Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 baerilegt. Eins fannst mér sú til- finning hvimleið, sem sótti að mér > hvert sinn sem verkefni var lok- ið. Þá var einna líkast því, að mað- ur hefði borið vatn i hripum eða skrifað í sand. Auðvitað má kalla það eigingirni, en mér varð oft hugsað til þess, að málarinn, sem hafði málað góða mynd, þurfti ekki að óttast að hún væri unnin fyrir hverfula stund, heldur gæti vakið margvíslegar kenndir um •anga framtíð, leitt menn til auk- ins skilnings og þroska, veitt gleði og unað. Úr leikhósi í langskólanám Þann 28. janúar 1966 ákvað ég að hætta í leikhúsinu og hóf menntaskólanám utan skóla tveim dögum síðar. Eigi að síður lék ég út leikárið, því ég var þar á samn- ingi. — Einhvern tíma heyrði ég, Jó- hann, að þú værir lærður loft- skeytamaður. — Jú, það er rétt. Meðan ég var í Leiklistarskólan- um vann ég á radíóverkstæði Landsímans. Þá komst ég að því, að Loftskeytaskólann væri hægt völlur flækjunnar hefur ekki verið þekktur. Og þetU plöntukerfi er í mjög örri þróun og þreifar víða fyrir sér. Ég hef reynt að leiða í ljós, hvernig þessari þróun hefur verið háttað hér í Norðvestur- Evrópu og þa fyrst og fremst hér á landi og í Skandinaviu. Því verður ekki neitað, að ekki er auðvelt að vinna að þessu hér, vegna þess, að grasasöfn og fræðileg bókasöfn vantar. Hins vegar er ísland skemmtilegt rannsóknarsvæði vegna einangrunarinnar. Því má bæta við, að blásveifgras er eitt af algengustu grösum hér. En nú er ég sem sagt að búa doktorsritgerð- ina undir prentun og vonast til að geta skilað henni til prentunar i sumar. Allt tekur sinn tíma og því býst ég ekki við að fá tækifæri til þess að verja hana fyrr en á næsta ári og það mun ég gera í Uppsöl- um. — Nyrsti grasgarður í heimi Víkjum nú nánar að grasgarðin- um á Akureyri. Hvenær varð hann hluti af Lystigarðinum? raunastöð en grasgarður. — Mér kemur til hugar, Jóhann, af því að nú er dymbilvika skammt undan, að spyrja þig, hvort gras- garðurinn Getsemane hafi átt eitthvað sammerkt með þeim grasgörðum, sem við tölum um. — Nei, vart kemur til greina, að það sé annað en nafnið, sem við notum hér. Hins vegar tengjast grasgarðar kirkjunni öðrum stofnunum fremur. Þeir þróuðust framan af í skjóli klaustranna. Ekki er ólíklegt, að svo hafi verið að einhverju leyti hér á landi fyrr á öldum. Talið er líklegt að villi- laukurinn, sem finnst á Breiða- fjarðareyjum, i Bæ í Borgarfirði og nálægt Bessastöðum, sé kom- inn úr görðum íslenskra munka. Vísindalegir gasgarðar í Evrópu komu í kjölfar landafundanna. Þá varð nokkurs konar sprenging, sem leiddi til hraðstígra framfara á þessu sviði sem ýmsum öðrum. I Hollandi hófst framleiðsla skrautjurða, sem ósjaldan leiddi til öfgakenndrar samkeppni, sbr. túlípanastríðið. Fyrsti Islending- urinn, sem virðist hafa haft áhuga á stofnun grasgarðs, var Bjarni Pálsson, sem vildi koma upp garði Höfðu þau þá um nokkurt skeið safnað plöntum, sem þau ræktuðu í landi sínu í Grafningi. — Alþjóðleg samskipti Hvað eru nú margar plöntur í grasgarðinum á Akureyri? — Þær eru á milli þrjú og fjögur þúsund. íslenskar plöntur þar eru hátt á fjórða hundrað. Nú er ráð- gert að endurskipuleggja hinn is- lenska hluta garðsins á næsta sumri, því það hefur farið illa um sumar plönturnar. M.a. þarf að gera betri aðstöðu fyrir votlend- isplöntur. Nota skólar sér garðinn við náttúruf ræðikennslu ? — Nei, það er fremur erfitt vegna tímans. Nemendur eru önnum kafnir við próf fram á vor og síðan hefjast