Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 31 af honum. Malenkov hafði dregið þá áiyktun að Rakosi vildi forsæt- isráðherra, sem hefði engin áhrif á mótun þeirra ákvarðana, sem yrðu teknar. Krúsjeff undirstrikaði þetta viðhorf á júnifundinum þegar hann sagði: „Það sem er í húfi er að forysta flokksins og ríkisins verði ekki á einni hendi: það er ekki æskilegt." Kremlverjar skipuðu Rakosi, Gerö og Farkas að segja af sér. Þeir voru allir Gyðingar og hatur á Gyðingum færðist í aukana eftir dauða Stalíns. Beria við Rakósi stuttur í spuna: „Heyrðu, félagi Rakosi, Ung- verjar hafa haft Habsborgarkeis- ara, Tatara-kana, pólska fursta og tyrkneska soldána, en hingað til hafa þeir aldrei haft Gyðingakon- ung, sem þú ert að reyna að verða.“ i NÝ STEFNA Ungverska sendinefndin sneri aftur til Búdapest með þá „ráð- leggingu" í veganesti að kalla mið- stjórnina saman til fundar og Matvas Rakosi, Ernö Gerö og Imre Nagy. móta þegar í stað „nýja stefnu": endurskoða hina skaðvænlegu stefnu í landbúnaðar- og iðnað- armálum og leysa upp samyrkju- búin, ef þeir sem þar störfuðu óskuðu þess. Miðstjórnin var kvödd saman 28. júní. „Félagarnir hlustuðu undrandi og með öndina í hálsin- um á sjálfsgagnrýni Rakosis og játningar hans þess efnis að hann hefði látið persónulega forystu sína leysa samvirka forystu af hólmi,“ skrifaði Nagy síðar. Rakosi átaldi sjálfan sig fyrir að hafa skort kommúnistíska auð- mýkt, virt að vettugi viðvaranir samstarfsmanna sinna og vísað á bug öllum tilraunum, sem hefðu verið gerðar til að draga orð hans í efa, með óþolinmæði og hroka. Hann viðurkenndi að átt hefðu sér stað „gerræðisleg afskipti af dómsrannsóknum og vissum póli- tískum réttarhöldum“. Síðan baðst Rakosi lausnar frá starfi forsætisráðherra. Gerö og Farkas fóru að dæmi hans og báð- ust einnig lausnar. Miðstjórnin vissi að Rakosi og vinir hans fóru eftir skipunum frá Moskvu og samþykkti allt, sem fyrir hana var lagt. Nagy naut þess sem gamall keppinautur Rakosis að Ijóstra því upp á miðstjórnarfundinum að ráðamennirnir í Kreml hefðu gengið hart eftir þvi að hann, Nagy, yrði skipaður forsætisráð- herra. „Sannleikans vegna,” sagði hann, „verður að skýra frá því að það var ekki Matyas Rakosi held- ur sovézku félagarnir — félagar Malenkov, Molotov og Krúsjeff — sem lögðu það til. Félagi Rakosi og allir fulltrúarnir í sendinefndinni Iétu í ljós samþykki sitt.“ Miðstjórnin samþykkti ákvarð- anirnar, sem höfðu verið teknar i Moskvu, gagnrýnislaust og til þess að fullnægja formsatriðum. í hinni frjálslyndu ályktun, sem miðstjórnin samþykkti, fólst hörð gagnrýni á óstjórn Rakosis. Nagy sagði í ræðu þeirri, er hann flutti á fundinum og verður birt í fyrsta skipti í vor, að „per- sónu- og foringjadýrkun hefðu skapazt ... persóna félaga Rakos- is kom í staðinn fyrir allan flokk- inn, þótt það væri algert brot á meginreglum samvirkrar for- ystu“. Undir slagorðinu „Rakosi er flokkurinn" hefði persóna hans verið hafin á stall og skriðið hefði verið fyrir henni úr hófi fram. Dýrkunin leiddi til þess að „í staðinn fyrir að mennta og upp- lýsa alþýðuna og reyna að snúa henni var stöðugt hamrað á slag- orðum og hátíðleg formlegheit viðhöfð, endalaust staðið upp og klappað í takt og hafðir eftir fras- ar, sem hægt var að spá fyrir um“. GEGN GÚLAGINU „Hundruð og hundruð þúsunda" höfðu orðið fyrir barðinu á ódæð- isverkum lögreglu, að sögn Nagys, einkum kotbændur, og jafnvel þegar gerðar voru nauðsynlegar ráðstafanir var þeim framfylgt „með svo ósveigjanlegum og ómannúðlegum hætti að lífið varð fólki þjáning". Nagy fordæmdi geysistórt „gúl- ag“ fangabúða i landinu og vald- níðslu, sem væri „óþolandi i al- þýðulýðveldi og liktist fremur því sem viðgengist í löregluríki". Hann átaldi einnig þá ofstæk- isfullu þrásækni að byggja upp þungaiðnað og þröngva honum upp á þjóðina á sama tíma og lífskjör versnuðu. Þetta kallaði hann „stórmennskuæði*. Hann sagði að þjóðnýtingu hefði verið komið á í landbúnaði á svo harðneskjulegan hátt að það hefði „fælt frá okkur stóra hópa vinnandi smábænda og jafnvel fengið þá upp á móti okkur“. „Hið alvarlega ástayd, sem Flokkurinn og landið komust f, er hroðalegasti áfellisdómurinn um þessa siðlausu og ókommúnistísku forystu,“ sagði Nagy. Um leið varaði Nagy spámann- lega við því að stór hluti flokksins mundi reyna að standa i vegi fyrir umbótum og varðveita „valdniðsl- una og lögbrotin". Þegar Nagy hafði haldið ræðu sína krafðist Beria, lögreglustjór- inn sjálfur, tafarlausra breytinga í frjálsræðisátt í Ungverjalandi. En Rakosi var slægvitur og gerði sér grein fyrir því að valdabarátt- unni í Kreml var ekki lokið. FALL BERIA Þegar Beria var tekinn höndum og skotinn i lok júni vissi Rakosi- hópurinn að Malenkov var hjálp- arvana og að allur vindur væri að fara úr hvers konar umbótahug- myndum í Austur-Evrópu. Nagy hafði aðeins verið skipað- ur forsætisráðherra. Rakosi hafði ekki einu sinni gefizt ráðrúm til að velja nýja flokksforystu þegar Krúsjeff sendi honum þau boð að Beria væri fallinn frá. Krúsjeff sagði að Rakosi ætti að halda áfram að veita flokknum forystu. Nagy hafði notað ræðu sina á miðstjórnarfundinum til beinnar persónulegrar árásar á Rakosi. En Rakosi var enn mjög valdamikill, þar sem hann var enn aðalritari flokksins. Rakosi hafði verið nógu valda- mikill til þess að koma i veg fyrir að hin frjálslynda ályktun, sem miðstjórnin samþykkti á fundi sinum, yrði birt opinberlega. Nú breytti hann orðalagi ályktunar- innar og bjó sig undir að hefja gagnárás. Ræða Nagys var heldur ekki birt og þegar hann ávarpaði ung- verska þjóðþingið 4. júlí taldi hann sig ekki nógu valdamikinn til þess að endurtaka beina for- dæmingu sína á Rakosi-klíkunni. Miðstjórnarfundurinn hafði verið leynilegur, en ræðu Nagys í þinginu var útvarpað. Hún vakti feikimikla athygli. FRJÁLSRÆÐI BOÐAÐ Nagy boðaði hina svokölluðu „nýju stefnu“, sem valdamennirn- ir í Kreml höfðu fyrirskipað. Hann tilkynnti að fimm ára áætl- unin yrði endurskoðuð og óhóf- legri iðnvæðingu hætt. Léttaiðn- aður og matvælaframleiðsla ættu að sitja í fyrirrúmi og fjárfest- ingar í landbúnaði yrðu auknar. Dregið yrði úr þjóðnýtingu í land- búnaði og samyrkjubændur mættu hætta samyrkjubúskap, ef þeir vildu. „Ríkisstjórn mín mun gera sam- yrkjubændum kleift að draga sig út úr samyrkjubúunum — þegar uppskeran er komin í hlöðu — ef það er ósk þeirra," sagði Nagy. Einn helzti tilgangur hans með ræðunni var að friða reiða bænd- ur. Hann vildi einkum binda enda á ofsóknir gegn sjálfseignarbænd- um. Nöfn þeirra höfðu verið sett á skrá um „kúlaka“ og því hafði þeim verið gert ókleift að fá lán og áburð og aðrar nauðsynjar. Hinn nýi forsætisráðherra til- kynnti að leyfi yrðu veitt til að reka lítil fyrirtæki og að aukið til- lit yrði tekið til sérmenntaðs fólks. Hann hét einnig bættu mat- vælaástandi, endurskoðun vinnu- málalöggjafarinnar, auknu frjáls- ræði menntamanna, umburðar- lyndi í trúmálum, afnámi vinnu- búða (þar voru 100.000 manns), skerðingu á valdi lögreglunnar og auknu lýðræði í pólitísku lífi. RAKOSI ÞUNGBÚINN Stundum kinkaði Nagy ákaft kolli þegar hann flutti ræðu sína, orðum sínum til áherzlu. Rakosi yggldi sig þar sem hann sat i fremstu