Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Ætla sér að rústa okkur - segir Þorbergur Aðalsteinsson um landsleikinn í Króatíu í kvöld „ÞETTA er leikur sem strákarnir hafa beðið eftir. Þeir eru komn- ir hingað til Zagreb til að sýna og sanna að þeir eru traustsins verðugir. Þeir eru klárir í slaginn allir sem einn,“ sagði Þorberg- ur Aðslsteinsson, landsliðsþjálfari, eftir fyrstu æfingu landsliðs- ins ígær, en ísland leikurgegn Króatfu íEvrópukeppni landsliða í kvöld. Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir bæði landsliðin, því sæti í úrslitakeppni EM í Portúgal er í húfi. „Þetta er þýðingar- meiri leikur fyrir okkur, þvísigur gefur okkur möguleika áað taka þátt í heimsmeistarakeppninni á íslandi 1995 og þar er keppt um sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996," sagði Zdravko Zovko, þjálfari Króatfu, á fundi með fréttamönnum f gær. Morgunblaðið/Bjarni Guðmundur Hrafnkelsson hefur leikið geysilega vel að undanförnu, bæði með Val og landsliðinu og mikið mun örugglega mæða á honum í kvöld. Hér ver hann skot í fyrri leiknum gegn Króatíu, í Hafnarfirði. orbergur Aðalsteinsson sat fyr- ir svörum á fjölmennum fundi blaðamanna og hónum til trausts og halds var Bam- Sigmundur Ó. kir. fynum þjálfari Steinarsson íslenska kvenna- skrifar frá landsliðsins, sem Zagreb túlkaði það sem Þor- bergur sagði. Bambir, sem er frá Zagreb, gerði meira en að túlka, hann sagði sína skoðun á íslenskum handknattleiksmönnum. „íslend- ingar eru sannir víkingar, þeir fara í alla leiki til að berjast til sigurs. Þeir þola ekki að tapa. Hér verður því mikil barátta, þar sem tvær öflugar fylkingar mætast,“ sagði Bambir, sem var greinilega stoltur yfir því að þekkja og búa með „vík- ingum íslands“, þó svo að enginn leikmaður frá Víkingi verði í barátt- unni, en það er ekki á hveijum degi sem landslið íslands er ekki með Víking innanborðs. Þorbergur Aðalsteinsson sagði í viðtali við Morgunblaðið eftir fund- inn, sem stóð yfír í klukkustund, Aðeins tveir táningar Það vakti athygli króatísku blaðamannanna í gær er Þor- bergur Aðalsteinsson tjáði þeim að íslenska 21 árs landsliðið hefði hafnað í þriðja sæti í heimsmeistarakeppninni í Egyptalandi. íslenska liðið tap- aði aðeins einum leik, gegn Rúmönum, en lagði heimsmeist- ara Egypta að velli. Blaðamenn- imir spurðu: Hvað eru margir leikmenn hér, sem léku í Egyptalandi? Undrunarsvipur kom á þá, þegar Þorbergur sagði að þeir væri aðeins tveir — Dag- ur Sigurðsson og Patrekur Jó- hannesson. Þorbergur sagði að þrír aðrir úr liðinu æfðu með A-landsliðinu. Einn þeirra, Ólaf- ur Stefánsson, hefði ekki komist til Zagreb, þar sem hann væri að undirbúa sig undir próf í læknisfræði. Vanir að fara erfiðari leiðina Leikið er í sjö riðlum í Evrópu- keppni landsliða. Sigurvegar- arnir í riðlunum komast í loka- keppnina, sem verður í Portúgal í júní á næsta ári. Portúgalar leika sem áttunda þjóð sem gest- gjafar. Þá eru eftir fjögur sæti, en sjö þjóðir sem verða númer tvö í riðli, ásamt þeirri þjóð sem nær besta árangri í þriðja sæti, leika um fjögur sætin með út- sláttarfyrirkomulagi. Leikið verður þá heima og heiman. Þorbergur Aðalsteinsson, Uandsliðsþjálfari, sagði að svo gæti alveg eins farið að ísland tæki þátt í útsláttarkeppninni um farseðii tii Portúgals. „Við erum vanir því að fara erfíðari leiðina að vissum áföngum. Við þekkjum þá leið vel og erum tilbúnir að leggja af stað í enn eina slfka ferð.