Morgunblaðið - 04.06.1992, Page 41

Morgunblaðið - 04.06.1992, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JLINÍ 1992 41 fluttist með foreldrum sínum barn- ungur til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Vilmar byrjaði strax sem barn að aðstoða föður sinn í skósmíð- inni og þegar á unglingsárum fór hann að stunda verkamannavinnu. Það kom strax í hans hlut sem elsta bams í fjölskyldunni að hjálpa for- eldrum sínum. Hann mun hafa stundað sjómennsku um nokkurra ára skeið, þá vann hann alllengi í Fiskimjölsverksmiðjunni Kletti. Síð- an stundaði hann hafnarvinnu hjá Skipaútgerð ríkisins um 30 ára skeið, eða þar til hann hætti störfum. Vilmar kvæntist Klöru Huldu Svanlaugsdóttur Thorstensen hjúkr- unarkonu árið 1942 og eignuðust þau 5 börn. Þau eru Eva, hjúkrunar- fræðingur, Erna, framreiðslumaður, Óli Viðar, rafeindavirki, Svanhildur Edda, hjúkrunarfræðingur, og Bald- ur Pétur, læknir. Öll eru þau gift og barnabörnin munu vera tuttugu og svo munu vera nokkur bama- barnabörn. Ég held að Vilmar hafí lifað ákaf- lega hamingjusömu einkalífi. Hann mat mikils og dáði konu sína. Börn hans voru honum ákaflega kær og þau risu undir því, þau eru öll mann- vænleg. Dagsbrún stendur í ákaflega djúp- ri þakkarskuld við Vilmar. Hann var traustur félagsmaður, um árabil trúnaðarmaður, á vinnustað oft kvaddur til vegna samninga og ýmissa trúnaðarstarfa. Aldrei lét hann sig vanta þegar mikið lá við og var einn af þessum góðu mönnum í kjarna Dagsbrúnar sem gerði félag- ið sterkt og öflugt. Vilmar var maður hávaxinn og beinvaxinn og ljóshærður og bjartur yfirlitum á yngri ámm. Þrekmikill hugsjónamaður og tíðum fánaberi félagsins 1. maí. Hann var vinsæll af vinnufélögum Sínum enda mörg- um kostum búinn, spaugsamur og glettinn. Ég man að hjá skrifstofu- stúlkum Dagsbrúnar var hann aufú- sugestur og ef böm starfsmanna voru á skrifstofunni sagði hann við þau að hann væri „ljóti karlinn“. En börn eru næm — þau sóttu til hans. Mér er sagt að það hafi verið hugsjónaríkt glæsimenni sem var fánaberi Dagsbrúnar, þegar Vilmar á yngri árum var fánaberi. Hann var róttækur í þjóðfélagsskoðunum, en fyrst og síðast var hann Dagsbrún- armaður. Síðustu árin átti Vilmaf við vanheilsu að stríða og var af og til á Vífilsstöðum síðustu árin. Hann var lagður til moldar 2. júní sl. og að eigin ósk fór útför hans fram í kyrrþey. Ég óska afkomendum hans öllum blessunar og megi barátta og hug- sjónir Vilmars um fegurra og réttlát- ara mannlíf fylgja Verkamanna- félaginu Dagsbrún. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar. Elsku afi okkar, Vilmar Herbert, er dáinn. Fréttin kom okkur ekki alveg á óvart en var þó svo sár þeg- ar að henni kom. Sár vegna þess að afí var okkur svo kær. Afi var alla tíð mikið hraustmenni þar til hann veiktist af lungnasjúk- dómi fyrir nokkrum árum. Undanf- arin tvö ár var afí oft mjög veikur en náði sér alltaf ágætlega inn á milli með dugnaði og lífsgleðinni einni saman. I veikindum afa var Hulda amma hans stoð og styrkur og stóð hún eins og klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Afi var einstakur maður og mikill persónuleiki. Hann hafði ríka kímni- gáfu og skemmtilega frásagnargáfu sem kom öllum í gott skap sem í kringum hann voru. Afí gat alltaf séð skoplegu hliðarnar á tilverunni og var sérstaklega hnyttinn í tilsvör- um. Hann naut sín best í fámennum hóp og var þá jafnan hrókur alls fagnaðar. Aldrei minnumst við þess að hafa heyrt hann hallmæla nokkr- um manni, en stóð jafnan með þeim er minna máttu sín'. Afi var mjög stoltur af fjölskyldu sinni, börnunum fimm, barnabörn- unum sautján og litlu barnabarna- börnunum sínum. Hann fylgdist vel með okkur ölíum og var hreykinn yfir hveijum sigri okkar í námi, leik og starfi, hvatti okkur ef einhveijir ósigrar urðu. Stoltastur var hann {)ó yfír perlunni sinni, henni ömmu. Á milli þeirra ríkti djúpur kærleikur og virðing hvort fyrir öðru. Alltaf var gott að koma í heimsókn til þeirra í Stigahlíðina og fínna þá ein- stöku hlýju og vináttu sem þau voru svo rík af. Heimili þeirra var eins ionar vin í kapphlaupi nútímans. Vin þar sem kærleikur ríkti, kærleik- ur sem umber allt og gefur lífínu gildi. Við þökkum afa allar þær góðu samverustundir sem við höfum átt með honum og geymum með okkur góðar minningar um mann sem við mátum mikils. Elsku amma, megi Guð styrkja þig og leiða í sorg þinni. Kær kveðja. Barnaböm. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HAFSTEINS ORMARS HANNESSONAR frá ísafirði, Grandavegi 47, Reykjavík. Kristín Bárðardóttir, Bárður Hafsteinsson, Edda Gunnarsdóttir, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, Einar Pétursson, Hannes Hafsteinsson, Soffía Jóhannsdóttir og barnabörn. LA GEAR DAGAR 1 - 6 JUNI Húfa og bolur á 1 kr. A La Gear dögum gefum við viðskiptavinum okkar sem kaupa skó tækifæri á að tryggja sér húfu og bol á aðeins 1 krónu Opið lauqardag 10-16 getffl GEAR LA Laugavegi 62 Sími 13508 FYRSTIR & FRBMSTIR í FJALLAHJÓLUM SPECIAUZED USA urðu fyrstir í heiminum til að framleiða fjallahjól og hafa síðan verið í fararbroddi og boðið upp á bestu fjallahjól sem völ er á, enda þrautreynd af fremstu hjólreiðaköppum heims við öll hugsanleg skilyrði SPECIALIZED USA: TÆKNILEG FULLKOMNUN I FARARBRODDI NED OVEREND, FJORFALDUR HEIMSMEISTARI OG FIMMFALDUR BANDARÍKJAMEISTARI, ER LIFANDI GOÐSÖGN OG KEPPIR AUÐVITAÐ Á SPECIALIZED FJALLAHJÓLI. SENDUM I POSTKROFU UM LAND ALLT SKEIFUNNI I 1 VERSLUN SÍMI 679890 VERKSTÆÐI SÍMI 679891 OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10 -14 RAÐGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.