Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 h "Tlann. erbhirw, cð Ojcck, i Ib KLukku- séundir samfleytb" ©1989 Universal Press Syndicale Tvo miða. Ystu sæti, hvort á sínum endanum, takk. Rólegur Signrður. Doktor Bjarni gefst aldrei upp. BRÉF ITL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 UMÆÐI Frá Haraldi Guðnasyni: í MORGUNBLAÐINU var fyrir nokkru greinarkorn um æði, æðis- lega landsmenn. Stutt í æði og múgæsing, nefnt m.a. pizzu-æði, laxa- og loðdýraæði, sem varð oss dýrt. Hér kemur lítil viðbót um æði. Kaup-æði er árvisst á þessum tíma. Þá liggur leiðin til Newcastle, Glasgow og fleiri staða, tómar tösk- ur út, fullar heim. Ál-æði var áberandi þegar Jón stórbankastjóri lofaði álveri norðan, austan og sunnan. Eftir stendur örreytiskot á útskaga. Sportveiði-æði. Frá því fyrsti laxinn hefur verið veiddur með há- tíðlegri viðhöfn birtast myndir og aflafréttir dag hvern í öllum dag- blöðum og mörgum fjölmiðlum öðr- um þar til tímabilinu lýkur að hausti. Lax, lax og aftur lax. Hver veiddi þann stóra í ár? Jeppa-æði. Fínt æði ef jeppamir kosta 4-5 milljónir. Stöðutákn og til margra hluta nytsamlegir. Jepp- ar og vélsleðar eru hin heppilegustu tæki til ijúpna- og gæsaveiða og best í dagsbirtu. Eftir veiðitúrinn höldum við partý og loks gleðileg ijúpnajól. Geim-æði. Nokkur hundruð manns biðu við rætur Snæfellsjök- uls komu geimskips. Lendingarljós tendmðu, dimmt af nóttu. „Fólk hélst í hendur og umlaði í kór“, stóð í einu dagblaðinu. Von á lend- ingu skammt frá Hellissandi. Myndatökulið mætt frá CNN. Sum- ir sáu ljós á einhvers konar gand- reiðum, en geimfarið með geimver- unum lenti ekki af ókunnum ástæð- um. Samninga-æði. Hver veit tölu á öllum myndunum í öllum fjölmiðlum af Benedikt smið og forseta ASÍ, ábúðarmiklum forseta VMSÍ, for- manni og talsmanni VSÍ Og öllu fylgdarliðinu? Nú skyldi semja. Ekki ASÍ og VMSÍ við ySÍ (at: vinnurekendur) heldur ASÍ, VMSÍ og VSÍ við Davíð ráðherra og Co. um „kjarabætur". Vikur liðu og mánuðir og hvorki gekk né rak. Nýja samfylkingin hélt ótal kaffi- brúsafundi, fæddist fótur, stór áfangasigur stóru stafanna. Davíð hafði reyndar nóg með að passa Jón Bald og kratagengið og Friðrik hreint ekki aflögufær úr sínum kassa. Davíð bauð þá að Benedikt og félagar mættu velja um A-leið eða B-leið. „Hver kýs nú A, hver kýs nú B.“ ASÍ og VMSÍ kaus A en VSÍ kaus B en sætti sig við A. „Hagur batnar um 1.200 til 1.700 kr. á mánuði!“ Sameiningar-æði. Allir fjölmiðl- ar með æði þetta vikum saman. Frásagnir af ótal fundum á ýmsum landshomum, fundum sem snertir nokkra menn á hveijum stað en landsmönnum í heild kemur ekkert við. Jóhanna félagsmála sendi Braga á þessar samkundur flestar og er undur hvesu trúr hann er sinni húsmóður sem kynni að segja sem svo: „Gersemi ert þú Bragi — hversu þú ert mér eftirlátur. Skalt þú fara vel að pöplinum í fyrstu en makki hann ekki rétt skal mér að mæta þó seinan verði.“ Flökku-æði. Veiran mjög út- breidd meðal almennings og lands- feðra og landsmæðra. Þrettán fóru á fundu í Brasilíu. Þröstur fékk líka að fara, sá sem átti að gera Kron að stórveldi! Fundir þessir gagns- lausir sögðu þeir sem fyrr fóru en- kokkteilpartýin góð. Margir ráð- herrar hafa þurft að „fara erlendis" um sinn og gott um það að segja, enda stjómaði Þorsteinn þá átta ráðuneytum og fór létt með það. Lottó-æði. Tilkomumikil sjón að sjá kassana, raðir sem brátt fara að mala Háskóla íslands gull. „Tengja, tengja" og það sem fyrst. Er ekki sjálfgefið að stofnanir HÍ verði kassavæddar fyrst? Og Al- þingi-fyrir kassana okkar alira og þingmönnum til afslöppunar eftir heitar umræður? HARALDUR GUÐNASON, Bessastíg 12, Vestmannaeyjum. „Pétur með svellu sinni“ Frá herra Signrbirni Einarssyni: PÉTUR Pétursson, þulur, er lang- minnugur á söguleg atvik og hið besta laginn á að grafa upp fornar fréttir og gera þær lystilegar og fróðlegar. Ekki nýtur hann þessara yfirburða sinna í þeim pistli, sem hann birtir hér í blaðinu í gær, enda ekki efni til þess. Það getur verið þarflegt og gott að horfa aft- ur, en ratvís verður enginn í neinum skilningi, sem fjötrast svo við liðna atburði, að hann getur ekki séð í réttu ljósi það sem er að gerast í kringum sig á líðandi stund. Ég lét frá mér fara greinarkorn til stuðnings flóttamanni frá stríðs- hijáðu landi. Þá sýður upp úr pottin- um frá Pétri, þar sem gömul gremja liggur í löggum og er með ólíkindum að hún skuli enn geta orðið svo þrútin. Hversu réttmæt og rökstudd sú gremi er læt ég ósagt. En hún veldur því, að hann gerir sitt til þess að beina athygli frá tímabæru máli og að öðru,'sem er löngu fymt. Slíkt er meira óþurftarverk en hann hefur mannsparta til að vinna vilj- andi. Mig beitir hann gamalkunnu bragði: „Þér ferst að gelta.