Morgunblaðið - 25.03.1986, Side 36

Morgunblaðið - 25.03.1986, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ1986 ■Si Lögbundin forréttindi: Draga þau úr verðmæta- sköpun og hagvexti? „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna áhrif lögbundinna forréttinda, þar með talins einkaréttar til tiltekinna starfa eða at- vinnurekstrar. í könnun þessari skal einkum leitast við að varpa ljósi á þýðingu einkaréttar og/eða lögbundinna forréttinda á stöðu þeirra er sliks réttar njóta, áhrifum þessa á verðlag og hagsmuni neytenda yfirleitt svo og á kostnað í rekstri, jafnt opinberum rekstri sem einkarekstri. Þá skal könnuninni einnig ætlað að leiða í ljós áhrif lögbundinna takmarkana af ofangreindu tagi á tækniþróun, hagvöxt og atvinnustig. Skýrsla um niðurstöðu könnunarinnar skal lög fyrir Alþingi." Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar um könnun á áhrifum lögbundinna forréttinda til atvinnu- rekstrar og vinnu, sem þingmenn fimm þingflokka leggja fram á Alþingi í dag eða fljótlega. Fyrsti flutningsmaður er Friðrik Sophus- son (S.-Rvk.). Meðflutningsmenn verða Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.-Rvk.), Karl Steinar Guðnason (A.-Rn.), Stefán Benediktsson (Bj.-Rvk.) og Páll Pétursson (F.-Nv.) og ef til vill fleiri. í greinargerð er vitnað til efa- semda um gildi lögvemdar og einkaréttar atvinnufyrirtækja og starfsstétta til að sinna tiltekinni þjónustu eða atvinnu. Minnt er á ályktun Iðnþings íslendinga 1985, þess efnis, að tímabært væri að taka ákvæði iðnaðarlaga til gagn- gerðrar endurskoðunar með hlið- sjón af þróun þessara mála í ná- grannalöndum okkar, einkum í Noregi. „Þar munu menn að mestu hafa horfíð frá lögbundnum einka- rétti einstakra starfsstétta í iðnaði," segir í greinargerðinni. Þá er vitnað til skýrslu starfs- hóps, sem félagsmálaráðherra skip- aði til að meta áhrif nýrrar tækni á íslenzka atvinnuvegi. í henni er lögð áherzla á, að lögbundnar hömlur á atvinnustarfsemi kunni að leiða af sér atvinnuleysi. Einokun spomi og gegn tækniþróun og framfömm. Flutningsmenn telja brýnt að kanna hvort lögbundnar hömlur við atvinnuþátttöku og atvinnurekstri vinni gegn heildarhagsmunum þjóð- arinnar og dragi úr samkeppni, verðmætasköpun og hagvexti. Jón Helgason landbúnaðarráðherra: Röskun í mjólkurfram- leiðslu og verðmætaljón Stjórnarfrumvarp um kjaradóm — Úrskurður gildi til áramóta Lög frá Alþingi: Alnæmi kynsj úkdómur — Nýjar skráningarreglur Ein lög vóru samþykkt á Alþingi í gær, þ.e. breyting á lögum um varair gegn kynsjúkdómum. Samkvæmt hinum nýju lögum flokkast „smitun aif HTLV3 veiru“ (alnæmi) sem kynsjúkdómur, ásamt sárasótt, lekanda, klamydíusýkingu, Iinsæri og fleiri sjúk- dómum. Hin nýju lög fela einnig í sér breytingu á skráningar- kerfi kynsjúkdóma hjá læknum. í hinum nýju lögum segir m.a.: „Læknar skulu skrá sérstak- lega alla einstaklinga með kyn- sjúkdóma og senda þær upplýs- ingar til landlæknis á þar til gerðu eyðublaði sem skrifstofa land- læknis gefur út. Þar skal einung- is skrá fæðingarár, fæðingar- númer og kyn hins smitaða. Læknir hins smitaða skal gæta fyllsta trúnaðar varðandi auð- kenni viðkomandi einstaklings og gæta þess að öll slík auðkenni séu á vitorði hans eins. Gögn, sem varða auðkenni einstaklings, skulu ekki fara úr vörzlu læknis til vélritunar eða annarra nota. Ef tveir skráðir einstaklingar hafa sama fæðingarár, fæðingar- mánuð og kyn skulu læknar við- komandi einstaklinga bera saman fæðingamúmer þeirra til að koma í veg fyrir tvískráningu. Sýni, send til rannsóknar frá þeim sem ástæða er til að ætla að hafi kynsjúkdómasmit, skulu merkt með upphafsstöfum þess læknis, sem sýnið tekur, og rað- númeri sem hann gefur viðkom- andi einstaklingi. Landlæknir sér um faraldurs- fræðilega skráningu kynsjúk- dóma.“ Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, sagði á Alþingi í gær efnis- lega, að kröfur mjólkurfræðinga fælu í sér verulegar hækkanir og frávik umfram það sem felst í hinum almennu kjarasamningum, er hann mælti fyrir frumvarpi um kjaradóm í vinnudeilu þeirra við vinnuveitendur. í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að samningur við mjólkurfræðinga, sem fæli í sér annað og meira en samið var um í hinum almennu samningum, væru til þess fallnir að riðla þvi breiða samkomulagi, sem náðst hefði, og spilla vinnu- friði. Verkfall mjólkurfræðinga veldur auk þess mikilli röskun í mjólkurframleiðslu og miklu verðmætatjóni, „sem óverjandi væri að stjórnvöld reyni ekki að bægja frá“. