Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Hjátrúin og íþróttafólk: Ekki tapað leik síðan hann klæddist nýja búningnum „ÉG HEF bundist tryggðabönd- um við þennan æfingabúning. Við höfum ekki tapað leik eftir að ég fékk hann. Eg er þjálfari 2. flokks hjá Víkingi og við fórum í gegn um úrslitakeppni 2. flokks og urðum íslandsmeistarar án þess að tapa leik. Við höfum síð- an unnið tvo bikarleiki, gegn Njarðvík og FH og í 1. deild höf- um við borið sigurorð af KR, Val og FH. Ég mun því mæta til leiks í búningnum gegn Barrelona," sagði borbergur Aðalsteinsson, stórskytta bikarmeistara Víkings, sem í kvöld kl. 20.30 mætir Barc- elona í undanúrslitum Evrópu- keppni bikarhafa í Laugardals- höll. Hjátrú er algeng meðal íþr- óttamanna. Uorbergur fékk fyrir nokkru æfingabúning frá Adidas og hefur síðan ávallt mætt i þeim búning í leiki Víkings. „Eg tel mig ekki hjátrúar- fullan mann, en einhvern veg- inn hef ég fengið trú á þessum búningi. Hann er fullur af ör- yggi — um það er engin spurn- ing,“ sagði Þorbergur. — Nú er búningurinn eins og Bogdan Kowalczyk, þjálfari þinn hjá Víkingi, klæðist. Skiptir það einhverju máli? „Nei, það skiptir engu. Auk þess eru þeir ekki eins á litinn og Bogdan hefur oft tapað leik í sínum búningi. Leikurinn gegn Barcelona leggst vel í mig. Við höfum allt að vinna, engu að tapa og ef við náum upp góðri vörn og mark- vörzlu, trúi ég að Víkingur vinni. Hins vegar verðum við að gera okkur grein fyrir því, að Barcelona er Evrópumeistari bikarhafa og liðið er áreiðan- lega sterkara en lið Víkings. En mikil reynsla býr í Víkingslið- inu og hætt er við að Spánverj- arnir vanmeti okkur, þó þeir segist ekki gera það. Evrópuleikir Víkings í gegn um árin hafa alltaf verið mjög skemmtilegir og ég held að við- ureignin við Barcelona verði engin undantekning. Við Vík- ingar þekkjum af reynslunni, að það er ekki alltaf sterkara liðið sem fer áfram. í Evrópu- keppni er allt hægt — hið óvænta getur gerst — og með það í huga förum við í leikina við Barcelona, við höfum allt að vinna," sagði Þorbergur Aðal- steinsson. Kísilryk, aukaafurð á Grundartanga: Gæti gefíð af sér 40 milljónir á ári Járnblendið og Sementsverksmiðjan stofna sameignarfélag til að þróa notkun kísilryks Járnblendifélagið á Grund- artanga leitar nú leiða til aö auka notkun kísilryks, sem er aukaafurö sem síast við reykhreinsun þegar kísiljárnið er framleitt. Efni þetta liggur nú í haugum á Grundartanga, en talið er að þessi afurð geti gefið verulega af sér. Verk- smiðjan seldi tæp 8 þúsund tonn af kísilryki til Sements- verksmiðju ríkisins á sl. ári, fyrir tæpar 700 krónur tonnið, sem verksmiðjan notar sem bætiefni við sementsgerð, og nýlega var gerður samningur við Japaní fyrir milligöngu Sumitomo um kaup á 700 tonnum af kísilryki, sem verð- ur flutt áleiðis til Japan fljót- lega eftir páska. Japanir borga mun betra verð fyrir kísilrykið, eða um 2100 krónur fyrir tonnið, en þeir hjá Járnblendifélaginu telja að tonnið kosti Japani um 4000 krónur, komið heim til Japan. Um 18 þúsund tonn leggjast til af kísilryki á ári, miðað við há- marksafkost verksmiðjunnar, þ.e. um 60 þúsund tonn af 75% kísiljárni. Þannig gæti verk- smiðjan fengið tæpar 40 millj- ónir króna á ári fyrir þessa aukaafurð, ef öll framleiðslan seldist til Japan. Járnblendifélagið og Sem- entsverksmiðja ríkisins hafa gert með sér samkomulag um að setja á laggirnar sameignarfé- lag næstu tvö ár til að þróa sam- eiginlega notkun kísilryks og sements í mannvirkjagerð og ýmsar frmleiðsluvörur. Verður leitast við að finna leiðir til að auka notkun sements og kísil- ryks i byggingafiðnaði og maiín- virkjagerð, að þróa aðferðir til að framleiða efni og efnablönd- ur í ýmsar tegundir steinsteypu, sem hafi sérstaka eiginleika umfram venjulega steinsteypu, og að þróa og framleiða mark- aðsvörur úr sérsteypu eftir því sem þarfir markaðarins og eig- inleikar sérsteypunnar geta gef- ið tilefni til. Fyrsta vörutegundin sem er ávöxtur þessarar samvinnu er flotbryggja úr sérstakri steypu, sem nú er reynd fyrir smábáta í Akraneshöfn, í samvinnu við Akraneskaupstað. