Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 80
HLEKKURIHBMSKEÐJU KEILUSALURINN OPINN 9.00-00.30 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Geir Hallgrimsson: Herfræðilegt og hertæknilegt mat hjá varnar- málaskrifstofu Morgunblaðið/RAX Tilraunakeriö i Grundartanga, staðsett undir kaelikerfinu, í titringi, hávaða, rafhrifum og ryki, en laxaseiðin sprikla hin Ijörugustu fyrir það, og þrífast jafn vel og þau sem rsktuð eru í öllu friðsamlegra umhverfi skammt frá. Það er Jón Steingrimsson, aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar framkvsmdastjóra, sem stendur við kerið og í baksýn má sjá sekkina af kísilryki, sem nú bíða flutnings til Japan. Laxendistilraunir á Grundartanga ganga vel: Nægilegt heitt vatn fyrir 100 þús. seiði GEIR Hallgrímsson utanríkisráð- herra skýrði frá því á fundi Sam- taka um vestræna samvinnu og Varðbergs í gær, að ætlunin væri að breyta skipulagi utanríkisráðu- neytisins á þann veg að breyta varnarmáladeild í varnarmála- skrifstofu og fela henni aukið hlut- Danskir vík- ingar berjast á Laugarvatni VÍKINGAHÁTÍÐ verður haldin að Laugarvatni í sumar og mun dansk- ur leikhópur koma til landsins og setja upp sýningu á verkinu Hag- bard og Signe, eða Rauða skikkjan, eins og verkið var nefnt í kvikmynd. Að sögn Gunnars H. Árnasonar. sem er einn aðstandenda víkinga- hátíðarinnar, er hátíð þessi ætluð fyrir fjölskyldur, en verður ekki hefðbundin útihátíð með hljóm- sveitaleik. „Hingað kemur 100 manna víkingahópur frá Dan- mörku, en þar hefur verið haldin víkingahátíð undanfarin 33 ár. í Danmörku er hátíð þessi 17 daga í röð hvert sumar, en hér á landi verður þetta þriggja daga hátíð, dagana 12., 13. og 14. júlí“. Gunnar sagði, að víkingaleik- hópurinn væri þekktur víða um lönd og hefði m.a. sýnt i Englandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, Kýpur og í Bandaríkjunum. Leik- stjóri hópsins er Benny Hansen. „Mér var boðið á þessa hátíð í Danmörku í fyrra og þar sá ég að í raun eiga þessir víkingar hvergi heima nema á íslandi, enda telja íslendingar sig alltaf hina einu sönnu víkinga," sagði Gunnar. „Leiksviðið er hálfur hektari lands og að sjálfsögðu eru víkingarnir í fullum herklæðum." verk við mat á herfræðilegum og hertæknilegum málum. Meðal verkefna skrifstofunnar verður þátttaka í starfi hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, en uppi eru hugmyndir um að íslendingur verði sendur til starfa í alþjóðlegu starfsliði hennar í höfuðstöðvum NATO í Briissel. 1 ræðu sinni ræddi Geir Hall- grímsson um frumkvæði Islend- inga í öryggis- og varnarmálum og gerði grein fyrir þeim hugmynd- um sem uppi eru um virkari þátt- töku íslendinga á sviði varnar- mála. Taldi hann, að þeimayrði ekki hrundið í framkvæmd nema með því að auka starfsemi varnar- máladeildar utanríkisráðuneytis- ins og breyta henni í skrifstofu innan ráðuneytisins. Hefur utan- ríkisráðherra þegar gert ríkis- stjórninni grein fyrir þessum hugmyndum. Að því er verkefni varnarmála- skrifstofunnar varðar, þá lýsti utanríkisráðherra þeim þannig í ræðu sinni, að starfsmenn hennar ættu að sinna málefnum er snerta framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Þeir ættu að meta herfræðilega og hertæknilega stöðu, stunda upplýsingaöflun og rannsóknir, þannig að hægt sé á hverjum tíma að leggja hlutlægt íslenskt mat á hernaðarstöðu landsins, varnarþörfina og fyrir- komulag varnanna. Þá yrði þátt- taka fslendinga í hermálanefnd NATO verkefni skrifstofunnar, samstarf við varnarliðið og yfir- herstjórn NATO á Atlantshafi um gerð áætlana er varða ísland og samskipti við varnarmálaráðu- neyti annarra ríkja. Skrifstofan á að sinna skýrslugerð og ráðgjöf, eiga samstarf við landhelgisgæslu og almannavarnir, stjórna ríkis- stofnunum á varnarsvæðunum og hafa eftirlit með verktökum. LAXELDISTILRAUN Járn- blendifélagsins á Grundar- tanga til að kanna hvort rækta megi laxaseiði inni á milli verksmiðjuhúsanna, í hávaöa, ryki, titringi og rafhrifum, virð- ist ætla að koma jákvætt út, samkvæmt upplýsingum Jóns Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra Járnblendifélagsins á Grundartanga. Frá því í ágúst sl. hefur Járn- blendifélagið undir umsjón sér- fræðinga á sviði laxeldis