Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 bjargi, lyftir því á hlóðir og segir: „Farðu nú heim og skilaðu kærri kveðju til Björns og þeim orðum mínum: að nú sé ketillinn settur á hlóðirnar, en ég ætli honum að lyfta honum og taka hann ofan. “ Síðan kvaddi hann manninn og hvarf til fjalla. Maðurinn reið heim og skilaði orðsendingunni. Björn roðnaði við, hljóp á bak hesti þeim, er Grímur reið, og reið með fylgdarmanni inn að Harðbak, tók að fást við steininn eftir gefnum reglum, en varð að hætta við, stundi við og sagði: „Já, þetta grunaði mig, að Grím- ur myndi ekki þurfa að detta," og reið svo heim. Sagt er, að steinn- inn standi þar á hlóðunum enn þann dag í dag, og er hann minn- ismerki sögunnar. Vegna huld- unnar hugðu menn Grím verið hafa fjallabúa; og hennar vegna kölluðu þeir hann Huldu-Grím. En aldrei varð hans þar framar vart, svo getið sé. íslenzk fyndni Tímaritið íslenzk fyndni er tví- mælalaust stærsta brandarasafn sem íslendingar eiga, en I»að kom út í heftum á árunum 1933 og allt fram til 1960, og birtust þar firnin öll af kýmnisögum. I»að var Gunn- ar Sigurðsson frá Selalæk sem við- aði að sér öllum þessum sögum og skráði — hann var ötull við að Hnna hið skoplega við samtíð sína og hlífði hvorki mönnum né mál- efnum ef því var að skipta. Hér birtast nokkrar skrítlur úr hinu mikla safni hans. Steinbítsþvottur Togaraháseti var að skola steinbít, sem átti að setja í ís. Hann var óvanur og fórst það óhönduglega. Skipstjóranum þótti hann hroðvirkur og sagði: „Geturðu ekki draugast við að skola steinbítinn betur?" „Á ég kannske að bursta í hon- um tennurnar líka?“svaraði þá hásetinn. um. Pétur bóndi hlóð þar tópt í þorpinu, og fékk gest til að hlaða annan hliðarvegginn. Var hann búinn um kvöldið, og þótti fagur að sjá. Að morgni lá hann í tópt- inni. Gestur varð hvimsa; en bóndi kvað þá reynast svo flæk- ingana. Gestur kvaðst skyldi hlaða hann svo, að hann stæði. Hóf hann svo verkið og lauk að kveldi; en hafði fært út um hálfa alin, og kvaðst skyldi nú ábyrgj- ast, að veggurinn stæði lengi. ! Umsjón: Bragi Óskarsson manna maki, er hann vildi sýna það. Hann var afardulur og óyf- irlátssamur, og hafði einatt síða höttinn. Var mörgum getum leitt um hann. Hugðu flestir hann sek- an og margir útilegumann. Leið nú svo, unz fyrsti sumardagur kom. Þá þakkar Grímur vistina og spyr, hverju hann skuli launa hana. „Þú skalt glíma við mig,“ segir sýslumaður, „og skulu það vistarlaunin. Muntu vera bæði sterkur maður og glíminn, eftir vexti að dæma og hreyfingum.” „Vanfær er ég til þess,“ svarar Grímur, „en þó skal það í yðar valdi.“ „Ég mun nú verða að ráða“, segir Björn, „og skalt þú ekki við mig hlífast." Þeir ganga nú út og taka að glíma. Finnur Björn, að grunur hans um Grím er réttur. Sækjast þeir nú lengi og verður eigi á milli séð, hver muni drýgri verða. Sækir Björn meira. En Grímur leikur úr brögðum og verst. Finnst Birni, sem hann dragi af sér. Varla þóttist Björn hafa hitt fyrir slíkan mann áður. Hamast hann nú, og fer þá svo, að Grímur hraut á annað hné og þó, sem með vilja væri. Spratt hann á fætur og mælti: „Þá er úti glíman, eða er nú goldin vistin?" „Svo mun það heita verða," sagði Björn. „En ekki þurftirðu að látast detta.“ „Eigi mátti við því sjá,“ sagði Grímur. „En góð var vistin og vildi ég hana vel launa; enda munu nú leiðir skilja, og hafið þökk fyrir veruna.“ Síðan býst Grímur. Björn fær honum hest til reiðar og fylgd- armann. Skildu þeir Björn vel. Þeir Grímur riðu nú inn Bustar- fellsdal, og allt inn að svokölluð- um Harðbak. Þar hleypur Grím- ur af baki, hnykkir upp jarðföstu Útilegumenn í byggð Sagnir af útilegumönnum hafa eflaust þótt hið æsilegasta skemmtiefni í gamla daga. Þar sem fólkið var saman komið í þröngum baðstofukytrum í rökkrinu hafa úti- legumannasögurnar sjálfsagt þótt jafn krassandi og „vestrar" og Dallasþættir í sjónvarpinu nú. Og kannski ennþá meira spennandi — Því var nefnilega trúað að útilegu- menn væru til í raun og veru. Illt var að komast í kast við þá — flest- ir sagðir illmenni og furtar, sam- viskulausir morðingjar og sauða- þjófar sem einskis svifust en ein- staka er þó lýst sem góðum mönnum og gegnum. Frelsið í óbyggðunum heillaði öðrum þræði og hin hörkulega lífsbarátta útlag- ans. Því bregður líka oft fyrir að útilegumenn séu taldir ofurmann- legir: þeir