Morgunblaðið - 25.03.1986, Side 52

Morgunblaðið - 25.03.1986, Side 52
52 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 25. MÁRZ1986 ____ SÆKIÐ _____ NORRÆNAN LÝÐHÁSKÓLA í DANMÖRKU Norræn mál ásamt ótrúlegum fjölda annarra námsgreina s.s. leikfimi, sund, leðurnámskeiö, einnig handíðir s.s. vefnaður, málun, þrykk og keramik. 4 og 6 mánuöir í einu frá 1/11 og 4 mánaða námskeiö hefjast 3/1. Góðir námstyrksmöguleikar. Lágmarksaldur 18 ár. Skrifið eftir stundatöflu og nánari upplýsingum. Norrænn ungdómur heldur saman. Myrna og Carl Vilbæk. UGE FOLKEH0SKOLE, DK-6360 Tinglev, simi 9045 4 64 30 00. Calor — þvottavél Smá en kná. Tekur 2 kg. af þvotti. Tilvalin fyrir einstakl- inga, barnafjölskyldur eða í sumarbústaðinn. Verð aðeins kr. 4.900.- með söluskatti. Kjölur sf.y Kjölur sf., Hverfisgötu 37, Víkurbraut 13, Reykjavík. Keflavík. Sími: 2121. Símar: 21490, 21846. Til viðsklptavina Almennra Trygginga Félagið hefur lækkað iðgjöld Bifreiðatrygginga. Vinsamlega greiðið heimsendan gíróseðileða tilkynningu. Viðskiptavinum er bent á að gera skil fyrir lok greiðslufrests. Hafi greiðsla borist fyrir þann tíma verður endurgreiðsla vegna lækkunarinnar póstsend strax til viðskiptavina. ÆuiST3VTiT?T? TRYGGINGAR Ch')dan daginn! • ■ ■ tit*. - - - Viðskipti og hvalveiðar eftir Guðjón F. Teitsson Aukin vörukaup frá Portúgal Þegar ég hætti störfum sem forstjóri Skipaútgerðar ríkisins í nóvember 1976, tók ég að hugleiða hvort ég gæti ekki gert eitthvað skynsamlegt fyrir sjálfan mig og helzt einnig til gagns fyrir þjóðina í heild. A þessum tíma, eins og verið hafði um langt skeið og er enn, lá það fyrir, að Portúgalar voru mjög mikijvægir kaupendur að saltfiski frá íslandi, en það helzt til fyrir- stöðu hve íslendingar keyptu lítið af vörum frá Portúgal á móti. Var hvað eftir annað bent á það af hálfu samningamanna Islendinga um utanríkisviðskipti, að æskilegt væri að auka vörukaup frá Portúgal, ef hægt væri á viðunandi kjörum. Leiddi ég m.a. huga að nefndu máli og hóf könnun þess hvort ekki væri hægt að kaupa kartöflur frá Portúgal, þegar slíks innflutnings væri þörf. Fékk ég nöfn nokkurra kartöfluútflytjenda í Portúgal frá sendiráði þess í Osló, sem ísland heyrði undir, en við nánari könnun, eftir móttöku tilboða, kom í ljós, að vegna sjúkdómahættu þótti vandkvæðum bundið að flytja inn nefnda vöru frá meginlandi Pyr- eneaskaga. Eitt af nefndum tilboðum, sem ég fékk, var frá litlu skipafélagi á Azoreyjum, sem einnig rak út- og innflutningsverzlun, en Azoreyjar heyra stjórnarfarslega undir Portú- gal, eins og eyjan Madeira. Ekkert lá fyrir um það, að sömu tormerki væru á innflutningi um- ræddrar vöru frá Azoreyjum eins og frá meginlandi Portúgal, og hélt ég áfram athugun málsins. Kom fulltrúi frá nefndu fírma á Azoreyj- um og hitti mig, er ég dvaldi á hóteli í Torremolinos á Spáni um haustið 1978, og gaf hann mér til kynna m.a. að yrði úr verulegum kaupum íslendinga á kartöflum, kynni hann að geta séð um, að keypt yrðu héðan árlega, og alveg aukalega, ca. 1200 tonn af þurrsölt- uðum físki, sem áður hefðu verið keypt frá öðru landi. — Skýrði ég Valgarð Ólafssyni framkvstj. SÍF á sínum tíma frá þessu atriði. A árinu 1978 var mjög góð kart- öfluuppskera hér á landi og því