Morgunblaðið - 04.06.1992, Side 29

Morgunblaðið - 04.06.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 29 EB fer með flota sinn af Miklabanka: Fagnað í hófí á Nýfimdnalandi „MENN dansa ekki beinlínis á götum úti af hrifningu yfir því að EB skuli hafa dregið fiskveiðiflota sinn út af umdeildu fiskimiðunum á Miklabanka. Þarna er tæpast um stefnubreytingu að ræða, enda er okkur kunnugt um, að skipin voru á leið burt hvort eð er, þar sem aflinn var orðinn svo lítill, að veiðar borguðu sig ekki lengur," segir Cabot Martin, framkvæmdastjóri Samtaka sjómanna á grunnsævi, (NIFA), í John’s á Nýfundnalandi, í samtali við Morgunblaðið. Hemaðar- íhlutun möguleg CAVACO Silva forsætisráð- herra Portúgals og forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins sagði á þriðjudag, að óhjákvæmilegt kynni að reynast að beita hervaldi, til að koma á friði í Júgóslavíu, ef refsiaðgerðir bæru ekki árangur. Víða var barist í Bosn- íu í gær og létust að minnsta kosti fjórir menn í sprengjuá- rásum Serba á íbúðahverfí í Sarajevo. í gær óskaði stjóm Króatíu eftir tafarlausri hern- aðaríhlutun NATO eða hins nýstofnaða Evrópustórfylkis Breta og Frakka til þess að koma á friði í Júgóslavíu. STASI rak sérstakan glæpaflokk STASI, leyniþjónusta austur- þýska kommúnistaflokksins, gerði út sérstakan glæpaflokk í Vestur-Berlín og Vestur- Þýskalandi fram til 1989 og borgaði félögum hans fyrir glæpaverkin, allt frá innbrotum til morða. Alexander von Stahl, ríkissaksóknari í Þýskalandi, skýrði frá þessu í gær en vitað er um 500 einstök glæpaverk, þar á meðal um morðið á austur-þýsku knattspyrnuhetj- unni Lutz Eigendorf eftir að hann hafði flúið vestur. Fund- ust upplýsingar um glæpa- flokkinn í leyniskjölum STASI og í framhaldi af því vom 11 manns handteknir í Þýskalandi í gær. Sprenging í kafbáti FORINGI í rússneska sjóhern- um og fimm hásetar létu lífíð þegar sprenging varð i kjarn- orkukafbáti í höfninni í Severo- morsk skammt frá Múrmansk á föstudag í síðustu viku. Segir talsmaður sjóhersins, að sprengingin hafi orðið í þjöppu en ekki valdið neinum skaða á kjarnakijúfnum. Svíar endur- greiða gullið SÆNSKA þingið samþykkti á þriðjudag að greiða Eistum og Litháum 2,75 milljarða ÍSK í bætur fyrir gull, sem þessar þjóðir áttu í Svíþjóð en var af- hent sovétstjórninni árið 1940. Verða teknar upp viðræður við stjórnvöld í Eystrasaltsríkjun- um tveimur um hvernig staðið skuli að bótagreiðslunni en Eistar vilja fá hana í gulli. Samkyn- hneigð leyfð í hernum TVÆR konur í norska hernum ákváðu nýlega að skýra yfir- mönnum sínum frá því að þær væru lesbískar og ættu í ástar- sambandi eftir að hafa frétt af lesbíu sem var rekin úr banda- ríska hernum vegna kyn- hneigðar sinnar. Konurnar vildu fá úr því skorið hvort þær hefðu brotið reglur hersins. Yfirstjórn hersins lýsti því svo yfir í gær að hún sæi ekkert athugavert við að samkyn- hneigt fólk væri í ástarsam- bandi innan hersins. Mikill styr hefur staðið um veiðar skipa frá Evrópubandalaginu á Miklabanka við Nýfundnaland, en miðin eru rétt utan 200 mílna mark- anna. Fiskveiðinefnd Norðvestur- Atlantshafsins hefur bannað þorsk- veiðar á þessum slóðum en EB hefur á hinn bóginn einhliða úthlutað sér 27.000 tonna kvóta á bannsvæðinu. Síðastliðinn mánudag var því svo lýst yfir af hálfu EB að öllum þors- kveiðum yrði þegar hætt og veiðum á öðrum fisktegundum svo sem flat- fiski síðar í mánuðinum. Cabot Martin segir, að menn telji ekki að veiðar EB séu aðalvandinn hvað varðar hrun norðurslóðar- þorsksins, heldur eigin ofveiði Ný- fundlendinga. Veiðar EB séu þó vandi, sem verði að leysa. Staðan í dag sé í raun hörmuleg. Enginn af stærri togurunum sé á þorskveiðum, stóru frystihúsin séu lokuð, trollbátar á grunnslóð hafí ekkert fengið og sömu sögu sé að segja að netaveið- inni. Veiði í gildrur sé rétt að hefjast og byiji hún afar illa. Aðalveiðitíminn byiji ekki fyrr en eftir tvær til þijár vikur. „Það er ýmislegt einkennilegt að gerast hér við Nýfundnaland. Nú sézt ekkert af hrygningarloðnu, en töluvert er af smáloðnu á ferðinni. Hvalurinn hagar sér öðru vísi en áður og sjófuglinn sömuleiðis og mikið af seí er á ferðinni. Staðan er raunar svo slæm, að hér finnst eng- inn hrygningarfiskur. Fiskifræðing- arnir fóru á dögunum í ieiðangur til að rannsaka áhrif togveiða á þorsk við hrygningu. Leiðangurinn mis- tókst algjörlega, því þeir fundu eng- an hrygningarfisk, aðeins ókyn- þroska undirmálsfisk," segir Cabot Martin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.