Morgunblaðið - 04.06.1992, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 04.06.1992, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1992 59 KNATTSPYRNA / HEIMSTARAKEPPNIN Heyra hefði mátt saumnál detta á Nep-leikvanginum - þegar Hörður Magnús- son skoraði sigurmark, 2:1, íslands gegn Ungverjalandi í Búdapest í gærkvöldi GÓÐUR knattspyrnuleikur er hvers manns yndi, en að sjá landslið íslands standa sig vel, einkum og sér í lagi á erlendri grundu kitlar ávallt hjarta litla íslendingsins. Það var ólýsanlegt, þegar ísland gerði jafntefli við Sovétríkin í Moskvu fyrir þremur árum, mikill fögnuður greip um sig, þegar íslendingar lögðu Spánverja af velli á Laugardalsveili s.l. haust, en á þjóðarleikvanginum í Búdapest í gærkvöldi mátti heyra saumnál detta á meðal 11.000 þúsund áhorfenda, þegar Hörður Magnússon gerði sigurmark íslands gegn Ungverjum í undankeppni heimsmeistara- mótsins. 2:1 sigur gegn fyrrum stórveldi, sem hefur sett stefnuna á fyrri stall, er glæsilegt afrek, sem seint líður úr minni. U Steinþór Guðbjartsson skrifarfrá Búdapest ngverjar byrjuðu með miklum látum, rétt eins og íslenska U-21 árs liðið í fyrrakvöld, og náðu strax að skora. Ekki aftur kom fyrst upp í hugann og fram- haldið næstu mínút- ur varð ekki til þess að létta brúnina. Hvað eftir annað komust Ungveijar í gegn og um miðjan hálfleikinn virtist semí þeir ætluðu endanlega að gera út um leikinn. En Birkir Kristinsson sá við Kálman Kovács og skyndisóknir íslendinga gáfu ástæðu til að ætla að þeir sættu sig ekki við orðinn hlut. Strákarnir komu greinilega með breyttu hugarfari til leiks eftir hlé og jöfnunarmarkið gaf mönnum byr undir báða vængi. Leikurin róðaist og því má segja að sigurmarkið hafi komið sem þruma úr héiðskíru lofti. Eftir það sóttu heimamenn stíft, en voru of ákafir í aðgerðum sínum. íslenska liðið hugsaði fyrst og fremst um að halda fengnum hlut og þó sóknarþungi Ungveija væri mikill var aldrei veruleg hætta. Birkir, Guðni, Rúnar Allt getur gerst í knattspymu, en þrennt gerði það að verkum að Island sigraði að þessu sinni. í fyrsta lagi var það frábær mar- kvarsla Birkis um miðjan fyrri hálf- leik. Hefðu Ungveijar bætt öðru marki við hefðu úrslitin verið ráðin. í annan stað urðu Ungveijar fyrir áfalli þegar Vincze varð að fara meiddur af velli eftir að hafa lent í návígi við Guðna. Jöfnunarmarkið fylgdi i kjölfarið. 1 þriðja lagi stjóm- aði Rúnar spilinu af mikilli snilld og átti stóran þátt í báðum mörkun- um. Júgóslavía ekkimeð Júgóslavar eru ekki taldir upp í stöðu þeirri, sem Reuter-fréttastofan sendi um stöðu mála í 5. riðli HM í Evr- ópu. Eins og staða mála er nú er Júgóslavía ekki inni í myndinni, en staðan í riðlinum er þessi: Grikkland.......1 1 0 0 1:0 2 ísland..........2 1 0 1 2:2 2 Ungvetjaland....1 0 0 1 1:2 0 Luxemborg.......0 0 0 0 0:0 0 SSR.............0 0 0 0 0:0 0 ■SSR er fyrir Samveldi sjálfstæðra ríkja, fyrrum Sovétriki. Ekki er enn vitað hvemig landslið SSR verði skip- að, eftir EM í Svíþjóð. ■Tvö efstu liðin í riðlinum komast í HM í Bandaríkjunum 1994. Ungverjaland - Island Nep-leikvangurinn i Búdapest, undankeppni heims- meistaramótsins, 5. riðill, miðvikudaginn 3. júní 1992. Aðstæður: 25 stiga hiti, skýjað og logn. Mjög góður völlur. Leikið var við flóðljós frá því seint i fyrri hálfleik. Mark Ungverjalauds: Kalman Kovacs (3.) Mörk íslands: Þorvaldur Örlygsson (51.), Hörður Magnússon (73.) Gult spjald: Kristinn R. Jónsson (57.), Baldur Bjama- son (83.) Rautt spjald: Enginn. Dómari: Italinn Amendolia. Áhorfendur: 10.000 Ungveijaland: Zsolt Petry, Andras Telek, Ervin Kovacs, Emil Lorincz, Tibor Simon, Zsolt Limperger, Istvan Pisont (Tibor Balogh 78.), Istvan Vincze (Denes Eszenyi 54th), Jozsef Keller, Jozsef Kiprich, Kalman Kovacs. tsland: Birkir Kristinsson — Andri Marteinsson, Guðni Bergsson, Kristján Jónsson, Valur Valsson — Þorvaldur Örlygsson, Kristinn R. Jónsson (Baldur Bragason 80.), Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarsson,-Baldur Bjarnason — Sigurður Grétarsson (Hörður Magnússon 64.) Slgurður Grétarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, í hita leiksins. gegn Tyrkjum í Izmir fyrir tólf árum. Reuter Sigurður