Morgunblaðið - 25.03.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.03.1986, Qupperneq 30
30 MQRGEINBLAÐID, ÞRIÐ Jtf QAGUR 251MARZ1986 Israel: Peres stenst flokksþrýsting Tel Aviv, 24. mars. AP. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, hafnaði á miðstjórnarfundi Verkamannaflokksins á sunnudag kröfum flokksfélaga sinna um að rjúfa samkomulag um að Yitzhak Shamir, utannkisráðherra, taki við forsætisráðherraembættinu um miðjan oktober. Peres útilokaði aftur á móti ekki sumarið. Þá varð að samkomulagi þann möguleika að rjúfa stjómar- samband flokks síns, Verkamanna- flokksins, við Likud-bandalagið og efna til nýrra kosninga ef Likud styddi ekki tilraunir Peresar til að koma á friði í Miðausturlöndum og bæta efnahagsástandið. Peres og Shamir mynduðu sam- steypustjómina í september 1984 þar sem enginn flokkur náði afger- andi forystu í kosningunum þá um að Peres skyldi vera forsætisráð- herra fyrstu 25 mánuði stjómar- samstarfsins og Shamir utanríkis- ráðherra, en skiptast að þeim tíma liðnum á embættum. Leiðtogar Verkamannaflokksins eru aftur á móti þeirrar skoðunar að Peres njóti nægjanlegs fylgis meðal almennings til að mynda stjóm án stuðnings Likud og þrýsta nú á Peres. Sovétríkin: Ný stjórnarstofn- un annast tölvu- Miðstjóm Verkamannaflokksins ætlaði að greiða um það atkvæði á sunndag hvort ógilda ætti sáttmála stjómarflokkanna um skiptingu valdsins. En Peres og fram- kvæmdastjóri flokksins, Uzi Baram, höfðu betur þegar samþykkt var með handauppréttingum að af- greiða málið á flokksþinginu, sem þijú þúsund fulltrúar munu sitja og hefst 8. apríl. Skæruliðar handteknir Israelskir hermenn hafa hand- tekið tuttugu skæruliða Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO). Talið er að þessir skæruliðar hafi sprengt sprengjur og gert eina árás á ísra- ela undanfarið ár. Skæruliðamir voru allir hand- teknir á svæðum, sem ísraelar lögðu undir sig 1967. AP/Símamynd Friðarboði fær sér pylsu Hin 11 ára gamla sovéska stúlka Katya Lycheva, sem er nú á tveggja friðarferð í Bandaríkjunum, sést hér borða pylsu í hópi bandarískra skólabama í Chicago. Katya mun heimsækja fimm borgir í Banda- ríkjunum á ferð sinni og kynna sér líf almennings þar í landi. og uppiýsingamái Sex fórust í sjávar- háska á Evstrasalti Stnkkhálmi 9.4 mari AP Moskvu, 24. mars. AP. SOVESK stjórnvöld hafa komið á laggirnar nýrri stofnun, sem á að sinna tölvutækni- og upplýsingamálum, að því er TASS-fréttastof- an skýrði frá um helgina. Ekkert var nánara greint frá væntanlegri starfsemi stofnunar þessarar né hver veita myndi henni forstöðu. Sú ákvörðun Sovétstjóm- arinnar að ráðast í að koma slfkri stofnun á laggimar þykir vottur þess, að Sovétmenn séu ákveðnir í að hraða tækniframförum hjá sér í því skyni að bæta efnahagsástand- ið. Tölvustofnunin er þriðja nýja stjómarstofnunin, sem komið er á fót, eftir að Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi tók við völdum fyrir ári. Nýtt landbúnaðarráðuneyti, sem á að hafa yfirumsjón með öllu, er landbúnaðinn varðar, svo og iðnaði honum tengdum, og ný stjómar- stofnun, sem hafa á umsjón með