Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 72
72 un MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 FÖNG Bolli Gústavsson Laukar og lífgrös Ræktun í „0efjords Handelssted“ Akureyri er indæl borg, við elskum hana með bankaskuldir og barnaorg og brunahana. Þetta man ég var sungiö í bernsku minni á Akureyri við sama lag og „Sig bældi refur und bjarkarrót". Bragurinn var langur og gamansamur. Meira man ég þó ekki en þetta brot. Og sannarlega hafa íbúarnir löngum verið sam- mála um það, að borgin þeirra sé indæl, þrátt fyrir þau óþægindi, sem óneitanlega geta stafað af bankaskuldum og barnaorgi. Brunahanarnir eru þar ennþá og einungis til öryggis og prýði, fag- urrauðir og skærgulir. Hins vegar lýsir nafn kaupstaðarins best ind- æli hans, enda hefur Akureyri lengi verið mikill jarð- og garð- yrkjubær. Bendir nafnið ótvírætt til þess, að akuryrkja hafi verið stunduð þar i fornöld. Ekki er þó unnt að fullyrða hvar akrarnir hafa verið erjaðir, en sennilegt er, að þeir hafi bylgjast fyrir sumar- blæ í brekkunni ofan við Búðargil, sem fengið hefur nafn sitt af verslunarbúðunum niðri á eyrinni. ótrúlega lengi hafa fagrir garðar sett hlýlegan svip á bæinn eða í tvær aldir. Þegar um 1780 voru þar allmiklir skrúð- og matjurta- garðar í eigu Friedrich Lynge, sem var síðasti einokunarkaupmaður- inn á Akureyri. Einokunarkaup- mennirnir hafa hins vegar gert lítið með þetta hlýlega nafn kaup- staðarins, sennilega látið ser fátt um akurlöndin finnast, og nefndu hann oftast „0efjords Hand- elssted“. Hélst það nafn allt þar til bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1862. Garðar Lynges eru löngu horfnir, en í byrjun 19. ald- ar var þar annar danskur kaup- maður mikill garðyrkjufrömuður. Sá hét Lever og á hans dögum var hvergi á íslandi jafn mikil kart- öflurækt og á Akureyri. Garðar Andreas Levers voru í norðurkinn Búðargils og eru þeir ennþá notað- ir, enda spretta þar gómsæt jarð- epli. Um síðustu aldamót færðist ræktunaráhugi bæjarbúa verulega í aukana. Gróðrarstöð Ræktunar- félags Norðurlands var stofnuð 1903, rétt við svonefnda Krókeyri. Og þar var hafist hana um merki- legar tilraunir með trjárækt. Nokkru áður, eða 1901, hafði verið sett upp trjáræktarstöð sunnan undir gömlu kirkjunni í Fjörunni. Var það að forgöngu Páls Briem amtmanns. Þar er nú Minjasafnið á Akureyri í fögrum og hávöxnum trjálundi. Konur gerðu garðinn Þá erum við að nálgast við- fangsefni þessara Fanga, Lysti- garð Akureyrar og forstöðumann hans. Lystigarðurinn er í norðan- verðu Eyrarlandstúni og óhætt er að segja, að hann sé höfuðprýði bæjarins, auk þess sem þar er unnið að gagnmerkum vísinda- rannsóknum undir stjórn Jóhanns ! Pálssonar grasafræðings. En rétt er þó að víkja fyrst að býli því, i sem stóð þar sem garðurinn er nú ! og stendur raunar enn að nokkru I leyti, þótt hefðbundinn búskapur ' sé þar löngu niður lagður. Er það uppi á brekkunni, spottakorn fyrir norðan Búðargil. Nafn þess mun j dregið af eyrunum báðum, Akur- ! eyri og Oddeyri. Gamla bæjar- stæðið er innan marka Lystigarðs- ins, en svonefnd Eyrarlandsstofa er nú á bílastæði Fjórðungs- sjúkrahússins. Stóra-Eyrarland var fyrrum höfuðból, sem oft kem- ur við sögu. Fyrir aldamótin 1800 var það í eigu Jóns sýslumanns Jónssonar á Stórólfshvoli. Hafði hann fengið jörðina í arf eftir tengdaföður sinn, Þorstein sýslu- mann Magnússon, en hún hafði þá öldum saman verið í eigu forfeðra hans. Nú var þegar vaknaður áhugi á löndum hennar, er verslun efldist á Akureyri og byggðin tók að vaxa. Stefán Þórarinsson amt- maður hafði stungið upp á, að makaskipta Eyrarlandi fyrir Skóga- og Merkureignir