Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR. 24. MARZ 1985 HæÖ yfir Grænlandi — Biskupinn yfir íslandi Sr. Bjarni Jónsson var settur biskup um skeið. Pétur Ottesen alþingismaður hringir þá eitt sinn til hans og spyr, hvort hann tali við biskupinn yfir íslandi. Sr. Bjarni spyr á móti, hvort hann hafi heyrt söguna af telp- unni, sem var að hlusta á útvarp pg sagði við móður sína: „Þulur- inn var að tala um lægð yfir Græniandi og biskupinn yfir ís- landi. — Kemur þá ekki vont veð- ur. mamma?“ „Hann situr þó á sjálfs síns eign!“ Sr. Björn Þorvaldsson var Prestur að Stafafelli í Lóni um miðbik 19. aldar. Hann byggði ýmsum landsetum út af jörðum Þeim, sem lágu undir Stafafell. Einn þeirra var fátækur bóndi, sem hét Sveinn. Hann kom eitt sinn að Stafafelli og fór að barma sér við heimilisfólkið yfir erfiðleikum sínum og sagði: „Allir eiga betra en ég — meira að segja djöfullinn." Prestur heyrði þetta og spurði Svein: „Af hverju öfundar þú hann?“ „Hann situr þó alltaf á sjálfs sín eign,“ svaraði Sveinn. Hrossakaup Verð á útflutningshrossum lækkaði mjög eftir heimsstyrj- öldina fyrri. Gunnar frá Selalæk heypti þá hross í Rangárvalla- sýslu og var samtímis þingmaður kjördæmisins. Bónda einum í Landsveit varð að orði, er hann kom af hrossa- markaði: „Illa gefur Gunnar fyrir hrossin. Ekki borgaði hann nema 90 krónur fyrir merina mína, og fékk hann þó öll at- hvaeðin á heimilinu." Jæja! Snæbjörn Stefánsson skip- stjóri hafði haldið langa skamm- arræðu yfir stýrimanni, Þórði Þorsteinssyni, fyrir eitthvað, sem honum þótti fara aflaga á skipinu. Þegar Þórður loksins komst að, sagði hann aðeins: „Jæja!“ Þá sagði Snæbjörn: „Og svo brúkar þú bara kjaft °K segir — jæja!“ Séra Eiríkur rauði Sr. Eiríkur Brynjólfsson á Út- skálum var eitt sinn að prófa pilt * sögu og spurði hann, hver hefði veriÖ fyrsti landnámsmaður á f^rænlandi. Ekki vissi strákur það. „Manstu það ekki?“ segir Prestur. „Hann var nafni minn.“ «Iá, nú man ég það,“ segir strákur. „Það var séra Eiríkur rauði.“ Var Pétur giftur? Kona ein spurði mann sinn: „Var Pétur postuli píslarvott- ur?“ „Ég veit það ekki," svaraði bóndi hennar. „Ég veit ekki, hvort hann var giftur eða ekki.“ „ ... þann fjanda geri ég aldrei oftar!“ Kunningi ólafs bónda hitti hann í grimmdarfrosti og sagði v‘ð hann: „Hvers vegna ertu vettlingalaus í þessu veðri, Ólaf- Ur minn?“ „Það er nú saga að segja frá K“ sagði ólafur. „Það var svo mikið í Lagarfljóti, þegar ég fór yfir það í gær, að ég tók af mér vettlingana og stakk þeim í munninn, en þegar skall yfir hjá mér, þá fór ég að biðjast fyrir og tapaði svo vettlingunum, — Þann fjanda skal ég aldrei gera oftar!" Kosninga- smölun og kraftaverk Ágúst Þórarinsson kaupmaóur í Stykkishólmi var fyndinn i tilsvör- um. Eitt sinn eftir nýafstaónar al- þingiskosningar hittust þeir Ágúst og Hjálmar Sigurósson, sem einnig var kaupmaður þar í Hólminum. Þeir höfóu báóir látió kosningarnar allmikió til sín Uka, en fylgdu hvor sínum frambjóóanda. Er þeir höfðu kastaó kveóju hvor á annan segir Hjálmar: „Ég held þú ættir nú að fara heim og hátta og hvíla þig, svo mikið ert þú búinn að smala í þessum kosningum." Þá svarar Ágúst: „Ekki hef ég þó jafnast á við þig. Ekki hef ég gert kraftaverk eins og þú. Ég horfði á þig draga kerlingu upp tröppurnar á þing- húsinu, sem séra Jens sveikst um að jarða fyrir þrjátíu árum.