Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Imre Nagys Nýju ljósi varpað á dularfullt ástand austantjalds eftir dauða Stalíns 1953 ar hans harða áminningu eins og óþekkir skóladrengir þegar þeir komu þangað. Þeim var sagt að hætta að rfkja sem einvaldar og hætta við hættu- lega hraða iðnvæðingu og hótað refsingu, ef þeir létu þetta undir höfuð leggjast. Rakosi fékk skipun um að víkja úr stöðu forsætis- ráðherra fyrir Nagy og koma á samvirkri stjórn eins og í Rúss- landi. GAGNRÝNI Á fundinum gagnrýndi aðstoð- arforsætisráðherra Rússa, Anast- as Mikoyan, efnahagsmálastefnu • - MATYAS RAKOSI: „SUlín Ungverjalands. Leyniræðan varpar ljósi á dul- arfyllsta tímabilið í sögu Sovét- ríkjanna: mánuðina eftir dauða Stalíns í marz 1953, eins og Neil Ascherson, fréttamaður blaðsins, bendir á. Georgi Malenkov og Lavrenti Beria, hinn miskunnarlausi iög- reglustjóri Stalíns, ríghéldu í völdin og reyndu — af ástæöum sem enn eru óljósar — að knýja fram gagngera breytingu á alræð- isstjórnum kommúnista í sovézka heimsveldinu. Þeir virtust vilja snúa við þeirri þróun, sem orðið hafði f valdatfð Stalíns. í Ungverjalandi ríkti stalfnist- inn Matyas Rakosi harðri hendi. Kommúnistar höfðu fengið aðeins 20 af hundraði atkvæða í þing- kosningum 1945, en Rakosi var fljótur að koma á laggirnar alræð- isstjórn kommúnista. Við tók ógnaröld. Kaþólska kirkjan var ofsótt. Eignir hennar voru gerðar upptækar og Mindz- enty kardináli, opinskásti and- stæðingur stjórnarinnar, var fangelsaður 1948. Hreinsað var til í kommúnista- flokknum sjálfum einu ári siðar. Háttsettir valdamenn í flokknum viðurkenndu að þeir hefðu verið útsendarar erlendra ríkisstjórna og þeir voru teknir af lffi. Nagy var rekinn úr flokknum, en tekinn í hann aftur. HÆTTUÁSTAND Ástandið í sovézka heimsveld- inu olli erfingjum Stalíns i Kreml þungum áhyggjum. Tékkneskir verkamenn efndu til óeirða í Pils- en 1. júnf. Alls staðar kraumaði undir niðri. Rússneskir leiðtogar höfðu fengið uggvænlegar fréttir frá Búdapest. Nýju valdhafarnir f Kreml kenndu Rakosí, sem var bæði aðalritari ungverska kommúnistaflokksins og forsæt- isráðherra Ungverjalands, um að hafa fært landið fram á barm hengiflugs. Þeir gagnrýndu Rakosi fyrir að ríkja sem einræðisherra eins og Stalín. í maí kvöddu þeir hann til Kremlar. Þar var hann hvattur til að fara að dæmi Rússa, boða „nýja stefnu" og aðskilja vald flokksins og ríkisstjórnarinnar. Þegar Rússar lögðu til við Rak- osi að hann léti af embætti forsætisráðherra og einhver ann- ar yrði skipaður í það embætti í hans stað virðist Rakosi hafa hreyft mótbárum gegn öllum þeim nöfnum, sem stungið var upp á. Allir voru grunsamlegir nema hann sjálfur að hans áliti. „Okkur ofbauð," sagði Malenkov síðar. Rakosi fór aftur til Ungverja- lands án þess að niðurstaða feng- ist. Honum virtist ekkert liggja á. Spurt hefur verið hvort Vyach- eslav Molotov og klfka hans hafi hvatt hann til að óhlýðnast skip- unum Krúsjeffs, Malenkovs og Beria? Rakosi gekk jafnvel svo langt að móta nýja fimm ára áætlun ásamt staðgengli sfnum, Ernö Gerö. Þar var boginn spenntur of hátt eins og i næstu áætlun á undan og ekk- ert tillit tekið til hagsmuna neyt- enda. VERKFÖLL