Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1986 1985—1988: MHGBRÉF Níu milljarðar til vegamála Fólksbílaeign „með því hæsta sem þekkist í heiminum“ í fjögurra ára vegaáætlun 1985—1988, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að verja rúmlega níu milljörðum króna til vegamála: 1.650 m.kr. 1985, 2.430 m.kr. 1986, 2.480 m.kr. 1987 og 2.530 m.kr. 1988. Hlutfall vegafjár af áætlaðri þjóðarframleiðslu verður því 1,9% (af 86.400 m.kr) 1985 en 2,4% hin árin (af 101.300 m.kr. 1986, af 103.400 m.kr. 1987 og af 105.500 m.kr. 1988 — allt áætlaðar tölur þjóðarfram- leiðslu). Fjáröflun til vegamála Vegaáætlun gerir ráð fyrir tvenns konar fjármögnum. í fyrsta lagi mörkuðum tekjum, svokölluðum. í annan stað fram- lögum ríkisins, annað hvort af skattfé eða lánsfé, nema hvort tveggja komi til. Markaðar tekjur koma af um- ferðarsköttum, þó þeir renni eng- an veginn allir til vegagerðar. Því miður vegna þess að ástand vega okkar er víða mjög slæmt. Því miður sökum þess að fjárfesting í varanlegri vegagerð er arðsöm, skilar sér fljótt aftur í minna vegaviðhaldi, minni snjóruðningi, minni benzíneyðslu, minni vara- hlutanotkun og lengri endingu ökutækja. Vel uppbyggðir vegir spara stórfé ár hvert í snjóruðn- ingi. Varanlegt slitlag sparar stór- fé í árlegum ofaníburði malar- og moldarvega, sem fýkur burt með vindum og rennur þurt í regni. Auk lögbundinna markaðra tekjustofna hefur ríkisstjórnin tekið ákvörðun um að a.m.k. 50% af heildartekjum ríkissjóðs af benzínsölu skuli að lágmarki renna til vegamála. Þessi stjórn- arákvörðun er stórt spor til réttr- ar áttar. Samkvæmt tekjuáætlun líðandi árs fá vegamál 845 m.kr. í benz- íngjaldi, 130 m.kr. að auki í tekj- um ríkissjóðs af benzínsölu, 410 m.kr. í þungaskatti (sem er hlið- stæða benzínskatts hjá díselbíl- um) og 265 m.kr. í öðrum framlög- um; eða samtals 1.650 m.kr. Vega- áætlun ber ekki með sér að hvaða marki síðasti tekjupósturinn, „önnur framlög", kemur af skattfé og/eða lánsfé. Verðforsendur tekjuáætlunar vegamála miðast við 27% hækkun milli áranna 1984 og 1985, 15% hækkun milli áranna 1985 og 1986. Síðari árin eru á sama verðlagi. Hvort þessar forsendur standast, eins og nú horfir um kjara- og verðlagsmál í landinu, skal ósagt látið. Tekjur af umferðarsköttum ráð- ast og af fjölda bifreiða, en þeim hefur fjölgað að meðaltali um 7% á ári sl. 10 ár, en þó mjög mismun- andi eftir árum, minnst 0,1%, mest 12,9%. Ökutæki landsmanna vóru 108.254 talsins í lok sl. árs, eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Þingvallavegur Þingvallavegur um Mosfellsdal er einn fjölfarnasti vegur landsins, sumarmánuði. Enn vantar þó töluvert á að hann hafi verið „klæddur“ slitlagi. Þessi mynd sýnir vegaframkvæmdir í Mosfellsdal 1983, en síðustu ár hefur hver smáspottinn á fætur öðrum fengið slitlag. þar af 404 fólksbílar á hverja 1000 íbúa, sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Heldur hefur dregið úr fjölgun bíla sl. tvö ár, en gert er ráð fyrir 2% árlegri aukn- ingu næstu fjögur árin. Meðalárseyðsla benzíns á bíl hefur lækkað allnokkuð, var 1.732 lítrar á bifreið 1970 en 1.260 lítrar 1984 (áætlun). Ástæðan er tví- þætt: sparneytnari bílar og aukin almenn hagsýni í notkun bifreiða. Áætlað er að meðaleyðsla minnki enn á þessu ári en verði síðan óbreytt um sinn. Benzínsala eykst samkvæmt þessu um 2,2 milljónir lítra 1985 og síðan um 2% hin þrjú árin. Benzíngjald verður hækkað á þessu ári og verður meðalgjald árs- ins 23% hærra en 1984. Miðað er við að aðrir skattstofnar verði óbreyttir, þ.e. 50% tollur og 24% söluskattur. Þungaskattur díselbíla, sem svarar til benzíngjalds, er tvennskonar, annarsvegar árgjald, hinsvegar kílómetragjald. Gjaldið er innheimt þrisvar sinnum á ári. Helztu útgjaldaþættir Hjá Vegagerð ríkisins starfa 423 fastir starfsmenn í 415 stöðu- gildum. Áætlaður kostnaður við skrifstofuhald, tæknilegan undir- búning, vegaeftirlit og eftirlauna- greiðslur 1985 er um 81 m.kr. Nýframkvæmdir eru í vaxandi mæli boðnar út til verktaka. Verk- útboð hafa drýgt mjög það sem fyrir fjármagnið fæst; nýta fjár- magnið betur en áður. Spurning er, hvort ekki eigi að bjóða út fleiri verkþætti, svo sem snjóruðn- rilboð óskast Tílboö óskast í G.M.C. Jimmy, árg. 1984 (4x4), 6 cyl., ekinn 11 þús. mílur, sem verður á útboði ásamt fleiri bifreiðum þriðjudaginn 26. marz nk. kl. 12—15 eða Grensásvegi 9. . . Sala varnarliðseigna Bújörð í Rangárvallasýslu Til sölu jörðin Árbakki, Holtahreppi. Jörðin er 300 hektarar. Þar af 30 hektara tún, fjárhús, fjós, hesthús, vélageymsla. íbúðarhús frá 1955. Nánari upplýsingar veittar hjá Fannberg sf. Hella — Hvolsvöllur Höfum til sölu eftirtalin elnbýlishús: Hella 265 fm 2ja hæða. Bílskúr. 240 fm 2ja hæöa. Bílskúr. 136 fm + 47 fm kjallari. 5 herbergja. 126 fm + ris. 6 herbergja. Bilskúr. 120 fm 4ra herbergja timburhús. 120 fm 4ra herbergja timburhús. 140 fm 6 herbergja. Hvolsvöllur 130 fm + bílskúr. 6 herbergja. 40% útb. 110 fm 4ra herbergja. 120 fm 4ra herbergja timburhús. 120 fm 4ra herbergja timburhús. 106 fm + bílskúr. 5 herbergja nær fullbúiö. 144 fm + bilskúr. 5 herbergja. 107 fm 4ra herbergja. 2x80 fm + ris. 5600 fm eignarlóö. FANNBERG s/f ► Þrúðvangi 18, 850 Hellu, sími 5028, pósthólf 30. — Innihuröir — Allar geröir — allar stæröir, ómálaöar, plastlagöar og spónlagöar. Leitiö tilboöa — sýnishorn á staönum. Trésmiðja Hveragerðis hf. Verksmiðja. Sími 99-4200. Múlasel hff. Reykjavík Söluskrifstofa. Síöumúla 4, 2. h»ð. Sími 686433. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.