“ Á skautum frá íslandi Sigurjón Pétursson á Álafossi fór eitt sinn á gamla „Gullfossi" til Kaupmannahafnar. Þetta var um háyetur og þegar suður til Danmerkur kom voru öll sund lögð þykkum ís, svo að skipið sat fast og komst hvergi. Sigurjón tók þá til sinna ráða. Hann steig á hraðhlaupaskauta, sem hann hafði í farangri sínum, og brun- aði áleiðis til Kaupmannahafnar. Þegar hann kom að landi voru tollgæzlumenn þar fyrir. Þeir spurðu um ferðir hans. Sigurjón sagðist koma frá Is- landi. Ekki vildu þeir trúa því, en Sigurjón sagði þá að þeir skyldu bara hringja til íslenzka sendi- herrans til þess að fá upplýs- ingar um sig. Tollverðirnir tóku þetta ráð og eftir símtalið gerðu þeir ekki annað en bukka sig og beygja og störðu steinhissa á eft- ir þessum kynlega ferðalangi. En Sigurjón renndi sér, eins og fara gerði, eftir Kanalnum inn < Kaupmannahöfn. Selsmóri fær kaldar kveðjur Þaó eru ekki allar þjóóir sem geta státað af kýmnisögum um drauga, en íslendinar eiga vænan sjóó af sögnum þar sem svipir og afturgöngur birtast í skoplegu sam- hengi. Þessi saga er úr Islenzkum sagnaþáttum og þjóósögum er Guóni Jónsson ættfræóingur safn- aói til. Þegar ég var unglingur og fram að 18 ára aldri var ég háseti á vertíðum hjá Páli í íragerði. Hann var einn hinna beztu for- manna á Stokkseyri á sinni tíð, heppinn og aflasæll og sniliingur að stýra í brimi. Páll var af öll- um talinn skyggn, en þó fór hann heldur dult með þá gáfu sína. Einu sinni bar svo við á vertíð- inni, að við Páll gengum út í vökulokin sem oftar til þess að gá til veðurs. Tunglskin var og hjarn yfir allt og veður hið bezta. Þegar við ætluðum að ganga inn aftur kom unglingsstúlka, sem þá var vinnukona í íragerði, út úr bæjardyrunum. Stúlka þessi var dóttir Sæmundar í Foki í Hraunshverfi og því af ætt þeirri, er Selás-Móri fylgdi. Hún var með næturgagn í hendi og skvetti úr því hispurslaust fram í kálgarðinn, sem var fram undan bæjardyrunum. Setur þá hlátur mikinn að Páii, og mátti heyra, að honum var meira en lítið skemmt. Þótti mér þetta skritið, því að ekkert sá ég hlægilegt, og spurði því Pál, að hverju hann væri að hlæja Vildi hann ekki gefa út á það, og varð ég að láta mér það lynda. Fáeinum dögum seinna gekk ég með Páli á reka fram á Stokkseyrarfjöru. Hann hafði þá á hendi eftirlit með austanverð- um rekanum, frá Markavörðu, sem er austur og fram af Eystri- Rauðarhól, og út að Stálsfjörum, fyrir Adólf bónda á Stokkseyri. Skammt fyrir austan lendinguna í íragerði fundum við rekið kant- að tré, 6—7 álna langt. Gengum við síðan út að Stokkseyri til að láta Adólf vita af trénu. Varð hann glaður við og gaf Páli góða hressingu, svo að hann var vel hýr, er við lögðum af stað heim- leiðis. Gekk ég þegar á lagið, er ég vissi Pál ræðnari og ódulari en hann var vanur að vera, og spurði hann, að hverju hann hefði verið að hlæja um kvöldið. Sagði hann mér þá, að rétt í því er stúlkan kom út úr dyrunum, hefði Sels —Móri verið að koma neðan kálgarðinn og stefnt beint í flasið á henni, og stóð það heima, að gusan úr koppnum lenti beint framan í hann. „Gat ég þá ekki stillt mig um að hlæja,“ sagði Páll, „er ég sá, hvernig Móri gretti sig allan í framan og ranghvolfdi í sér aug- unum, er hann fékk þetta óvænta höfuðbað, og labbaði siðan sneyptur burt.