lék einnig í sigurliði íslenska liðið vann saman að settu marki og það er ánægjulegt, þegar sigur vinnst í heimsmeistara- keppni. En Ásgeir þarf að líta í mörg hom og ekki er hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að Ung- veijar voru lengstum með boltann og sóttu mun meira. Helsta áhyggjuefnið er byijunin, en fyrst U-21árs liðunu tókst að ná undir- tökunum frá fyrstu mínútu er ekki ástæða til að örvænta — landsliðið hlýtur að geta sett fyrir lekann. Andri í nýju hlutverki örgum hefur eflaust brugðið, þegar tilkynnt var að Andri Marteinsson yrði hægri bakvörður. Hann hefur aldrei áður leikið þá stöðu í heilum leik, en spilaði sem slíkur annan hálfleikinn í æfmga- ieik gegn Blau-Weiss Berlín á Möltu í vetur. Hann komst hins vegar vel frá sínu og var ánægður með árang- urinn. „Ef þetta er sú staða, sem kemur mér inn í landsliðið, þá er ég ánægð- ur. Ég fékk hins vegar góða hjálp frá mér reyndari mönnum og Guðni stýrði mér vel. Ásgeir lagði dæmið þannig upp að þeir myndu koma upp hægra meginn og stinga yfir. Ég varð því að gæta mín á því að vera alltaf um það bil tvo metra fyrir innan kantmanninn, þannig að hann hefði ekki tækifæri til að komast framhjá mér. Þetta var erf- itt, en það tókst.“ Sigurður bað um skiptingu Sigurður Grétarsson, fyrirliði, bað um skiptingu um miðjan seinni hálfleik og tók Hörður Magn- ússon stöðu hans frammi. „Ég hef verið með hálfgerða flensu síðustu tvo daga og fékk svimaköst í,leiknum. Því bað ég um skiptingu, því það hafði engan til- gang að vera inná. Eins var þetta of mikið álag fyrir mig í þessu ástandi." Sigurður fór inn í stöðunni 1:1 og lagðist á bekk. Þegar Hörður gerði annað mark íslands hljóp Við- ar Halldórsson, landsliðsnefndar- maður, inn til að segja fyrirliðanum tíðindin. „Þegar hann sagði mér frá stöðunni ætlaði alveg að líða yfir mig. Næstu mínútur voru erfíðar, en það var ánægjulegt að fá stað- festingu á sigrinum." Rúnar Kristinsson og Kristinn R. Jónsson_ báðu einnig um skipt- ingu, en Ásgeir Elíasson sagðist hafa ákveðið að pína Rúnar, en skipta Kristni útaf, þar sem hann hefði kvartað um eymsl í hnjám. Fyrsti sigur Islands á útvelli í undankeppni HMí 12ár Fyrir leikinn gegn Ungverjum í Búdapest í gærkvöldi hafði islenska landsliðið ekki unn- ið á útivelli í undankeppni heimsmeistara- mótsins í 12 ár. ísland vann Tyrki 3:1 í Izm- ir 24. september 1980. Þá skoruðu þeir Jan- us Guðlaugsson, Albert Guðmundsson og Teitur Þórðarson í fyrsta sigri íslands í und- ankeppni HM. Sigurður Grétarsson, fyrirliði íslenska liðsins, kom inná sem varamaður í Izmir og lék nú í Búdapest. Hann hefur því verið í báðum sigur- leikjum íslands á útvelli í undankeppni HM. Sig- urður lék í gær 16. leik sinn í undankeppni HM. Ásgeir Sigurvinsson á flesta HM-leiki Islendinga að baki, 20, þannig að Sigurður hefur góða möguleika á að bæta það met. Viðar Halldórsson, landsliðsnefndarmaður, lék einnig með íslenska liðinu í Izmir 1980 en hann var einn fararstjóra landsliðsins í Búdapest í gær og varð því vitni að öðrum sigri íslands í undan- keppni HM. IB^VEftir glæsilegt þríhyrningsspil komst ■ \#Keller inn á vítateig íslendinga, Birkir varði skot hans vel í stöng, Kiprich reyndi að skalla í netið en hitti knöttinn varla, en Kalman Kovacs fylgdi vel á eftir og skoraði auðveldlega. Þetta var strax á 3. mín. 1:1 Rúnar Kristinsson vann knöttinn utan ■ ■ vítateigs Ungveija, sendi á Sigurð Grét- arsson sem sendi viðstöðulaust inn á teiginn þar sem Rúnar og Þorvaldur Örlygsson voru komnir aleinir í gegn. Þorvaldur lyfti laglega yfir mark- vörðinn sem kom á móti og í fjærhornið, á 61. mín. ■ ■Eías ■ diskammt framan við miðju, sendi á Krist- inn Rúnar Jónsson sem átti fallega þversendingu frá vinstri yfír á hægri kant, þar sem Andri Mar- teinsson brunaði fram. Þegar hann nálgaðist enda- mörkin gaf Andri mjög góða sendingu inn í teig, Rúnar Kristinsson var rétt innan við vítapunkt, henti sér fram og skallaði, markvörðurinn varði en Hörður Magnússon var snöggur að átta sig, skaust fram á undan undrandi vamarmönnum og „hamraði“ knöttinn upp í samskeytin af stuttu færi. Glæsileg tilþrif á 73. mín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.