“ að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því hvað leikurinn yæri þýðing- armikill fyrir Króata. „Ég vildi ekki standa í sporum þeirra — að þurfa að vera að keppa um sæti í heims- meistarakeppninni á íslandi. Þeir 'koma til leiks gegn okkur til að leggja okkur að velli og hefna fyrir tapið í Hafnarfirði. Ég hef það á tilfínningunni að þeir ætli sér að rústa okkur — vinna með sem mest- um mun — þannig að staða þeirra í riðlinum verði betri. Þeir treysta svo á að við leggjum Hvít-Rússa að velli í tveimur leikum í Reykja- vík eftir áramót. Það er slæmt fyrir okkur að leika án Héðins Gilssonar, sem hefur verið að gera góða hluti með Dús- seldorf að undanförnu. Króatar þekkja vel styrk Héðins. Það sáum við í Hafnarfirði, en þá gengu þeir langt út gegn honum, vildu stöðva hann. Þær aðgerðir opnuðu fyrir Júlíusi, sem skoraði níu mörk.“ Júlíus skoraði níu mörk gegn Króatíu í Hafnarfirði í sigurieik, 24:22, og hann skoraði sjö mörk gegn Króatíu í ieik í Þýskalandi 1992, sem endaði með jafntefli, 25:25. Hefur þú trú á að Júlíus verði tekinn úr umferð hér í Zagreb? „Já, ég geri fastlega ráð fyrir því. Króatar fara vel út gegn hon- um. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir það. Þegar Króatar ráð- ast til atlögu gegn Júlíusi, þá mun hann færa sig út á hægri vænginn, þannig að Dagur Sigurðsson, Einar Gunnar Sigurðsson, Patrekur Jó- hannesson og Guðjón Árnason koma meira inní leikinn. Júlíus skoraði níu mörk gegn Króatíu í Hafnarfirði og Valdimar Grímsson önnur níu. Við skoruðum ekki nema eitt mark af línu og úr vinstra horn- inu. Það verður ekki svo hér í Zagreb — þessar stöður eiga eftir etta verður erfiður leikur. ís- lendingar eiga stóran hóp af góðum handknattleiksmönnum, sem gefa ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana, sagði Zdravko Zovks, þjálfari Króatíu, á blaðamannafundi í Zagreb í gær. Zovks var einn besti handknattleiksmaður Júgó- slavíu á árum áður, hornamaður klókur, sem lék með Júgóslövum þegar þeir urðu Ólympíumeistarar í Los Angeles 1984, en þá lék hann einmitt gegn Islendingum. Þegar Zovks var spurður um landslið Króatíu, sem leikur gegn íslendingum, en níu leikmenn úr meistaraliði Zagreb eru í hópnum, sagði hann að ástæðan fyrir því að hann valdi níu leikmenn frá Zagreb, að skila okkur fleiri mörkum. Víð munum einnig heija á Króata í hraðaupphlaupum, eins og heima. Þetta verður leikur þar sem allt verður keyrt í botn, en ekki þó svo að við keyrum fram úr hófí. Við leikum yfirvegað í þessum þýðing- armikla leik. Ef vörnin verður góð, þá óttast ég ekki að sá maður sem leikur fyrir aftan hana, Guðmundur Hrafnkelsson, slái slöku við. Hann hefur verið að leika geysilega vel með Valsliðinu að undanförnu. Ég er ekki hræddur um markvörsluna. Guðmundur kemur til með að standa sig, en ef ekki, þá er Berg- sveinn Bergsveinsson til í slaginn, en þeir tveir hafa sérstakt lag á að bakka hvorn annan upp þegar væri að það væru leikmenn sem hafa sýnt það að þeir væru tilbúnir að beijast fyrir félag sitt. „Þeir eru einnig tilbúnir að beijast fyrir Kró- atíu. Þar sem undirbúningur er stuttur, er gott að velja leikmenn úr einu liði, sem þekkja hvern ann- an eins og fingurna á sér. Við verð- um að ná okkar besta leik til að leggja íslendinga að velli. Við ætl- um okkur sigur, við ætlum okkur að heimsækja vini okkar á íslandi þegar heimsmeistarakeppnin fer þar fram 1995. Við virðum íslend- inga — þeir eru meira _en íþrótta- menn í huga okkar. íslendingar voru fyrstir til að lýsa stuðningi við okkar og viðurkenna sjálfstæði Kró- atíu, þegar við þurftum á stuðningi á hólminn er komið. Frábærir félag- ar.“ Hvernig verður varnarleikurinn leikinn? „Við byijuðum að leika flata vörn gegn Króötum í Hafnarfirði, sem var ekki nægilega traust. Þegar við fórum að leika fimm-einn vörn, fór að ganga betur. Við munum leika þannig hér.