Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBBR 1993 Biblía sem bömin geta lesið sjálf. Fæst í næstu bókaverslun. m. 3M Tvöfalt límband Opið bréf til alþingsmanna eftirBjarna Kristjánsson Ekki eru allir íslendingar misind- ismenn þótt sumir gisti Litla-Hraun. Ekki eru allir byssumenn afglapar þótt sumir skjóti ólöglega á dýr og mannvirki. Og ekki eru allir byssu- menn félagar í Skotveiðifélagi ís- lands, því miður. SKOTVÍS er málsvari skotveiða sem útilífsíþróttar samkvæmt ströngum reglum. Landeigendum er í iófa lagið að veita aðeins leyfi til skotveiða mönnum sem hafa undir- gengist siðareglur skotveiðifélaga og hér skal fullyrt að það yrði þeim þætti menningar okkar sem hér um ræðir til mikilla bóta ef svo væri gert. Athygli á þessu er vakin af því að skotveiðimenn verða stöðugt fyrir aðkasti manna sem virðast hafa misst sjónar á því að við lifum ekki án þess að svipta plöntur og dýr lífí. Ekki virðast þeir heldur vita að líf þeirra dýra sem tekið er með skot- veiðum er tekið að yfirlögðu ráði færustu vísindamanna sem við höf- um á að skipa á viðkomandi sviði. Fjöldi íslendinga sem stundar skotveiðar til andlegs og líkamlegs ávinnings telst í tugum þúsunda. Avinningurinn stafar af því að erfða- efni mannsins hefur ekki breyst meira en raun ber vitni eftir að akur- yrkja hófst, þ.e.a.s. ekki hjá öllum. Enn flær í sögu tegundarinnar mað- ur þarf varla að ætla að nokkur hafí lifað af og aukið kyn sitt án þess að vera með áskapaða ánægju af veiðum. Meðal grannþjóða okkar er löng hefð fyrir því hvernig veita má lífsfyllingu mönnum með ríkulega veiðihvöt. Hérlendis ætti einnig að taka eðlilegt tillit til þarfa þessa hósp. Veiðigleðinni hafa margir lýst af eigin raun. Þrír skulu nefndir: Björn J. Blöndal, Stefán Jónsson, Vilhjálm- ur Lúðvíksson. Nærri liggur að kalla þessa menn höfunda þeirrar siðfræði í sportveiðum sem SKOTVIS stendur fyrir. Fyrsta málsgrein í 8. gr. frum- varps til laga um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðrum en hvölum, hljóð- ar svo: „Öllum íslenskum ríkisborgurum og mönnum með lögheimili hér á landi eru dýraveiðar heimilar í al- menningum, á afréttum utan land- areigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarétt sinn til þeirra, og í íslenskri landhelgi utan netlaga landareigna. Skuli þeir hafa aflað sér leyfís til þess samkvæmt lögum þess- um og reglum settum samkvæmt þeim.“ SKOTVÍS hefur lagt til við um- hverfísnefnd að í stað þessarar fyrstu málsgreinar komi fímm málsgreinar: „Eingöngu íslenskum ríkisborg- urum og mönnum með lögheimili hér á landi eru dýraveiðar heimilar: í almenningum, á afréttum, í íslenskri landhelgi út frá stórstraums fjöru- máli og í almennum veiðilendum, sbr. mgr. 2 Umhverfísráðherra getur ákveðið að gera lönd í eigu ríkisins eða ríkis- stofnana að almennum veiðilendum. Áður skal leita samþykkis þess sem fer með forræði viðkomandi eignar. Nú verður rétthafi lands fyrir tjóni vegna framkvæmdar á þessu ákvæði og á hann rétt til skaðabóta úr ríkis- „Veiðigleðinni hafa margir lýst af eigin raun. Þrír skulu nefnd- ir: Björn J. Blöndal, Stefán Jónsson, Vil- hjálmur Lúðvíksson. Nærri liggur að kalla þessa menn höfunda þeirrar siðfræði í sport- veiðum sem SKOTVÍS stendur fyrir.“ sjóði. Ef ekki næst samkomulag um bætur, skulu þær ákveðnar eftir regl- um laga nr. 11-1973, um fram- kvæmd eignanáms. Umhverfísráðherra er heimilt að semja við eigendur og rétthafa veiði- réttar að lönd þeirra skuli gerð að almennum veiðilendum og er þá heimilt að greiða fyrir umrædd rétt- indi úr ríkissjóði og ákveða hvemig greitt skuli fyrir afnot af veiðirétti í viðkomandi veiðilendu. Ákvarðanir um að gera lönd að almennum veiðilendum skv. 2. og 3. mgr. öðlast gildi við birtingu auglýs- ingar þar um í Stjómartíðindum. Skulu þar greind mörk veiðilenda og