Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 45 Verðlaunasamkeppni Osta- og smjörsölunnar: Bestu uppskriftirnar ’85 Verðlaunasamkeppni um „bestu uppskriftir ’85“ stendur nú yfir á vegum Osta- og smjörsölunnar. Henni lýkur 15. aprfl. Tilgangur samkeppninnar er að fá neytendur til að setja upp svuntuna, beita hugmyndafluginu og senda hug- myndir sínar um notkun osta og smjörs við matargerð, segir í frétta- tilkynningu frá Osta- og smjörsöl- unni. Keppnisreglur samkeppninnar eru eftirfarandi: — Ostar og/eða smjör þurfa að skipa veglegan sess í uppskrift- unum. — Uppskriftirnar þurfa að falla inn í einhvern af eftirtöldum flokkum: sjávarréttir, bakstur eða eftirréttir. — Uppskriftirnar mega ekki hafa birst áður á prenti eða annars staðar. — Þátttökurétt hefur allt áhuga- fólk um matargerð. — Heimilt að senda fleiri en eina uppskrift en ekki á sama blaði. — Tilgreinið nákvæmlega öll mál. — Tilgreinið einnig fyrir hve marga rétturinn er og hvað hentar að bera fram með hon- um. — Heiti þarf að fylgja hverri upp- skrift. — Nafn höfundar, heimilisfang og sími skal fylgja i lokuðu umslagi merktu heiti upp- skriftar. Uppskriftirnar skal setja í um- slag merkt: „Bestu uppskriftirnar ’85“, Osta- og smjörsalan, Pósthólf 10100,130 Reykjavík. Verðlaunaafhending fer fram í lok maí. Fyrstu verðlaun eru helg- arferð til Kaupmannahafnar fyrir tvo með kvöldverði. Önnur verð- laun eru helgarferð fyrir tvo til Akureyrar eða Reykjavíkur. Þriðju verðlaun eru helgarferð fyrir tvo til Húsavíkur eða Reykjavíkur. BSM Fyrstu verðlaun fyrir „Bestu uppskriftina ’85“ f verðlaunasamkeppni Osta- og smjörsölunnar er helgarferð til Kaupmannahafnar fyrir tvo og viðhafn- arkvöldverður, t.d. á veitingahúsinu Kong Hans, einu þekktasta veitingahúsi borgarinnar. Listmunir frá Glit hf. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu Glit hf. segir að fyrirtækið hafi í til- efni fermingarhátíðar 1985 hannað úrval listmuna til fermingagjafa. Hér er um að ræða all nýstárlega gripi eins konar popplist. „Þetta eru háglansandi nútíma keramikmunir skreyttir í poppstfl með glansandi tónum,” segir í fréttinni. Þá er i tilefni þessa hátíðar nýr myndskreyttur lampi frá Glit. Myndefnið er sótti í kvæði Jónas- ar Hallgrímssonar Ferðalok. „Greiddi þér lokka við Galt- ará...“. Nú eru 140 ár liðin frá andláti skáldsins. f tilkynningunni segir ennfrem- ur að mikil gróska ríki nú í hönn- un og vöruþróun hjá Glit. Mark- aðshlutdeild fyrirtækisins hefur aukist að undanförnu á sama tíma og fleiri og fleiri innflytjendur séu að bjóða vörur sínar á hinum ís- lenska markaði. Lýsa yfír trausti á endurskoðendum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi til birtingar: Vinsamlegast birtið i blaði yðar eftirfarandi samþykkt sem gerð var á fundi hreppsnefndar Vatnsleysu- strandarhrepps þann 21. mars sl. Samþykkt þessi er tilkomin vegna fréttar sem birt var í blaði yðar þann 20. mars sl. og fjallaði um til- löguflutning heimaendurskoðenda hreppsins á almennum borgara- fundi, sem haldinn var þann 16. mars sl. i Glaðheimum, Vogum. Samþykktin er svohjóðandi: „Varðandi tillögu þá, sem heima- endurskoðendur lögðu fram á borg- arafundi i Glaðheimum, Vogum, 16. mars 1985, þess efnis að segja upp löggildum endurskoðendum Vatns- leysustrandarhrepps, vill hrepps- nefnd taka fram, að fullnægjandi skýringar eru á öllum þeim atriðum sem rakin eru i tillögunni og heima- endurskoðendur hafa þegar fallist á. Hreppsnefnd harmar framkomna tillögu og lýsir yfir að löggiltir endurskoðendur hreppsins hafa fullt traust hreppsnefndar og munu þar af leiðandi starfa áfram fyrir sveit- arfélagið." .^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Garösra urskaunn -skemnntileg framlenging á stofunm. Blómum sMerfloro WÍÓaweTÖld MBggottún/al vonauKaTpalma, stofutriáa og gafðros& Þessar plöntur hente vel í gróðurskála, garðstofur og garðgróðurhús. Ufte Baislev Ikynnir „Trópiskar plöntur og meoterð þeirra. Þær henta l vel í garðstofu. Lára Jónsdóttir verður til skrafs og ráðagerða um 1 lauka, garðrósir og aðra raektun í gróðurskála og garðgróðurhús. 255--— Uémmm .rhi'iQinn við SiQtún: Símar 36770-686340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.