gert samanburðartilraun til að kanna hvort nýta megi kælivatn það sem kælir mótora reykhreinsi- kerfisins á Grundartanga til lax- eldis, en vatnið kemur út af kælikerfinu með sama hitastigi og er kjörhiti fyrir laxaseiði, sem er 12 til 13 gráður. Ella rynni vatnið ónýtt til sjávar. Eldið fer annars vegar fram inni á milli verksmiðjuhúsanna, i hávaða, ryki, titringi og raf- hrifum, og samanburðarhópur- inn er síðan alinn úti á verk- smiðjusvæðinu spölkorn frá sjálfum verksmiðjuhúsunum. Enn hefur eldið gengið vel, og ekki er mun að finna á þrifum seiðanna, sem nú eru komin í sjógöngustærð. Jón upplýsti að vatnsmagnið sem hægt væri að nýta á þennan hátt, væri hvorki meira né minna en 12 til 14 sekúndulitrar, sem gæti dugað til laxeldis 100 þúsund laxaseiða. Sjá frétt um nýtingu kÍ8Ílryks á bls. 2 og viðtöl við starfs- menn Járnblendi- verksmiðjunnar á bls. 4. Islenskra handrita leitaö í Páfagarði JÓNAS Kristjánsson, forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar, hcfur fengið heimild Páfagarðs til að leita íslenskra handrita og fornra bréfa í söfnum Vatikansins. Jónas dvelur nú í Rómaborg sem gistipróf- essor í boði háskólans þar. Jónas Kristjánsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að hugsan- lega væru í söfnunum áður óbirt bréf frá kaþólskri tíð á íslandi og jafnvel einhver handrit þótt lík- urnar á hinu síðarnefnda væru ekki miklar. „En það er vissara að leita, enda aldrei að vita hvað kann að leynast hér í þessum gríð- arlegu söfnum," sagði Jónas. Nefndi Jónas sérstaklega í þessu sambandi glötuð handrit um sögur af Þorláki helga og Jóni helga og tvær sögur af ólafi Tryggvasyni sem skrifaðar voru á latínu. Einn- ig nefndi hann prentaðar bækur frá tímum Jóns biskups Arasonar, en prentaðar bækur frá hans tíma hafa allar glatast. Jónas Kristjánsson mun dvelja í Rómaborg næstu tvo mánuðina við fræðistörf og sem gistiprófess- or flytur hann fyrirlestra um ís- lensku handritin, fornbókmenntir og sögu íslands. Sjá viðtal við Jónas Kristjánsson á bls. 27 Bókaklúbbur AB: Nýtt 15 binda ritsafn um sögu mannkyns BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka- félagsins er að hefja útgáfu á 15 binda ritverki, „Sögu mannkyns — ritröð AB“ og er fyrsta bindið að koma út og er aprflbók klúbbs- ins, 14. bindið í ritröðinni, sem ber beitið: „Þrír heimshiutar, 1945—1965“. Verkið er samið á vegum Ascbehoug-forlagsins í Osló og kemur út samtímis á öllum Norðurlöndunum. Hvert bindi er um 270 blaðsíður og er það myndskreytt með litmyndum, sem munu verða um 6.000 talsins. Frá þessu er skýrt í nýút- komnu fréttabréfi Almenna bókafélagsins, þar sem segir, að ritstjórn verksins annist fjórir norrænir sagnfrœðiprófessorar, þeir Knut Helle, prófessor í Bergen, Jarle Simensen, prófess- or í Þrándheimi, Sven Tágil, prófessor í Lundi og Káre Tönn- esson prófessor í Osló. „Saga mannkyns" er heims- saga, segir í fréttabréfi AB, „og horfir til allra tíma mannkyns- ins. Hún nær yfir 3,5 milljónir ára. Fyrsta bindið fjallar um „forsögulegan" tíma eins og hann er lesinn út úr fornminj- um, síðasta bindinu lýkur með alheimshringsjá árið 1983 þar sem reynt er að komast að því með nokkurri vissu hvar við stöndum og hvernig sú framtíð kynni að llta út sem við göngum til móts við." Heiti bindanna verða: „f upphafi var ...“, „Sam- félög hámenningar í mótun", „Asía og Evrópa mætast", „Trú- arbrögð takast á“, „Hirðingjar og hámenning", „Evrópa við tímamót", „Hin víða veröld", „Ný ásýnd Evrópu", „Markaður og menningarheimar", „Bylt- ingatímar", „Evrópa í hásæti", „Vesturlönd vinna heiminn", „Stríð á stríð ofan“, „Þrír heims- hlutar" og „Til móts við óvissa framtíð". Þýðandi fyrsta bindis er Lýður Björnsson sagnfræð- ingur. I umfjðllun um „Sögu mann- kyns“ segir m.a., að geysimiklar sagnfræðirannsóknir hafi farið fram sfðustu áratugi, sem leitt Saga mannkyns: RitröðAB rrrm' hafi fram í dagsljósið margt nýrra heimilda. Þær breyti oft ýmsu, sem hafi verið haft fyrir satt öldum saman og á þetta ekki sízt við um forna sögu Kína, Mesópótamíu og Grikklands. Þessar heimildir eru notaðar í þessu nýja ritverki og stangast þar af leiðandi á við ýmsar fyrri söguskoðanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.