Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR24. MARZ1985 „Okkar mál er mál hins óendan- lega,“ sagði japanska stúlkan Yoko Shimata í framhaldsþætt- inum Shogun í sjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Hún var að koma evrópska gestinum í landi hennar i skilning um þá stað- reynd, að japðnsk tunga tæki öll- um öðrum tungumálum fram. Væri mál málanna. Það væri grunnmálið, þótt ekki hafi það að vísu orðið göfugasta mál í heimi fyrr en eftir að það fluttist þangað frá Kína einhvern tíma á 5. öld. Japanir eiga sínar merki- legu bókmenntir frá 6. og 7. öld og ekki til að hafa orð á, að þær ku byggja á þeim kinverska arfi sem þeir fluttu með sér. Þeirra Snorri var Kodjilin um 712. Orð- lagðan prósa skrifuðu þeir á 10. öld og áttu sína söguöld ívið á undan okkur eða á 8. til 13. öld. Ekki að furða þótt þessi ljúfi japanski túlkur i Shogun-þætt- inum vildi koma þeim sannind- um á hreint við útlendan gest í landinu að ekkert jafnaðist á við japanska tungu og japanska menningu. öll önnur menning frat og ekki til að hafa orð á. Japanska konan i sjónvarpinu kom þessum staðbundnu heims- sannindum um yfirburði eigin tungu á framfæri við útlenda barbarann af svo einstakri lagni að ekki olli irafári. En svona geta nútima tækni- framfarir farið með mannfólkið. Allt fréttist í önnur lönd. Ekki einu sinni hægt að hafa i friði i eigin heimalandi sjálfshælni, þegar að landi ber frá ómerki- legum stöðum úti í heimi útlend- inga, eins og þennan portúgalska eða hollenska sjómann í sjón- varpsþáttunum. Nú berst jap- anska hrokafulla menningar- túlkunin ekki aðeins til næstu landa, heldur kemur hún í lit- fögrum myndum á sjónvarps- skjá eyjaskeggja hinum megin á hnettinum. Og það hjá íslend- ingum, sem vita auðvitað betur. Velkjast ekki i vafa um hvaða menning og tunga stendur öllum öðrum framar. Eða eins og hæstvirtur alþingismaður Árni Johnsen hefur svo rækilega látið einhverja aðkomumenn fá að heyra: „Það er engin tilviljun að islenska er talin með ensku, frönsku og þýsku vegna þess að íslenskan er heimsmál. Mestar bókmenntir á Norðurlöndum hafa verið samdar á islensku og fornislenskar bókmenntir eru heimsbókmenntir." Ekki sakar það okkur íslendinga þótt úr sjónvarpinu okkar berist and- stæðar skoðanir á þvi hvaða þjóð standi öðrum þjóðum framar í málfari og heimsmenningu. Sú spratt alsköpuð fram á eyjunni íslandi og fór að tala gullald- armál fyrir 1000 árum, hafði engar rætur yfir til Norðurland- anna fremur en Japanirnir til Kína. Við Islendingar urðum vit- anlega strax yfirburðafólk í heimssögunni. Enginn sem skól- aður er í haldgóðum sögu- skýringum sjálfstæðisbarátt- unnar getur velkst i vafa um það. Að vera eða ekki vera, það er lóðið. Að visu læðast stöku sinnum að manni efasemdir um sæti númer eitt í heimsmenningunni, þegar maður fjarri heimaland- inu rekst á merkin um menning- artímabil í sögu annarra þjóða. T.d. á ferð um land það sem nú heitir ísrael, þar sem til er skráð saga mörg þúsund ára og blasa raunar við með stuttu millibili leifar af menningarsamfélagi Gamla testamentisins fyrir 4000 árum, Rómverja fyrir Krists burð eða Krossfaranna á þeim tíma sem við vorum að taka kristna trú og varla farin að skrifa merku handritin. í Aust- urlöndum rekst maður líka á slatta af minjum frá nokkur þúsund ára gamalli menningu. En slíkar efasemdir eru fljótar að hristast úr manni þegar heim er komið í viðeigandi brýningu á góðum stundum. Fleiri en við lenda svosem í því að uppdaga að rótgróin fyrirlitn- ing á menningu annarra getur fengið dulítið holan hljóm. Það gerðist til dæmis í sumar í París. Meðan ég var þar stóð yfir í Grand Palais mikil sýning á fornum bronslistaverkum frá Benin í Nígeríu. Meginlandsbúar Evrópu, sem í aldir höfðu litið til þjóða Afríku með nokkurri vork- unn og talað um arf Afríku- manna sem þessa skemmtilegu „frumstæðu