bersýnilega ekki þörf fyrir neinn teljandi innflutning 1979, en á því ári varð hins vegar mjög rýr upp- skera og augljóst, að mikið þyrfti að flytja inn á næsta ári. Fékk ég því um vorið 1980, með umskipun í Hollandi, sýnishom af 4 tegundum kartaflna frá Azoreyjum, sem fóru beint tii Grænmetisverzlunar land- búnaðarins með fullum tilskyldum vottorðum. Dregið í happ- drætti Laugar- nessóknar ÞANN 10. mars 1985 var dregið hjá borgarfógetanum í Reykja- vík í happdrætti Laugarnessókn- ar. Upp komu eftirtalin númer. 1. vinningur: 7152, 2. vinningur: 5950, 3. -5. vinningur: 4985, 4124, 2601, 6. vinningur: 4080, 7. -11. vinningur: 3052, 848, 5958, 5504, 7330, 12.-16. vinningur:3019, 2465, 4225,7197, 2885. 17.-26. vinningur: 75i> 752, 7451, 4912, 151, 2269, 6511, 5521, 164, 1435. 27.-36. vinningur: 5471, 3763, 1670, 5378, 978, 5121, 7452, 3576, 2367,670. 37.-56. vinningur: 2872, 4580, 5379, 6044, 6054, 7428, 667, 7093, 7409, 355, 3582, 7471, 1671, 5912, 1105, 5365, 2523, 2875,1009,9. . -------- li’réttatiiiíyiminKj Guðjón F. Teitsson Með sívaxandi veiði- tækni verður líklega aldrei framar hægt að byggja á rányrkjuformi í f iskveiðum, og ber því að fagna mjög fregnum um góðan árangnr og stórstígar framfarir í fiskræktun- arbúskap, sem útlit er fyrir að muni í náinni framtíð að verulegu leyti koma í stað fyrri skipunar mála á þessu sviði. Hvorki verð né annað virtist því til fyrirstöðu að flytja inn nefnda vöru frá Azoreyjum, ef hagkvæmt þætti varðandi verzlunaijöfnuð við Portúgal, en þáverandi forstjóri Grænmetisverzlunarinnar var svo neikvæður í málinu, að ég sá ekki ástæðu til að leggja meiri vinnu í þetta í bili og tilkynti viðskiptafírma mínu á Azoreyjum um það. — Ég hafði sýnt fram á möguleika, sem er væntanlega enn fyrir hendi, ef ástæða þykir að nýta. Beiðni um sölu hvallýsis frá Portúgal Hafði ég frá 1980 ekkert sam- band haft við Azoreyjar um eitt eða annað, er ég í janúar 1982 fékk telexskeyti frá áður nefndu fírma, þar sem það tilkynnti mér, að það hefði á hendinni 700 tonn af hval- lýsi, sem það ætti erfítt með að selja og bað mig að kanna hvort Islendingar gætu aðstoðað í þessu sambandi. Skildist mér, að Portúgalar hefðu að undanfömu aðallega selt hvalaf- urðir sínar í Evrópulöndum, en slíkt væri orðið mjög erfítt vegna áhrifa hvalfriðunarmanna, en þar sem ís- lendingar væm aðilar að alþjóða- hvalveiðiráðinu, og fengju því enn úthlutun veiðileyfa á þess vegum, mætti gera ráð fyrir, að þeir ættu greiðari sölumöguleika en Portúgal- ar, sem ekki ættu aðild að alþjóða- hvalveiðiráðinu. Þegar eftir móttöku nefndrar málaleitunar sneri ég mér til fram- kvæmdastjóra í þrem hérlendum fírmum, sem ég vissi að höfðu mikla reynslu varðandi sölu lýsis erlendis, en enginn þeirra virtist treysta sér til að taka að sér sölu fyrir Portú- galana og tilkynnti ég hlutaðeigandi á Azoreyjum þetta með bréfí dags. 13.jan. 1982. Hvalveiðibanni ekki mótmælt Varð mér þetta nokkurt um- hugsunarefni á næstu mánuðum, þegar umræður fóru fram um það ^hvernig bregðast skyldi við sam-_. þykkt alþjóðahvalveiðiráðsins um að banna fyrst um sinn að mestu eða öllu leyti hvalveiðar frá 1986—’90 til þess að bæta að nokkru fyrir hóflausa rányrkju á liðnum áratugum. Þótti mér margt benda til, að mótmæli