Morgunblaðið - 25.03.1986, Page 27

Morgunblaðið - 25.03.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 27 Símamynd Morgunblaðið/JÁS „Einstök bilun,“ sagði danski verkfræðingurinn. Þór Birgir Þorvaldsson, yfirvélstjóri, bendir á þver- brotið í öxlinum, en þykkt hans sést vinstra megin, nær aðalvélinni. Bragi Valtýsson, 2. vélstjóri, sést hægra megin. endaði með því að við sendum skeyti fyrir hann! Hofsjökull var á leiðinni frá Bandaríkjunum og var í skeytasam- bandi við okkur. Hann varð fyrir vélarbilun á rhánudagskvöldið 10. mars og seinkaði um 10 tíma á leiðinni til okkar, sigldi hjá um klukkan hálfníu þriðjudagskvöldið 11. mars. Hofsjökull hafði leiðbeint Irving Cedar til okkar og rétt fyrir ellefu sama kvöld kom dráttar- báturinn að Goðafossi, en þá var veðurhæðin komin í 8 vindstig og hélst alla nóttina. Við höfðum notað tímann frá því að við fréttum af ferðum drátt- arbátsins til að logskera akkerið frá akkeriskeðjunni og koma því fyrir á þilfarinu. Um miðnætti 11. mars voru þeir búnir að ná akkeris- keðjunni um borð í Irving Cedar. Þeir tengdu saman keðjuna og dráttarvír bátsins og slökuðu út 1800 fetum af vír. Við létum 7 liði af keðrju út, það er að segja 190 metra. Það voru því alls rúmlega 700 metrar milli skipanna. Eftir að búið var að tengja saman akkeriskeðjuna og vírinn, sendum við skeyti þaraðlútandi fyrir drátt- arbátinn til útgerðarfyrirtækis hans Irving Oil í St. Johns, en það er kanadískt stórfyrirtæki sem er í olíu og ýmiskonar öðrum viðskipt- um. þarna 700 metrum framundan skipinu. Ein mesta vega- lengd sem skip hefur verið dregið Aðfaranótt 12. mars var siglt af stað í norðvestan 8 vindstigum, í fyrstu um 6 mílur á klukkustund en um kvöldið var gangurinn orðinn 9 og hálf mfla. Svo gekk þetta svona frá 2,9 í 11,5 mflur eftir því hvemig vindurinn stóð á okkur. Okkur hafði þá rekið um_230 mftur alls, höfðum færst nær íslandi og vorum næst landinu í 520 mflna fjarlægð, en eins og áður segir skeði óhappið í 650 mflna fjarlægð frá landinu." - Hvemig var andinn um borð? „Hann var ágætur, en menn vom orðnir þreyttir á veltingnum. Maður svaf ekki vel nokkrar fyrstu næt- umar og líka eftir að við fómm af stað, dregnir af Irving Cedar. Drátt- arbáturinn lét illa á leiðinni, maður sá næstum því undir hann stundum. Við vomm tíu og hálfan dag í togi, vomm dregnir 1940 mflur eða með öðmm orðum um 3600 kfló- metra, sem er ein mesta vegalengd sem mér er kunnugt um að skip hafí verið dregið. Starfið um borð gekk allan tímann sinn vanagang, menn stóðu sínar vaktir og höfðu ofan af fyrir sér í tómstundum eins og endranær. En ég vil taka fram að ég vildi ekki lenda í svona ævintýri aftur" sagði Steinar Magnússon skipstjóri á Goðafossi. Qraln: Jón Ásgeir Sigurðsson FERMINGARTILBOD verð kr. 11.580.- RX-C39 er stórglæsilegt og fullkomiö feröatæki frá PANASONIC meö lausum hátölurum. 18 watta magnari, 4 bylgjur, innbvggöur tóruafnari og ótal aörir möguleikar. JAPIS BRAUTARHOLT 2 SlMI 27133

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.