list“, urðu nú dálítið hvumsa við. Þótt eitt og eitt Benin-listaverk væri í merkum söfnum, þá hafði aldrei fyrr ver- ið lánaður á heildarsýningu í Evrópu þessi merkilegi menn- ingararfur. Þarna í kóngsríkinu Benin, sem stofnað var um það leyti sem við vorum að byrja að skrifa fyrstu íslendingasögurn- ar, myndaðist listsköpun sem engum dettur í hug að nefna frumstæða. Og hún er til af því að þeir kunnu að steypa í brons sem varðveittist, en önnur þekkt listsköpun Afríku hefur gjarnan grotnað niður í hitasvækjunni eða verið etin af skordýrum, þar sem hún var skrifuð á börk eða unnin úr tré. Þessi sýning á menningu Benin-manna í París kom mér að vísu ekki jafn mikið á óvart eins og hún virtist koma þeim menningarvitum megin- lands Evrópu, sem um hana skrifuðu, því af tilviljun hafði ég lent í Ifeborg í Benin á flandri um Nígeríu fyrir 20 árum og heillast af þessum minjum. Sagði þá frá því í útvarp á ís- landi. En vitanleg skekkti það ekki fremur en annað hina einu sönnu trú á yfirburði íslenskrar menningar yfir alla aðra. Svo- sem ekki erfitt að halda sér við hina einu sönnu söguskoðun í réttu umhverfi og andrúmslofti á heimavelli. Auðvitað verður að halda árunni hreinni — hvað annað? Á því lifum við íslend- ingar sem þjóð, svo sem tíðum er brýnt fyrir okkur. Og þótt á veikleikastundum kunni að læðast að manni grun- ur um, að allt eins megi stunda menninguna af hógværð og reyna að láta nú ekki falla á dýrmæta arfinn, eins og að hrópa hátt um yfirburði hennar um leið og útlendingur er í færi á íslenskri grund eða okkar full- trúar sendir í önnur lönd, þá er allur varinn góður. Annars gæti heimurinn farið að halda að sá óumdeilanlegi menningararfur, sem kom í alheimsblönduna frá íslandi fyrir þúsund árum, eigi einhvern sinn líka. Að annarra þjóða menningartímabil á fyrri árþúsundum kæmust með tærn- ar þar sem við höfum hælana. Mikill er sá er mikið kann og veit, meiri þó hinn er veit hvert stefnir leit. P.s:. Nú varð Gáruhöfundur heimaskítsmát. Þingmaður nybúinn að sanna hve ómerki- legar íslenskar stökur verða á dönsku. En hvort verður ofan- greind grúkka á dönsku eftir Pi- et Hein merkileg eða ómerkileg þegar Auðunn Bragi Sveinsson er búinn að snara henni á ís- lensku? Ætli ekki sé öruggara að halda sig við ástkæra ylhýra málið, í hvora áttina sem þýtt er! Peningamarkaðurinn GENGIS- SKRANING 22. mars 1985 Kr. Kr. Toll- Ein. KL 09.15 Kaup Sala gengi IDolUri 41,010 41,130 42,170 ISLpand 48335 48,677 45,944 Kul dollan 29,967 30,055 30,630 IDösskkr. 33545 3,5649 33274 INorakkr. 4,4424 4,4554 4,4099 ISKBskkr. 4,4381 4,4511 4,4755 1 FL aurk 6,1558 6,1738 6,1285 1 Fr. fraaki 4,1550 4,1672 4,1424 1 Belg. franki 0,6323 0,6341 0,6299 1 S*. fraaki 15,0027 15,0466 143800 1 HoU. eyllini 113603 11,2932 11,1931 1 V-jrmark 12,6946 12,7318 12,6599 líUira 0,01996 0,02002 0,02035 1 Aiwturr. srh. 13170 13223 13010 1 Port. esrudo 03278 03285 03304 1 Sp. peseti 03295 03302 03283 IJ»p.yeB 0,16073 0,16120 0,16310 1 írakt pund SDR. (Sérst 39,657 39,773 39345 drátlarr) 40,1264 403428 413436 1 Bel*. franki 0,6275 0,6294 INNLÁNSVEXTIR: Sp«rif|óð«b»Kur ................. 24,00% Sparitjóterfikningar imó 3ia mánaöa uppaögn Alþýöubankinn............... 27,00% Búnaöarbankinn.............. 27,00% lönaöarbankinn11............ 27,00% Landsbankinn................ 27,00% Samvinnubankinn............. 27,00% Sparisjóöir31............... 27,00% Útvegsbankinn....,.......... 27,00% Verzlunarbankinn............ 27,00% tneð 6 mánaöa uppsögn Alþýðubankínn............... 30,00% Búnaöarbankinn...............31,50% lönaöarbankinn11............ 36,00% Samvinnubankinn............. 31,50% Sparisjóöir3*................31,50% Útvegsbankinn............... 31,50% Verzlunarbankinn............ 30,00% meö 12 mánaöa uppsögn Alþýöubankinn............... 32,00% Landsbankinn.................31,50% Sparisjóöir3*............... 