Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 1
128SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 70. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins GOÐAFOSS Danir búa sig undir verkfall með hamstri Kaupmannahofn, 23. marz. Fri Ib Björnbak, fretUritara MorgunblaA.MÍnH. DANIR HAFA verid önnum kafnir við að hamstra alls kyns vönir áður en verkfall og verkbann skellur á um miðnætti, en það mun lama allt athafnalíf. Útilokað þykir að deiluaðilar setjist að samningaborði að eigin frumkvæði og er eina lausnin að stjórnmálamenn höggvi á hnútinn með lagasetningu. Verður þingið kallað saman af því tilefni, líklega á fimmtudag eða fostudag. Uppreisn í kínversk- um varðbát Seoul, Suður-Kóreu, 23. mars. AP. SVO VIRÐIST sem „einhvers konar uppreisn" hafi orðið um borð í kínverskum varðbát í Gula- hafinu, svo notuð séu orð ónafn- greinds embættismanns í Suður- Kóreu. Bátinn rak inn í suður kór- eska lögsögu í morgun og fiskibát- ur dró hann til hafnar. Þrír kín- verskir varðbátar sigldu inn í kór- esku lögsöguna til að ná varðbátn- um, en strandgæslan kóreska stökkti þeim á flótta. 18 manna áhöfn var um borð í kínverska skipinu, en 6 þeirra létu lífíð í átökum sem urðu um borð á föstu- dagskvöldið og 3 til viðbótar særð- ust. í fréttum í Japan var þess getið að tveir áhafnarmeðlima hafi ætl- að að flýja til Taiwan og þá hefðu átökin brotist út. Kínverjar hafa krafist þess að fá aftur áhöfn og bát umsvifalaust, en þar sem stjórnmálasamband er ekki milli Kína og Suður-Kóreu þarf að fara krókaleiðir til að leysa málið. Tók tanngarða upp í skuldir Hutcbinson, Knnsas. 23. mnrs. AP. Ellilífeyrisþeginn Herbert Epp hefur ekki getað snætt ann- að en súpu og harðsoðin egg síð- ustu þrjár vikurnar. Hann er bú- inn að fá sig fullsaddann af því. Ástæðan: Tannlæknir hans, Jeffrey Rayl, tók falska góma hans upp í skuldir. Rayl segir að Epp fái tennur sínar strax og hann greiði sér 865 dollara skuld. „Ég lifi ekki á loftinu,“ segir Rayl. Hinn 68 ára gamli Epp hef- ur farið með málið fyrir dóm- stóla og krafist þess að fá af- tur tanngarða sína auk skaða- bóta. Rayl telur það af og frá og segir svona lagað viðtekna venju í öllum viðskiptum, að vörur séu teknar aftur ef kaupandi greiði þær ekki. Epp ber fyrir sig að lífeyrir sinn sé svo lítill að þau hjónin lifi vart af honum og í ofanálag hafi kona hans misst vinnuna nýlega. 1 fréttinni í LAT stendur, að 10 C-130 flutningavélar hefðu verið notaðar og alls hafi falasharnir verið um 900 talsins. Þetta eru Til að byrja með kemur verk- fallið niður á öðrum rekstri en opinberum. Sjúkrahús og aðrar stofnanir verða starfræktar fyrst um sinn og gerðar hafa verið áætl- eþíópskir gyðingar sem höfðu flú- íð hungurvofuna heima fyrir og bjuggu við þröngan kost 1 Súdan. Fréttaritarinn Charles Powers anir um neyðarþjónustu, reynist nauðsynlegt að loka þeim. Skortur getur orðið á olíu og benzíni strax upp úr helginni, því akstri olíu- og benzínbíla verður ritar að hann hefði verið gripinn af súdönskum öryggisvörðum er hann vildi nálgast flugvöllinn og sér hefði ekki verið sleppt fyrr en aðgerðunum var lokið. Powers fullyrðir að skipunin um fólks- flutningana hafi komið beint frá Ronald Reagan og fullt samráð hafi verið haft við stjórnina í Súd- an. hætt á mánudag. Upphitun elli- heimila og sjúkrahúsa hefur þó verið tryggð. 1 vandræði stefnir í miðhluta Alaborgar strax, því á miðnætti ganga kyndarar í varmaveitu borgarinnar út. Þá er þess ekki lengi að bíða að raforku- verin skorti eldsneyti. Verkfallið raskar samgöngum mikið. Allt innanlandsflug leggst niður frá morgni sunnudags og SAS hefur aflýst millilandaflugi frá sama tíma. Útlend flugfélög geta þó áfram flogið til og frá Kaupmannahöfn. Ferjur ríkis- járnbrautanna verða áfram í sigl- ingum, en skip einkafyrirtækja hætta siglingum á ströndina og millilanda. Öll losun og lestun í höfnum landsins leggst niður og stöðvast því útflutningur landbún- aðarframleiðslu. Búist er og við að fljótt verði skortur á dýrafóðri vegna þessa. Tjónið verður því fljótlega tilfinnanlegt. Auk þessa loka mörg hótel og veitingahús og flest blöðin stöðv- ast. Verkfallsmenn fá greiddar 1.800 krónur danskar á viku í verkfallsbætur, eða jafnvirði 6.500 íslenzkra króna. Eru stéttarfélög- in vel fjáð til þessa og bankar bjóða þeim verkfallslán. Verkfall- ið gæti þvi varað i mánuði án þess að koma illa við viðskiptalif. Stjórnmálamönnum mun reyn- ast auðvelt að réttlæta íhlutun þegar stefnir í háska þjóðarbús- ins, en verkfallið er svo víðtækt, að ekki þarf langur tími að líða unz slíkt væri yfirvofandi. Paul Schlúter forsætisráðherra segist taka af skarið þegar nauðsyn kref- ur. Mun vera í vinnslu frumvarp sem gerir ráð fyrir 2—3% launa- hækkun í ár og annarri á því næsta. Samhliða verður að gripa til efnahagsráðstafana vegna vax- andi erlendra skulda og eru uppi áform um nýja skatta á tóbak, áfengi og bjór, aukinn sparnað og hugsanlega verðstöðvun. Frökkum rænt í Beirút Beirúl, 23. mnr*. AP. MARCEL Fontain, varkonsúl Frakk- lands í Líbanon, var rænt I dag þar sem hann var að kaupa sér dagblað á götu úti. Þá var starfsmannastjóra og rit- ara franska sendiráðsins rænt á leið til vinnu. „Jihad Islami“ hryöju- verkasamtökin hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. flutti falasha til ísrael Lok Angelefi. 23. mnre. AP. DAGBLAÐIÐ Los Angeles Times greindi frá því í dag, að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði staðið í því síðustu daga að flytja á laun síðustu „falashana" frá Súdan til ísrael. „Falashar“ eni gyðingatrúar og það vakti ýmist aðdáun eða reiði er fsraelar sjálfir fluttu þúsundir falasha frá Súdan til ísraels á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.