“ Er þetta liðið, sem þú munt tefla fram í HM á íslandi? „Þessir tólf leikmenn verða í slagnum heima. Næsta verkefni okkar eru leikir gegn Hvít-Rússum. Þá koma inn í liðið leikmenn eins og Héðinn Gilsson, Bjarki Sigurðs- son og Ólafur Stefánsson. Allt leik- menn sem styrkja landsiiðið mikið.“ að halda í sjálfstæðisbaráttu okkar. íslendingar eru ávallt velkomnir hingað og það ef tekið vel á móti þeim, en það má þó ekki gleyma að enginn er annars bróðir í leik. Ekki í þessum leik,“ sagði Zovks, en hann kailaði á tvo leikmenn frá Frakklandi, Irfab Smailagic og gömlu kempuna Zlatko Saracevic, sem leika með Nimes, og Alvaro Nacinovic, sem leikur með Pivovara Lasko í Celje í Slóveníu. Smailagic, hægri hornarmaður, og Saracevic, skytta, ásamt Patrik Cavar, vinstri hornamanni, léku ekki gegn íslandi í Hafnarfirði á dögunum. Tveir þeir fyrrnefndu komust ekki til íslands í tæka tíð og Cacar var fingurbrotinn. Meira en íþrótta- menn í okkar huga - sagði Zdravko Zovks, þjálfari Króata um Islendinga Ekki með 12 þúsund Kró- ata ,|á bakinu“ [Jegar landsliðið hélt hingað til Zagreb, áttu menn von á að leika fyrir framan tólf þús- und áhorfendur, og það var það sem menn hræddust. Svo verður ekki. íþróttahöllin hér tekur að vísu tólf þúsund áhorfendur í sæti — í aðalsal — en þar sem íshokkíleikur fer hér fram um næstu helgi, þá er búið að frysta gólf hallarinnar. Spegilgljáður ísinn blasti við leikmönnum ís- lenska landsliðsins, þegar þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Þeim var síðan vísað inn í hliðar- sal, sem tekur 4.000 áhorfendur í sæti, og þar verður leikið. Forráðamenn handknattleiks- sambands Króatíu reiknuðu ekki með að áhorfendabekkirnir yrðu þéttsetnir. Ástæðan er slæm færð vegna snjóa. Sigurður er gullmoli Þegar handknattleikur er nefnd- ur kemur nafn Sigurðar Sveinssonar, hins síunga leikmanns með Selfyssingum, fyrst upp í hug- ann. Það er það sama þegar menn velta möguleikum íslands fyrir sér í alþjóðlegri keppni — möguleikun- um á að komast í lokakeppni EM í Portúgal. Leikurinn gegn Króatíu er þýðingarmikill, en leikirnir gegn Hvít-Rússum í Reykjavík í byijun janúar skera úr um það hvort áfanginn næst. Verður Sigurður Sveinsson með landsliðinu gegn Hvít-Rússum? Þéssari spurningu svarar Þorbergur Aðalsteinsson, landsiiðsþjálfari, þannig: „Sigurður er gullmoli. Hann hefur leikið með landsliðinu í átján ár og á mikið eftir. Við verðum að bíða og sjá til hvort Sigurður sé klár í slaginn. Eins ogf er, er Sigurður ekki tilbúinn — hann hefur verið meiddur og lík- amlegt ástand er ekki það gott að hann eigi heima í landsliðinu. Ef Sigurður er klár, er hann fyrsti leik- maðurinn sem ég kalla á,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson. STAÐAN í 4. RIÐLI FINNLAND- KROATÍA ...........26:31 KROATIA- BOLGARIA............28:19 BULGARIA- KROATIA............17:27 FINNLAND - ISLAND............23:23 HV-RUSSLAND - KROATIA........23: 23 HV-RUSSLAND - BULGARIA ......43: 14 BULGARIA- HV-RUSSLAND .......22:31 HV-RUSSLAND- FINNLAND........37:25 ISLAND- KROATIA..............24:22 ISLAND - BULGARIA ...........30: 15 BULGARIA- ISLAND ............17: 28 Fj. leikja U J T Mörk Stig HVÍTA-RUSSL. 4 3 1 0 134: 84 7 ISLAND 4 3 1 0 105: 77 7 KROATÍA 5 3 1 1 131: 109 7 FINNLAND 3 0 1 2 74: 91 1 BULGARIA 6 0 0 6 104: 187 0 Bein útsending Seinni hálfleikurinn í leik Króatíu og íslands verður sýndur beint í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Útsending hefst kl. 19.10. Ikvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Stykkish.: Snæfell-ÍBK...kl. 20 Handknattleikur 1. deild kvenna: Höllin: Fram- Valur.....18.30 Strandgata: Haukar-ÍBV..18.30 Seltj’nes: Grótta- Stjaman.20 Vikin: Vikingur - Armann...20 Höllin: KR-Fylkir.......21.30 2. deild karla: Höllin: Fram - Fylkir......20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.