Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 41
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- aistræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. Stefnumarkandi stjórnarfrumvarp Ríkisstjórnin skal beita sér fyrir stofnun hlutafélags um Sementsverksmiöju ríkisins á Akranesi. Þessi eru upphafs- orð stjórnarfrumvarps sem Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra hefur lagt fram á Al- þingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að verksmiðjan og fylgifé hennar verði lagt til hins nýja félags. Nákvæmt mat verð- ur framkvæmt á eignum Sem- entsverksmiðju ríkisins til við- miðunar við ákvörðun um heild- arhlutafjárhæð. Allt að 20% af hlutafjáreign ríkissjóðs í Sem- | entsverksmiðjunni verður selt á almennum markaði. Fjárhæð hlutabréfa verður ákveðin með það í huga að almenningur geti keypt hluti í félaginu. Hlutverk fyrirtækisins verður hið sama og áður: að framleiða og selja sement fyrir innlendan og erlendan markað. Ennfremur skal fyrirtækið annast náma- rekstur til að afla hráefna til framleiðslunnar. Því er einnig heimilt að annast rannsóknir, þróunarverkefni og efnavinnslu og skylda starfsemi. — Fast- ráðnir starfsmenn hafi endur- ráðningarrétt hjá hinu nýja fé- lagi í sambærilegar stöður og þeir gegna nú. Hér er tvímælalaust um stefnumarkandi ákvörðun ríkis- stjórnar að ræða; tímamóta- ákvörðun, sem vert er að veita athygli. Ekki sízt þegar hún er skoðuð í ljósi fyrra frumkvæðis iðnaðarráðherra: 1) Sðlu Lands- smiðju til starfsfólks hennar, 2) sölu Lagmetisiðjunnar Sigló- síldar til heimaaðila og fleiri — og 3) sölu hlutabréfa ríkisins í Iðnaðarbanka. Þær röksemdir, sem koma fram í athugasemd- um með frumvarpinu, styðja og þessa staðhæfingu, en þar segir m.a. orðrétt: „Telja verður rökrétt og eðli- legt að velja hlutafélagaformið um atvinnurekstur á vegum ríkisins. Hlutafélagafcrmið er bæði viðurkennt og vel þekkt fé- lagaform, sem löggjafinn hefur sett ítarlegar reglur um. í þeirri löggjöf eru nákvæmar reglur um starfssvið stjórnar, fram- kvæmdastjórnar og aðalfundar. í hlutafélagalögum er ákvæði, er vernda rétt minnihluta eig- enda. Þar sem ríkið býður öðr- um samstarf er því alveg sér- staklega viðeigandi að velja hlutafélagaformið. Þá eru einn- ig, af stjórnunarlegum ástæð- um, sterk rök til að gera öll ríkisfyrirtækin að hlutafélög- um ... Sá starfsrammi er sveig- anlegri en hreinn ríkisrekstur og á því að geta stuðlað að bættri stjórnun fyrirtækis." Sementsverksmiðjan, sem rekin hefur verið síðan 1958, var að mestu byggð fyrir lánsfé. Beint framlag eigandans, ríkis- ins, var nær ekkert. Sú eigna- myndun, sem orðið hefur í félag- inu, hefur skapazt við fremur hátt verðlag á framleiðslunni, þar eð verðið varð að standa undir afborgunum og vöxtum af byggingarlánum, auk beins framleiðslukostnaðar. Þetta, ásamt rýrnun lánsfjár í verð- bólgu, hefur frá öndverðu íþyngt fyrirtækinu. „Þess er að vænta/ segir í athugasemdum iðnaðar- ráðherra, „að innborgað hlutafé hefði talsverðu getað breytt um stöðu fyrirtækisins, þar á meðal gert kleift að selja framleiðsl- una á lægra verði og þannig hefði verksmiðjan orðið enn þýðingarmeiri lyftistöng við nýbyggingarframkvæmdir þjóð- arinnar". Þetta stjórnarfrumvarp er réttvísandi. Mættum við má meira að heyra. Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Ijúlí 1983 skipaði félagsmála- ráðherra nefnd til að sam- ræma störf opinberra aðila til að koma, svo sem unnt er, í veg fyrir tjón og slys af völdum snjóflóða og skriðufalla, en vá þessarar tegundar vofir yfir fjölmörgum byggðarlögum landsins. Meginniðurstaða nefndarinnar var að setja þurfi löggjöf um varnir þessar þar sem m.a. verði kveðið á um, hvernig vinna skuli að þessum málum, hverjir fari með stjórn þeirra og á hvern hátt vörnum skuli við komið þar sem hætta er talin mest. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að Almannavarnir ríkisins annist hættumat og setji reglur um gerð þess. Sérstök ráðgafa- nefnd, „ofanflóðanefnd", verður Almannavörnum til ráðgjafar, en hana skipi fulltrúar frá Al- mannavörnum, Raunvísinda- stofnun Háskólans, Skipulags- stjórn, Veðurstofu og Viðlaga- tryggingu. Veðurstofan annist öflun gagna um snjóflóð og snjóflóðahættu, vinni úr þeim, annist mælingar á snjóalögum og rannsóknir á þeim. Sérstakir eftirlitsmenn starfi undir yfir- stjórn Veðurstofu í sveitarfélög- um þar sem hætta er talin á snjóflóðum. I ljósi slysasögu okkar er það ekki vonum fyrr sem löggjafinn hugar að fyrirbyggjandi vörnum á þessum vettvangi. Rannsóknir og þróun- arstörf eru veigamikill og leiðandi hluti af lífskjarasókn þjóð- anna. Þær þjóðir sem verja hvað hæstu hlutfalli vergrar þjóð- arframleiðslu til þessara þátta, svo sem Bandaríkjamenn, Japanir og V-Þjóð- verjar, búa við hvað mesta velmegun. En hvað felst í þessum hugtökum: rannsókir og þróunarstörf? „Rannsóknir og þróunarstarfsemi er skapandi vinna unnin á skipulagðan hátt til þess að auka þekkingarforða manna, þ.m.t. þekkingu á manninum sjálfum, menningu hans og samfélagi, og hagnýtingu þessarar þekkingar til nýrra hluta.“ Þetta er sú skilgreining sem OECD setur fram í „Frascati“, handbók sinni, og Rannsóknaráð ríkisins styðst við, segir m.a. í grein eftir Gunnar Björn Jónsson í ársskýrslu rannsóknaráðs um rannsóknastarfsemi á íslandi. Greinarhöfundur segir ennfremur: „Rannsóknir og þróunarstarfsemi eru fyrstu skrefin í langri og flókinni at- burðarás, sem m.a. getur endað ef allt gengur að óskum með tæknilegri ný- sköpun, nýjum vörutegundum og fram- leiðsluaðferðum." Fjármagn til rannsókna Þær þjóðir sem vörðu hæstu hlutfalli vergrar þjóðarframleiðslu til rannsókna og þróunarstarfs árið 1981, samkvæmt upplýsingum sem fram koma í grein Gunnars Björns Jónssonar, vóru: Þýzka- land 2,7%, Bandaríkin 2,5% og Japan 2,4%. Samsvarandi hlutur íslendinga var 0,78% af vergri þjóðarframleiðslu (GNP) eða 0,75% af vergum landstekj- um (GDP). Þessi hlutur hefur vaxið úr 0,46% 1971 í 0,78% 1981; árleg aukning um 8%, en aðeins 2% milli áranna 1979-1981. Fjármögnun rannsókna og þróunar- starfs er og byggð mismunandi upp í hinum ýmsu löndum. Hér á landi kemur fjármagn til þessarar starfsemi að stærstum hluta frá „hinu opinbera", þ.e. um almenna skattheimtu, en í minna mæli beint frá fyrirtækjum í atvinnulíf- inu. Þannig fjármagnaði hið opinbera 76% rannsókna og þróunarstarfs hér á landi 1981 (90% 1971), atvinnufyrirtæki 20% (7% 1971) og erlendir aðilar 4% (3% 1971). Hlutur fyrirtækja hér á landi í þess- ari starfsemi (20% af