“ (Sögn Jóns Jónssonar fyrrum hrepp stjóra á Hlíöarenda i Olfusi.) Hvernig Grímsey á Stein- grímsfirði varð til Þaó kom ósjaldan fyrir í fornöld að tröll tóku til hendi og réóust í aó gera stórfelldar breytingar á ís- landi eftir sínu höfói. Réó þá oftar bráóræói en fyrirhyggja og flaust- urslega að jaróraskinu staöió. Þannig eru Breiöafjaróareyjar til komnar vegna athafnasemi nátt- trölla og munaöi minnstu aö Vest- fjaróakjálkinn yrði aó eyju fyrir bragóiö — svo geysimikill var at- gangurinn. Sögnin sem hér fer á eftir er tekin úr Sagnagesti Þórðar Tómassonar frá Vallnatúni. Á Steingrímsfirði við Húna- flóa liggur ey ein ailfögur, sem Grímsey heitir. Svo er mælt, að einhvern tíma í fyrndinni hafi tvö tröll, karl og kerling, átt sér bústað upp af Steingrímsfirði. Þótti þeim gott til aflafanga við fjörðinn og datt í hug að færa bústað sinn þangað. Kom þeim ásamt um að fapra björg stór út á fjörðinn og mynda af þeim ey, sem þau gætu búið i. Malarhorn heitir fell eða hamar við Stein- grímsfjörð, milli bæjanna Dranga og Bæjar. Réðust karl og kerling til atlögu við það að næt- urlagi og brutu af því stórkost- legt bjarg og veltu því út á fjörð- inn. Hagræddi karl því þar vel og vandlega og ætlaði síðan að sækja Bæjarfell við Steingríms- fjörð, með aðstoð kerlingar sinnar, og auka nývirki sitt með því. En fyrr en því yrði fram- gengt, reis sól á loft og bannaði þeim allar bjargir, því þau voru nátttröll og máttu ekki sól sjá. Var karl þá úti við eyna, en kerl- ing á sléttri grund hjá bænum á Dröngum. Brá þeim illa við, er þau sáu hvar komið var og köll- uðu ákvæðisorð hvort til annars. Mælti karl svo um, að kerlingin skyldi framvegis standa þar sem allir hrafnar dreittu á hana, en hun, að hann skyldi standa þar sem allir skarfar dreittu á hann. Að þeim orðaskiptum enduðum, urðu þau að steinum og hafa haldizt með þeim ummerkjum til þessa dags. Bera þau jafnan skellur eftir drit hrafna og skarfa, svo sem orð þeirra vísa til. Bjargið, sem þau bifuðu fram á fjörðinn, er ey sú, sem nú kall- ast Grímsey. Til er önnur gerð þessarar sögu. Segir þar, að karl og kerl- ing hafi ætlað að draga ísland út til Færeyja. Gripu þau í hólmann norður við Steingrímsfjörð og ætluðu að snúa honum við, áður en þau héldu af stað með hann. Tókst þá svo illa til, að tanginn, sem þau tóku í, slitnaði frá, og hrösuðu þau með hann út á fjörð- inn. Varð þeim bilt við, en ætluðu þó að ráðast til nýrrar atlögu við hólmann. I sömu svifum varð þeim litið í austur og sáu, að komið var fast að degi. Var þeim þá öllum lokið og ætluðu að hopa af hólmi til híbýla sinna, en sólin var skjótari í förum en þau. Náði hún þeím á flóttanum í svoköll- uðu