“ Það bragð hefur oft gefist vel, þegar menn vildu eyða máli fyrir öðrum. Ekki væni ég vininn Pétur um þá hugsun, að enginn sá, sem hann taldi miður uppveðraðan en skyldi út af Gervasoni á sínni tíð, megi opna sig upp frá því eða reyna að mæla þarft án þess að vera sveiað. En hitt verður hann að heyra, að það er vanheilsa að fá mál á heil- ann. Ennfremur verð ég að lýsa yfir því, að það tvennt, sem hann er að bera saman, er gersamlega ósambærilegt og að flokka það undir eitt er sjónskekkja, sem nálg- ast blindu. Því miður hafa ýmsar syndir ver- ið drýgðar í veröldinni á þeim 13 árum, sem liðin eru síðan Gervasoni vildi koma sér undan lögbundinni herskyldu í landi sínu. Ég tel mig hafa fyllstu samúð með öllum, sem vilja ekki bera vopn. En ég sé ekki nokkur tök á því fyrir íslendinga að veita þeim öllum athvarf. Per- sónuleg örlög eru ævinlega mikil- væg, hver sem í hlut á og hveijir sem málavextir eru. En menn þurfa í viðbrögðum sínum og sér í lagi í opinberum ráðstöfunum að gera sér einhveija grein fyrir hlutföllum. Uppblásin vandlætingasemi í ótíma og hrokafull dómsýki er ekki til góðs. SIGURBJÖRN EINARSSON, biskup. HOGNI HREKKVISI Yíkveiji skrifar Góðkunningi Víkveija á Vest- fjörðum hafði samband nú fyrir skömmu og gagnrýndi harð- lega bruðl og óráðsíu ráðamanna þessarar þjóðar, á sama tíma og heilu byggðarlögin á Vestfjörðum væru við það að leggjast í auðn. Ástæða reiði góðkunningjans að þessu sinni var sú, með hvaða hætti verklokum sjóvarnargarðs við höfn- ina í Bolungarvík var fagnað á dög- unum. Vestur á ísafjörð segir hann að samgönguráðherra og flestir þingmenn kjördæmisins og fleiri gestir hafi flogið með Fokker-flug- vél Landshelgisgæslunnar fyrir há- degi fimmtudagsins 19. nóvember. Hálfri stundu síðar hafi svo flugvél frá íslandsflugi lent á ísafjarðar- flugvelli, með viðskiptaráðherra og annan gest með honum innanborðs. Varðskip hafi síðan beðið ráða- mannanna í ísafjarðarhöfn og hafí flutt þá sjóleiðina til Bolungarvíkur, en Fokker Gæslunnar hafi verið látinn standa á ísafjarðarflugvelli lungann úr deginum, til þess að bíða ráðamannanna, svo flytja mætti þá aftur suður. xxx Kunninginn segir að það hafí verið að ósk bæjarstjórans í Bolungarvík, sem varðskipið flutti ráðamennina sjóleiðis frá ísafírði til Bolungarvíkur, þar sem hann hafi talið mikilvægt að þeir gætu kynnt sér gerð vamargarðsins af sjó. Eftir vígsluathöfn voru síðan veisluhöld hjá Bolungarvíkurbæ, en þegar kvöldveisla hófst, mun hluti fyrirfólksins að sunnan hafa verið farinn af staðnum. Er þetta einhver hemja? Hvað skyldu flutningar ráðamannanna, flugleiðis, með tveimur flugvélum og sjóflutning- arnir með varðskipinu hafa kostað? Hver skyldi svo hafa borgað brús- ann? Gátu þessir menn ekki bara flogið vestur með áætlanaflugi Flugleiða? Gátu þeir ekki ekið þenn- an spotta frá ísafirði út í Bolungar- vík eins og Pétur og Páll þurfa að gera daglega? Var nú ekki nær að flytja samgönguráðherrann land- leiðina, til þess að hann upplifði á þessum árstíma þær ógnir sem því fylgja að aka Óshlíðina? Það er jú sá ferðamáti sem Vestfírðingar verða alla jafna að sætta sig við, hvernig sem viðrar. Ekki kalla þeir inn varðskip til þess að flytja sig á milli staða, þótt veður gerist válynd. xxx Satt best að segja er Víkvetji ekkert undrandi á þeirri vand- lætingu sem gætt hefur í máli vest- firskra viðmælenda hans, vegna þessa uppskrúfaða stúss út af ein- um sjóvarnargarði. Svona háttalag er að mati Víkveija á engan hátt boðlegt, einkum og sér í lagi þegar litið er til atvinnuástands og afla- brests á Vestfjörðum, þar sem ástandið er víða orðið svo svart, að ekkert annað en lokanir og fólks- flótti virðast blasa við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.