Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 9 HUGVEKJA María guðsmóðir — eftir séra HEIMI STEINSSON Bið ég María bjargi mér burt úr öllum nauðum annars heims og einnig hér, ástmær Guðs, ég treysti þér. Bið þú fyrii mér bæði lífs og dauðum. Þessi gömlu orð leita á hugann í dag eins og löngum áður, þegar hún rennur hin bjarta hátíð seint á föstu, sem kennd er við boðun Maríu. Ekki þannig að skilja, að ofangreindar hend- ingar séu öðrum ljóðum dýrari. íslenzkur miðaldakveðskapur geymir marga blómjurt sömu gjörðar. Veglegust er Lilja, sem allir vildu kveðið hafa og skipast i sveit með Sólarljóðum og Passiusálmum, þegar rakin er trúarsaga tslendinga. En fátt fær haldið til jafns við fram- anskráða smávisu að þvi er tek- ur til einfaldleika og barnslegrar lotnmgar. Þegar svipazt er um í laukagarði þeirra alda, er María var hærra lofuð á landi hér en síðar varð, nemur lesandinn staðar við þessa óbrotnu tján- ingu innilegrar helgi. „Eddu regla“ víkur undan með öllu. Hvert barn getur enn þann dag í dag skilið fyrirhafnarlaust, hvað vakir fyrir skáldinu trúarheita. „Heil vert þú!“ Guðspjöll þessa Drottinsdags, sem er boðunardagur Mariu, er öll að finna hjá guðspjallamann- inum Lúkasi, i fyrsta kapitula. Þar segir fremst frá því, að eng- illinn Gabríel, sem stendur frammi fyrir Guði, var sendur til borgarinnar Nazaret í Galíleu, til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: „Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.“ Þessi orð eru upphaf ávarps, sem engillinn síðan flytur og hefur að geyma boðskap, er fer fyrir öllum frásögnum af Jesú frá Nazaret. Hið leyndardóms- fulla innihald ávarpsins látum við tala sínu eigin máli. Hitt sé mönnum minnissamt, að saga Jesú hefst með því að engill ævintýralegan þátt guðspjall- anna og það, sem af honum er sprottið. Sú athugasemd er ekki á rökum reist. Guðsmóðirin, sem við kynn- umst í Nýja testamentinu er ekki goðsögn eða hugljúfur draumur um himneska glæsi- rófu. Hún er þvert á móti dæma- laust átakanleg áminning um hina jarðnesku, áþreifanlegu hlið fagnaðarerindisins. eins og það birtist í ugg og ofboði hins langreynda manns. Mariu verður hverft við fyrstu orð engilsins. Síðar óttast hún um drenginn sinn barnungan í höfuðborginni. Þegar hann á manndómsárum hefst handa, er hún svo kvíðin, að hún reynir að telja hann af því að halda áfram á þeirri braut, sem honum er ráðin. Síðast en ekki sízt stendur hún hjá krossinum á Golgata, móðirin harmþrungna, og þjáist með syni sinum allt til enda. Þessi ástmær Guðs, útvalin til hlutskiptis, sem ekki á sér neina hliðstæðu á jörðu, er í upphafi fátæk sveitastúlka, síðar hvekkt og varfærin móðir, þrautpínd að lyktum af örðugustu reynslu, sem hugsuð verður. í kvölinni er hún samferðamaður hans, sem ber krossinn áleiðis til Hausa- skeljastaðar. Hver mun þá hlutur hennar í til árekstra, sem urðu innan al- kirkjunnar fyrir mörgum öldum. Stundum spratt gott eitt af stympingunum, og allir komu hreinni úr eldinum. Iðulega varð hið gagnstæða þó niðurstaðan. Stöku sinnum lögðu menn jafnvel til hliðar