Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 29 Lögum líknardráp í Hollandi ÖLDUNGADEILD hollenska þingsins samþykkti í gær um- deilda áætlun um líknardráp og hvaða reglur skuli um það gilda. Var það samþykkt með 37 at- kvæðum gegn 34 og er þá ekkert í vegi fyrir því, að ríkisstjórnin leggi fram lagafrumvarp um líkn- ardráp og er það fyrirhugað í janúar næstkomandi. Stórgræða á tapinu KVIKMYNDIN Batman, sem rakað hefur saman meira en 80 milljörðum ísl. kr. í hagnað síðan hún var sýnd árið 1989, er samt enn 730 milljónir kr. í mínus á pappírunum. Kom þetta fram hjá lögfræðingi Batfilm Productions, fyrirtækis, sem hafði einkarétt á Leðurblökumanninum, en hann hefur höfðað mál á hendur Warn- er Bros, framleiðanda kvikmynd- arinnar, og heldur því fram, að það hafi haft gífurlegt fé af um- bjóðanda sínum með bókhaldsb- rellum. Samkvæmt samningi fyr- irtækjanna átti Batfilm að fá 300.000 doliara og 13% af hagn- aði af myndinni en samkvæmt bókhaldinu hjá Warner Bros er hann enginn, heldur stórtap. Langlífir Kín- verjar GONG Laifa, sem er 131 árs gamall og elsti karl í Kína, þakk- ar langlífi sitt reglu- og iðjusemi og ekki síst einlífinu en hann hefur alla tíð verið ókvæntur. „Síðustu 100 árin hefur lif hans verið í föstum skorðum og hver dagur öðrum líkur,“ sagði í Kín- verska dagblaðinu en Gong vann til skamms tíma 11 tíma á dag á hrísgijónakrinum sínum í Guiz- hou-héraði. Kong Ying, elsta kon- an í Kína, 122 ára, neitar sér hins vegar ekki um lífsins listi- semdir og er mikil matarmann- eskja. Streitan bug- ar Holst JOHAN Jörgen Holst, utanríkis- ráðherra Noregs, sem átti mikinn þátt í friðarsamkomulagi ísraela og Palestínumanna, er kominn á sjúkrahús vegna streitu og álags. Varð hann að hætta við fyrirhug- aða þátttöku í fundi RÖSE í Róm í gær og í dag og fundi utanríkis- ráðherra NATO í Brussel á morg- un og á föstudag. Þá hefur hann einnig aflýst Fraklandsferð um helgina. Holst hefur verið ákaf- lega önnum kafinn utanlands sem innan undanfarnar vikur. Reuter. Lausir úr haldi hjá Tyrkjum TYRKNESKUR dómstóll ákvað í gær að leysa sex stuðningsmenn breska fótboltaliðsins Manchest- er United úr haldi en þeir voru handteknir fyrir leik liðsins gegn tyrkneska liðinu Galatasray í Evrópubikarkeppninni þann 3. nóvember sl. Bretarnir sex voru sakaðir um ölvun og óspektir á almannafæri og skemmdarverk. Á myndinni má sjá lögmann sex- menninganna lengst til vinstri hlýða á úrskurð dómarans en aftar sitja bresku sakborningarn- ir, sem voru frelsinu mjög fegnir enda eru fangelsin í Tyrklandi ekki kunn fyrir að búa vel að vistmönnum sínum. Skoðanakannanir í Rússlandi fyrir kosningarnar 12. desember Umbótaflokkar með míkla yfirburði í stórborgunum Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. KJÖRDAGUR nálgast óðum í Rússlandi og línur eru að skýrast hvað snertir samsetningu nýja þingsins. Lítið er samt vitað um afstöðu fólks í afskekktum byggðum og sveitum en talið víst að þar eigi kommúnist- ar og þjóðernissinnar mun meiri stuðning en í borgunum. I skoðana- könnun sem danska Gallup-stofnunin gerði í samvinnu við rússneska kannanafyrirtækið VCIOM fyrir nokkrum dögum í 24 borgum kom fram að stærsti flokkurinn, Valkostur Rússlands, með umbótasinnann Jegor Gajdar aðstoðarforsætisráðherra í fararbroddi, hefur þar 29,2% fylgi. Næstur í röðinni er annar umbótaflokkur undir forystu Grígorís Javlínskís hagfræðings, með 20,5% fylgi, þriðji er kommúnistaflokkur- inn, 7,7%, og í fjórða sæti er fremur afturhaldssamur flokkur, Lýðræð- isflokkur Rússlands, með 7,3%. Nokkrir þekktir harðlínukommúnistar frá sovétskeiðinu eru taldir öruggir um þingsæti. Anatólí Lúkjanov, forseti sovéska Æðsta ráðsins, var talinn helsti leið- togi valdaránsins í ágúst 1991 þótt hann styddi það ekki opinberlega. Hann á yfir höfði sér þungan dóm, jafnvel dauðarefsingu ef hann verður fundinn sekur en kosningarnar gætu flækt málið. Lúkjanov býður sig fram í Smolensk