Grundartúni, utanvert við Drangsnes, og breytti þeim sam- stundis í harða steina, sem staðið hafa þar á grundinni til þessa dags. Lúsin á kíkis- glasinu í Feróasögu Árna Magnússonar frá Geitastekk er að finna þessa sérstæóu frásögn, en sagan gerðist á dönsku kaupfari sem sigldi til Kína en lenti í hrakningum á leiö- inni. Feróasaga Árna var þýdd á dönsku og fyrst prentuð í Kaup- mannahöfn 1918, en kom fyrst út á íslensku 1945. „Um dagvaktina hafði vor oberstýrimaður vakt einu sinni sem oftar og var að sjá eftir landi í sinn stóra kikkert. Sá, sem stýrði, var norskur matrós, Jens Lange. Vor oberstýrimaður gekk inn í sitt kammer að vökva sér á brennivíni eftir venju, því hann drakk gjarnan pott brenni- vín á vakt sinni, sem voru fjórir tímar. Leggur sinn stóra kikkert á kompáshúsið, þegar inn gekk. Jens Lange fann stóra lús í höfði sér, lagði hana á glasið i kikkerten. Vor stýrimaður tók strax sinn kikkert, og þegar hann hafði séð lítið i hann, lofar hann guð að við séum nú ei langt frá landi, þvi nú komi juia til okkar með þrem árum um borð. Gengur til kapt. Holms og segir hönum þessi markverðugu tiðindi. Hann, úrillur og nýlega upp vaktur af sænginni, tekur sinn stóra kikkert og fær öngva julu að sjá. Vor yfirstýrimaður segist hana gjörla sjá, — „en þeir for- ustu eður fremstu menn halda árunum upp í loftið“. Þeir þræt- ast á um þetta. Að siðustu ‘ekur vor kaptein oberstýrimannsins kikkert og fer að reyna hvert sjá kunni þessa julu, en þegar hann tók kikkerten, sneri það fremsta glas niður, so lúsin af féll, hvar fyrir vor kaptein fékk ekkert að sjá, vor yfirstýrimaður og ei heldur, þegar hann tók við kikk- erten. En hefði hann heyrt það, er sá norski matrós gjörði við hans kikkert, var hönum víst hið stærsta straff. En vor yfirstýri- maður var ei so vel kynntur að nokkur maður unnti hönum góðs, þar hann var hinn versti að straffa fólk og það fyrir smá- rnuni." ________________________77_" Blóðkaupmenn báru AIDS til Vesturlanda London. 22. nure. AP. BRESKUR blóósjúkdómasérfræó- ingur heldur því fram í grein, sem birtist í dag, að sjúkdómurinn „AIDS“, eóa áunnin ónæmisbækl- un, hafi ekki borist til Vesturlanda vegna samSkipta kynvillinga, heldur fyrir tilstilli alþjóólegra blóókaup- manna, sem haft hafi mikil umsvif í Afríku, þar sem sjúkdómurinn er mjög útbreiddur. Ásökun þessi kemur fram i bréfi, sem dr. Peter Jones, forstöð- umaður blóðsjúkdómadeildar Victoria-sjúkrahussins i New- castle, skrifaði hinu virta tímariti British Medical Journal. Jones skrifar, að skortur á blóð- vökva og öðrum blóðefnum á 8. áratugnum hafi neytt vestræna lyfjaframleiðendur til að snúa sér til alþjóðlegra blóðmiðlara. Hafi miðlarar þessir, sem flestir hverj- ir starfi í Montreal og Zúrich, keypt blóðið beint af blóðgjöfum i Afriku. „Og nú er vitað, að blóðið kom einmitt frá þeim svæðum í Afriku, þar sem „AIDS“ og skyldir sjúk- dómar eru beinlínis landlægir," segir Jones i bréfi sínu. VJterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiöill! fHttgmi* IMbifcife í Kaupmannahöfn FÆST Í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.