efnisat- riði, sem örðugt er að sjá, að kristin trú og kenning fái án ver- ið. Þannig varð saga Mariu. Raunar mun það flestra manna mál, að mynd hennar hafi um hríð borið hærra en hóf var að — og gjöri enn í ýmsum stað. Hitt er þó einnig sanni næst, að Maríu hefur víða i kristninni verið vísað til sætis utar á bekk en henni sæmir. Gagnlegt er fyrir okkur, evangelisk-lúth- erska menn, að spyrja, hvort nokkru sé í þessu efni ábótavant okkar á meðal. Við játum trú á einkason Guðs, Jesúm Kríst, Guð sjálfan í heiminn borinn. Þessi er hyrn- ingarsteinn kristinnar trúar; um það er ekki deilt. Eigi að síður virðist það geta vafizt fyrir okkur, hver er staða þeirrar konu, sem bar son Guðs — Guð sjálfan — undir belti og fæddi hann mannsbarn á jörðu. Slíkar efasemdir eru þó óþarfar: María er farvegur Guðs inn í heiminn, er Guð gjörðist „hold á jörð og býr með oss“. Maria er blessuð meðal kvenna og gegnir einstæðu hlutverki. Maríu hæfir titillinn „guðsmóðir“, þar sem hún situr á innsta bekk í hug- myndaheimi kirkjunnar frá fornu fari. Mater dolorosa Vera má, að einhverjum þyki hér gjörðar óþarfar gælur við Guðs kastar kveðju á móður hans, og kveðjan er þessi: „Heil vert þú.“ Þau orð hittum við síðar fyrir, öld fram af öld, í latneskri mynd víðs vegar um heimsbyggðina: „Heil vert þú, María!“ — „Ave Maria“. Góður er nauturinn að. Við getum óhrædd tekið okkur í munn þessi orð, sem engill hefur lagt okkur á tungu og Ijóma skærum loga við sólarupprás fagnaðarerindisins um Jesúm Krist. * A ínnsta bekk Ýmis sérkenni einstaka kirkjudeilda eiga rætur að rekja JAaria er farvegur Guðs inn í heiminn, er Guð gjörist „hold á jörð og býr með oss“. María er blessuð meðal kvenna og gegnir einstœðu hlutverki. Maríu hœjir titillinn „guðsmóðirþar sem hún situr á innsta bekk í hugmyndaheimi kirkj- unnar frá fornu fari. “ dýrð þess hins upprisna einka- sonar Guðs, sem hún, móðirin, konan, að sínu leyti fórnaði öllu fyrir? „Bið þu fyrir oss?“ Stundum er þess getið, að kristin arfleifð haldi kvenlegum eigindum lítt á lofti Með þess konar athugasemdir í huga er hollt að hyggja að mynd Maríu guðsmóður. Jesús frá Nazaret var karl- maður. Hann kenndi okkur einn- ig að fara með bænina „Faðir vor“ og ávarpa Guð sem föður. Þessu verður ekki breytt. En María var kona. í sögu kirkjunnar hefur hún safnað milli handa sér þeim eðlisþátt- um konunnar, sem er annar meginstraumur alls trúarlífs. Þar bar mest á þeirri fyrir- bæn, sem Maríu er eignuð: Móð- irin, sem gjörþekkir ýtrustu þjáningar mannlegrar tilveru, gengur fram fyrir Guð með bæn- ir þeirra, er skjóta til hennar málum sinum. Vera má. að hér sé komið að vatnaskilum Hingað fáum við ekki fylgt bræðrum okkar og systrum i suðri og austri — við sem vaxið höfum upp við leiftrin frá orðsins brandi í Wittenberg. Ef svo er, kynnum við þá enn að eiga nokkrum spurningum ósvarað: Iðkum við ekki fyrir- bæn sjálf í þessum heimi? — Víst gjörum við það. Felum við ekki Guði lifendur og liðna í bæn? — Jú, reyndar. Bænin er grunntónn allrar trúarlegrar til- veru og þar með alls lífs, þessa