atvinnuhús- næði. Í starfshópnum eiga sæti Ellý K. Guðmundsdóttir, sviðsstjóri um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, Björn Karlsson brunamála- stjóri og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem verður formaður starfshópsins. Hlutverk starfshópsins er að safna upplýsingum um umfang ólög- mætrar búsetu í atvinnuhúsnæði, kanna hvort ákvæði laga veiti stjórn- völdum nægilegar heimildir til að hafa eftirlit með slíkri búsetu og meta, í samráði við hlutaðeigandi stjórnvöld, hvort úrræði þeirra séu nægileg til að bregðast við þegar þess er þörf. Sérstök áhersla skal lögð á að afla upplýsinga um hvort algengt sé að fólk búi við ófullnægj- andi eða hættulegar húsnæðisað- stæður og gera tillögur til úrbóta. Starfshópurinn skal skila tillögum fyrir lok janúarmánaðar 2007. Spornað við ólögmætri búsetu Magnús Stefánsson VONIR standa til þess að ný Grímseyjarferja verði tekin í notk- un í mars á næsta ári, en upp- haflega átti að taka hana í notkun í byrjun nóvember sl. Kostnaður hefur farið um 100 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. „Auðvitað eru það alltaf von- brigði þegar verkáætlanir standast ekki en ljósi punkturinn er sá að við erum ekki í tímaþröng með þetta þar sem það skip sem siglir á Grímsey í dag er fullnægjandi ennþá og þess vegna nýtist það okkur fram eftir næsta ári og þess vegna út allt næsta ár,“ segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvega- málastjóri. Skipta þarf út gömlu Grímseyj- arferjunni þar sem hún uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins um ferjusiglingar sem taka gildi í áföngum hér á landi til ársins 2009. Ákveðið var að kaupa skip frá Ír- landi sem var afar illa farið og gera við það í stað þess að kaupa nýja ferju. Gunnar segir að kostnaður við að láta smíða ferju af þessari stærð hafi verið metinn um 7–800 millj- ónir króna. Með því að fara þá leið að kaupa notað skip og gera það upp, svo það verði eins og nýtt, verði því sparað mikið fé þrátt fyr- ir að kostnaður sé orðinn mun hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir því að kaupa skipið á um 100 milljónir króna og samn- ingur var gerður um viðgerð sem kosta átti aðrar 100 milljónir króna, að sögn Gunnars. Að auki hafi þurft að kaupa vélbúnað fyrir um 50 milljónir króna. Þessu til viðbótar hafi komið 100 milljóna króna óvæntur kostnaður, annars vegar vegna gengisbreytinga en hins vegar vegna þess að skipa- skráningarfyrirtækið Lloyds reg- ister gerði meiri kröfur en ráð var fyrir gert. Því stefni í að kostnaður við ferj- una verði um 350 milljónir, komi ekkert fleira upp þar til ferjan verður sjósett og tekin í notkun. Grímseyjarferja í notkun í mars?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.