Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Ætli maður sér að heimsækja Munchen að hausti til á meðan á bjór- hátíðinni stendur er visast að vera búinn að bóka hótel ári fyr- irfram. Mörg ágætis hótel eru i hliðargötu við járnbrautarstöð- ina. Hótelverð er þar í meðallagi og ekki nema korters gangur niður á hátíðarsvæðið. Það er í rauninni varla hægt að tala um gang þangað niðureftir um miðj- an dag heldur berst maður með mannhafinu, sem er eins og seig- fljótandi hraun, i áttina að aðal- svæðinu. Ekki er óalgengt að þarna séu samankomin 200.000 manns á góðum helgardegi. Svæðið skiptist i eina aðal- götu, göngugötu vitanlega, en svæðið er algerlega lokað allri bifreiðaumferð. Við aðalgötuna standa geysilega stór tjöld sem slegin eru utan á tré- eða stál- grind. Tjöld þessi eru í eigu hinna ýmsu bjórverksmiðja og selja þau þar framleiðslu sína. I miðju tjaldanna eru hljómsveit- arpallar og þeir leikur ekta Bæj- arahljómsveit s.k. Festkappelle með tilheyrandi jóðli og framí- köllum. Allt i kringum hljóm- sveitarpallinn eru borð með ým- ist bekkjum eða stólum og þar sitja menn og drekka bjór og borða þá bæersku sérrétti sem seldir eru i sjálfum tjöldunum eða í sölubúðum við innganginn. Margir eru og með nesti að heiman og dvelja daglangt niðri í tjaldi eða á hátiðarsvæðinu al- mennt. Mann fara sér yfirleitt rólega við bjórdrykkjuna, þó eru ein- staka útlendingar á hátiðinni sem drekka eins og þetta væri síðasti bjórinn i heiminum. Sölubúðir eru margar á svæð- inu, þar er seldur reyktur fiskur, brauð ýmiss konar eins og sjá má af myndum þeim er hér fylgja. Mikið er um dýrðir, tívoli, eldgleypar, fimleikar, skotbakk- ar og önnur skemmtan. Fólkið er litskrúðugt, margir í þjóðbún- ingum og öðrum skrautlegum klæðnaði, meira að segja hest- arnir sem spenntir eru fyrir bjórtunnuvagnana eru i spari- klæðum, silfurslegnir með nýja skó og yfirleitt með prjónahúfu og eyrnaskjól og eru þeir hinir vigalegustu. Sá mannlifsspegill sem bjórhátið býður uppá er ógleymanlegur og ættu menn ekki að láta hjá lfða að heim- sækja slíka samkomu ef tæki- færi gefst á ferðalögum erlendis. Bæjarí i þjóðbúningi Texti og myndin FRIÐRIK BREKKAN Inngangur að Löwenbriiu-sölutjaldinu Dráttarhestar í spariklæðum MANNLIF Á BJÓRHÁTH) ÍMÍÍNCHEN Mikil umræða er um bjór hér á landi og sýnist sitt hverjum. Á Theresienwiese-svæðinu í miðborg Miinchen er allraheilagasti staður bjórdrykkjumanna, en þar fer hin svonefnda bjórhátíð í Miinchen að mestu leyti fram. Vissulega er víðar drukkinn bjór í þeirri borg, en hin raunverulegu hátíðahöld með tilheyrandi mannlífi eiga sér þar stað. Mun í stuttu máli sagt frá bjórhátíðinni frægu í Miinchen. Sannkölluð fjölskylduhátið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.