sumarleyfi. Hins vegar mætti hæglega nota garðinn við kennslu á haustin, en því mið- ur hefur það lítið verið gert. — Við víkjum nú nánar að störfum Jó- hanns. — Eigi ég að telja eitthvað upp, þá leita ég að nýjum plöntum fyrir landið og kanna lifsskilyrði þeirra hér. Samskipti og samvinna við norræna gen-bankann eru 73 Salarkynni Gertrud Thyrrestrup Sú ákvörðun hefur nú verið tek- in að flytja gömlu Eyrarlandsstof- una í Lystigarðinn eða nær hinu gamla bæjarstæði Stóra-Eyrar- iands. Hún er 140 ára gamalt hús, sem stendur fast við sjúkrahúsið, en hún var síöast aðalskrifstofa þeirrar stofnunar. Ekki þarf að flytja hana nema um tvær hús- iengdir til norðurs, svo að hún sé komin inn i garðinn. Þetta mun bæta úr brýnni þörf, því hér er engin viðunandi aðstaða fyrir starfsfólk garðsins. í húsinu yrði þá skrifstofa, rými til pressunar jurta, bókasafn og spjaldskrá. Garðyrkjufélagið fengi aðstöðu til kennslufunda um grasafræði og garðyrkju. Þá yrði hér að sjálf- sögðu kaffistofa starfsfólks. Það vinnst tvennt með þessari ráðstöf- un. Annars vegar fáum við hent- ugt húsnæði fyrir starfsemi okkar með litlum kostnaði, því þetta gamla hús er ótrúlega vel farið, og þá verður hægt að varðveita sögu- legar minjar, síðustu leifar þess fornfræga höfuðbóls, Stóra-Eyr- arlands. Þorsteinn Gunnarsson Gamla Eyrarlandsstofan að taka á skömmum tíma. Lauk ég honum vorið 1959, eftir tvo vetur. Ég hafði mjög gott af þessu námi, því það sannfærði mig um það, að ég ætti tiltölulega létt með nám og varð mér síðar hvatning, þegar ég tók hina örlagaríku ákvörðun að setjast á skólabekk til undirbún- >ngs háskólanámi. Eftir loft- skeytanámið var ég í afleysingum nokkur sumur, svo ég kynntist þá sjómennskunni og hafði gott af því. En ef við víkjum aftur að menntaskólanáminu, þá gekk það með ágætum. Ég var utanskóla nema síðasta veturinn og útskrif- aðist stúdent úr stærðfræðideild vorið 1959. Um haustið innritaðist ég í líffræði í Háskóla Islands. Á 3»mrin fór ég að vinna hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins við tilraunaræktun. í seinni hluta líf- •raeðinámsins valdi ég síðan alla kennsluþætti, sem lutu að grasa- fræði. Að því búnu fór ég í janúar •973 til Uppsala í Svíþjóð í grasa- fræðinám og var þar til haustsins 1979. Hafði þá lokið kandidats- þrófi og vann að doktorsritgerð. Átti ég nokkra kafla óskrifaða þegar ég hlaut stöðu við Lysti- (tarðinn vorið 1978. Ég fékk þá •eyfi frá störfum vegna ritgerðar- innar og kom því ekki til Akureyr- ar fyrr en vorið 1979. Hefi ég ósjaldan haft orð á því, að ég hafi þá komið með kuldakastið með >nér, sem síðan stóð í fimm ár. Það hljómar sennilega undarlega, þeg- ar ég held því fram, að jæssi harð- indi hafi haft nokkuð til síns ágætis. En þau auðvelduðu rann- sóknir á því, hvaða innfluttar plöntutegundir kæmu til með að standa sig við erfiðustu skilyrði hér á norðurslóð. — Ég spyr Jó- hann nánar um doktorsritgerð hans. — Hún fjallar um blásveifgras og kjarrsveifgras og þróunarferil þeirra. Þessar jurtir heyra til stórri og flókinni tegund. Grund- — Til hans var formlega stofnað árið 1956. Jón Rögnvaldsson þá- verandi forstöðumaður Lysti- garðsins átti allan heiður af því. I Hann og Kristján bróðir hans j höfðu þá um alllangt skeið ræktað grasgarð á föðurleifð sinni í Fífil- j gerði í Öngulstaðahreppi. Hafði þetta framtak vakið athygli ! áhugamanna um grasafræði og garðrækt. Því var það, að Fegrun- arfélag Akureyrar ákvað að kaupa plöntusafn Jóns og var það þá flutt í Lystigarðinn. Brátt