heildarfjármagni) er smár í fjölþjóðlegum samanburði. Víðast telja fyrirtækin starfsemi af þessu tagi óhjákvæmilega til að tryggja stöðu sína í harðri alþjóðlegri sam- keppni. Hlutfall fyrirtækja í heildar- fjármögnun rannsókna og þróunar- starfs er víða 40—60%. Framlag íslenzka ríkisins til rann- sókna og þróunarstarfs sem hlutfall af fjárlögum stenzt betur samanburð við hliðstæður í öðrum ríkjum. Þetta hlut- fall var 2,5% heildarútgjalda fjárlaga 1981 en var 1,4% í Danmörku, 3,2% í Bretlandi, 4,2% í Svíþjóð og 5,4% í Bandaríkjunum, svo nokkrar hliðstæður séu nefndar. Meginástæða þess hve fyrirtæki hér á landi verja litlu fjármagni til þessa þýð- ingarmikla starfs er tvíþætt. í fyrsta lagi smæð fyrirtækja hér. í annan stað hefur það verið landlægt sjónarmið á íslandi, illu heilli, að fyrirtæki megi helzt ekki gera betur en að hanga á horrim rekstrarlega. Af þessum ástæð- um hafa fyrirtæki ekki haft fjárhags- legt bolmagn til að sinna rannsóknum og þróunarstarfi. Það er mjög mikilvægt að stórefla rannsóknar- og þróunarstarf hvers- konar hér á landi. Þetta á ekki sízt við slíka starfsemi hjá fyrirtækjunum sjálfum. Rannsóknar- og þróunarstarf, sem atvinnuvegirnir hefðu sjálfir með höndum, tæki óhjákvæmilega ríkara mið af þörfum þeirra og æskilegri fram- vindu atvinnulífsins. Horft um öxl og fram á veginn Á fyrstu mánuðum ársins 1983 fór árshraði verðbólgu hér á landi yfir 130% og stefndi hærra. í september 1984 var verðbólgan komin niður 13% vöxt miðað við síðustu þrjá mánuði, en 19% vöxt miðað við síðustu tólf mánuði. Þetta var hægastur hraði íslenzkrar verðbólgu sl. tíu ár — og mikilvægur varnarsigur í erfiðri efnahagsstöðu. Því miður seig aftur á ógæfuhlið eftir „kjarakollhnís" síðla liðins árs. Viðskiptahallinn við umheiminn var 6.880 m.kr. 1982 eða 10% sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Hér þurfti einnig að sporna duglega við fæti. Viðskiptahall- inn náðist verulega niður, eins og verð- bólgan, var um 5% sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu 1984. Gert er ráð fyrir um 3.400 m.kr. viðskiptahalla 1985, eða 4,4% af áætlaðari þjóðarframleiðslu. Enn er því drjúgur spölur í hagstæðan viðskiptajöfnuð við umheiminn. Erlendar skuldir, til lengri tíma en eins árs, vóru langleiðina í 42 milljarða króna í árslok 1984, reiknaðar á meðal- gengi ársins, eða um 61,5% af þjóðar- framleiðslu, samanborið við 60,6% 1983. Hér náðist ekki sambærilegur árangur og í hjöðnun verðbólgu og minni við- skiptahalla; þó staðið væri á flestum bremsum. Afborganir og vextir reynd- ust samtals 23,2% sem hlutfall af út- flutningstekjum 1984 en 20,6% 1983. Þjóðartekjur hafa rýrnað þrjú ár í röð og kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur skroppið saman um 12—13% á sl. tveimur árum. Meginorsakir efnahags- vandans, sem við hefur verið að glíma, stafa annarsvegar af minni þorskafla, markaðserfiðleikum, lækkandi útflutn- ingsverði, ásamt þungri skuldabyrði (m.a. vegna mikillar og ekki ævinlega arðsamrar fjárfestingar á fyrri árum), en hinsvegar af misvægi í peninga- og lánamálum og fjármálum ríkisins. Hag- tölur spegluðu þetta ástandi á liðnu ári í vaxandi viðskiptahalla og versnandi stöðu sjávarútvegs, veiða og vinnslu. Við höfum vissulega unnið nokkra