í Rangár- vallasýslu, en það vildu hvorki Jón sýslumaður né umboðsmaður jarðanna fallast á. Ekki eru tök á né ástæöa til að rekja framhald þessarar sögu hér, enda tók byggð- arþróunin af skarið og smám sam- an var klipið af lendum þessa höf- uðbóls, uns það hvarf inn í kaup- staðinn. Sem fyrr getur er Lysti- garður Akureyrar nú í norðan- verðu Eyrarlandstúni. Hann var gerður fyrst árið 1912 að forgöngu nokkurra áhugasamra kvenna og karla. Og þó er karlanna sjaldnast getið, enda voru það tengdamæðg- urnar Anna og Margarethe Schiöht, sem höfðu þar forystuna. Frú Anna skipulagði eldri hluta garðsins næst Eyrarlandsvegin- um, en er frá leið færðist starfið meir á herðar frú Margarethe, sem vann af óþreytandi elju og ósérplægni við uppbyggingu garösins. Má segja að hún hafi komið lystigarðshugsjóninni i heila höfn. Því var henni reistur minnisvarði efst í nýrri hluta garðsins, brjóstmynd gerð af Jón- asi Jakobssyni myndhöggvara. Neðst í gamla garðinum er brjóstmynd af síra Matthíasi Jochumssyni eftir Ríkarð Jónsson og neðan hennar hefur nýlega ver- ið hlaðinn gullfallegur klömbru- veggur af þeim Magnúsi bónda Snæbjarnarsyni og Erni Inga myndlistarmanni. Syðst í þessum elsta hluta Lystigarðsins er enn einn minnisvarði, lágmynd af konu við gróðursetningu. Var hann gerður í þdkkarskyni við þær konur, sem stofnsettu og störfuðu í garðinum á upphafsárum hans. Segir Örlygur Sigurðsson listmál- ari á þá leið i bókinni Bolsíur frá bernskutíð: „Þá kom heil sendi- nefnd úr kvenfélaginu á fund pabba og leitaði ráða um fallega og smekklega minningaráletrun á varðann eða lágmynd, sem sýndi konu við gróðursetningu. Gamli maðurinn lagði höfuðið í bleyti og beint undir feldinn að hætti Ljósvetningagoðans og grundaði Jóhann Pálsson, grasafræóingur málið. Að nokkrum tíma liðnum var hóað í kerlingarnar eða fínu frúrnar, þegar snilldin var alsköp- uð í höfði gamla mannsins. Jú, það einfalda er alltaf bezt og listræn- ast. Setningin á varðanum skyldi vera þannig og ekki stafkrók öðru- vísi: Konur gerðu garðinn." Saga Örlygs af afhjúpun varðans er lengri og áhrifa- eða ærslameiri, þegar á liður, og skal iesendum bent á bls. 64 í fyrrgreindri bók, ef þeim þykja góðar rúsínur. Geta má þess, að norður af Lystigarðin- um og í beinum tengslum við hann er skrúögarður Menntaskólans. Átti frú Halldóra Ólafsdóttir, móðir Örlygs, mestan þátt í að gera hann fagurlega úr garði. Reykvíkingur í sjö ættliði Árið 1979 var Jóhann Pálsson grasafræðingur ráðinn forstöðu- maður Lystigarðs Akureyrar. Þar sem ég hafði bæði hug á að frétta af svonefndum grasgarði, sem um alllangt skeið hefur verið innan marka Lystigarðsins og jafnframt að forvitnast um þennan visinda- mann, sem þar stjórnar tilraun- um, hélt ég á fund Jóhanns. Hann býr á Klapparstíg 1, en gatan ligg- ur norður á klappirnar upp af íþróttaleikvangi Akureyrar. Það er háreist steinhús i fölgrænum lit og á suðurkvisti er ártalið 1930. Þetta er bernskuheimili konu hans, Hrafnhildar dagskrárgerð- armanns RÚVAK, sem er dóttir Jóns Sigurgeirssonar fyrrum skólastjóra Iðnskólans. — Tengdafaðir minn hugsaði sér að vera hérna hjá okkur í ellinni, — segir Jóhann kímileitur, þegar við erum gengnir til stofu, — en við sjáum hann lítið, því bæði er að hann hefur dregið það á langinn að eldast og svo hefur hann mikið að starfa. Hann er ýmist erlendis eða þá suður í Borgarfirði þar sem hann stendur fyrir hressingarhæli í húsmæðraskólanum á Varma- landi yfir sumarmánuðina. Það er misjafnt hvemig menn setjast í helgan stein. Ég hef ekki séð Jón tylla fæti á þann stein ennþá, enda er hann aðeins 76 ára. Hann hefur heldur aldrei eignast bíl