Hinn 13. júní var Rakosi aftur kvaddur til Kremlar ásamt öðrum ungverskum kommúnistaleiðtog- um — Gerö, Mihaili Farkas og Ist- van Dobi. Fjórum dögum sfðar gerðu verkamenn uppreisn í Austur-Þýzkalandi, þar sem hinir nýju sovézku leiðtogar höfðu fyrirskipað að einkaframtak yrði aftur leyft og slakað á klónni að öðru leyti. Ókyrrðin breiddist út til Póllands og aftur urðu Rússar að tefla fram skriðdrekum. I Ungverjalandi lögðu 20.000 verkamenn niður vinnu í Rakosi- stálverksmiðjunum í Csepel til að mótmæla lúsarlegum launum, há- um vinnukvóta og skorti á mat- vælum. Hræringar urðu samtímis f öðr- um iðnaðarborgum og smábændur á ungversku sléttunni efndu til mótmæla. Um tfma var óttazt f aðalstöðvum Flokksins f Búdapest að verkalýðurinn mundi gera upp- reisn gegn „sinni eigin rfkis- stjórn“. í Moskvu fengu Rakosi og félag- Imre Nagy. Rakosi-stjórnarinnar, án þess að taka tillit til þess að sovézkir leið- togar höfðu lagt blessun sfna yfir hana í valdatíð Stalíns. Mikoyan fór hörðum orðum um „ævintýramennsku" Rakosis. „Of mikil aukning járnbræðslu," sagði hann, „ber vott um nokkra fljót- færni. I Ungverjalandi eru hvorki járnnámur né koks. Ungverjar verða að flytja inn öll hráefni." Rakosi laut höfði og játaði að hann „hefði gengið of langt“. Nik- ita Krúsjeff, nýr skósveinn Malen- kovs, greip fram f og sagði: „Ef Rakosi er svona fljótur að gagn- rýna sjáifan sig, þá er það til þess að forðast frekari gagnrýni." Molotov reyndi að taka dýpra f árinni en samstarfsmenn hans og gagnrýndi Rakosi fyrir stefnuna í landbúnaðarmálum, sem olli mikl- um áhyggjum. „Skipulögð upp- lausn kaupfélaganna má ekki eiga sér stað,“ sagði hann, „en haltu ekki aftur af þessum smábændum, sem gefa í skyn að þeir vilji flytj- ast á brott." „Það ætti ekki að leggja niður samyrkjubúin með stjórnartil- skipun," sagði Molotov enn frem- ur, „en ef þeir (samyrkjubændur) kjósa að leggja þau niður af fúsum vilja ætti ekki heldur að reyna að hindra það. Þetta mun ekki koma að sök.“ Malenkov benti á mótbárur Rakosis á maffundinum gegn nöfnum manna, sem lagt var til að tækju við starfi forsætisráðherra TÝND leyniræða Imre Nagys, sem hefur að geyma fyrstu árás kommúnistaleiðtoga í Austur-Evrópu á stalínisma, hefur borizt til Vesturianda. Nagy hélt ræðuna í júní 1953, nokkrum dögum áður en hann varð forsætisráðherra Ungverjalands. Tilraun hans til að koma á umbótum í Ungverjalandi var stöðvuð. Hon- um var steypt af stóli tveimur árum síðar. Hann kom aftur til valda í uppreisninni 1956 og var tekinn af lífi fyrir þátttöku sína í henni 1958. Ræðan var flutt á fundi í miðstjórn ungverska komm- únistaflokksins 27. júní 1953. Miðstjórnin samþykkti ályktun um víðtækar breytingát í frjálsræðisátt, en hún hefur aldrei verið birt. Ræða Nagys var týnd í 22 ár, þangaö til tímarit andófsmanna í Búdapest komst yfir hana í fyrra. Texti ræðunnar verður til þess aö öll saga Austur- Evrópu á þessum tíma verður endurskoðuð, að sögn brezka vikublaðsins Observer, sem hefur skýrt frá megin- efni ræðunnar. Ræðan verður birt í heild í Lundúnum í Leyni- vor. Stalín steypt af stalli í Búdapest, 1956. ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.