varnar- og áfangasigra í vandamálum atvinnu- og efnahagslífs okkar. Við höf- um hinsvegar síður en svo náð inn á lygnan sjó í þeim efnum. Vandamálin hafa hjaðnað en geta engu að síður blossað upp, hvenær sem er, og orðið lítt viðráðanleg í höndum okkar, ekki sízt vegna óróa og ósamstöðu sem einkennir íslenzkt þjóðlíf á líðandi stund, bæði á vettvangi stjórnmála og vinnumarkað- ar. Það er aðeins eitt fært einstigi til framtíðarvelmegunar: þjóðarsátt um nýsköpun íslenzks atvinnulífs og efna- hagslegan stöðugleika. Þetta land á ær- inn auð; þessi þjóð bæði hæfnina og get- una. Hennar ógæfa er hinsvegar að senda ekki á sextugt djúp sundurlynd- isfjandann, sem leiðir hana ítrekað í ógöngur. Dagur og vegur Páls Theódórssonar Páll Theódórsson, eðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Islands, flutti athyglisvert erindi um daginn og veginn sl. mánudag. Þar segir hann m.a.: „Kjör alls þorra fólks hér á landi eru um þessar mundir töluvert lakari en þau vóru fyrir fáum árum. Það ætti því að vera forgangsverkefni að ná atvinnu- vegunum úr þeirri stöðnun, sem þar hefur ríkt um árabil. Vissulega bíða mörg knýjandi verkefni úrlausnar, en ekki má gleyma sjálfri forsendunni fyrir því að við getum leyst þau, sem er að þjóðartekjurnar aukizt frekar en rýrni á næstu árum. Því verður að MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 41 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 23. marz SKIPURIT RANNSÓKNASTARFSEMINNAR Á ÍSLANDI ATVINNULÍFIO BEIN TENGSL ------OBEIN TENGSL Rannsóknarstörf leggja mikla áherzlu á ýmsar aðgerðir, sem geta styrkt atvinnulíf okkar." Hann segir áfram: „Almennt geta kjörin ekki batnað nema okkur takizt að auka þjóðarfram- leiðsluna. Hvernig getum við farið að því? Fiskimiðin eru nærri fullnýtt og hefðbundin landbúnaður mun vart gefa af sér meiri verðmæti. Ef við viljum auka þjóðartekjurnar verður veruleg nýsköpun í íslenzku atvinnulífi að koma til. Við erum svo lánsöm að eiga ýmsissa kosta völ: aukin loðdýrarækt, fiskeldi, iðnaður sem byggist á lífefnatækni, raf- eindaiðnaður, stóriðja og fleira.“ Enn sagði Páll: „Atvinnulíf hinna tæknivæddu þjóða byggist í vaxandi mæli á þekkingu. Sú þekking sem þarf til nýsköpunar hvílir ekki nema að nokkru leyti á þeirri menntun, sem er sótt til skóla. I nær öllum greinum þarf að bæta við allmik- illi viðbótarþekkingu, sem hver þjóð verður af afla með umfangsmiklu rann- sóknar- og þróunarstarfi. Af þessum sökum verja allar tæknivæddar þjóðir Skipurit rannsóknarstarfsemi miklu fé til rannsókna og þróunarstarfs. Hlutfallslega verjum við íslendingar mun minna fé til rannsókna en iðn- væddar nágrannaþjóðir okkar, en auk þess er skipulag okkar á fjármögnun rannsókna mjög gallað og nýtist hið takmarkaða fé mun verr en skyldi.“ Páll vitnar til forystugreinar í Morg- unblaðinu en þar sagði: „Morgunblaðið leggur á það áherzlu, enn og aftur, að á vettvangi rannsókn- ar- og þróunarstarfs er að finna einn mikilvægasta vaxtarbrodd að nýsköpun atvinnulífsins og framtíðarveimegun landsmanna.