Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÐESEMBER 1993 Forstjóri Granda Sérstakur tekjuskatt- ur á útgerð? BRYNJÓLFUR Bjarnason, for- sljóri Granda hf., segir að veiði- leyfagjald sé ekki tímabært en ef það verði mat manna síðar að óþolandi ágóði sé innan útgerðar þá komi til álita hærri tekjuskatt- ur fyrirtækja í þeirri grein en al- mennt gerist. Kom þetta fram á fundi Félags fijálslyndra jafnað- armanna í gærkvöldi. Brynjólfur sagðist telja eðlilegt að veiðileyfagjald yrði rætt í samhengi við gjaldtöku fyrir nýtingu auðlinda almennt þannig til dæmis að gos- drykkjaframleiðendur greiddu fyrir vatnið og bændur afréttagjald. Sagði hann stöðu sjávarútvegs þannig að hann stæði ekki undir gjaldtöku núna. „Ef einhver ofsagróði myndast í þessari atvinnugrein mun hann koma fram í greiðslu tekju- skatts. Ég tel jafnvel koma til greina að þessi fyrirtæki greiði hærri tekju- skatt en almennt gerist, eftir að tekið hefur verið tillit til réttlátra arðsemis- greiðslna til hluthafa, ef það er mat manna að óþolandi ágóði verði af starfseminni,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði ennfremur að sjávar- útvegsfyrirtæki hefðu fram til þessa fjárfest í þeirri trú að sérstök skatt- lagning kæmi ekki til og þess vegna yrðu þau að fá arð af þeim fjárfest- ingum á næstu árum áður en veiði- leyfagjald kæmi til greina. Forsíða Morgunblaðsins 1. desember 1918. Fullveldis- blaðið 1918 í DAG eru 75 ár liðin frá því er ísland varð fullvalda ríki. í tilefni af því fylgir Morgunblað- inu í dag sérprentun, B-blað, á 21. tölublaði 6. árgangs Morg- unblaðsins, sem kom út sunnu- daginn 1. desember 1918 svo og blaðið, sem kom út daginn eftir, mánudaginn 2. desember. Á miðsíðu blaðsins í dag eru auk þess kaflar úr bók Gíslá Jónssonar um fullveldisárið og úr ritinu um Sjálfstæðisflokkinn gamla eftir Matthías Johannes- sen. Forystugrein blaðsins heitir: „Fullveldi íslands 75 ára“. ídag Vestfjaröagöng_________________ Líkur eru til að Botnsheiðargöng verði notuð í hugsanlegum neyðartil- vikum síðla vetrar 24 Áverkar Áverkum eftir ofbeldi hefur fjölgað um 20% frá árinu 1980 24 Mafían Réttað eryfir fimm æðstu foringjum ítölsku mafíunnar á Sikiley 28 Leiðari Fullveldi íslands 75 ára 30 SVIPMYND frá vikivaka. Morgunblaðið/Þorkell Þ|óðemisdagur í Artúnsskóla ÞJÓÐERNISDAGUR var haldinn í gær í Artúnsskóla í tilefni af fullveldisdeginum. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur dagur er haldinn í skólanum og er tilgangurinn að vekja nemendur betur til vitundar um ástæður þess að 1. desember er frídagur. Ellert Borgar Þorvaldsson skólastjóri Ártúnsskóla sagði í samtali við Morgunblaðið að hug- myndin að deginum hefði sprottið upp hjá kennurum skólans og að undanfarin ár hefðu ýmsir fletir á sögu fullveldisins verið teknir til skoðunar síðasta dag nóvem- bermánaðar. Að þessu sinni var lögð áhersla á þjóðlegan mat, þjóðlegan fatnað, þjóðleg lög og ljóð, þjóðdansa og þjóðlegar íþróttir. Dagskráin fór fram á fímm stöðum innan skólans. Hægt var að horfa á glímu, bragða á þjóð- legum réttum, syngja og dansa vikivaka og var nemendum skipt í hópa. Sumir kennara skólans mættu til vinnu í þjóðbúningi og einnig fengu nokkrir nemendur lánaðan fatnað hjá Þjóðdansa- félaginu. Var krökkunum boðið upp á slátur, sviðasultu, hákarl, NEMENDUR og kennarar spá í glímutökin. harðfísk, flatkökur með hangi- kjöti og mysu og áhersla lögð á að allir smökkuðu á öllu. Var ekki að sjá annað en að krakkarn- ir skemmtu sér hið besta. Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra um erfíðleika iimaiilaiidsflugs Flugleiða Áhyggjur af að hluthaf- arnir endurskoði hug sinn HALLDÓR Ásgrímsson alþingismaður gagnrýndi harðlega ákvörðun um 14% virðisaukaskatt á ferðaþjónustu frá næstu áramótum við um- ræður um frumvarp fjármálaráðherra um breytingar í skattamálum á Alþingi í gær. Sagði hann að skattlagningin kæmi sérstaklega illa nið- ur á innanlandsfluginu. Farþegum mundi fækka, þjónustan minnka og sagði hugsanlegt að Flugleiðir myndu telja sig nauðbeygða að leggja innanlandsflug félagsins niður. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að erfiðleikar væru mikl- ir í innanlandsfluginu m.a. vegna bættra vegasamgangna og róðurinn myndi þyngjast vegna upptöku virðisaukaskattsins, en ekki hefði verið um marga kosti að velja tii að brúa bil ríkissjóð sem hefði þurft að taka á sig þungar byrðar frá fortíð- inni. „Ég hef af því þungar áhyggjur að hluthafar í Flugleiðum muni end- urskoða hug sinn gagnvart því að láta utanlandsflugið bera uppi þann mikla halla sem er á innanlandsflug- inu. Það hefur af þessum sökum komið upp sú rödd innan félagsins hvort rétt kunni að vera að skipta félaginu í tvennt. Við getum líka velt því fyrir okkur hvort unnt sé að ná meiri hagræðingu í innanlands- fluginu því vitanlega skipta vegimir verulegu máli um þann fjölda sem með því fer,“ sagði Halldór Blöndal. Hann sagði að ekki lægju fyrir upplýsingar um afkomu í innanlands- fluginu á þessu ári en þó mætti áætla að tapið væri nálægt 3-400 milljónum kr. ef tekið væri mið af reynslu undanfarinna ára. Sagði hann að nú væri unnið að úttekt á áhrifum af upptöku 14% virðisauka- skatts á ferðaþjónustuna. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að fyrirtæki í innan- landsflugi töpuðu um 200 millj. kr. á ári vegna innanlandsflugsins, sem væri yfír 10% af veltu. Menn óttuð- ust nú að markaðurinn myndi drag- ast saman þegar skatturinn legðist á en hann gæti kostað flugreksturinn í heild yfír 100 millj. kr. Urskurður fefldur úr gildi ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur fellt úr gildi úrskurð Samkeppnisráðs á hendur Myndmarki o.fl., en lögmaður Myndmarks áfrýjaði málinu til Áfrýjunarnefndar á þeirri forsendu að við meðferð málsins hafi verið brotinn réttur á úrskurðarþolendum til að tjá sig um málið. Á þetta féllst áfrýjunarnefndin og úrskurðaði hún að Sam- keppnisráð skyldi fjalla um málið á nýjan leik. Samkeppnisstofnun taldi að mynd- bandaútgefendur innan Myndmarks hefðu brotið gegn ákvæðum sam- keppnislaga með því að hafa breytt afsláttarkjörum sem áður giltu gagn- vart myndbandaleigum og með því að hafa sammælst um mismunandi afslátt af verði myndbanda til mynd- bandaleiga eftir því hvort þeir væru aðilar að Myndmarki eða ekki. Jafn- framt hafí forsvarsmenn Myndmarks gerst brotlegir með því að samræma lágmarksútleigu fyrir myndbönd og gera það að skilyrði fyrir aðild að Myndmarki að myndbandaleigur leigi ekki út myndbönd undir hinu samræmda lágmarksleigugjaldi. Var myndbandaútgefendum innan Mynd- marks og forsvarsmönnum Mynd- marks gert að láta af hinu ólögmæta atferli þegar í stað, en að öðrum kosti myndu samkeppnisyfirvöld beita við- urlögum í samræmi við 53. grein samkeppnislaga. Samkeppnisráð féllst á þennan úrskurð óbreyttan. r Ur verinu ► Stöðug bræla og léleg afla- brögð - Flest kaupskipin skráð erlendis - Þúsund störf tapast ef veiðar krókabáta minnka um helming Jólamatur ogföndur ► Kryddaðir kaffídrykkir - Piparkökur - Verðlaunakonf- ekt - Ensk jólakaka - Jólabrauð - Jólaskraut - Grillað á gaml- árskvöld - Nýárshlaðborð Myndasögur ► Föndur fyrir jólin - Pétur Oddbergur gefur út sinn eigin Mogga - Geir Sveinsson - Veistu svarið? - Smásagnakeppni - Búiðtiljólakort Myndasaga um Grýlu MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag á bls. 16 fyrsta hluta nýrrar mynda- sögu sem nefnist Grýlugengið. Þetta er saga Grýlu og bónda hennar Leppalúða, einnig koma við sögu synirnir þrettán og jólaköttur- inn. Sagan birtist í átta skipti, á miðvikudögum og sunnudögum fram til jóla. Síðasti hlutinn birtist á að- fangadag, 24. desember. Þá mun Grýla telja dagana til jóla á baksíðu blaðsins þangað til fyrsti jólasveinninn kemur til byggða, en þá birtast þeir hver á eftir öðrum til að telja dagana. Myndirnar eru teiknaðar af Hollendingnum Leend- ert Jan Vis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.