Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Hætta á snjóflóðum í Olpunum er óvenju mikil „Eskimóar kalla snjó tuttugu til þrjátíu ólíkum nöfnum,“ sagði C. Jaccard, forstjóri Snjó- og snjó- flóðastofnunarinnar í Sviss. „Ég kalla hann bara snjó en lýsi honum nánar með lýsingarorðum til frekari skýringar.“ Skrifstofa Jaccards er í 2900 metra hæð, uppi á fjallstindinum Weissfluhjoch fyrir ofan bæinn Davos. ÍJti fyrir renna ferðamenn sér á skíöum en inni eru tólf vísindamenn og tuttugu aðstoðarmenn á kafi í rannsóknum á snjó og snjóflóðum. Þeir rannsaka snjó niður í kjölinn til að geta skilið eiginleika snjóflóða betur. Stofnunin er ríkisstofnun og henni er ætlað að finna leiðir til að sporna við snjóflóðum, veita fræðilega ráðgjöf um öryggi gegn snjóflóðum og senda frá sér svo- kallaðar snjóflóðafréttir. Þær hyggjast á upplýsingum sem stofnuninni berast frá rúmlega 60 snjóflóðaathugunarstöðvum víðs- vegar um svissnesku Alpana. Snjóflóðahættan er mest skömmu eftir mikla snjókomu en fer eftir veðri og vindum. Enginn getur verið viss um hvenær skriða fer af stað, stofnunin bendir fólki á hvenær og hvar hættan er mest og yfirleitt eru varnargarðar fyrir ofan þéttbýli í fjöllunum og á al- faraleiðum. En fólk verður einatt fyrir slys- um og snjóflóð valda 10 milljóna sv. franka skaða á ári. UM hundr- að manns farast að meðaltali í snjófióðum í Evrópu á hverju ári, langflestir ferðamenn. Tuttugu og sex hafa farist að meðaltali á ári í svissnesku ölpunum síðastliðin 43 ár. Árið í ár er óvenju slæmt, í byrjun mars höfðu 26 þegar farist í snjóflóðura það sem af er vetrar. „Margir halda að mikill snjór sé mesta vandamálið," sagði Jaccard, „en það er misskilningur. Ástand- ið í vetur er mjög slæmt vegna þess að það snjóaði svo lítið til að byrja með. Það festi snjó strax í byrjun september en svo snjóaði ekki meira fyrr en eftir áramótin. Gamli snjórinn er mjög slæmt undirlag fyrir fannfergið sem hef- ur safnast saman síðan. Það hefur myndast þunnt lag milli hans og jarðarinnar svo að snjórinn situr á heldur ótraustum grunni og get- ur auðveldlega farið af stað. En fólki sem fer varlega stafar engin bætta af snjóflóðum. Aðalatriðið er að halda sig inni á merktum slóðum og hlusta á snjóflóðafrétt- irnar áður en haldið er í göngu- ferðir um fjöllin." Ferðamenn, sem voru á leið heim úr skíðaferðlagi fyrstu vik- una í mars, grunaði líklega ekki að þeir væru að leggja upp í hættuför þegar þeir settust upp í litla leigu- rútu sem átti að flytja þá frá skíðabænum Zermatt til þorspins Tásch, þar sem bílarnir þeirra biðu. Snjóskriða féll á veginn og rútuna með níu manns og fólksbif- reið með föður á leið til tannlækn- is með 10 ára son sinn. Þetta var versla snjóflóðaslysið í Sviss í 15 ár og vakti mikla athygli. Vegur- inn er aðeins opinn mjög tak- markaðri umferð, langflestir ferðamenn fara með lest, sem er snjóflóðaörugg, til Zermatt, og fólk veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn var ekki lokaður vegna snjóflóðahættu. Haft var eftir vegamálastjóra á staðnum það það þýddi lítið að loka veginum í hvert skipti sem hætta væri á snjóflóðum. „Vegurinn væri þá yf- irleitt lokaður," sagði hann. Og þrýstingur frá leigurútustjórum á þessari leið er mikill, afkoma þeirra byggist á því að vegurinn sé opinn. Fjölmargir leitarmenn og snjó- flóðahundar tóku þátt í leitinni að fólkinu, en enginn vissi með vissu hversu margir höfðu verið i rút- unni. Það eru aðeins 60% líkur á að maður lifi snjóflóð af og likurn- ar á að lifa minnka um 20% á klukkustund eftir það. Tími er því mjög mikilvægt atriði við björgun t Dr. C. Jaccard, forstjóri snjóflóöa- stofnunarinnar: Vísindamennirnir ráöa ekki viö mannleg afglöp úr snjóflóðum. Allir í Zermatt- Tásch-slysinu fórust, en oft finnst fólk á lífi og leit er því haldið áfram svo klukkustundum skiptir. Ættingjar halda í vonina um að ástvinir þeirra lifi þangað til líkin eru flutt heim. Kraftaverk geta ávallt átt sér stað, ítölsk kona lenti í snjóflóði í mars 1974 og fannst á lífi eftir 44 klukku- stundir. Fullorðinn maður, sem leitarmenn töldu látinn þegar þeir fundu hann var, lífgaður við i sjúkrahúsi og lifir enn við hesta- heilsu í Lenk i Sviss. Leitarmenn