Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 „Við förum inn og út úr fangelsi eins og þið farið í sturtu“ — eftir herra Pétur Sigurgeirsson biskup Réttleysi 73% íbúa Suður- Afríku líkist einna mest þræla- haldi fyrri alda. „Við förum inn og út úr fang- elsi eins og þið farið í sturtu" — sagði blökkumaðurinn Desmond Tutu nýorðinn biskup í Jóhann- esarborg, er hann ávarpaði þing Alkirkjuráðsins í Vancouver 1983. Þannig lýsti hann því ógn- arástandi, sem blökkumenn í Suður-Afríku eiga við að búa, en þeir eru yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar. { tvö ár hafði Desmond Tutu verið meinað um ferðafrelsi frá Suður-Afríku vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnu (apartheidj Suður-Afríku- stjórnar. Á síðustu stundu fékk hann þó leyfi til að fara á þingið í Vancouver. Koma hans þangað vakti mikla athygli. Mér gafst tækifæri til þess að kynnast þessum skelegga bar- áttumanni fyrir réttindum blökkumanna. Hann er 53 ára gamall og hefir lengi verið framkvæmdastjóri Afríska samkirkjuráðsins. (South Afric- an Council of Churches). Við frásögn hans af illri meðferð á blökkumönnum setti mann hljóðan. Blökkumennirnir hafa ekki kosningarétt en eru þó 73% þjóðarinnar. Þeir fá ekki ókeypis menntun, en það eru að- eins forréttindi hinna hvítu. Þeir eru notaðir sem „færanlegt vinnuafl", meðan heilsa og kraftar leyfa. Þeim er nauðug- um viljugum safnað saman í sérstök hverfi, þar sem þeir eru aðskildir frá öðrum kynflokk- um. Apartheid-stefna stjórnvalda hefir einnig náð inn í raðir kirkjudeilda, eins og fram kom á kirkjuþingi lútherska heims- sambandsins í Budapest í sumar. Þannig hefir það það komið fyrir, að prestur neiti að skíra barn af því að það er þel- dökkt. Gegn apartheid-stefn- unni hafa kirkjusamtökin tekið skýra afstöðu, enda ekki hægt að tala um kirkjueiningu, á meðan viss hópur kristinna manna er útilokaður úr samfé- lagi kristinna vegna kynþáttar síns. Það er víðsfjarri kristnum skilningi á mannréttindum að barni sé neitað um skírn vegna þess, að það er svart. Vandamál, sem ekki er óáþekkt því, sem er í Suður- Afríku, kom upp á dögum post- ulanna, eins og skýrt er frá í Postulasögunni. Postulunum tókst að leysa það til gæfu og gengis fyrir kristni í heiminum æ síðan. í fyrstu áttu eigi aðrir en gyðingar að fá að skírast til kristinnar trúar. Þá komust menn reyndar að þeirri stað- reynd, að allir menn væru skap- aðir í Guðs mynd, og menn væru Guði jafn kærir, hver sem hörundslitur þeirra væri. Þetta orðaði Pétur postuli á þessa leið: „Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.“ (Post. 10: 34,35.) Það hefir verið bent á, að Desmond Tutu biskup og séra Martin Luther King eru um margt líkir í réttindabaráttu blökkumanna. Báðir hafa þeir neitað að beita valdi í réttinda- baráttu sinni. Séra Luther King kom án valdbeitingar með sigur af hólmi í frelsisbaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum, þó að hann yrði sjálfur að líða píslarvætti. Báðir hafa þeir fengið friðarverðlaun Nóbels. Séra Luther King fékk þau að sér látnum. í samtali við Tutu biskup vakti það sérstaka athygli mína, hve hann er laus við hat- ur og óvildarhug í garð hinna hvítu sem ofsækja blökku- mennina í Suður-Afríku. Tutu varð mér opinberun þess, sem Jesús segir í Fjallræðunni: „Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.