Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 55 ■ I Snjóflóðahætta er algeng í And- ermatt. Þykkur skógur og varn- argaröar hlífa þó kjarna bæjarins við mestu hætt- unni. Morgunblaðið/ab Hættutímabil í þrjá daga „Andermatt var alveg á kafi í snjó í febrúar í fyrra, lestin gekk ekki einu sinni til næsta bæjar og þá er ástandið slæmt,“ sagði Guðrún Vern- harðsdóttir, sem hefur starfað í Andermatt í þrjú ár. „Snjó- flóðahættan var svo mikil að aðeins einn lestarvagn fékk að fara niður í dalinn eftir mat og með sjúklinga. Sjúkrahúsið var tæmt af því að það stendur á hættusvæði og enginn fékk að fara þangað inn. Það snjóaði endalaust í þrjá daga, ég hef aldrei á ævi minni séð eins mikinn sjó.“ Guðrún Vernharösdóttir trúði varla sínum eigin augum þegar hún rakst á íslending í Ander- matt. Hún hefur starfað þar í þrjú ár og mun festa ráö sitt í næsta bæ, Göschenen, í apríl. Fleiri hafa þegar farist í snjóflóðum í Sviss í vetur en farast að meðaltali r * • a ari að skíðalyftunum. Þögnin var óhugnanleg. Fáir voru á ferli en systursonur minn var einn uppi í hlíðinni sem þetta ógnarský kom niður eftir. Hann forðaði sér sem mest hann mátti undan ferlíkinu, aðrir flýttu sér inn í lyftuskúr og lyftuvörðurinn hraðaði sér á sleða upp í hlíð eftir að ryksnjórinn settist til að huga að systursynin- um. Allt var mjallhvítt, þakið ör- smáum, hörðum snjókornum. Og við sluppum öll með skrekkinn. Framfarir í snjóflóðavörnum eiga sér ávallt stað. „Um 100 manns fórust í húsum og á götum úti veturinn 1950—51,“ sagði Jacc- ard. „Nú farast yfirleitt ekki nema einn til tveir í byggð á ári. Snjó- flóðastofnunin er höfð með í ráð- um um staðsetningu skíðalyfta og leiða, nýrra vega og bygginga. Varnargarðar eru reistir þar sem þörf er á og snjór er skotinn niður þar sem með þarf þegar fáir eru á Lftil Mgurúta gjöroyðiiagðist og nfu farþogar tórust þagar hún lanti f snjóflóði i byrjun mars. Svissneska snjó- og snjóflóðastofnunin ar uppi á f jallatindi fyrir ofan Davos. Faldi maðurinn var fralsinu feginn og hundurinn fákk kjötbita að launum. Clapasson með snjóflóðahundinn sinn og leitarstöng fljótt með Barryvox og grófu hann upp. Leiðsögumaðurinn ákvað þá að breyta áætluninni og ganga aðra leið, sem hann taldi öruggari, til baka. Þeir renndu sér niður hlíð, einn í einu, og McKee var rétt kominn að leiðsögumanninum þegar hann hrópaði og bað hann að passa sig. Snjóflóð féll yfir all- an hópinn. McKe var sá eini sem slapp í þetta sinn. Hann leitaði að félögum sínum, fann þá með Barryvox en hafði engin áhöld til að grafa þá upp. Eftir margar klukkustundir gafst hann upp og gekk til mannabyggða. Hann hafði ekki hugmynd um hvar hann var, kom í fjallakofa skömmu eftir að fór að dimma og ákvað að halda kyrru fyrir um nóttina. Morgun- inn eftir komst hann örmagna niður í þorp og gat látið vita um slysið og beðið um hjálp. Hópsins hafði þegar verið sakn- að í Andermatt og leit hafin. Stór hópur manna, hundar og þyrlur tóku þátt í leitinni. Fólkið fannst skömmu eftir hádegið. Fjórir voru látnir en einn Breti lifði enn. Hann hafði getað losað um annan kálfann og hreyfði hann viðstöðu- laust til að halda blóðrásinni gangandi allan tímann á meðan hann beið eftir hjálp. Fernskonar snjóflóð geta fallið. „Botnsnjóflóð" falla í hláku. Snjórinn rífur þá jörðina með sér og skilur hrúgur af möl og sandi eftir niðri í dalnum þegar hann bráðnar. „Yfirborðssnjóflóð" falla eftir snjókomu. Nýi snjórinn renn- ur af snjónum sem fyrir er og get- ur fallið með geysilegum hraða. „Ryksnjóflóð" falla sárasjaldan. Mjög þurr og léttur snjór fer af stað og þyrlar upp miklu snjóskýi sem æðir niður í dal með allt að 450 km hraða. „Snjóbreiðusnjó- flóð“ eiga sér stað eftir að hitastig fellur mjög hratt. Hart lag mynd- ast ofan á mjúkum snjó og það þarf lítið til að koma skorpunni af stað. Þeir sem lenda í ryksnjóflóði eiga á hættu að kafna. Örlítil snjókornin geta fyllt öll vit og ör- uggast er að grípa fyrir nef og hafa loft á milli. Eg lenti eitt sinn í ryksnjóflóði í Saas Fee, skammt frá Zermatt. Himinninn var heið- ur og blár en allt í einu birtist þetta tröllstóra, þykka, hvíta ský uppi í fjallinu og æddi niður í átt Barryvos- sendi- og móttöku- tækin hafa bjargað mörgum mannslífum. ferli og leiðir gerðar hættulausar.“ t lok febrúar fórust tveir járn- brautastarfsmenn þegar öryggis- verðir á Jungfrau-svæðinu, sem er mjög vinsælt skíðasvæði í kantón- unni Bern, skutu niður snjóbreið- ur úr þyrlu til að koma í veg fyrir óvænt snjóflóð. Mennirnir gleymdu að athuga hvort nokkur væri á ferð og tilbúið snjóflóðið hrifsaði tvo lestarvagna, sem járnbrautastarfsmennirnir voru að flytja mannlausa milli stöðva, með sér og mennirnir létust. Verið er að rannsaka málið en um hreina vanrækslu var að ræða. „Svona slys verða sem betur fer ekki oft en koma þó fyrir,“ sagði Jaccard. „Snjó- og snjóflóða- stofnunin reynir að finna leiðir til að fyrirbyggja slys. Hún getur fundið vísindalegar leiðir til að sporna við snjóflóðum en ræður ekki við mannleg afglöp. Hingað til hafa skógarnir hjálpað mikið við að halda snjónum í skefjum. Nú eru þeir í hættu vegna meng- unar af mannavöldum og stofnun- in hefur aukið rannsóknir á leið- um til að endurnýja hann. „Ef skógarnir hverfa eykst snjóflóða- hættan mikið,“ sagði Jaccard, „og mörg mannvirki og þéttbýli sem nú eru örugg verða í mikilli hættu.“ Fréttir af einu snjóflóðaslysinu enn bárust í morgun (7.3.). Ellefu ára drengur fékk að aka með á snjótroðara og lenti undir honum þegar snjóflóð reif hann með sér niður hlíð. Ökumaðurinn fannst fljótt og lifði slysið af en snjó- flóðahundar fundu drenginn ekki fyrr en eftir margar klukkustund- ir. ab
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.