32,50% Útvegsbankinn............... 32,00% meö 18 mánaöa uppsðgn Búnaöarbankinn............... 37,00% Innlánsskírteini Alþýöubankinn................ 30,00% Búnaöarbankinn................31,50% Landsbankinn..................31,50% Samvinnubankinn.............. 31,50% Sparisjóöir................. 31,50% Útvegsbankinn................ 30,50% Verötryggöir reíkningar miöaö við lánskjaravisitölu meö 3ja mánaöa uppsögn Alþýðubankinn................. 4,00% Búnaöarbankinn................ 2,50% lönaöarbankinn1).............. 0,00% Landsbankinn................... 230% Samvinnubankinn............... 1,00% Sparisjóöir31................. 1,00% Útvegsbankinn................. 2,75% Verzlunarbankinn.............. 1,00% meö 6 mánaöa uppsögn Alþýðubankinn................. 6,50% Búnaöarbankinn................ 3,50% lönaðarbankinn1*.............. 3,50% Landsbankinn.................. 3,50% Samvinnubankinn............... 3,50% Sparisjóöir3*................. 3,50% Útvegsbankinn................. 3,00% Verzlunarbankinn.............. 2,00% Ávisana- og hlaupareikningar: Alþýöubankinn — ávísanareikningar....... 22,00% — hlaupareikningar........ 16,00% Búnaöarbankinn............... 18,00% Iðnaðarbankinn................11,00% Landsbankinn................. 19,00% Samvinnubankinn — ávisanareikningar..... 19,00% — hlaupareikningar........ 12,00% Sparisjóöir.................. 18,00% Útvegsbankinn................ 19,00% Verziunarbankinn............. 19,00% Stjömureikningan Alþýöubankinn21............... 8,00% Alþýðubankinn..................9,00% Safnlán — heimilislán — IB-lán — plúslán meö 3ja til 5 mánaöa bindingu lönaöarbankinn............... 27,00% Landsbankinn................. 27,00% Sparisjóöir.................. 27,00% Samvinnubankinn.............. 27,00% Útvegsbankinn................ 27,00% Verzlunarbankinn............. 27,00% 6 mánaöa bindingu eöa iengur lönaöarbankinn............... 30,00% Landsbankinn................. 27,00% Sparisjóöir.................. 31,50% Útvegsbankinn................ 29,00% Verzlunarbankinn............. 30,00% Hávaxtareikningur Samvinnubankans: Ettir þvi sem sparifé er lengur inni reiknast hærri vextir, frá 24—32,5%. Vextir fyrstu 2 mán. eru 24% eftir 2 mán 25,5%. eftir 3 mán. 27%, eftir 4 mán, 28,5% eftir 5 mán. 30%. eftir 6 mán. 31,5% og eftir 12 mán. 32,5%. Aunnar vaxta- hækkanir reiknast alltaf frá þvi aö lagt var Inn. Vextir færast tvisvar á ári og er hæsta ársá- vöxtun 35,1%. Þegar innstæöa hefur staöiö í þrjá mánuöi á Hávaxtareikningi er reiknaöur út Hávaxtaauki sem leggst við vaxtateljara. svo framarlega aö 3ja mánaöa verötryggður reikningur hjá bankanum hafi verið hagstæö- ari en ávöxtun á undanförnum þremur mánuö- um. Hávaxtaauki er eftir 6 mánuöi reiknaöur á hliðstæðan hátt, þó þannig aö viðmiöun er tekin af ávöxtun 6 mán. verötryggöra reikn- inga. Kjörbók Landsbankans: Nafnvextir á Kjörbók eru 35% á ári. Innstæður eru óbundnar en af útborgaörl fjárhæö er dregin vaxtaleiörétting 2,1%. Þó ekki af vöxt- um liðins árs. Vaxtafærsla er um áramót. Ef ávöxtun á 3 mánaöa vísitölutryggöum reikn- ingi aö viöbættum 2,50% ársvöxtum er hærri gildir hún og fer matið fram á 3 mánaöa fresti. Kaskó-reikningur: Verzlunarbankinn tryggir aö innstæður á kaskó-reikning- um njóti beztu ávöxtunar sem bankinn býður á hverjum tíma. Sparibók meö sérvöxtum hjá Búnaðarbank- anum: Nafnvextir eru 35,0% á ári. Innistæður eru óbundnar, en dregin er 1,8% vaxtaleiörétting frá úttektarupphæö. Vextir liöins árs eru undanþegnir vaxtaleið- réttingu. Vaxtafærsla er um áramót. Geröur er samanburöur viö ávöxtun 3ja mánaöa verö- tryggöra reikninga og reynist hún betri, er ávöxtunin hækkuö sem nemur mismuninum. Ársávöxtun 18 mánaöa reiknmga er borin saman vö ávöxtun 6 mánaöa verötryggöra reikninga. Vaxtafærsla tvisvar á ári. Spariveltureikningar: Samvinnubankinn.............. 