Morgunblaðið - 25.03.1986, Síða 49

Morgunblaðið - 25.03.1986, Síða 49
mmmi GERUM EITT SKEMMTILEGT. . . ROMMKONFEKT 110 g suðusúkkulaði 110 g smjör 300 g flórsykur romm eftir smekk. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið smjörinu út í. Hrærið flórsykrinum og romminu saman við. Mótið litlar kúlur og veltið þeim upp úr súkkulaðikurli. Geymið í kæli. KÓKOSKÚLUR 75 g smjör 1 dl sykur 1 msk vanillusykur 3 dl haframjöl 175 g suðusúkkulaði, brœtt yfir vatnsbaði 2 msk mjólk ldlkókosmjöl. Hrærið saman smjöri, sykri, vanillusykri, súkkulaði, haframjöli og mjólk. Mótið kúlur eða sívala bita og veltið upp úr kókosmjöli. Kælið. $ rgp ■ -Ifiúv- ■ rtfO . .-.'Vi Siglufjörður: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1986 ----------------:------------—........ Prófkjör sjálf- stæðismanna Sextán manns taka þátt í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Siglu- firði, sem haldið verður dagana 4. og 5. apríl nk. tit undirbúnings bæjarstjórnarkosningum í maí 1986. Frambjóðendumir eru: Anna Lára Hertervig, kaupmaður, Laug- arvegi 32, Axel Axelsson, aðal- bókari, Hlíðarvegi 30, Birgir Steindórsson, bóksali, Lindargötu 16, Bjöm Jónasson, sparisjóðsstjóri, Suðurgötu 56, Georg Ragnarsson, rennismiður, Gmndargötu 18, Guðmundur Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri, Hafnartúni 18, Haukur Jónsson, skipstjóri, Suður- götu 50, Hreiðar Jóhannsson, verkamaður, Eyrargötu 21, Ingi- björg Halldórsdóttir, læknaritari, Kirkjustíg 9, Ingvar Kr. Hreinsson, skrifstofumaður, Lindargötu 20, Kristrún Halldórsdóttir, umboðs- maður, Fossvegi 29, Ómar Hauks- son, framkvæmdastjóri, Hólavegi 41, Rafn Sveinsson, flugvallarstjóri, Túngötu 25, Rósa H. Hrafnsdóttir, húsfrú, Hvanneyrarbraut 27, Stein- grímur Kristinsson, framkvæmda- stjóri, Hvanneyrarbraut 80 og Val- bjöm Steingrímsson, vélvirki, Hvanneyrarbraut 65. Siglfirskir sjálfstæðismenn hafa nú 4 bæjarfulltrúa af 9. Kristrún Halldórsdóttir. Georg Ragnarss. Ingvar Kr. Hreinsson. Valbjöm Steingrimsson. ______ SMJÖR OG “SÚKKULAÐIÆÐIГ Konfekt, súkkulaði og aftur konfekt er það fínasta fína þessa dagana. Nýjasta „æðið“ sem talið er eiga rætur sínar að rekja til Frakklands, og hefur þegar náð mikilli útbreiðslu m.a. í Bandaríkjunum. Hér er þó ekki um að ræða neitt venjulegt konfekt eða súkkulaði sem við þekkjum svo vel úr hillum kaupmannanna - nei, handgert skal það vera og eingöngu úr ljúffengustu og fínustu náttúruefnum. Uppistaða þessa sælgætis er suður amerískt súkkulaði, ferskur rjómi og hreint smjör.Því er skiljanlegt að gómsætið sé ekki gefið. Nú skulum við athuga málið. Við getum nefnilega útbúið okkar sælgæti sjálf fyrir aðeins Vio hluta þess verðs sem áðurgreint konfekt kostar og ekki skortir okkur hráefnið. Hér koma nokkrar góðar uppskriftir. Látum nú hendur standa fram úr ermum. 125 g smjör 175 g flórsykur V/2 msk romm eða koníak 250 g suðusúkkulaði, brcett yfir vatnsbaði. Hrærið smjörið þar til það verður létt og ljóst og bætið þá flórsykrinum og víninu út í. Látið súkkulaðið kólna ögn áður en þið blandið því saman við smjörhræruna. Setjið hræruna í sprautupoka og í lítil pappamót eða á plötu . Kælið. Rósa H. Steingrímur Hrafnsdóttir. Kristinsson. Anna Lára Hertervig. Axel Axelsson. Birgir Steindórss. Björn Jónasson. Guðmundur Skarphéðinsson. Ingibjörg Halldórsdóttir. Ómar Hauksson. Rafn Sveinsson. Haukur Jónsson. Hreiðar Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.