Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Þögn, það er verið að smakka Vínfræðingurinn Jean Rabourdin, sem er prófessor við Vínakademíuna í París mun afhjúpa leyndardóm vín- anna í fyrirlestri og vínsmökkun. sem verður að Hótel Holti dagana 27. og 28. mars nk. Prófessorinn kemur hingað á vegum Alliance Francaise. Hér er sagt frá þessum merka manni og fyrirlestrarefni hans kynnt lítil- Monsieur Jean Rabourdin prófessor við Vínakademíuna í París. „Og hvað mí bjóða yður að drekka með matnum?“ Yandræða- legu brosi bregður fyrir á andliti viðskiptavinarins. Hann á tvo kosti. Sá fyrri er að látast vita ailt um vín og nefna hátt og skýrt ákveðna víntegund og komast þannig hjá að verða sér til athlæg- is. Seinni kosturinn er sá að færasi undan og játa algjöra fáfræði sína i þessum efnum. Að finna hvernig maður roðnar út að eyrum undan háðsku augnatilliti þjónsins er fremur óþægileg reynsla eða finnsi ykkur það ekki? En úr þessu má bæta ems og flestu. Það er alltaf hægt að kaupa kynningarbæklinga um vín, þar sem má fá smjörþefinn af þessari fræðigrein. En til að læra að bragða á vínum þarf að komast í samband við kunnáttu- mann, sem með glas i hendinni svarar áleitnum spurnmgum. Og nú er tækifærið þvi islenskir vinkerar fá i næstu viku góðan gest i heimsókn, sem er Jean Rabourdin, prófessor við Aca- démie du vin (Vinakademíuna) 1 París. Monsieur Rabourdin mun halda tvo fyrirlestra með verk- legum æfingum um vinsmökkun dagana 27 og 28. mars næstkom- andi klukkan 16. á Hótel Holti Bragðað verður á vínum frá gjöfulasta vípræktarhéraði Frakklands, Bordeaux-héraði. Rabourdin þessi stundaði fyrst vínsmökkun sér til ánægju en ákvað svo að helga sig grein- inni alfarið. Hóf hann nám í ,víntæknifræði“ og náði glæst- um árangri í náminu. Um það vitnar hinn Iangi listi yfir rétt- índi hans og viðurkenníngar frá iyfjadeild háskólans í Montpelli- er, sérstökum vintækmskóla í Bordeaux, Cornell-háskólanum i Bandaríkjunum ásamt prófi frá hótelskólanum í Lausanne. „Starf vínfræðings er víðtækt, það er þó fyrst og fremst fólgið í greiningu víns á rannsóknarstof- um“, segir Monsieur Rabourdin. „Allt vín, sem sett er í sölu verð- ur að gangast undir greiningu í rannsóknarstofum viðurkennd- um af INAO“ (þjóðleg stofnun, sem ákveður útnefningu og gæðaflokk víns). Hann heldur áfram og segir: .Vfn hafa batnað undanfarin ár og það færist í vöxt að syriir vínyrkjubænda leggi stund á nám í vínfræði og skýrir það meðal annars stöðugt betri vín.“ Þessi Orléans-búi hefur viljað miðla vínunnendum af þekkingu sinni og til þess er hann kominn hingað til lands. Annars vegar bragðskynið. Að það er betra aö smakka vín í dagsbirtu eða við kertaljós heldur en við raflýs- ingu. Að bragðlaukar hvers og eins eru mismunandi og vín get- ur lagað sig eftir þeim. Hitastig, rakastig og veggklæðninga her- bergis skipta máli. Lögun vín- glassins hefur líka mikið að segja og hvort næði er eða háv- aði. ekki að anda að yður útgufun- inni úr tómu glasinu. Það er trú- lega sú lykt sem er marktæk- ust,“ bætir hann við Góður andi meðal þátttakenda vínsmökkunar er líka mikilvægt atriði og gæta verður þess að ekki myndist dragsúgur í her- berginu, því ómögulegt er þá að njóta vínsins," segir „víntækn- irninn". kennir hann á námskeiðum „vin- smökkunartækni“ og fræðslan er í umræðuformi. Hver kynning tekur tvær klukkustundir. Hins vegar eiga nemendur kost á að snæða sameiginlega máltíð og fá leiðbeiningar um samræmi vins og rétta. Fyrir þá, sem lengra eru komnir í fræðunum en vilja bæta við þekkingu sina býður „víntæknifræðingurinn“ upp á fyrirlestraröð um mótunarþætti vínsins. Fyrsti fyrirlesturinn inniheldur almennar upplýs- íngar um vín og lykilatriði vín- smökkunar. Þar munu læri- sveinar nema ýmis dýrmæt at- riði. Til dæmis að litur borðdúks eða litur vinglass hefur geðræn og lífeðlisfræðileg áhrif á Monsieur Rabourdin segir að allir þessir þættir séu jafn mik- ilvægir sökum þess að við borð- um og drekkum einnig með aug- unum. Hann staðfestir þetta með því að setja álpappir á glös þátttakenda og biður síðan um að litur vinsins þekkist af angan einni saman. Fáir eru hæfir til þess. Hvað varðar smökkunina sjálfa segir Monsieur Ribourdin að það gildi að virða vel fyrir sér guðaveigarnar til að skilgreina útlit vínsins og lit þess. Síðan að virkja þefskynið til að finna frumanganina, því næst að hreyfa glasið í greipinni og þannig næst fram síðari ilmur- i inn. „Fyrir alla muni gleymið Víkjum stuttlega að hitastigi vínsins. „Vín undir 6 gráðum gerir drykkju þess ómögulega þar eð tungan „brennist" af kuldanum og við skynjum bragð- ið ekki lengur," staðhæfir J. Rabourdin. „Sex til átta stig hæfa kampavíni og þurrum hvít- vinum. Sæt vín eru veitt frá 12 til 15 gráðu heit, þ.e.a.s. jafnt hita vínkjallarans. Eftir þvf sem vín er sætara því heitara má drekka það, allt að 16 gráðum En um þetta atriði finnst engin algild regla,“ segir hann, „vin er ekki drukkið á sama máta á norðurhveli og við miðbaug. Því meir sem lofthiti hækkar þvi ónauðsynlegra telst að kæla vin ið“. Nauðsynlegt er að vita að bragðefni vínsins eru mjög við- kvæm. Frumbragðefnm eru loftnæm og hverfa fljótt Gömul vín geta búið yfir fleiri en einn) bragðtegund, sem ekki koma « ljós nema við nokkuð háan hita Þetta þykja bestu bragðefnm og það eru þau, sem vinna vinmu álit. Rauðvín verður bragðmeira ef það er opnað tveim timum fyrir notkun. Sé vinið ungt ráðleggur J. Rabourdin að því sé nellt úr flöskunni svo að súrefnið komist betur i snertingu við þaö og til þess að það hitni. Ef vínið er yfir 30 ára gamalt telur hann öetra að drekka það strax án þess að tæma áður flöskuna til þess að raska ekki jafnvægi vinsms Aldrei má þurrka ryk af gamalli flösku svo vínið komist á hreyf ingu og botnfall þyrlist upp " Já, þaö er margs að gæta ef njóta á víns til fullnustu Og svona i lokin er ekki úr vegi að geta nokkurra ábendinga frá J Rabourdin. Gullna reglan kveður á um það, að aldrei megi olanda of mörgum víntegundum saman „Veitið sama vín í fordrykk og með fyrsta rétti. Gestir geta þá fylgst með breytingum vinsins í snertingu við andrúmsloftið, ljós og raka.“ Til þess að njóta víns vill vín- áhugamaður vita fortíð vínsins, uppruna þess og um mismunandi eiginleika. Læra að varðveita það sem best og kunna að veita það með mat, sem dregur fram einkenni þess. J. Rabourdin tek- ur þó fram að í rauninni sé stóra reglan sú, að gera það sem hverj- um og einum þykir ánægjulegt þó svo að virtar séu helstu reglur í þessum efnum. Samantekt HE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.