gat garðurinn sér frægðar erlendis, ekki síst fyrir það að vera nyrsti grasgarður í heimi. Síðan hafa verið stofnsettir tveir slíkir garð- ar nokkru norðar. Annar er í Tromse í Norður-Noregi, en hann mun nú því miður i nokkurri lægð. Hinn er í Kirovsk á Kolaskaga og verður hann fremur talinn til- á Nesi við Seltjörn og hafði þá lækningar í huga. Orðið grasgarð- ur um slíka tilraunagarða, sem hér eru til umræðu, þykir mér ágætt, en ekki veit ég hver réð vali þess. íslensk náttúrufræði hefur verið svo lánsöm að eiga ýmsa málsnjalla menn. T.d. var Stefán Stefánsson skólameistari og grasafræðingur einstakur smekk- maður á íslenskt mál og það var mikil gæfa að jafn mikill íslensku- maður skyldi leggja grundvöllinn að vísindalegum grasafræðirann- sóknum hér á landi. — Ekki er þetta eini grasgarður- inn hér á landi? — Nei, nokkrum árum eftir að Jón Rögnvaldsson skipulagði garðinn hér á Akureyri, þá gáfu hjónin Katrín Viðar og Jón Sigurðsson skólastjóri stofn að grasgarði í Reykjavík, sem komið var fyrir í Laugardalnum. mikil. Þá eru alþjóðleg samskipti grasgarða víðtæk. Þeir skiptast á fræjum, ýmist úr görðunum sjálf- um eða fræjum villtra plantna. Þess vegna gefur garðurinn út frælista á hverju hausti. Skiptin milli landa eru víðtæk og það er j athyglisvert, að þau eiga sér stað á j milli ríkja, sem alls ekki hafa diplómatískt samband sin á milli eins og Sovétríkin og ísrael. Við fáum fræ frá löndum, sem eru lok- uð af pólitískum ástæðum. En yf- irleitt leitum við þangað, sem jarðvegs- og veðurskilyrði eru lík og hér hjá okkur, þ.e.a.s. til há- fjallalanda bæði á norður- og suð- urhveli. Yfirleitt eru þessi við- skipti fremur ópersónuleg, en fyrir kemur að kveðjur berast. Hingað koma ótrúlega margir er- lendir gestir og ýmsir þeirra halda sambandi við okkur. arkitekt og leikari hefur unnið að undirbúningi þessa þarfa verks. Ætlunin er að færa ytra útlit hússins til upphaflegs vegar. Því verður járnklæðningin fjarlægð. Ekki er vitað enn, hvort timbur- klæðningin er reisifjöl eða lista- súð, en allt bendir til að hún sé fúalítil. Að innan verður húsið þannig úr garði gert, að það þjóni sem best þeirri starfsemi, sem þar mun fara fram. Saga þessa gamla húss er fjölskrúðug, enda er það byggt að mig minnir árið 1845. Þar bjuggu fyrst Magnús Stef- ánsson amtmanns Thorarensen og Gertrud kona hans fædd Thyrr- estrup. Magnús dó skömmu síðar, en frú Gertrud var hin glaða ekkja, sem efndi til frægra boða i Eyrarlandsstofu með kampavini og dillandi tónlist. Þangað komu yfirmenn af dönskum herskipum og höndlarar til fagnaðar, sem oft urðu skikkanlegum borgurum til hneykslunar. Saga Geirþrúðar þessarar er raunar forvitnileg og gæti orðið efni í skáldsögu eða leikrit. Meðal annarra, sem hér áttu heima, var Skúli Skúlason hinn oddhagi, sem Valgarður Stef- ánsson hefur ritað um skáldverk. Ég er mjög ánægður yfir því, að fá þetta sögufræga hús inn fyrir vallargarðinn. — Lífsfyiling Það líður á daginn og okkur Jó- hanni verður skrafdrjúgt um fjöl- þætt áhugamál hans, bæði á sviði vísinda og lista. Nú fer vor í hönd og Jóhann kveðst horfa fram á veg með eftirvæntingu. — Það er eins og að koma heim úr löngu og ströngu ferðalagi, þegar garður- inn lifnar við og jurtirnar fara að teygja sig upp úr moldinni. Ósjálfrátt fer ég þá að tala við þær; segi kannski: „Nei, ert þú þarna, og þú, já, ert þú enn á þín- um stað.“ Þessi tími er dásamleg- ur og veitir ómælda lífsfyllingu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.