Morgunblaðið - 04.06.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 04.06.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1992 23 ÞORSKAFLA VIÐ ÍSLAND SÍÐUSTU ár hafa stjórnvöld ætíð leyft meiri þorskveiði, en fiskifræð- ingar hafa talið ráðlegt. Því lætur nærri að að jafnaði hafi verið fiskað um þriðjungi meira ár hvert, en heppilegt hefur verið talið af fiskifræðingum. Síðustu árin hafa þeir reyndar haft þann háttinn á að meta hver framvinda mála yrði miðað við ákveðna veiði frem- ur en að leggja til ákveðinn afla. í sjónum til að éta. Við erum örugg- lega að gera þetta vitlaust og þurf- um því að byggja þetta upp,“ sagði hann. Formaður Landssambands smábátaeigenda: Smábátaút- gerð verði efld vegna ástands þorsksins „VIÐ höfum áður bent á, að gegndarlaus togveiði myndi fyrr eða síðar leiða til þess að þorsk- stofninn hefði ekki undan, en liingað til hafa ráðamenn skellt við því skollaeyrum. Við ítrekum því núna, að þessar fréttir um ástand þorskstofnsins gefa til- efni tíl þess að smábátaútgerð verði efld. Hún skapar þrefalt fleiri störf en togaraútgerð, til- kostnaðurinn er miklu minni og vísindamenn mæla eindregið með notkun önglaveiðarfæra á kostnað togveiðarfæra við upp- byggingu þorskstofna," sagði stjórnvöld bregðast við þá verða áhrifin einhver en þau gætu orðið mismunandi milli fyrirtækja." Davíð Björnsson hjá Landsbréf- um sagðist ekki hafa merkt nein áhrif ennþá en ástæðan væri líklega að almennt hafi lítil viðskipti verið með hlutabréf undanfarnar vikur. Þó hefðu í gær borist tilboð í hluta- bréf sjávanátvegsfyrirtækja sem væru lægri en þau verð sem voru áður. „Það er alveg ljóst að þetta mun hafa áhrif á þau tilboð sem gerð verða og það er frekar að vænta verðlækkana en verðhækk- ana á hlutabréfamarkaðnum. Lík- legt er að þegar ákvarðanir hafa verið teknar um hvernig brugðist verður við þá hefjist viðskipti á nýju verði sem taka mið af þeim ákvörðunum sem liggja fyrir.“ Svanbjörn Thoroddsen, deildar- stjóri hjá Verðbréfamarkaði ís- landsbanka, kvaðst telja að afla- skerðingin hlyti bæði að hafa áhrif á verð hlutabréfa og e.t.v. einnig á ákvarðanir um fyrirhuguð hluta- bréfaútboð í sjávarútvegi. „Það hafa ekki átt sér stað nein við- skipti sem sýna breytingu ennþá en verðið hlýtur hins vegar að lækka,“ sagði hann. Svanbjörn benti á hinn bóginn á að aflaskerðingin hefði mismunandi áhrif á einstök fyrirtæki. Sum væru að stærstum hluta háð þorskveiðum og því hefði skerðingin meiri áhrif á þau. Hjá öðrum væri vægi þorsks minna. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeig- enda, í samtali við Morgunblaðið. Arthur sagði að sér sýndist stað- an ekki leyfa íslendingum annað en að færa veiðarnar af stóru skip- unum yfir á smábáta og minni skip. „Gegndarlaus og síaukin togveiði við landið, bæði inni á flóum og fjörðum, á grunnslóðinni allri, leiðir einfaldlega til þess að þorskstofninn hefur ekki undan. Það er kominn tími til þess að menn hlusti á okk- ur. Það hlýtur að koma að því að togurum fækki í svona árferði." Arthur benti á, að nú væri allur togarafloti Nýfundnalands bundinn við bryggju. „Þar tóku stjórnvöld þá ákvörðun, til verndar byggð og atvinnu eins og hægt var, að taka kvótann af togurunum og færa hann yfir á strandveiðiflotann," sagði hann. „Ég er ekki að halda því fram, að slíkt ætti að gera með einu pennastriki hér, en mér þætti það djarfmannleg ákvörðun hjá ráðamönnum að færa veiðiheimild- irnar í þorskinum yfir á þann flota, sem sækir þorskinn með minnstum tilkostnaði, skapar meiri verðmæti með því og skapar langmesta at- vinnu. Við þurfum nauðsynlega á þessum þáttum að halda, ef á að takast að byggja upp stofninn og forðast glundroða atvinnuleysis," sagði Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Fundur hjá LÍU í gær: Spurðu en tóku ekki afstöðu - sagði Kristján Ragnarsson Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna kom saman til fundar í gær þar sem Gunnar Stefánsson sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnuninni, sem á sæti í fiskveiðiráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknarráðsins, útskýrði þær forsendur sem liggja til grundvallar meðmæla Alþj ó ðahafrannsóknar ráðsins um 40% samdrátt þorskveiða á næsta fiskveiðiári. „Menn spurðu og fræddust um forsendur fyrir þessum tillögum og ræddu síðan hvað menn teldu skyn- samlegt að gera í stöðunni ef þetta yrði niðurstaðan," sagði Kristján Ragnarsson. „Menn tóku ekki af- stöðu til þess heldur ætla að hitt- ast aftur strax og tillögur Hafrann- sóknarstofnunar liggja fyrir um miðjan mánuðinn. Þá verður farið í þessa umræðu af alvöru en þang- að til ætla menn að hugsa málið og velta hlutunum fyrir sér,“ sagði hann. í SUMAR- BÚSTAÐINN OG GARÐINN HEIMA ASPIR 10 stk. í búnti, beinvaxin og glæsileg tré u.þ.b. 2 metra há. Ótrúlegt verð, aðeins kr. 2.990.- búntið Fjögurra ára gamlar, mjög kröftugar og fallegar plöntur, aðeins kr. 198.-stk RÁÐGJÖF Fáið góð ráð fagmanna varðandi plöntuval og staðsetningu. LANDSBYGGÐA- ÞJÓNUSTA Sendum hvert á land sem er. ^ BAKKAR Landnemaplöntur í heilum bökkum: 35 stk. Birkiplöntur kr. 1.395.- < Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. p ló rpw |1 m 4ÍÍ9 i|í» Metsölublaó á hverjum degi. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.