voru sagði rammgöldrótt- ir, gæddir ýmsum dulargáfum, af- burðamenn í glímu og handahlaup- um og nautsterkir. Sögukornin tvö sem hér fara á eftir, og tekin eru úr sagnasafni Sigfúsar Sigfússonar, ís- lenzkar þjóð-sögur og -sagnir, bera keim af þessu. Gesturinn fjölvísi Þegar hinir svokölluðu Hákon- arstaða-bræður á Jökuldal, synir Péturs bónda þar, voru í upp- vexti, og all-umgangsmiklir (þeir Pétur og Sigfús, Jónatan (auðgi), Hallgrímur, Þorgrímur og Benja- mín), var hart í ári, og umrenn- ingar margir eystra og nyrðra. Þá bar svo til, að sá maður kom að Hákonarstöðum, er þótti ólík- ur þeim nær öllum öðrum, og úti- legumannslegur í mörgu, búningi og fleiru. Og eigi sagði hann nafn sitt. Þessi maður dvaldi þar nokkurn tíma, og var fáskiptinn og viðkynnilegur. Og þess urðu menn áskynja, að hann var bæði ærið fróður og framsýnn. Spurðu menn hann aldrei þess, að hann leysti eigi þegar virðulega úr því, og sem bezt og réttast þótti á eft- ir. Hugðu menn hann vera bæði ófreskan og fjölkunnugan. Eigi hafði hann þá víðar farið um dal- inn, er hann sagði þeim bræðrum rétt um lit Skjöldólfsstaðakúnna. Einn dag var Hallgrímur sendur í Skjöldólfsstaði. Þegar hann kom aftur, segir gesturinn: „Það var ljótt, sem þú sagðir á Skjöld- ólfsstöðum, drengur minn!“ „Hvað var það?“ segir Hall- grímur. „Það,“ svarar gesturinn, „að það væri kominn hingað óþekktur maður, sem væri svo fjölkunnug- ur, að ekkert kæmi á óvart, og allt vissi. Það var óþarft og ljótt. Vertu orðvar, drengur minn!“ Hallgrimur varð hvimsa; hann hafði talað þessi orð á Skjöld- ólfsstöðum, en enginn fór á milli, og sneyptist. En jafngóður var gestur honum sem áður, og höfðu menn mestu skemmtun af hon- Enda hefur hann staðið út alla 19. öldina án aðgerðar. Þeir bræður spurðu í laumi, hví vegg- urinn hefði fallið. „Af því,“ sagði gestur, „að Björn sterki á Flata- gerði, sá sem var á Brú, hafði sett þar niður draug, er var uppi 9. hverja nótt. Lenti veggurinn yfir hann.“ Þeir spurðu hann nú, hvað hann héti, og hvaðan hann væri. Hann eyddi því, og hélt ráði sínu á huldu. Þeir spurðu, hvort til myndu vera álfar, tröll, draugar og dísir og aðrar vættir. „Margt mun til vera, sem öllum er eigi leyft að þekkja," sagði hann. „En útilegumenn?" sögðu þeir. Hann roðnaði, leit undan kynlegur, og sagði: „Þeir voru áður til víða í óbyggðum, vegna hörku laganna. En það var stundum einmanalegt og fábreytilegt líf. Nú eru þeir óvíða til. Ég veit aðeins um 3 bræður í óbyggðum, inn og vestur frá Aðalbóli, sem gera engum neitt.“ Vel leysti hann úr öllum spurn- ingum og virðulega. Reyndust all- ar þær umsagnir hans eins sann- ar, er eigi urðu strax prófaðar. Eftir nokkra dvöl fór hann þaðan í dimmu veðri. Bauð bóndi honum fylgd yfir Möðrudalsheiði. En hann afþakkaði, og kvaðst eigi verða úti. Kvaddi hann vel og fór einn. En það sáu hnýsnir menn, að við túngarð tók hann stein úr vasa sínum, leit á hann, gekk 3 hringi rangsælis og hvarf svo á Hóisfjöil. Hann kastaði sér einatt áfram, langan veg, á stöng sinni, vel mikilli, með hvössum fjaðra- broddi. Aldrei fengu menn deili á þessum manni, en töldu hann sekan, og helzt útilegumann. Sögn af Huldu-Grím Björn Sigurðsson sýslumaður að Bustarfelli í Vopnafirði var tröllmenni að vexti og afli, og sagt er, að hann hlypi 13 álna hlaup yfir á. Hann þótti áleitinn við önnur ofurmenni, vilja vera einn mestur. Átti hann harð- skipti bæði við Sigurð sterka í Njarðvík, Lata-Pál, Kálfstrand- ar-Pétur, Jón Guttormsson frá Brú og fleiri, svo sem segir í sög- um þeirra. En drengskap hafði Björn líka og stórmennsku mikla. Það bar við um haust, að mað- ur kom að Bustarfelli, er enginn vissi hvaðan kom, eða hvar átti heima. Hann nefndist Grímur. Hann var eigi hár, en afar-þrek- legur, vel limaður og sterklegur. Hann hafði siðan hött og lét slúta ofan yfir ásýndina. Grímur baðst veturvistar. „Hún er til reiðu,“ svarar sýslumaður, „en gjalda verður þú hana einhverju.“ „Eigi er ég auðugur," svarar Grímur, „en sé til lítils mælst, mun ég eigi undan því mælast. Eða hvað skal hún kosta?" „Það færðu að vita að henni meðtekinni á sumardaginn fyrsta," svarar Björn. Grímur sezt þar nú að og er þar svo um veturinn, fáskiptinn og siðgóður, að öllum féll vel við hann. Það sýndist mönnum, að hann myndi vera gildur tveggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.