“ Páll gagnrýnir síðan réttilega að meira sé um orð en efndir á vettvangi rannsókna og þróunarstarfs og segir orðrétt: „Hér á landi hefur þó myndast vísir að rafeindaiðnaði. Vissulega hefur nokkuð verið stutt við þessa viðleitni, en sá stuðningur hefur aðeins verið brot af því sem annarsstaðar gerizt og algjör óvissa blasir við þeim sem þyrftu að treysta á slíkan stuðning. Sá árangur sem þó hefur náðst sannar ótvírætt að við getum nýtt möguleika þessarar tækni. Tvö íslenzk fyrirtæki framleiða nú voga- og tölvukerfi fyrir fyrstihús og hafa náð forustu á þessu sviði og eru farin að flytja allmikið af þessum kerf- um til annarra landa. En við höfum aðeins náð að grípa hluta þeirra tækifæra í rafeindaiðnaði sem við hafa blasað og möguleikar okkar til að láta rafeindaiðnað skipa veglegan sess í íslenzku atvinnulífi rýrna með hverju ári. Ef við gerðum líkt og margar nágrannaþjóðir okkar og legðum 30 milljónir króna á ári í fimm ár til að efla þennan iðnað hefðum við í lok átaksins varið jafvirði eins skuttog- ara í verkefnið, en við myndum að öllum líkum hafa fengið öflugan rafeindaiðn- að, sem aflaði gjaldeyris á við fimm skuttogara." Þessi orð úr degi og vegi Páls Theó- dórssonar, eðlisfræðings, falla um flest að þeim sjónarmiðum, sem Morgunblað- ið hefur lagt lið undanfarið. Skjálfandaflói stjórn- arandstödunnar Það fer ekki fram hjá neinum, sem fylgist með þjóðmálum, að óróa gætir víða, bæði í stjórnmálum og á vinnu- markaði, máski fyrst og fremst innan ríkisbúskaparins. Ummæli, sem fjölmiðlar hafa eftir stjórnarliðum, að ekki sé nú talað um sótthitann í stjórnmálaskrifum NT und- anfarið, sýna ótvírætt, að samheldnin á stjórnarheimilinu hefur ekki styrkst síðustu vikurnar, m.a. i kjölfar skoðana- kannana, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Jarðhræringar í Skjálfandaflóa stjórnarandstöðunnar eru þó öllu kraftmeiri. Hver stjórnarandstöðu- flokkurinn á fætur öðrum sver af sér samneyti við hinn, ekki sízt við Alþýðu- bandalagið, sem er að breytast í ein- hvers konar „mannskaðahól“ innbyrðis átaka eftir að Fylkingin, samtök bylt- ingarsinnaðra sósíalista, skreið niður um strompinn á þeim bæ. Óróinn segir og til sín á vinnumark- aðinum, eins og fyrr er vikið að í þessu bréfi, ekki sízt innan ríkisbúskaparins. Sá órói er ekki með öllu ástæðulaus, þótt áhuginn sýnist, því miður, oft bein- ast fremur að slagsmálum um rýrnandi þjóðartekjur en átaki um að auka skiptahlutinn. Til eru stjórnmálaöfl, sem ala á þess- um óróa, og halda sig fiska í gruggugu vatni. Fjölmiðlafár um hugsanlegar kosningar áður en kjörtímabilið er á enda ýtir síðan undir bægslaganginn. Allt eykur þetta hræringarnar í Skjálf- andaflóa stjórnarandstöðunnar — sem raunar ná alla leið inn í stjórnarráðið, samanber stjórnmálaskrif NT. Það er hinsvegar kominn tími til að þjóðarrótin, sem stendur föst og óhagg- anleg í jarðvegi reynslunnar, sendi tímabæra viðvörun til toppanna í trjákrónum stjórnsýslu og stéttarfé- laga, sem seiflast meira en góðu hófi gegnir í sviptivindum vaknandi vors í þjóðlífinu. „Jardhrær- ingar í Skjálf- andaflóa stjórnarand- stöðunnar eru þó öllu kraft- meiri. Hver stjórnarand- stöðuflokkur- inn á fætur öðrum sver af sér samneyti við hinn, ekki sízt Alþýðu- bandalagið, sem er að breytast í ein- hvers konar „mannskaða- hól“ innbyrðis átaka - eftir að Fylkingin, samtök bylt- ingarsinnaðra sósíalista, skreið niður um strompinn á þeim bæ.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.