“ Hin þýða og bjarta rödd Tutus bar vott um, að orð hans komu frá hjartanu. „Vér hinir svörtu erum mjög Pétur Sigurgeirsson „Viö frásögn hans af illri meðferð á blökku- mönnum setti mann hljóðan. Blökkumenn- irnir hafa ekki kosn- ingarétt en eru þó 73 % þjóðarinnar. Þeir fá ekki ókeypis menntun, en það eru aðeins for- réttindi hinna hvítu. Þeir eru notaðir sem „færanlegt“ vinnuafl, meðan heilsa og kraftar leyfi. Þeim er nauðug- um viljugum safnað saman í sérstök hverfi, þar sem þeir eru að- skildir frá öðrum kyn- flokkum.“ þolinmóðir og friðelskandi. Vér getum ekki búist við því, að þér verðið við óskum okkar í einu stóru skrefi, þar sem þér mund- uð þá missa fylgi kjósenda yðar. Gefið oss aðeins umtalsvert merki þess, að meining sé á bak við meiningar um friðsamlegar breytingar til batnaðar á ástandinu í Suður-Afríku." Tutu átti til dæmis við það, að hætt yrði að líta á blökkumenn sem þriðja flokks borgara, að forsvarsmenn þeirra, frjálsir í fangelsi og útlegð fengju að koma saman til þess að ráða fram úr vandamálum sínum. Tutu hefir margoft sagt: „Við viljum ekki ofbeldi, dauða eða eyðileggingu, heldur kjósum við frið, réttlæti og skipulag." Bisk- upinn réttir fram hönd sína hinum hvítu til sáttargerðar. „En,“ segir hann, „þú getur ekki ' átt sáttarorð við þann, sem keyrir þig í jörðu niður með hershöndum. Maður verður að fá að standa uppréttur á eigin fótum til þess að geta átt aðild að sáttargerð." Hinn kristni heimur vill styðja við bakið á Desmond Tutu og öðrum, sem vinna að hinum sjálfsögðu mannréttind- um blökkumanna í Suður-Afr- íku. Hreyfing er meðal margra þjóða til þess að svo megi verða. Það er fleira, sem hrjáir mann- kyn en kjarnorkusprengjan, þó að ógn hennar sé afhjúpun á stærstu synd mannsins gegn öllu lífríki jarðar. Um þessar mundir eru merki- legir hlutir að gerast til hjálpar í leitinni að réttlæti Guðs fyrir hinn svarta kynstofn syðst á jarðarkringlunni. Frá Norður- löndum er meiningin að rétta þangað hjálparhönd yfir hnött- inn endilangan. Á æskulýðsdaginn 3. mars vitnaði ég til orða Páls postula: „Lát engan líta smáum augum á Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSI um aukningu þjóðartekna: Aðalorsök þensla innanlands auknar erlendar VILHJÁLMUR EGILSSON hagfræðingur Vinnuveitendasambands ís- lands telur útskýringar Þjóðhagsstofnunar á aukinni þjóðarframleiðslu á liðnu ári vera villandi. Segir Vilhjálmur að ekki sé hægt nema að mjög litlu leyti að rekja aukna þjóðarframleiðslu til aukins útflutnings, og telur að helsta orsökin sé þensla innanlands sem hafi skapast vegna aukinnar erlendrar lántöku. Segir Vilhjálmur því að þessar nýju upplýs- ingar um þjóðarskútuna séu ekki þess eðlis að þær gefi fyrirheit um aukið svigrúm í samningaviðræðum vinnuveitenda og launþega. „Ég held að það verði að skoða þetta dæmi með hliðsjón af þjóð- hagsáætlun fyrir árið 1984,“ segir Vilhjálmur. „í henni kemur fram „Það er reyndar ekki fyrr en þessar upplýsingar koma fram sem Ijóst er að það hefur orðið