Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Hungurvofan útlæg frá Afríku á einum áratug? Washington, 21. m»rs. AP. í AFRÍKU er hafín „gr*n bylting“ og eru miklar vonir bundnar við, að hún geti gert hungurvofuna út- læga í álfunni á einum áratug. Var þetta í gsr haft eftir háttsettum embsttismanni í stjórn Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta. Peter McPherson, forstöðu- rmaður bandarísku þróunar- stofnunarinnar, sagði að jurtirn- ar, sem nú væri farið að nota í Afríku, væru um margt frá- brugðnar hveitinu og hrís- grjónunum, sem á tiltölulega skömmum tima hefðu gert Ind- verja að útflytjendum matvæla og Bangladesh-búa næstum því sjálfum sér næga. Kom þetta fram í ræðu, sem McPherson flutti á alþjóðlegri ráðstefnu um þróunarmál, en þar nefndi hann einnig sem dæmi að eftir þriggja ára þurrkatima væri ú búist við að smábændur í Zimbabwe skil- uðu á markað 100.000 tonnum af maís. „Smábændur í Zimbabwe skera nú upp fjórum sinnum meira maískorn en þeir áður gerðu og eru ýmsar ástæður fyrir þessum framförum," sagði McPherson. „Betri og meiri áburður, skynsamleg og hvetj- andi verðlagning, betri stjórn á lána- og markaðsmálum og öfl- ugri bændasamtök. Fyrst og fremst er þó um að ræða árang- ur 33 ára þrotlauss rannsókn- arstarfs, sem kallað hefur fram kynbætt afbrigði af ýmsum korntegundum." McPherson benti einnig á þann árangur, sem orðið hefði í tilraunum með dúrru, mjög mik- ilvæga korntegund í Afríku, og sagði, að nýja afbrigðið gæti tvö- faldað uppskeruna í Súdan. Þá væri komið fram afbrigði af hvítum maís, sem yki uppsker- una nífalt, og í Mósambík, Zambíu og Zimbabwe væri farið að rækta jarðhnetur, manjok- runna og kúabaunir, sem gæfu miklu meiri arð en áður fékkst af þeim. McPherson sagði, að „græna byltingin" hefði tekið rúma tvo áratugi í Asíu og Suður-Amer- íku og búast mætti við, að hún tæki a.m.k. tíu ár í Afríku ef all- ir legðust á eitt. Sagði hann, að e.t.v. tækist ekki að metta alla munna að þessum tima liðnum en hungurdauðanum ætti þó að vera bægt frá. Að lokum hvatti hann Bandaríkjamenn og aðrar velmegandi þjóðir til að stór- auka aðstoðina við Afríkuþjóð- irnar. CONDOR 65 65 Cítror Þyng<b 2.200 gr. Verð: 3.740.- SERVERSLUN FYRIR FJALLA- OG FERÐAMENN. SNORRABRAUT 58 SÍMI 12045 Rekin af 0") Hjálparsveit Skáta Reykjavík FEMUND HollofiljyUmg +25°C - -í- 8°C tyngé 1.800 <jr. Verð: 3.330.- IGLOO Hottofií fyUing + 25°C - + 15°C Þynað 1.900 gr. Vxð: 3.860.- ATLANTIS QuattofU. jytíintf + 25°C - + 5V Þyngd: 1.350 gr. Verð: 4.370.- LYNX 3 62 títrai Þyngdá 1.210 gr. Verð: 2.170.- JAGUAR 33 56 Cítrar Þyngd: 1.550 gr. Verð: 2.830,- Blóma- og húsgagnaverzl- un opnar við Hringbraut VERZLUNIN Búðarkot flutti fremur hefur verzlunin sér- starfsemi sína nýlega að hæft sig í sölu franskra grind- Hringbraut 119, Reykjavík. arrúma. Við flutninginn hafa Verzlunin hefur haft til sölu nú bætzt við afskorin blóm. gömul „afsýrð" furuhúsgögn Eigandi verzlunarinnar er og önnur gömul húsgögn, svo- Jónas Ottósson og er hann á kölluð „antik“-húsgögn. Enn- meðfylgjandi mynd. Eskifjörður: Góður afli tog- ara og netabáta Eskifirði, 22. mars. AFBRAGÐS afíi hefur verið hér und- anfarið, bæði hjá togurum og neta- bátum. Hólmatindur landaði 130 lest- um í gsr, mest þorski, og Hólmanes er að landa 80 tonnum og hafði áður landað 50 eftir stutta veiðiferð. Netabátunum hefur gengið mjög vel og mun betur en undanfarin ár. Sæljón er nú að landa 45 lestum og hefur það þá fengið 350 lestir á vertiðinni og á þá um 90 lestir eftir af þorskkvóta sínum og það verður sjálfsagt ekki langt þar til hann klárast, ef svo heldur fram sem verið hefur. Loðnubræðslu er ekki lokið enn og mun töluvert óbrætt. Veldur þar mestu að stöðva þurfti bræðsluna í verkfallinu, vegna þess að birgðir höfðu verið eitraðar til lengri geymslu og mátti ekki hefja vinnslu fyrr en eftir ákveðinn tíma, en ekkert barst að í verkfallinu sem vænst hafði verið. Þá hafa línubátar fengið ágætis steinbítsafla, eða allt að 3—4 tonn- um á tólf lfnur i lögn. — Ævar. Kirkjukvöld í Laugarneskirkju ÞRIÐJUDAGINN 26. mars verður kirkjukvöld í Laugarneskirkju, en þad hefst kl. 20.30. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. Kórinn mun flytja verk eftir Joh. S. Bach. Einnig mun Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar flytja stutt erindi um Bach, en á þessu ári er einmitt haldið hátíðlegt 300 ára afmæli hans. Laugarneskirkja vill með þess- um hætti taka þátt í hinum fjöl- þættu hátíðarhöldum á Bach-ári og heiðra minningu hins mikla meistara kirkjutónlistarinnar. Kirkjukvöld í föstu er orðin ár- viss hátíð i Laugarneskirkju og hvet ég safnaðarfólk og aðra sem njóta vilja að fjölmenna til hátíð- arinnar. Fátt hæfir föstunni betur en samkoma sem þessi, þar sem okkur gefst næði til að hlýða á það besta sem vðl er á úr bókmenntum tónlistarinnar og íhuga tóna föst- unnar úr Heilagri ritningu. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.