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Sveinn Ein- arsson í út- hlutunarnefnd Menntamálaráóherra hefur skip- að Svein Einarsson, fyrrum Þjóð- leikhússtjóra, í úthlutunarnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Tekur hann sæti lleimis Páls- sonar, fyrrum menntaskóiakennara. Heimir Pálsson var skipaður í nefndina fyrir 3 árum ásamt Jó- hanni Hjálmarssyni, bókmennta- gagnrýnanda. Skipunartími þeirra rann út 1. mars sl. og var skipun nýrrar nefndar ákveðin fyrir þann tíma. Jóhann var endurskipaður nú og kom fram í samtali Mbl. við Ragnhildi Helgadóttur, mennta- málaráðherra, í gær, að hún hefði talið heppilegt að annar héldi sæti sínu. Mjög misjafnt hefði verið hvort menn sætu eitt timabil eða tvö í nefndinni. Jóhann og Sveinn voru skipaðir til næstu fjögurra ára, en varamaður verður áfram Sveinn Skorri Höskuldsson. Skipaafgreiðsla Húsavíkur hf: Saksóknari höfðar mál TVEIR ungir menn á Húsavík, llannes Höskuldsson og Árni Grétar Gunnarsson, stofnuðu á síðastliðnu sumri fyrirtækið Skipaafgreiðslu Húsavíkur hf. Þessir menn eru jafn- framt umboðsaðilar fyrir Eimskip og Hafskip á Húsavík. Þeir fengu vöruskemmu á hafn- arbakkanum og gerðu m.a. samn- ing við Kísiliðjuna um að taka við flutningum á kísilgúr, geyma hann í vöruskemmunni og skipa honum út. Að sögn Þórarins Þórarinsson- ar, lögmanns þeirra, kærði bíl- stjórafélagið á Húsavík þetta nýstofnaða fyrirtæki í haust og telur að það brjóti á sér rétt, með þvi að nota vörubíla í eigin eigu til aksturs á kísilgúrnum úr vöru- skemmunni og niður að skipshlið, sem er um 200 metra vegalengd. Saksóknari ríkisins höfðaði opinbert mál og gerir þá kröfu að þeir Hannes og Arni Grétar verði dæmdir til refsingar fyrir þessa starfsemi, sem saksóknari telur að varði einkarétt vörubifreiðastjór- anna til leiguaksturs. Málflutningur fór fram á Húsa- vík sl. fimmtudag og er dóms að vænta eftir'nokkrar vikur: Nýr steindur gluggi í Hveragerðiskirkju HVERAGEKÐISKIRKJA er að eignast stóran fagran kirkjuglugga úr steindu gleri. Listaverkið er eftir Höllu Haraldsdóttur myndlistarmann og framleitt hjá glergerðarverkstæði Oidtmans í Linnich í Þýskalandi. Hefur annar eigandinn, Fritz Oidtman, verið hér til að koma steinda glugganum fyrir í kirkjunni með aðstoð tveggja heimamanna, en glugginn verður vígður við messu i kirkjunni á sunnudag. Nýi steindi glugginn er um 22 fermetrar að stærð, 14,5 m hár og er í stafni, upp af altarinu. Vandi listamannsins og fram- leiðandans var m.a. sá, að úti er stór steinsteyptur kross, sem hefði sést í gegnum listaverkið. Það var leyst á þann hátt að nota svonefnt opak-gler i steindu gluggana, en það er unnið þann- ig að hver rúða er blásin í þrem- ur litum, sem koma saman og verða rúðurnar þannig skyggðar. þannig sést krossinn ekki bera í listaverkið að innan nema hvað hann myndar eins og daufan skugga í sterku sólskini. Verk- stæði Oidtmans, sem hefur nú um 2.500 liti í steinda glugga á lager sínum, getur framleitt um 200 litaafbrigöi með þessari að- ferð. En slíkir skyggðir gluggar hafa ekki verið notaðir hér fyrr. Halla Haraldsdóttir vann að gluggunum í Hveragerðiskirkju í Linnich í haust. Viðfangsefni listaverksins er Kristsmynd, en tekið er mið af umhverfinu í Hveragerði. Listakonan hefur hefur oft verið við störf á listiðn- aðarverkstæðinu i Linnich sl. 5 ár, en þar eru nú sýnishorn eftir hana og kynning fyrir þá byggj- endur sem eru að leita eftir listamönnum til að skreyta byggingar og kirkjur. Á þessu ári verður í Sviss stór sýning á um 100 steindum gluggum eftir þá alþjóðlegu listamenn, sem verkstæði Oidtmans vinnur verk eftir, og á Halla þar stelndan glugga. Auk þess verða eftir hana myndir af 7 steindum gluggum í listaverkabók um trú- arlega list sem Kieferforlag 1 Wuppertal er að gefa út. Og þar verður einnig mynd af glerlista- verki eftir aðra íslenska stúlku, Svövu Björnsdóttur myndhöggv- ara í Múnchen. Unnið hefur verið nð þvf að setja upp nýjan steindan glugga eftir Höllu Haraldsdóttur í Hveragerð- iskirkju og verður hann vfgður við messu á sunnudag. Glugginn er 22 fermetrar að stærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.