27,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Bandaríkjadollar Alþýöubankinn.................9,50% Búnaöarbankinn.................8,00% lönaöarbankinn.................8,00% Landsbankinn.......... ........8,00% Samvinnubankinn................7,50% Sparisjóöir....................8,00% Útvegsbankinn..................7,50% Verzlunarbankinn.............. 7,50% Sterlingspund Alþýðubankinn..................9,50% Búnaöarbankinn................ 10,00% Iðnaðarbankinn................11,00% Landsbankinn..................13,00% Samvinnubankinn............... 10,00% Sparisjóöir....................8,50% Útvegsbankinn................. 10,00% Verzlunarbankinn..............10,00% Vestur-þýsk mðrk Alþýöubankinn..................4,00% Búnaöarbankinn.................4,00% lönaöarbankinn.................5,00% Landsbankinn...................5,00% Samvinnubankinn............... 4,00% Sparisjóöir....................4,00% Útvegsbankinn..................4,00% Verzlunarbankinn.............. 4,00% Danskar krónur Alþýöubankinn..................9,50% Búnaöarbankinn................ 10,00% Iðnaöarbankinn.................8,00% Landsbankinn..................10,00% Samvinnubankinn............... 10,00% Sparisjóðir....................8,50% Útvegsbankinn................. 10,00% Verzlunarbankinn..............10,00% 1) Mánaöarlega er borin saman ársávöxtun á verðtryggöum og óverðtryggðum Bónus- reikníngum. Áunnir vextir veróa leióráttir í byrjun næsta mánaöar, þannig aö ávöxtun verði miðuö viö þaó reikningsform, sem harri ávðxtun ber á hverjum tíma. 2) Stjömureikningar eru verðtryggðir og geta þeir sem annað hvort eru eldri en 64 ára eóa yngri en 16 ára stotnað slíka reikninga. 3) Trompreikningar. Innlegg óhreyft í 6 mánuði eóa lengur vaxtakjðr borin saman við ávöxtun 6 mánaóa verötryggðra reikn- inga og hagstæðari kjörin valin. ÚTLÁNSVEXTIR: Almennir vixlar, forvextir__________31,00% Viðskiptavíxlar Alþýöubankinn.............. 32,00% Landsbankinn................. 32,00% Búnaðarbankinn............... 32,00% Iðnaðarbankinn............... 32,00% Sparisjóöir.................. 32,00% Samvinnubankinn............... 32,00% Verzhinarbankinn.............. 32,00% Yhrdráttartán af hlaupareikningum: Viöskiptabankarnir............ 32,00% Sparisjóöir................... 32,00% Endurseljanleg lán fyrir innlendan markað-------------- 24,00% lán í SDR vegna útflutningsframl. — 9,50% Skuidabráf, aimenn:_________________ 34,00% Vióskiptaskuldabráf:---------------- 34,00% Samvinnubankinn_____________________ 35,00% Verötryggð lán miðað við lánskjaravísitölu í allt aö 2 'h ár....................... 4% lengur en 2% ár......................... 5% Vanskilavextir__________________________48% Óverötryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08.'84............. 34,00% Lífeyrissjódslán: Lifeyrissjóður starfsmanna ríkiains: Lánsupphæð er nú 300 þúsund krónur og er lániö visltölubundiö meö láns- kjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt lánstimann. Lífeyrisajóður verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 144.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast við lánið 12.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 6.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 360.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 3.000 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekkert hámarkslán i sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin ber nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitalan fyrir mars 1985 er 1077 stig en var fyrir febr. 1050 stlg. Hækkun milli mánaöanna er 2,6%. Miö- aö er viö vísitöluna 100 i júní 1979. Byggingavísitala fyrir jan. til mars 1985 er 185 stig og er þá miöaö viö 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabráf i fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.