Morgunblaðið - 04.06.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.06.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1992 27 Lokasprettur bandarísku forkosninganna: Clinton tryggir sér útnefn- ingu en Perot hefur stuðn- ing úr báðum flokkunum Vinsældir Bush svipaðar og Carters 1980 Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morpunblaðsins. WILLIAM Clinton, ríkissfjóri Arkansas, tryggði sér útnefningu Dem- ókrataflokksins til forsetaframboðs í haust þegar hann sigraði í forkosningum sem haldnar voru í sex ríkjum á þriðjudag. George Bush Bandaríkjaforseti, sem hefur haft útnefningu repúblikana í vasanum síðan í upphafi maí, sigraði einnig í forkosningunum í Alabama, Kaliforníu, Montana, New Jersey, Nýju Mexíkó og Ohio. H. Ross Perot, milljarðamæringnum frá Texas, sem enn hefur ekki lýst yfir framboði sínu, tókst að skyggja á sigra beggja, þótt nafn hans væri ekki á neinum kjörseðlum. Um þriðjungur kjósenda hvors flokks virðist styðja hann, ef marka má skoðanakannanir, sem gerð- ar voru þegar kjósendur komu af kjörstað. Mest var í húfi, í Kaliforníu og þar var sigur Clintons naumastur. Jerry Brown, fyrrum ríkisstjöri Kali- forníu, veitti honum harða sam- keppni í heimaríki sínu, fékk 40% á móti 48% Clintons. Clinton kom fram í Los Angeles og þakkaði stuðnings- mönnum sínum þegar kjörstöðum var lokað í Kaliforníu á þriðjudag og notaði einnig tækifærið til að gagnrýna stjórn Bush harkalega fyrir að virða að vettugi brýnustu þarfir Bandaríkjamanna. Bush sigraði í forkosningum í öll- um ríkjum Bandaríkjanna. Pat Buc- hanan, sem tókst að velgja Bush undir uggum í upphafi, fékk aðeins yfir 20% fylgi í Kaliforníu en Bush fékk rúmlega 70% atkvæða í öllum ríkjunum sex nema Nýju Mexíkó. Þrátt fyrir þessa frammistöðu virðist Bush veikur fyrir. Hann stendur illa að vígi í skoðanakönnun- um, er nú ámóta óvinsæll og Jimmy Carter þegar hann sóttist eftir end- urkjöri árið 1980 og laut í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Að auki þykja þeir sem eiga að stjórna kosn- ingabaráttu Bush ekki starfi sínu vaxnir og er sérstaklega efast um að þeir séu þess umkomnir að leiða Bush til sigurs verði af framboði Perots. Heyrst hafa vangaveltur um að mjög sé þrýst á forsetann að fá James Baker utanríkisráðherra til að víkja úr sæti um stund til að leika sama leikinn og 1988 þegar Bush sigraði Dukakis eftir að hafa verið á eftir honum í skoðanakönnunum. Clinton stendur nú með pálmann í höndunum eftir fimm mánaða orra- hríð og hefur látið á sjá. Bush hefur lýst því yfir að hann muni neyta allra bragða til að tryggja endurkjör sitt og Clinton getur því verið viss Bill Clinton. um að persónulegum árásum á sig muni ekki linna. Clinton hefur í þokkabót átt erfitt með að komast í sviðsljós ljósvakafjölmiðlanna og má þar meðal annars kenna um þeirri athygli, sem beinst hefur að Perot. Clintons er getið daglega á síðum blaðanna, en Perot hefur sagt að í Ameríku taki enginn eftir því hvað prentmiðlarnir hafi að segja. Það má til sanns vegar færa hvað Perot varðar. Dagblöð hafa undan- farið greint frá því að styrr hafí stað- ið um ýmis viðskipti Perots og sömu- leiðis tilraunir hans til að losna úr herþjónustu þrátt fyrir skuldbind- ingar, sem hann gerði til að ná sér í námsstyrk. Öndvert við ásakanirn- ar í garð Clintons hafa sjónvarps- stöðvarnar iítið sem ekkert íjallað um þessa gagnrýni á Perot og hefur hann haldið áfram að bæta við sig í skoðanakönnunum. Ronald Brown, formaður lands- nefndar Demókrataflokksins, hélt því fram á þriðjudag að almenningur væri „haldinn fáránlegri hrifningu" á Perot og bætti við að svör í skoð- anakönnunum væru í mótmælaskyni og því ekki marktæk. Brown líkti Perot við Jerry Brown og Buchanan, sem báðir hefðu leitað á mið óánægju í atkvæðaveiðum sínum, náð góðum skriði í upphafi, en misst alian vind úr seglum þegar á leið. Frederick Maiek, kosningastjóri hjá Bush, sagði að fylgi Perots, bæri að rekja til óþreyju fólks vegna sjálf- heldunnar í Washington, þar sem demókratar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins, en repúblikanar ráða lögum og lofum í Hvíta húsinu. Paul Tsongas, fyrrum þingmaður demókrata, sem dró sig í hlé í mars vegna fjárskorts eftir að hafa farið vel af stað í forkosningunum, taldi hins vegar að hér væri annað og meira á ferðinni. Nafn Tsongas hef- ur verið áfram á kjörseðlum þótt hann hafi dregið sig í hlé og hann hefur haldið áfram að laða kjósendur að sér og oft fengið rúmlega tíu prósent atkvæða. „Atkvæðin, sem ég fékk eftir að ég hætti - það hefur ekkert þessu líkt gerst áður,“ sagði Tsongas. „Óbreyttir demókratar og repúblik- anar, sem ég ræði við, vilja breyting- ar. Vandinn er sá að stjórnir bæði demókrata og repúblikana eru svo varkárar og helteknar af 'skoðana- könnunum að þær koma ekki auga á það sem blasir við þeim.“ Hafi Tsongas hitt naglann á höf- uðið er í vændum kosningabarátta sem gæti haft í för með sér grund- vallarbreytingar á gang himintungl- anna í festingu bandarískra stjórn- máia. Reynslan segir hins vegar að óháðir frambjóðendur skuli ekki gera sér miklar vonir þótt þeir séu eftir- læti almennings í skoðanakönnunum í upphafi kosningabaráttu því á kjör- dag hafa kjósendur yfirleitt látið þá lönd og leið og ausið vatni sínu á myllu hefðbundnu flokkanna tveggja. Bátsferðir i lHðty: KC 18.00 Ki 19.00 K(. 19.30 \ ni trvrrrsi rrr a Trw-/rinri/Ok'nn \ Borðpantanir og upplýsingar í síma 681045 og 28470. Bátsjérðir í iinut: K( “22.00 KC 23.00 KC 23.30 Opið 28. mal - 20. septeméer TILBOÐ VIKUNNAR - \ ÁDUH ISojT1 KOCKENS STEIK- OG GBI. 121% GBILLOLIA (ÁÐUH 319»- ISÓASÍRIIJS ^yyVLTABlTAB ADURI 195,- 129,- HAGKAUP - alU í einniferö

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.