röð þingmannasætanna, sem hækkuðu þrep fyrir þrep og mynduðu hálfhring fyrir aftan hann. Gerö, sem sat aðeins tveimur metrum frá honum, var ekki síður þungbúinn. Hann sat með hönd undir kinn og í augum hans var hæðnisglampi. í þingsalnum eru mörg málverk, sem sýna stórar stundir úr sögu Ungverjalands. Þegar Nagy hafði lokið máli sínu fannst öllum að þeir hefðu lifað aðra slíka stund. Fyrstu áhrifa „nýju stefnunnar" gætti þegar í stað í verzlunum. Smjör hafði ekki fengizt svo að heitið gæti i sex mánuði. Fjórum dögum eftir að Nagy flutti ræðu sína birtist allt í einu ótakmarkað magn af smjöri í verzlunum. grafa undan Nagy. Þjóðin var ekki sálfræðilega búin undir þær breytingar, sem Nagy boðaði. Hún hafði raunverulega aldrei sætt sig við stjórn kommúnista og stefnu þeirra síðan þeir komu til valda. Hún átti ekki von á því að ástand- ið lagaðist undir þeirra stjórn. Flokkskerfið snerist öndvert gegn Nagy. Flokksmenn þoldu en- ga óvissu. „Á dögum Horthy-stjórnarinn- ar var ég bara daglaunamaður," sagði flokksstarfsmaður nokkur. „í tíð Rakosis leið mér vel, því að þá var ég ekki haldinn nokkrum efasemdum. En núna er lífið fullt óvissu og mér líkar það illa.“ Rakosi og Gerö grófu vísvitandi undan hinni nýju efnahagsstefnu eins og þeir gátu. Hún bar heldur ekki eins mikinn árangur og Nagy hafði gert sér vonir um, þótí hún færi vel af stað. ÓVISSA Að sögn Nagy naut hann stuðn- ings Rússa. Krúsjeff réðst á Rak- osi og gagnrýndi hann fyrir að „hundsa samvirkt starf“. Krúsjeff gekk hins vegar ekki svo langt að reka Rakosi. Sú málamiðlunar- lausn Kremlverja að styðja bæði Nagy og Rakosi olli óvissu og óánægju, sem náðu hámarki með uppreisninni 1956. Atjánda april 1955, einum mán- uði eftir fall Malenkovs, sam- þykkti miðstjórnin að víkja Nagy úr starfi forsætisráðherra og svipta hann sæti sínu í miðstjórn- inni. Að undirlagi Rakosi for- dæmdi miðstjórnin einróma þá stefnu sem Nagy hafði fylgt. Ungur og hlýðinn stuðnings- maður Rakosis, Andras Hegedus, var skipaður forsætisráðherra. Rakosi varð að láta af starfi aðal- ritara 18. júlí 1956, tæpu hálfu ári eftir að Krúsjeff flutti „leyni- ræðu“ sína um glæpi Stalíns á 20. þingi sovézka kommúnistaflokks- ins. Hins vegar tókst Rakosi að búa svo um hnútana að Ernö Gerö, hinn náni samstarfsmaður hans og engu minni stalínisti en hann sjálfur, var skipaður aðalritari í hans stað. Það mótsagnakennda við leynir- æðu Nagys er að frumkvæðið að henni kom frá Moskvu, eins og Ascherson, fréttamaður Observ- ers, bendir á. í ræðu sinni talaði Nagy um það hvernig sovézkir leiðtogar „vöktu athygli okkar á skyssum okkar“ og „buðu okkur (að kynna okkur) geysiverðmæta lærdóma, sem þeir drógu af sínum eigin mistökum". Nagy var raunsær maður og hafði fyrir löngu gert sér grein fyrir þessum veilum, sem stöfuðu af oftrú á pólitiskar kenningar. Margt af því sem Kremlverjar bentu honum á hefði verið hans eigin hugmyndir. Stuðningur nýju valdhafanna í Moskvu var Nagy styrkur, en Rak- osi varð honum yfirsterkari, svo voldugt var flokkskerfið og svo mikil voru áhrif hans innan þess. Þegar uppreisnin var gerð 1956 var eðlilegt að leitað væri til hans, en byltingin drukknaði í blóði eft- ir íhlutun Rússa. Sjálfur lýsti Nagy því yfir í leyniræðunni 1953 að ráðleggingar Kremlverja hefðu „markað ótví- ræð tímamót“ og veitt „sögulega yfirsýn", sem hefðu „ómetandi þýðingu". Fimm árum síðar lét hann lífið vegna þess að hann hafði sýnt þeim trúnaðartraust. (GH skv. Observer o.fl. heimildum) Rakosi og Nataseha eiginkona hans greiða atkveði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.