og kýs fremur að ganga, hlaupa eða hjóla, ef því verður við komið. — Ég inni nú Jóhann eftir uppruna hans. — Það má sennilega segja að ég sé Reykvíkingur í a.m.k. 7 ættliði. Föðurfólk mitt bjó á jörð- um, sem allar eru innan lögsagn- arumdæmis Reykjavíkur, frá Geldinganesi út í Viðey og uppi á Blikastöðum. Faðir minn, Páll Magnússon, var járnsmiður í Bergstaðastrætinu. Rétt er að taka það fram, að foreldrar mínir eru löngu látnir, enda er ég lang- samlega yngstur barna þeirra. Faðir minn var iðnaðarmaður af gamla skólanum, smiðjan hans var við íbúðarhúsið og áður fyrr hafði hann einnig kú i fjósinu á Bergsstöðum, sem strætið er kennt við. Móðir mín, Guðfinna Einarsdóttir, var ættuð úr Hrepp- unum, frá Laxárdal í Gnúpverja- hreppi og Hörgsholti í Hruna- mannahreppi. Faðir hennar, Ein- ar Einarsson, trésmiður í Hafnar- firði, var áhugasamur tónlistar- maður, stundaði bæði orgelvið- gerðir og var kirkjuorganisti í Firðinum um árabil. í gegnum móður mína tengist ég Akureyri á vissan hátt, því bróðir hennar, Sigurður E. Hlíðar, var hér dýra- læknir um langt skeið. Hann kom mjög við sögu þessa kaupstaðar, enda var hann bæjarfulltrúi í rúm 30 ár og þingmaður Akureyrar í meira en áratug. En rætur mínar eru í Reykjavík og þó öllu fremur að Keldum. Þar efra byggði faðir minn sumarbústað á eignarlandi. Mér finnst ég alltaf eiga heima þar, enda er bústaðurinn nú í minni eigu. Ég fékk snemma áhuga á skógrækt og hreifst mjög af hugsjónaeldi Hákons Bjarna- sonar. Hann hafði einstakt lag á að vekja áhuga ungra sem aldinna á skógræktartilraunum. Leikari í 16 ár Á unglingsárunum fékk ég tvær bakteríur, sem báðar voru ágeng- ar og erfitt að gera upp á milli. Annars vegar var garðræktin og hins vegar leiklistaráhugi. Megin- ástæðan fyrir síðarnefnda áhug- anum var sú, að mágur minn, Haukur Gröndal, var tónlistar- maður og lék í Hljómsveit Reykja- víkur. Á þeim árum var samstarf með Tónlistarfélaginu og Leikfé- lagi Reykjavíkur og æði oft færðar upp óperettur. Ég var þá oft að sniglast í kringum mág minn og fékk bæði að sitja á æfingum og þá síðar á sýningum. Mér fannst þetta heillandi heimur og var fljótlega ákveðinn í því að gerast leikari. Þegar Leiklistarskóli Þjóðleikhússins var stofnaður árið 1950 komst ég þar að sem nemandi og var í fyrsta hópnum, sem út- skrifaðist þaðan 1952. Guðlaugur Rósinkranz var skólastjóri, en að- alkennarar þeir Haraldur Björnsson og Indriði Waage. Um þær mundir komu yngri leikarar frá námi i Englandi, þau Hildur Kalman, Ævar Kvaran og Klem- ens Jónsson, og tóku þau þátt i kennslunni. Jafnhliða náminu var ég farinn að leika og veturinn 1953 til ’54 var ég við framhaldsnám við Dramaten i Stokkhólmi. Þá var sænski skólinn mjög á uppleið og þvi reyndist þessi skólavist mér lærdómsrík. í sextán ár var ég starfandi leikari, bæði í Þjóðleik- húsinu og í Iðnó. Einnig lék ég síðari árin með Leikfélagi Mos- fellssveitar og Leikfélagi Kópa- vogs. Samkeppnin var sannarlega hörð og það leiddi til þess, að maður leitaði möguleika utan at- vinnuleikhúsanna, enda miklu meiri líkur á stærri hlutverkum þar. Þetta var erfitt starf. Ekki síst fyrir yngra fólkið, sem var mun fleira og lifði alltaf í óvissu um verkefni. Þannig er leikarinn gjörsamlega háður vali annarra um það, sem hann fær að gera hverju sinni. Einnig á hann það á hættu að festast i ákveðnu hlut- verki, þ.e.a.s. að honum sé alltaf ætlaður þröngur farvegur keim- líkra manngerða. Það er eins og að yrkja alltaf um sama efnið. Mér varð smám saman ljóst að leik- húslífið átti alls ekki viö mig og þetta öryggislysi varð mér lítt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.