þar sem margir hafa misst vinnuna vegna hruns Sovétríkj- anna og hugsa því umbótasinnum þegjandi þörfiná. Einnig er Lúkjanov svo ofarlega á landslista kommúnista að hann er nær öruggur um þing- sæti og yrði því að svipta hann þing- helgi til að dæma hann. Sumir heim- ildarménn telja að Borís N. Jeltsín forseti muni jafnvel gefa út sérstaka tilskipun til að hindra Lúkjanov í að ná kjöri. Grígorí Javlínskí var um hríð með- al ráðgjafa Míkhaíls Gorbatsjovs, síð- asta Sovétforsetans sem nú hamast gegn Jeltsín og umbótastefnu hans í fyrirlestrum á Vesturlöndum. Javl- ínskí nýtur mikillar virðingar þrátt fyrir ungan aldur. Hann segist ekki óttast að Jeltsín muni misnota vænt- anlega stjórnarskrá þar sem gert er ráð fyrir geysimiklum völdum for- setaembættisins. „En verði nýr for- seti kjörinn gæti það orðið aftur- haldsmaður. Við ríkjandi aðstæður í landinu gæti stjórnarskráin orðið stórhættulegt tæki“. Ástir og örlög Zhírínovskís Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn fékk 3,4% í áðurnefndri könnun. Hann stendur ekki undir nafni að mati Vesturlandabúa, stefnan er sambland af nýfasisma og rúss- neskri þjóðrembu. Vladímír Volfo- vítsj Zhírínovskí, leiðtogi flokksins, fékk um 10% atkvæða þegar hann bauð sig fram í forsetakjörinu 1991, þá sigraði Jeitsín. Zhírínovskí er fullur eldmóðs og segist dreyma um þann dag er „rúss- neskir hermenn geta þvegið stígvélin sín í Indlandshafi", að sú stund renni upp að umheimurinn beri á ný virð- ingu fyrir Moskvuvaldinu og óttist það. Hann segist vera „hófsamur á öllum sviðum" en sé fastur fyrir þeg- ar hagsmunum ríkisins sé ógnað. Á "• . | | i ■ T 1 Vladímír Anatólí Lúkjanov Zhírínovskí fundi með fréttamanni gengur hann skyndilega að landakorti, bendir á gömlu sovétlöndin, vesturhluta Tyrk- lands, Afganistan og íran. „Við munum rita orðið „Rússland" gullnu letri hérna“. Hann stærir sig af því að hafa aldrei verið kommúnisti, segir bolsé- vikka hafa rænt völdunum 1917 og nauðgað þjóðinni, Stalín hafa mis- þyrmt eigin flokki og þjóð. Leiðtogar eftir daga Stalíns hafi eingöngu hugsað um að skara eld að eigin köku. Zhírínovskí studdi Jeltsín í slagnum við þingið í haust og virðist bera óttablandna virðingu fyrir for- setanum, skríður bókstaflega fyrir honum á fundum. Hann styður ein- dregið stjórnarskrárdrög Jeltsíns, segir þau í samræmi við stefnu sína um sterkt forsetavald. Zhírínovskí, sem er 47 ára gam- ali, reynir að físka í gruggugu vatni, höfðar fyrst og fremst til þeirra sem deila með honum vonbrigðum og særðu stolti þjóðernissinnans sem svíður að föðurlandið skuli ekki leng- ur vera risaveldi. Hann hefur ritað bók um einmanalega ævi sína, kulda samferðamannanna og ástarsorgir. „Ég ólst upp í veröld þar sem hvergi var hlýju að finna, ekki frá foreldrum mínum, heldur ekki vinum eða kennurum. Mér fannst einhvern veginn að ég væri óþarfur, alltaf fyrir öllum, að sífellt væri verið að hnýta í mig.. . Ef ég hefði fundið ástríka konu hefði ég ef til vill getað eytt helmingnum af orkunni eða mestum hluta hennar í hana“. Samhjálp kvenna ^ KAFFIKVOLD A AÐVENTU Stuðningshópur kvenna sem gengist hafa undir aðgerð vegna brjóstakrabbameins bjóða á kaffikvöld f Skógarhlíð 8, í húsi Krabbameinsféiagsins á fimmtudaginn 2. desember, kl. 20.30. Gestur kvöidsins, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, flytur hugvekju. Allir velkomnir Kaffiveitingar UÓÐ UM BORGINA OG ÁSTINA HÚSIN OG GÖTURNAR EFTIR KRISTJÁN ÞÓRÐ HRAFNSSON Kristján ÞórSur Hrafnsson er fæddur áriS 1968. Hann hefur numið bókmenntir í Bandaríkjunum, á Islandi og í Frakklandi v og hefur áSur sent frá sér eina IjóSabók, / öðrum skilningi, áriS 1989. Auk þess hefur hann birt IjóS og þýöingar á IjóSum liSinna alda í blöSum, tímaritum og safnritum skálda. LjóS Kristjáns ÞórSar eru bæSi háttbundin og í frjálsu formi. AthyglisverÖ^5 y eftir ungan höhft^ á> ALMENNA BOKAFELAGLÐ HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.