eru yfirleitt lög- reglumenn, brunaliðsmenn, farar- Egg handa illum öndum Fjallabúar héldu hér áður fyrr að illir andar byggju í fjöllun- um og sendu snjóskriður niður í dalina að eigin geðþótta. Þeir skildu soðin egg eftir úti í snjónum til að blíðka andana en allt kom fyrir ekki. Enginn gat verið viss um velvilja þeirra. „Hvíti dauðinn" sýndi engum náð og drap unga sem aldna, konur og karla og gerir enn. Tveir lestarvagnsstjórar fórust þegar snjóflóð af mannavöldum lenti á þessum lestarvagni og hrifsaöi hann meö sér út af teinunum. stjórar um fjöllin og skíðakennar- ar. Hundarnir eru i einkaeign og verða að standast próf Svissneska alpafélagsins til að geta kallast snjóflóðahundar. Það eru um 300 á skrá í öllu Sviss. Eigendur þeirra verða ávallt að vera til taks og geta mætt á leitarstað hvenær sem er. Hundarnir eru þýskir fjár- hundar, þefskyn þeirra er best. Þeir verða að hlýða húsbónda sín- um fullkomlega, eiga að vera ró- legir og lítið fyrir að gelta. Þeir eru þjálfaðir samkvæmt vissum reglum og kunnáttu þeirra haldið við með æfingum einu sinni í viku. Snjóflóð eru afar tíð á svæðinu í kringum Gotthard-skarðið. Þrír snjóflóðahundar eru til staðar f litla bænum Andermatt, sem er á þessu svæði. Glapasson heitir einn éigandinn og hann leyfði mér að fylgjast með þjálfun hundsins síns einn vetrarmorgun. Maður og farangurinn hans höfðu verið grafnir í fönn. Hund- urinn og eigandi hans vissu ekki hvar. Aðstoðarmaður Clapassons kom og þóttist hafa lifað snjóflóð af, lýsti því hvar hann og félagi hans höfðu verið og sagðist ekki geta fundið félagann. Clapasson lét hundinn lausan, skipaði honum að fara að leita og hvatti hann áfram þegar hundurinn fann ekki neitt. Það tók hann um fimm mín- útur að finna farangurinn en svæðið sem hann leitaði á var á stærð við frekar litla snjóskriðu. Skömmu seinna fann hann mann- inn. Clapasson fór á staðinn þar sem hundurinn nam staðar og gaf merki um að hann hefði fundið eitthvað. Hann stakk niður langri álstöng til að sjá hvar hann ætti að moka, en það er auðfundið með stönginni hvort maður liggur und- ir eða ekki. Yfirleitt taka tveir til þrír hundar þátt í leit í minni slysum. Þeir leysa hver annan af þegar þeir þreytast og allir fá mat að launum fyrir góða frammistöðu. Clapasson sagði að snjóflóðahund- ar væru ómissandi við leit en oft kæmu þeir of seint á staðinn. „Það tekur tíma fyrir fólk sem lifir af snjóflóð í fjöllunum að sækja hjálp. Það þarf að komast til mannabyggða, þaðan fer þyrla af stað með leitarmenn og hunda og allt tekur þetta dýrmætan tíma. Barryvox-tækin eru betri en hundarnir að því leyti að með þeim finnst fólkið strax og hægt er að grafa það úr fönninni áður en of langur tími er liðinn." Þessi tæki eru lítil móttöku- og senditæki sem allir leiðsögumenn og vanir fjallgöngumenn hafa á sér á ferðum. Þau eru stillt á sendi og gefa frá sér vissa tíðni þegar gengið en koma svo að góðum not- um sem leitartæki ef snjóskriða fellur á hluta hóps. Þeir sem sleppa stilla tækin þá á móttöku og ganga yfir skriðuna svipað og hundar gera við leit. Innan skamms ættu þeir að finna félaga sína og geta grafið þá lausa. — Nokkur fyrirtæki framleiða svona tæki og það hefur verið gagnrýnt að þau séu ekki öll með sömu tíðni. En nú er verið að samræma þau og viðmælendur mínir töldu þetta ekki mikið vandamál. Recco-fyr- irtækið í Svíþjóð hefur framleitt lítinn sendi sem fólk festir á skó og stærra móttökutæki getur leit- að uppi. En það er með Recco- tækin eins og snjóflóðahundana, móttökutækið verður að flytja á staðinn og það tekur dýrmætan tfma. Heldur átakanlegt snjóflóðaslys varð fyrir ofan Andermatt á ný- ársdag 1979. Sex manns, fimm karlmenn og ein kona, lögðu af stað í skíðafjallgöngu í rétt sæmi- lega góðu veðri. Vanur leiðsögu- maður frá staðnum var með í hópnum. óhöppin byrjuðu snemma. Einn úr hópnum, McKe að nafni, byrjaði á því að detta á skíðunum og rann nokkurn spöl niður hlíðina. Hann komst upp aftur og var látinn fara næstur á eftir leiðsögumanninum. Skömmu seinna féll litil snjóskriða á hóp- inn og kippti þremur með sér, McKe var sá eini sem fór alveg á kaf en félagar hans fundu hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.