af hálfu íslendinga gegn nefndri samþykkt alþjóðahvalveiði- ráðsins væru eftir atvikum mjög óhyggileg og myndu jafnvel stór- skaða þjóðina á ýmsan hátt, einkum í sölu sjávarafurða í heild á erlend- um vettvangi. Mál þetta kom til kasta alþingis snemma árs 1983, og varð þar ofaná, með eins atkvæðis meiri- hluta, að mótmæla ekki. — Fannst mér, að þama hefði með naumind- um verið forðað frá slysi og hugsaði í því sambandi helzt til Halldórs Asgrímssonar, sem var framsögu- maður meirihluta utanríkismála- nefndar, er fjallaði um málið og lagði til að ekki skyldi mótmæla. Taldi ég hlut Halldórs, sem vara- formanns Framsóknarflokksins, sérstaklega góðan í málinu, þar eð formaður Framsóknarflokksins og þáverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermannsson, beitti sér fyrir mótmælum og var m.a. studdur af slíkum merkismönnum sem Ólafí Jóhannessyni og Tómasi Amasyni. Reynt hafði verið af talsmönnum áframhaldandi hvalveiða hér við land að líkja nauðsyn okkar við eskimóa, sem búa í snjóhúsum, og fara á húðkeipum og veiða einstaka hvali eða seli milli ísjaka með spjótalögum sér til lífsframfæris. En langsótt var slík samlíking. Ennfremur var gert lítið úr því, að áframhaldandi hvalveiðar myndu hafa óheppileg áhrif á sölu annarra sjávarafurða frá íslandi erlendis, svo sem í Bandaríkjunum. Var sagt, að ótti í þessu sambandi virtist bara vera nokkurs konar stormur í vatnsglasi eða tebolla á Islandi (Tíminn 5/2 ’83), en annað kom allgreinilega í ljós, samanber m.a. grein Þóris S. Gröndals „Hvalræði í Ameríku", sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 4/3 ’83, rúmum mán- uði eftir að samþykkt var að mót- mæla ekki hvalveiðibanninu. * Aætlun um hvalarann- sóknir vakti reiði friðunarsinna Ríkti nú að mestu kyrrð í hvala- málinu á íslandi í rúmlega 2 ár, þar til samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 11.—14. apríl 1985 svo hljóðandi ályktun: „Hvalveiðar og.hrefnuveiðar hafa verið mikilvægur þáttur í atvinnulífi og aflað þjóðinni verulegs erlends gjaldeyris. Landsfundurinn beinir því til þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins að láta einskis ófreistað að veiðamar geti haldið áfram með einhverjum hætti.“ Má segja, að næst hafi það gerst í málinu, að Halldór Ásgrímsson, þá orðinn sjávarútvegsráðherra í ráðuneyti Steingríms Hermanns- sonar, birti áætlun, í orði kveðnu á vegum Hafrannsóknastofnunar, um hvalveiðar í rannsóknaskyni hér við land á árunum 1986—'90. Kom tilkynning um þetta sem þruma úr heiðskíru lofti í NT, mál- gagni forsætis- og sjávarútvegsráð- herra, hinn 25. maí 1985, undir svohljóðandi fjögurra dálka fyrir- sögn: „Hvalir verða veiddir þrátt fyrir bann“, og var hér ekki laust á málum tekið. Veiða skyldi árlega á nefndu árabili 80 langreyðar, 40 sandreyðar og 80 hrefnur, og hafði þegar verið samið við Hval hf. um framkvæmd veiða. Skyldi Hvalur hf. í upphafi leggja fram 12 millj. kr., en andvirði afurða síðan koma upp í útlagðan kostnað. Tekjur umfram beinan kostnað skyldu svo lagðar í sérstakan sjóð í umsjón sjávarútvegsráðuneytisins og verða varið til frekari rannsókna eftir 1990. Eins og reyndin varð, og mátti einnig fyrirejáanlegt vejrat bnigðust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.