Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 68

Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 68
68 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1986 1985—1988: MHGBRÉF Níu milljarðar til vegamála Fólksbílaeign „með því hæsta sem þekkist í heiminum“ í fjögurra ára vegaáætlun 1985—1988, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að verja rúmlega níu milljörðum króna til vegamála: 1.650 m.kr. 1985, 2.430 m.kr. 1986, 2.480 m.kr. 1987 og 2.530 m.kr. 1988. Hlutfall vegafjár af áætlaðri þjóðarframleiðslu verður því 1,9% (af 86.400 m.kr) 1985 en 2,4% hin árin (af 101.300 m.kr. 1986, af 103.400 m.kr. 1987 og af 105.500 m.kr. 1988 — allt áætlaðar tölur þjóðarfram- leiðslu). Fjáröflun til vegamála Vegaáætlun gerir ráð fyrir tvenns konar fjármögnum. í fyrsta lagi mörkuðum tekjum, svokölluðum. í annan stað fram- lögum ríkisins, annað hvort af skattfé eða lánsfé, nema hvort tveggja komi til. Markaðar tekjur koma af um- ferðarsköttum, þó þeir renni eng- an veginn allir til vegagerðar. Því miður vegna þess að ástand vega okkar er víða mjög slæmt. Því miður sökum þess að fjárfesting í varanlegri vegagerð er arðsöm, skilar sér fljótt aftur í minna vegaviðhaldi, minni snjóruðningi, minni benzíneyðslu, minni vara- hlutanotkun og lengri endingu ökutækja. Vel uppbyggðir vegir spara stórfé ár hvert í snjóruðn- ingi. Varanlegt slitlag sparar stór- fé í árlegum ofaníburði malar- og moldarvega, sem fýkur burt með vindum og rennur þurt í regni. Auk lögbundinna markaðra tekjustofna hefur ríkisstjórnin tekið ákvörðun um að a.m.k. 50% af heildartekjum ríkissjóðs af benzínsölu skuli að lágmarki renna til vegamála. Þessi stjórn- arákvörðun er stórt spor til réttr- ar áttar. Samkvæmt tekjuáætlun líðandi árs fá vegamál 845 m.kr. í benz- íngjaldi, 130 m.kr. að auki í tekj- um ríkissjóðs af benzínsölu, 410 m.kr. í þungaskatti (sem er hlið- stæða benzínskatts hjá díselbíl- um) og 265 m.kr. í öðrum framlög- um; eða samtals 1.650 m.kr. Vega- áætlun ber ekki með sér að hvaða marki síðasti tekjupósturinn, „önnur framlög", kemur af skattfé og/eða lánsfé. Verðforsendur tekjuáætlunar vegamála miðast við 27% hækkun milli áranna 1984 og 1985, 15% hækkun milli áranna 1985 og 1986. Síðari árin eru á sama verðlagi. Hvort þessar forsendur standast, eins og nú horfir um kjara- og verðlagsmál í landinu, skal ósagt látið. Tekjur af umferðarsköttum ráð- ast og af fjölda bifreiða, en þeim hefur fjölgað að meðaltali um 7% á ári sl. 10 ár, en þó mjög mismun- andi eftir árum, minnst 0,1%, mest 12,9%. Ökutæki landsmanna vóru 108.254 talsins í lok sl. árs, eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Þingvallavegur Þingvallavegur um Mosfellsdal er einn fjölfarnasti vegur landsins, sumarmánuði. Enn vantar þó töluvert á að hann hafi verið „klæddur“ slitlagi. Þessi mynd sýnir vegaframkvæmdir í Mosfellsdal 1983, en síðustu ár hefur hver smáspottinn á fætur öðrum fengið slitlag. þar af 404 fólksbílar á hverja 1000 íbúa, sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Heldur hefur dregið úr fjölgun bíla sl. tvö ár, en gert er ráð fyrir 2% árlegri aukn- ingu næstu fjögur árin. Meðalárseyðsla benzíns á bíl hefur lækkað allnokkuð, var 1.732 lítrar á bifreið 1970 en 1.260 lítrar 1984 (áætlun). Ástæðan er tví- þætt: sparneytnari bílar og aukin almenn hagsýni í notkun bifreiða. Áætlað er að meðaleyðsla minnki enn á þessu ári en verði síðan óbreytt um sinn. Benzínsala eykst samkvæmt þessu um 2,2 milljónir lítra 1985 og síðan um 2% hin þrjú árin. Benzíngjald verður hækkað á þessu ári og verður meðalgjald árs- ins 23% hærra en 1984. Miðað er við að aðrir skattstofnar verði óbreyttir, þ.e. 50% tollur og 24% söluskattur. Þungaskattur díselbíla, sem svarar til benzíngjalds, er tvennskonar, annarsvegar árgjald, hinsvegar kílómetragjald. Gjaldið er innheimt þrisvar sinnum á ári. Helztu útgjaldaþættir Hjá Vegagerð ríkisins starfa 423 fastir starfsmenn í 415 stöðu- gildum. Áætlaður kostnaður við skrifstofuhald, tæknilegan undir- búning, vegaeftirlit og eftirlauna- greiðslur 1985 er um 81 m.kr. Nýframkvæmdir eru í vaxandi mæli boðnar út til verktaka. Verk- útboð hafa drýgt mjög það sem fyrir fjármagnið fæst; nýta fjár- magnið betur en áður. Spurning er, hvort ekki eigi að bjóða út fleiri verkþætti, svo sem snjóruðn- rilboð óskast Tílboö óskast í G.M.C. Jimmy, árg. 1984 (4x4), 6 cyl., ekinn 11 þús. mílur, sem verður á útboði ásamt fleiri bifreiðum þriðjudaginn 26. marz nk. kl. 12—15 eða Grensásvegi 9. . . Sala varnarliðseigna Bújörð í Rangárvallasýslu Til sölu jörðin Árbakki, Holtahreppi. Jörðin er 300 hektarar. Þar af 30 hektara tún, fjárhús, fjós, hesthús, vélageymsla. íbúðarhús frá 1955. Nánari upplýsingar veittar hjá Fannberg sf. Hella — Hvolsvöllur Höfum til sölu eftirtalin elnbýlishús: Hella 265 fm 2ja hæða. Bílskúr. 240 fm 2ja hæöa. Bílskúr. 136 fm + 47 fm kjallari. 5 herbergja. 126 fm + ris. 6 herbergja. Bilskúr. 120 fm 4ra herbergja timburhús. 120 fm 4ra herbergja timburhús. 140 fm 6 herbergja. Hvolsvöllur 130 fm + bílskúr. 6 herbergja. 40% útb. 110 fm 4ra herbergja. 120 fm 4ra herbergja timburhús. 120 fm 4ra herbergja timburhús. 106 fm + bílskúr. 5 herbergja nær fullbúiö. 144 fm + bilskúr. 5 herbergja. 107 fm 4ra herbergja. 2x80 fm + ris. 5600 fm eignarlóö. FANNBERG s/f ► Þrúðvangi 18, 850 Hellu, sími 5028, pósthólf 30. — Innihuröir — Allar geröir — allar stæröir, ómálaöar, plastlagöar og spónlagöar. Leitiö tilboöa — sýnishorn á staönum. Trésmiðja Hveragerðis hf. Verksmiðja. Sími 99-4200. Múlasel hff. Reykjavík Söluskrifstofa. Síöumúla 4, 2. h»ð. Sími 686433. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.