Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Vancouver stendur við Kyrrahafið og ósa Fraiser-árinnar. Byggðin hefur síðan teygst upp í hæðirnar f kring og fjöllin. Unnt er að komast með kláfi upp á fjöllin sem eru á annað þúsund metrar á hæð og Ifta þaðan yfir borgina og suður til Bandarfkjanna. Það eru ekki mikið sigldir menn, sem ekki hafa komið til borga eins og London, New York, Kaup- mannahafnar o.fl. heimsborga, sem menn nefna svo, þegar þeir segja frá ferðalögum sfnum. En það getur farið að styttast f það að borgin Vancouver f Kanada bætist f þennan hóp, og því séu það lftt sigldir menn sem ekki hafi komið þangað. Borgin Vancouver er á vestur- strönd Kanada suður undir landa- mærum Bandaríkjanna. Svipar miðborginni óneitanlega að mörgu leyti til New York borgar. Mið- bærinn er á eyju, þar sem skýja- kljúfar gnæfa yfir og jafnframt er stór garður þar, Stanley-garður- inn, sem að mestu er ósnortinn af manninum. Jafnvel þannig, að villt dýr sjást þar stöku sinnum. Ástæðan fyrir því, að Vancouv- er á eftir að láta meira til sfn taka í framtfðinni er sú, að 1986 verður haldin þar heimssýningin Expo ’86. Eru fyrirhugaðar miklar breytingar á miðbænum fram að þeim tfma. Það er óvanalegt, að unnt sé að gera miklar breytingar á miðbæ borgar. En austurhluti miðbæjarins'* á að verða sýn- ingarsvæði Expo ’86. Er nú þegar búið að reisa höll, sem nær yfir einn fótknattleiksvöll og 60 þús. manns geta verið f sætum. Þá er verið að grafa jarðgöng undir miðbæinn til þess að flýta fyrir umferð og auðvelda fólki að kom- ast til og frá miðbænum. Snyríileg borg Vancouver hefur byggzt upp síð- ustu áratugina og er þvi ekki göm- ul borg. Loftslag er ákaflega milt við hafið og þótt það rigni töluvert á vetrum, þá eru sumrin yfirleitt þurr, sérstaklega frá júní og fram í september. Hitastigið er um 25 stig að meðaltali og virðist það alls ekki vera heitt, þar sem raka- stigið er ekki svo hátt. í svona mildu loftslagi og staðviðri er auð- velt að halda görðum og gróðri í lagi. Virðist borgaryfirvöldum það vera mikið f mun að öll borgin sé sem snyrtilegust. Fegurð og umhverfi Vancouver er viðbrugðið í Kanada. Fyrir utan það, að hún liggur að sjó, þá eru fjöll þar skammt frá. Hefur byggðin færzt upp f hlíðarnar frá ströndinni og fallegra bygginga- stæði en þar inn á milli trjáa get- ur vart að líta. Hvorki eru skýja- kljúfar þar né iðnaðarsvæði. Hef- ur byggðin frekar dreifzt út frá miðborginni og er ekið í gegnum marga Kópavoga og Garðabæi, sem eru úthverfi borgarinnar, þegar farið er til landamæra Bandaríkjanna í suðurátt. Eru landamærin aðeins um 50 km frá miðbiki bæjarins. Kanadamenn hinir ríkari hafa seinni árin flutzt til Vancouver til þess að setja þar á stofn verzlun margs konar eða vegna þess, að loftslag er þar heilnæmara fyrir þá. Er fólk yfij-leitt vel e/nað, sem býr í borginni, og mikið af alls konar tómstundaafþreyingu er unnt að finna. M.a. eru sundlaugar opnar fram til miðnættis og þar geta menn hitzt og unglingarnir þurfa ekki á neinum hallærisplön- um að halda til þess að eyða tfm- anum. Sérstakir staðir eru við laugarnar, þar sem strákarnir spá f stelpurnar, í stað þess að þeir hangi í öldurhúsum og börum. Verzlun og viðskiptahættir í Vancouver eru vörur ekki ódýrari en hér heima, nema þá helzt rafmagnsvörur og hljóm- plötur, enda hafa borgarbúar venjulega tvöföld laun á við þau, sem tíðkast í sambærilegri vinnu hér heima. En í Vancouver eru menn frá öllum heimshornum og borgin þvf með alþjóðlegan svip. Þar eru til sérstök Kfna- og ít- alíu-hverfi, auk þess sem önnur þjóðarbrot halda saman eftir flutning til borgarinnar. 7% skattur er lagður á vörur, sem ekki eru neyzluvörur og þarf þvf að leggja skattinn við þegar menn eru að spá í verð á einhverj- um hlut. Þá er næstum því skylda að gefa 10—15% þjórfé á veitinga- húsinu, sem snætt er á. Þjónustu- gjald er ekki innifaliö f gjaldinu, sem greitt er fyrir þjónustu á veit- ingahúsum. Ef ekki er gefið þjór- fé, þá lftur þjónninn svo á, að þjónusta hans hafi verið léleg. Ágætis málffð má fá fyrlr 6 f Vancouver er annað stærsta Kfnahverfi f Norður-Amerfku. Búa um 85 þús. Kínverjar í borginni. Kanadadollara og leggst 7% skatturinn ekki á máltíðir, sem kosta minna en 7 dollara. Gleymið ekki Victoria og Vancouver-eyju Tveggja tíma sigling er frá Van- couver er Vancouver-eyju. Er þar ákaflega fagurt um að litast og eiginlega eina baðströndin þar sem úthafsaldan kemur óheft að landi. Er Vancouver-eyjan að stærð eins og hálft ísland, með fjöllum, hálsum og vötnum. Allt þakið trjám vitaskuld. Victoria er á Vancouver-eyjunni og er höfuðborg brezku Colombiu, sem er eitt af fylkjunum í Kanada. Það er gömul borg, sem Englend- ingar byggðu upphaflega. Þangað flytur mikið af ellilífeyrisþegum víðs vegar að úr Kanada. Þeir selja fyrirtæki sín og hús og setj- ast að f Victoria sfðustu æviár sfn. Þar kemur varla snjór allan vetur- inn og garðamenning f Victoria er stórfengleg. Þar er hvert lista- verkið öðru meira. Enda sagt, að f Victoria geri ungt fólk ekkert ann- að en að vinna að garðrækt eða f sjúkrahúsum og elliheimilum. Þú ert velkominn Vancouver er ekki stórborg f þeim skilningi, að þar sé ekki ver- ; jpÆ ..v-f Heimsborg í Miðborgin í Vancouver, þar sem skýjakljúfar eru allsráðandi. í turninum lengst til vinstri á myndinni er veitingahús, sem snýst einn hring á hverjum klukkutíma og geta menn virt fyrir sér útsýnið á meðan þeir borða. uppsiglingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.