Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 45

Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 45 Verðlaunasamkeppni Osta- og smjörsölunnar: Bestu uppskriftirnar ’85 Verðlaunasamkeppni um „bestu uppskriftir ’85“ stendur nú yfir á vegum Osta- og smjörsölunnar. Henni lýkur 15. aprfl. Tilgangur samkeppninnar er að fá neytendur til að setja upp svuntuna, beita hugmyndafluginu og senda hug- myndir sínar um notkun osta og smjörs við matargerð, segir í frétta- tilkynningu frá Osta- og smjörsöl- unni. Keppnisreglur samkeppninnar eru eftirfarandi: — Ostar og/eða smjör þurfa að skipa veglegan sess í uppskrift- unum. — Uppskriftirnar þurfa að falla inn í einhvern af eftirtöldum flokkum: sjávarréttir, bakstur eða eftirréttir. — Uppskriftirnar mega ekki hafa birst áður á prenti eða annars staðar. — Þátttökurétt hefur allt áhuga- fólk um matargerð. — Heimilt að senda fleiri en eina uppskrift en ekki á sama blaði. — Tilgreinið nákvæmlega öll mál. — Tilgreinið einnig fyrir hve marga rétturinn er og hvað hentar að bera fram með hon- um. — Heiti þarf að fylgja hverri upp- skrift. — Nafn höfundar, heimilisfang og sími skal fylgja i lokuðu umslagi merktu heiti upp- skriftar. Uppskriftirnar skal setja í um- slag merkt: „Bestu uppskriftirnar ’85“, Osta- og smjörsalan, Pósthólf 10100,130 Reykjavík. Verðlaunaafhending fer fram í lok maí. Fyrstu verðlaun eru helg- arferð til Kaupmannahafnar fyrir tvo með kvöldverði. Önnur verð- laun eru helgarferð fyrir tvo til Akureyrar eða Reykjavíkur. Þriðju verðlaun eru helgarferð fyrir tvo til Húsavíkur eða Reykjavíkur. BSM Fyrstu verðlaun fyrir „Bestu uppskriftina ’85“ f verðlaunasamkeppni Osta- og smjörsölunnar er helgarferð til Kaupmannahafnar fyrir tvo og viðhafn- arkvöldverður, t.d. á veitingahúsinu Kong Hans, einu þekktasta veitingahúsi borgarinnar. Listmunir frá Glit hf. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu Glit hf. segir að fyrirtækið hafi í til- efni fermingarhátíðar 1985 hannað úrval listmuna til fermingagjafa. Hér er um að ræða all nýstárlega gripi eins konar popplist. „Þetta eru háglansandi nútíma keramikmunir skreyttir í poppstfl með glansandi tónum,” segir í fréttinni. Þá er i tilefni þessa hátíðar nýr myndskreyttur lampi frá Glit. Myndefnið er sótti í kvæði Jónas- ar Hallgrímssonar Ferðalok. „Greiddi þér lokka við Galt- ará...“. Nú eru 140 ár liðin frá andláti skáldsins. f tilkynningunni segir ennfrem- ur að mikil gróska ríki nú í hönn- un og vöruþróun hjá Glit. Mark- aðshlutdeild fyrirtækisins hefur aukist að undanförnu á sama tíma og fleiri og fleiri innflytjendur séu að bjóða vörur sínar á hinum ís- lenska markaði. Lýsa yfír trausti á endurskoðendum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi til birtingar: Vinsamlegast birtið i blaði yðar eftirfarandi samþykkt sem gerð var á fundi hreppsnefndar Vatnsleysu- strandarhrepps þann 21. mars sl. Samþykkt þessi er tilkomin vegna fréttar sem birt var í blaði yðar þann 20. mars sl. og fjallaði um til- löguflutning heimaendurskoðenda hreppsins á almennum borgara- fundi, sem haldinn var þann 16. mars sl. i Glaðheimum, Vogum. Samþykktin er svohjóðandi: „Varðandi tillögu þá, sem heima- endurskoðendur lögðu fram á borg- arafundi i Glaðheimum, Vogum, 16. mars 1985, þess efnis að segja upp löggildum endurskoðendum Vatns- leysustrandarhrepps, vill hrepps- nefnd taka fram, að fullnægjandi skýringar eru á öllum þeim atriðum sem rakin eru i tillögunni og heima- endurskoðendur hafa þegar fallist á. Hreppsnefnd harmar framkomna tillögu og lýsir yfir að löggiltir endurskoðendur hreppsins hafa fullt traust hreppsnefndar og munu þar af leiðandi starfa áfram fyrir sveit- arfélagið." .^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Garösra urskaunn -skemnntileg framlenging á stofunm. Blómum sMerfloro WÍÓaweTÖld MBggottún/al vonauKaTpalma, stofutriáa og gafðros& Þessar plöntur hente vel í gróðurskála, garðstofur og garðgróðurhús. Ufte Baislev Ikynnir „Trópiskar plöntur og meoterð þeirra. Þær henta l vel í garðstofu. Lára Jónsdóttir verður til skrafs og ráðagerða um 1 lauka, garðrósir og aðra raektun í gróðurskála og garðgróðurhús. 255--— Uémmm .rhi'iQinn við SiQtún: Símar 36770-686340

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.