Morgunblaðið - 24.03.1985, Page 50

Morgunblaðið - 24.03.1985, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Vancouver stendur við Kyrrahafið og ósa Fraiser-árinnar. Byggðin hefur síðan teygst upp í hæðirnar f kring og fjöllin. Unnt er að komast með kláfi upp á fjöllin sem eru á annað þúsund metrar á hæð og Ifta þaðan yfir borgina og suður til Bandarfkjanna. Það eru ekki mikið sigldir menn, sem ekki hafa komið til borga eins og London, New York, Kaup- mannahafnar o.fl. heimsborga, sem menn nefna svo, þegar þeir segja frá ferðalögum sfnum. En það getur farið að styttast f það að borgin Vancouver f Kanada bætist f þennan hóp, og því séu það lftt sigldir menn sem ekki hafi komið þangað. Borgin Vancouver er á vestur- strönd Kanada suður undir landa- mærum Bandaríkjanna. Svipar miðborginni óneitanlega að mörgu leyti til New York borgar. Mið- bærinn er á eyju, þar sem skýja- kljúfar gnæfa yfir og jafnframt er stór garður þar, Stanley-garður- inn, sem að mestu er ósnortinn af manninum. Jafnvel þannig, að villt dýr sjást þar stöku sinnum. Ástæðan fyrir því, að Vancouv- er á eftir að láta meira til sfn taka í framtfðinni er sú, að 1986 verður haldin þar heimssýningin Expo ’86. Eru fyrirhugaðar miklar breytingar á miðbænum fram að þeim tfma. Það er óvanalegt, að unnt sé að gera miklar breytingar á miðbæ borgar. En austurhluti miðbæjarins'* á að verða sýn- ingarsvæði Expo ’86. Er nú þegar búið að reisa höll, sem nær yfir einn fótknattleiksvöll og 60 þús. manns geta verið f sætum. Þá er verið að grafa jarðgöng undir miðbæinn til þess að flýta fyrir umferð og auðvelda fólki að kom- ast til og frá miðbænum. Snyríileg borg Vancouver hefur byggzt upp síð- ustu áratugina og er þvi ekki göm- ul borg. Loftslag er ákaflega milt við hafið og þótt það rigni töluvert á vetrum, þá eru sumrin yfirleitt þurr, sérstaklega frá júní og fram í september. Hitastigið er um 25 stig að meðaltali og virðist það alls ekki vera heitt, þar sem raka- stigið er ekki svo hátt. í svona mildu loftslagi og staðviðri er auð- velt að halda görðum og gróðri í lagi. Virðist borgaryfirvöldum það vera mikið f mun að öll borgin sé sem snyrtilegust. Fegurð og umhverfi Vancouver er viðbrugðið í Kanada. Fyrir utan það, að hún liggur að sjó, þá eru fjöll þar skammt frá. Hefur byggðin færzt upp f hlíðarnar frá ströndinni og fallegra bygginga- stæði en þar inn á milli trjáa get- ur vart að líta. Hvorki eru skýja- kljúfar þar né iðnaðarsvæði. Hef- ur byggðin frekar dreifzt út frá miðborginni og er ekið í gegnum marga Kópavoga og Garðabæi, sem eru úthverfi borgarinnar, þegar farið er til landamæra Bandaríkjanna í suðurátt. Eru landamærin aðeins um 50 km frá miðbiki bæjarins. Kanadamenn hinir ríkari hafa seinni árin flutzt til Vancouver til þess að setja þar á stofn verzlun margs konar eða vegna þess, að loftslag er þar heilnæmara fyrir þá. Er fólk yfij-leitt vel e/nað, sem býr í borginni, og mikið af alls konar tómstundaafþreyingu er unnt að finna. M.a. eru sundlaugar opnar fram til miðnættis og þar geta menn hitzt og unglingarnir þurfa ekki á neinum hallærisplön- um að halda til þess að eyða tfm- anum. Sérstakir staðir eru við laugarnar, þar sem strákarnir spá f stelpurnar, í stað þess að þeir hangi í öldurhúsum og börum. Verzlun og viðskiptahættir í Vancouver eru vörur ekki ódýrari en hér heima, nema þá helzt rafmagnsvörur og hljóm- plötur, enda hafa borgarbúar venjulega tvöföld laun á við þau, sem tíðkast í sambærilegri vinnu hér heima. En í Vancouver eru menn frá öllum heimshornum og borgin þvf með alþjóðlegan svip. Þar eru til sérstök Kfna- og ít- alíu-hverfi, auk þess sem önnur þjóðarbrot halda saman eftir flutning til borgarinnar. 7% skattur er lagður á vörur, sem ekki eru neyzluvörur og þarf þvf að leggja skattinn við þegar menn eru að spá í verð á einhverj- um hlut. Þá er næstum því skylda að gefa 10—15% þjórfé á veitinga- húsinu, sem snætt er á. Þjónustu- gjald er ekki innifaliö f gjaldinu, sem greitt er fyrir þjónustu á veit- ingahúsum. Ef ekki er gefið þjór- fé, þá lftur þjónninn svo á, að þjónusta hans hafi verið léleg. Ágætis málffð má fá fyrlr 6 f Vancouver er annað stærsta Kfnahverfi f Norður-Amerfku. Búa um 85 þús. Kínverjar í borginni. Kanadadollara og leggst 7% skatturinn ekki á máltíðir, sem kosta minna en 7 dollara. Gleymið ekki Victoria og Vancouver-eyju Tveggja tíma sigling er frá Van- couver er Vancouver-eyju. Er þar ákaflega fagurt um að litast og eiginlega eina baðströndin þar sem úthafsaldan kemur óheft að landi. Er Vancouver-eyjan að stærð eins og hálft ísland, með fjöllum, hálsum og vötnum. Allt þakið trjám vitaskuld. Victoria er á Vancouver-eyjunni og er höfuðborg brezku Colombiu, sem er eitt af fylkjunum í Kanada. Það er gömul borg, sem Englend- ingar byggðu upphaflega. Þangað flytur mikið af ellilífeyrisþegum víðs vegar að úr Kanada. Þeir selja fyrirtæki sín og hús og setj- ast að f Victoria sfðustu æviár sfn. Þar kemur varla snjór allan vetur- inn og garðamenning f Victoria er stórfengleg. Þar er hvert lista- verkið öðru meira. Enda sagt, að f Victoria geri ungt fólk ekkert ann- að en að vinna að garðrækt eða f sjúkrahúsum og elliheimilum. Þú ert velkominn Vancouver er ekki stórborg f þeim skilningi, að þar sé ekki ver- ; jpÆ ..v-f Heimsborg í Miðborgin í Vancouver, þar sem skýjakljúfar eru allsráðandi. í turninum lengst til vinstri á myndinni er veitingahús, sem snýst einn hring á hverjum klukkutíma og geta menn virt fyrir sér útsýnið á meðan þeir borða. uppsiglingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.