lítilsháttar aukning á þjóðar- að þorskveiði á árinu er áætluð 300 til 320 þúsund tonn. Þar kem- ur jafnframt fram að annar botn- fiskafli er áætlaður 320 þúsund framleiðslu, því framan af árinu í fyrra var talið að um samdrátt yrði að ræða,“ sagði Björn og bætti því við að þessi aukning nú tonn. 1 áætluninni er gert ráö fyrir að loðnuveiðin verði um 400 þúsund tonn, en annar afli svipað- ur og árið 1983. Á þessum forsend- um og reyndar mörgum öðrum einnig er gert ráð fyrir að þjóðar- framleiðslan eigi að dragast sam- an um 2,4%. Nú gerist það hins vegar, samkvæmt þessum nýju tölum, að þjóðarframleiðslan eykst um 2,7%. Nú er það þannig að útflutningsframleiðslan hefur hvergi nærri aukist svo mikið frá kæmi reyndar í kjölfar á margra ára samdrætti sem leikiö hefði þjóðarbúið býsna grátt. Björn sagði jafnframt: „Það má benda á að sjávarafli hefur glæðst geysilega á síðustu mánuðum og síðustu vikum, og vonandi verður áframhald á því svo okkur skili enn lengra fram á þessu ári í því að ná okkur upp úr þeirri lægð sem okkar efnahagsstig hefur ver- ið í.“ því sem talað var um í þjóðhags- áætluninni, til þess að skýra þenn- an liðlega 5% mun. Sé allt tínt til getur útflutningsframleiðslan ekki skýrt nema í mesta lagi 1,5% af þessum mun, eftir því sem mér sýnist af lauslegri athugun. Það er því rangt að segja að aðalskýring- in á þessari sveiflu sé aukning á útflutningsframleiðslu," sagði Vilhjálmur. Aðspurður um hvað skýrði þá þennan mun að hans mati, sagöi Björn Björnsson Dr. Vilhjálmur Kgilsson Vilhjálmur: „Þarna koma jafn- framt aðrir hlutir til, svo sem það að atvinnulífið í landinu getur hafa staðið sig betur en gert var ráð fyrir, vegna þess að verðbólg- an lækkaði. Án efa er þó stærsta skýringin á þessu stefnubreyting stjórnvalda. I þjóðhagsáætlun var gert ráð fyrir því að utanríkis- viðskipti yrðu hallalaus, en út- koman er 6% viðskiptahalli. Ég tel því að þenslan sem orðið hefur hér innanlands af völdum við- skiptahallans, af völdum þessarar gífurlegu erlendu skuldasöfnunar á síðastliðnu ári, sé meginskýring- in á þessari aukningu." Vilhjálmur var spurður hvort hann væri þá þeirrar skoðunar að ekkert svigrúm skapaðist í næstu kjarasamningum, þrátt fyrir auknar þjóðartekjur: „Ef menn eru tilbúnir til að búa til svona þenslu innanlands, með erlendum lánum, og borga sjálfum sér kaup með erlendum lánum, þá er auð- vitað hægt að hækka kaupið, en öðruvísi ekki,“ sagði Vilhjálmur. Björn Bjömsson, hagfræðingur ASI: Svigrúmið á að nota til að bæta kjör launafólks „ÞAD KR AUÐVITAÐ afskaplega ánægjulegt að þjóðarframleiðsla skuli hafa aukist lítillega á síðasta ári og því hljótum við auðvitað að fagna. Kg held að það sé alveg nauðsynlegt að það svigrúm sem fæst með aukinni framleiðslu verði notað til þess að bæta kjör almenns launafólks í landinu," sagði Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ, er Morgunblaðið spurði hann hvort þeir hjá Alþýðusambandinu litu þannig á að nýjar upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun um þjóðarframleiðslu liðins árs breyttu einhverju varðandi kröfur launþegasamtakanna í næstu samningalotu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.