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, gerði grein fyrir efnisatriðum frumvarpsins, sem eru í stuttu máli: 1) Hæstiréttur skipi þriggja manna kjaradóm, sem kveði á um kaup og kjör mjólkurfræðinga með hliðsjón af eldri samningi þeirra og þeim kjarbótum sem um hefur samist almennt á vinnu- markaði frá síðastliðnum ára- mótum. 2) Verkfall mjólkurfræðinga skal óheimilt meðan lögin gilda, eða til nk. áramóta. ' - 3) Úrskurður kjaradóms skal og gilda til næstkomandi áramóta „nema nýir samningar hafi áður verið gerðir milli aðila". Viðbrögð þingmanna Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) gerði kröfu til að mál þetta yrði skýrt rækilega í þingnefndum deilda (sem vinna saman í málinu), efnisatriði deilunnar og mat sátta- semjara á stöðu hennar. Þingmenn Alþýðuflokksins myndu greiða fyrir málinu til þingnefnda. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) gagnrýndi vinnubrögð landbúnað- arráðherra harðlega. Mjólkurfræð- ingar hafi þegar fallið frá öllum kröfum, umfram samninga ASÍ, nema til fæðis- og flutningaþóknun- ar. Annað mætti skilja af máli ráð- herra og greinargerð frumvarpsins. Þá átaldi Svavar ef rétt væri að Mjólkursamsalan hefði hótað verð- hækkun mjólkur, ef framangreind sérkrafa mjólkurfræðinga næði fram að ganga. Guðrun Agnarsdóttir (KI.-Rvk.) átaldi að setja ætti lög til að torvelda mönnum að nýta verkfallsrétt. Landbúnaðarráðherra sagði að ríkissáttasemjari mæti síðustu kröf- ur mjólkurfræðinga til 4%-5% hækkunar umfram það sem al- mennir samningar stæðu til. Atkvæðagreiösla um afbrigði Erfíðlega gekk að fá málið tekið fyrir í þingdeildinni (neðri deild) þar eð afbrigði fengu ekki, fyrst í stað, nægan stuðning. Var þá gripið til nafnakalls. Vóru afbrigði þá sam- þykkt með atkvæðum 21 viðstadds þingmanns stjómarflokkanna og Alþýðuflokks (nema Jóhönnu Sig- urðardóttur), átta þingmenn sátu hjá en ellefu vóm fjarverandi. Að lokinn fyrstu umræðu í þing- deildinni gekk það til landbúnaðar- nefndar. Til stóð að taka málið til annarrar umræðu klukkan níu í gærkveldi. Að því var stefnt að frumvarpið fengi umijöllun í gær- kveldi í báðum þingdeildum og hlyti lagagildi. Ný þjónustudeild Múlabæjar: Hlíðabær tek- ur til starfa NÝ ÞJÓNUSTUDEILD Múlabæjar, þjónustumiðstöðvar aldraðra og öryrkja, var formlega tekin i notkun sl. laugar- dag. Hin nýja deild hefur hlotið nafnið Hlíðabær og er til húsa á Flókagötu 53. Deildinni er einkum ætlað að þjóna fólki með Alzheimer-sjúkdóm, en það hefur fram að þessu staðið höllum fæti í heilbrigðiskerfinu. Deildarstjóri Hlíða- bæjar er Kolbrún Ágústsdóttir. Húsið á Flókagötu 53 er um 550 fm á þrem hæðum ásamt rishæð og bílageymslu, sem verður nýtt sem verkstæði eða vinnustofa. í kjallaranum verða aðstaða til iðju- og sjúkraþjálfunar, snyrtistofa, baðherbergi, þvottaherbergi o.fl. A fyrstu hæð verða setustofa, mat- stofa, eldhús og skrifstofa deildar- stjóra og móttaka skjólstæðinga. Á annarri hæð verða aðstaða til iðju- og sjúkraþjálfunar, aðsetur læknis heimilisins, vaktherbergi starfs- fólks, hvíldarherbergi fyrir skjól- stæðinga ásamt setustofu og reyk- herbergi. Rishæðin verður nýtt sem vinnuaðstaða fyrir starfsfólk með fataskápum, snyrtingu og reykher- bergi. Ráðgert er að deildin gegni því þjónustuhlutverki að vera þjálf- unarmiðstöð fyrir fólk með heilabil- un, ásamt því að veita ættingjum hvíld og öryggi frá miklu álagi. Fyrst um sinn mun deildin starfa 5 daga vikunnar frá mánudegi til föstudags frá kl. 7.30 til 17.00. Við opnun Hlfðabæjar, hinnar nýju þjónustumiðstöðvar aldraðra og öryrkja. Heimilt er að veita 15 sjúklingum þjónustu í húsinu hvem dag, en ráðgert að stækka hópinn ef ástæða þykir. Allar umsóknir eru teknar til vandlegrar umfjöllunar af lækni, hjúkrunarfræðingi og félagsráð- gjafa og skulu berast öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans, Hátúni lOb, merktar Jóni B. Snædal lækni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.