heims og annars. Er ástæða til að ætla, að bænin hljóðni á himnum? Hvað hafast þeir að, sem skrýddir eru hvítu skikkjunum og frá er skýrt í sjöunda kapí- tula Opinberunar Jóhannesar? Þeir eru frammi fyrir hásæti Guðs, eins og engillinn Gabriel. Og þeir hrópa hárri röddu, falla fram og tilbiðja Guð. Hvert er bænarefni þeirra? — Á jörðu báðu þeir fyrir bræðrum sínum og systrum. Skyldu þeir ekki gjöra hið sama i eilífðinni, þar sem þeir „þjóna Guði dag og nótt í musteri hans“? — Fæ ég ekki vænzt þess, að þeir jafnvel biðji fyrir mér? Hvað þá um hana, sem engill- inn kvaddi forðum? Hvað um Mariu guðsmóður? Er hún hin eina í hinni hvítskrýddu fylk- ingu, sem þegir? Er er okkur e.t.v. óhætt i nafni sonar hennar, Jesú Krists, að taka undir með þeim gömlu, sem lutu Maríu i einfaldri bæn og sögðu: „Bið þú fyrir oss bæði lífs og dauðum“? SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 25. mars 1985 Spaásldilelnl og happdKBtUslðn nMss) oðs Söiugengi Ávöxturv Ar-(loldajr pr.kr.100 arkrafa tillnnl.d 1971-1 19.859,46 720% 170d 1972-1 17.802,76 720% 300 d 1972-2 14.350,50 720% 170 d 1973-1 10.450,43 720% 170 d 1973-2 9.864,97 720% 300 d 1974-1 6.333,71 7,50% 170 d 1975-1 5.192,18 7,50% 285 d. 1975-2 3.864,84 7,50% 300 d. 1976-1 3.584,19 Inntv I Seölab 10.03.85 1976-2 2.876,35 720% 300 d 1977-1 2628,89 Innlv. t Saötab. 25.0385 1977-2 2185,67 720% 165 d 1978-1 1 782.39 Inntv i Seðtab. 25.03.85 1978-2 1.39626 720% 165 d 1979-1 1.178,59 Inniv i Seðtab. 25 02.85 1979-2 906,04 7,50% 170 d 1960-1 838,03 Innlv i Seðtabanka 15.04.85 1980-2 62521 7,50% 210 d. 1981-1 532,34 7,50% 300 d 1981-2 386,83 7,50% 1 ár, 200 d 1982-1 369,97 Innlv i Seðtab 1 03.85 1982-2 276,49 720% 186 d 1983-1 211,33 720% 336 d. 1983-2 13425 7,50% 1 ár. 216 d. 1984-1 130,73 7,50% 1 ár 306 d. 1984-2 124,10 720% 2 ér, 165 d. 1984-3 119,94 7,50% 2 ár, 227 d. 1985-1 Nýttútboð 7,00% 2 ár, 285 d 197WÍ 3167,10 8,00% 246 d 1976-H 2.891,64 8,00% 1 ár, 5 d. 1976-1 2.220,69 8,00% 1 ár, 245 d 1977-J 1.965,02 8,00% 2 ár 6 d. 1981-1FL 420,68 8,00% 1 ár. 36 d. I9K-1SÍS 8127 10,70% Sár, 64 Veðskuldabrél - veiðtrjggð Lánsl Nafrv Sökjgengl m.v. 2afb vextk mlsrr ávöxtunar- áárl HLV kröfu 12% 14% 16% 1 ár 4% 95 93 92 2ár 4% 91 90 88 3ár 5% 90 87 85 4ár 5% 88 84 82 5 ar 5% 85 82 78 6 ar 5% 83 79 76 7* 5% 81 77 73 8ár 5% 79 75 71 9ár 5% 78 73 68 10ár 5% 76 71 66 Nytt ó verðbrékmarkaði IB 1986-1 1M 10 ára Alb.: 10. QO: 10/2. NV: 2% Avóxtunarkrafa 10% 11% 12% SöKjoanal o kr.100: 71,79 68.97 66,32 Veðskuldabret - arerðtryggð Sölugengi m. v. Lánst. 1 afbáári 2alb.áári 20% 28% 20% 28% 1 ár 79 84 85 89 2ár 66 73 73 79 3ár 56 63 63 70 4ár 49 57 55 64 9» ** ®P. » í dag eru helstu vaxtakjörin á markaðnum þessi: Bankar og sparisjóðir 3-6 mánuðir Vextir umiram verðtryggingu .....0-6]á>% Spariskírteini ríkissjóðs 6 mán. - 3 ar Vextir umlram verðtryggingu .....7-716% Fjárvöxtun Fjaríestingarfélagsins og verðtryggð veðskuldabróf 1-10 ár. Vextir umfram verðtryggingu .. 14-16% Veróbréfamarkaóur Fjárfestingarfélagsias Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.