vélaiðnaði, vom sett á laggimar í fyrra. Landbúnaðarráðuneytið kom í stað fimm ráðuneyta, sem fyrir vom í sovéska stjómkerfinu. Stokkhólmi, 24. mars. AP. SEX finnskir sjómenn létu lífið á sunnudag, þegar fimmtán manna áhöfn flutningaskipsins Karelia frá Kotka í Finnlandi varð að yfirgefa skip sitt í ofsa- veðri og þungum sjó. Þyrlur sænska sjóhersins björg- uðu ellefu manns af áhöfn Karelia og vom þeir fluttir á sjúkrahús á eynni Gotlandi á Eystrasalti. Þeir ERLENT Vetrarveður á Englandi London, 24. mars. AP. VERSTA VEÐUR var á Bret- landseyjum í dag, mánudag, snjókoma og ofsarok. Tré rifn- uðu upp með rótum og raf- magnsstaurar brotnuðu, þök fuku af húsum og samgöngur fóru úr skorðum. A.m.k. þrír menn hafa beðið bana í veðrinu. Að sögn lögreglunnar lést 18 ára gamall piltur þegar tré féll á færanlega skólastofu við skóla í London og tveir létust í bílslysum. Verst var veðrið í Wales og Suð- ur-Englandi. Fjömtíu bílar lentu saman í einum árekstri á hraðbrautinni milli Manchester og Vestur- Yorkshire í morgun og er veðrinu um kennt, snjókomu, ísingu og þoku. Átta menn slösuðust en þó enginn alvarlega. Vegna veðurs- ins lögðust niður ferjuferðir á Ermarsundi og írlandshafi. höfðu fengið taugaáfall við að fara í sjóinn og vom þrekaðir af vplkinu. Tveir létust á sjúkrahúsinu. Vestur-þýskt flutningaskip fann lík mannanna fjögurra, sem ekki tókst að bjarga. Hvassviðri og úrhellisrigning var á Eystrasalti og fór áhöfnin frá borði þegar slagsíða kom á skipið. Ekki er vitað hvað olli slagsíðunni. Óveðrið olli rafmagnsleysi, flóð- um og minni háttar skemmdum víða íSvíþjóð. Treholt og Stor- ækre semja frið ARNE Treholt og Kari Storækre hafa komist að friðsamlegu sam- komulagi um búskipti sín. í samkomulaginu er enn fremur kveðið á um umgengnisrétt Arne Treholts við Þorstein son þeirra. Það vom hæstaréttarlögmennimir Bjorn Pettersen og Annæus Schjedt, sem önnuðust samnings- gerðina, og er áskilið, að einstök atriði samkomulagsins verði ekki gerð opinber. Að sögn Oslóarblaðanna hafa báðir málsaðilar áhuga á, að blaða- skrifum um deilur þeirra linni. Einnig hafa þeir orðið ásáttir um, að hvorki verði veittar upplýsingar um fjárskipti þeirra né umgengnis- rétt föðurins við soninn. Gengið var frá þessu samkomulagi í síðustu viku, en Ame Treholt og Kari Stor- ækre skildu í septembermánuði síð- astliðnum. Challenger slysið: Hluti hjálp- areldflaug- ar fundinn Kanaveral-höfda, 21. mars. AP. BJ ÖRGUN ARMENN telja sig hafa fundið hluta af hægri hjálp- areldflaug geimfeijunnar Chall- enger, en það er einmitt hún sem talin er hafa verið orsök þess að geimfeijan fórst á sínum tíma. Sá hluti sem fundinn er dökkur og talsvert brunninn. Rannsóknamefndin, sem skipuð hefur verið af forsetanum til þess að rannsaka slysið, skoðaði í dag kvikmynd af sprengingunni í feij- unni. Sýnir kvikmyndin eldsloga í hægri hjálparflauginni, sem stækk- aði sífellt uns hann náði til aðalelds- neytisgeymis feijunnar og spreng- ingin varð. I BÖKAMARKAÐURINN I OPINN í DAG 9—21 Vörumarkaðurinntil. Eiðstorgi Sími 611310
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.