sérstakar reglur um umferð og veið- ar. Þá skal umhverfísráðuneytið ár- lega, eigi síðan en 1. ágúst, birta auglýsingu um almennar veiðilendur skv. 2. og 3. mgr. og mörk þeirra. Þar skal einnig, eftir því sem kostur er á, birta auglýsingar um mörk al- menninga og afréttar skv. 1. mgr. sem umhverfísráðuneytið lætur safna. Skotveiðimenr. skulu hafa aflað Bjarni Kristjánsson sér leyfis til veiðanna skv. lögum þessum og reglum." Breytingartillagan er gerð vegna þess að löngu er tímabært að lög- festa það að eignarhald á afrétt taki ekki til allra sömu atriða og eignar- hald á heimalandi. Þess háttar breyt- ingar hljóta til að koma þegar þjóðfé- lag gjörbreytist, búseta, atvinnu- hættir og frítími. SKOTVÍS hefur frá upphafí brýnt þessi sjónarmið bæði fyrir löggjafar- og framkvæmda- valdi. Ekki verður öðru trúað en al- þingisme'nn íslendinga skynji rétt- mæti þessarar tillögu hvort sem þeim er meira eða minna áskapað af veiði- hvötinni. Þess vegna er hér með skorað á alþingismenn að lögfesta a.m.k. í aðalatriðum þá tillögu Skotveiðifé- lags íslands sem hér er lýst. Hrói útí hött Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Hrói höttur og karl- menn í sokkabuxum - Robin Hood: Men in Tights. Leikstjóri og framleiðandi Mel Brooks. Handrit Brooks, Evan Chandler, J. David Saphiro. Tónlist Hummie Mann. Aðalleikendur Cary Elwes, Richard Lewis, Ro- ger Rees, Amy Yabexk, Mark Blankfleld, Dave Chappelle. Auk þess koma fram í gestahlutverk- um Isaac Hayes, Tracy Ullman, Dom DeLouis og Mel Brooks. Bandarísk. Columbia Pictures 1993. í auglýsingu Hrói höttur..., seg- Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Spilaborg („House of Cards“). Sýnd í Regnboganum. Leik- stjóri: Michael Lessac. Aðalhlut- verk: Kathleen Turner, Tommy Lee Jones, Park Overall, Shiloh Strong Spilaborg, þungbúið drama um föðurmissi sem sýnt er í Regnbog- anum, segir frá því á hvem hátt ung stúlka bregst við dauða föður síhs. Hún tekur að haga sér eins og einhverf böm, lokar sig frá umheiminum, hættir að tala eða ir eitthvað á þá leið að nú geri Mel Brooks grín að myndum eins og Guðföðurnum, Basic Instinct, o.fl., auk Hróa hattarmyndanna að sjálfsögðu , en sannleikurinn er sá að leikstjórinn og handritshöfund- urinn sækir bersýnilega mest í sín eigin verk. Myndimar sem skipuðu honum í fremstu röð háðfugla Hollywood. Blazing Saddles, High Anxiety, Young Frankenstein og ekki síst hans lang-bestu mynd, The Producers. Nöfnin ein fá mann til að brosa. Það gerir nýjasta af- urð Brooksfilms líka, en lítið fram- yfir það. Brooks heldur sig við endur- vinnsluformúluna sem reyndist honum svo vel í ofangreindum tjá sig og lifír í eigin heimi. Ómögu- legt reynist að ná henni út aftur hvemig sem bamasálfræðingurinn Tommy Lee Jones og móðir henn- ar, Kathleen Tumer, reyna. Það dregur strax nokkuð úr trú- verðugleika sögunnar að stúlkan fer í þetta ástand heilu ári eftir lát foðurins. Af hverju ekki strax? Auk þess er fátt um haldbærar skýring- ar á hegðun stúlkunnar en reynt er að tengja hana einhveijum goð- sögnum Mæja í Mexíkó þar sem fjölskyldan var þegar faðirinn Iést. Állt er það heldur máttlítið og óskýrt. Nema krafan um eiginleg og haldbær rök eigi ekki við í myndum, þar sem hann henti gam- an að vestranum, hrollvekjunni og Hitchcock. Spaceballs og Silent Movie áttu sín augnablik, en þar tók Brooks vísindaskáldskap og þöglar mjmdir á beinið. Að þessu sinni hefur Hrói höttur og hans hraustu kappar í Skírisskógi orðið fyrir vali endurvinnslunnar og mik- ið grín gert að sokkabuxnatísku þess tíma er Hrói rændi ríka og gaf snauðum. Kemur það einkum fram í heldur leiðigjömum hommabröndurum. Annars eru megin persónumar og söguflétt- umar úr Hróamyndum kvikmynda- sögunnar, allt frá Fairbanks til Costners, við lýði í skopstæling- unni. Okkar maður að þessu sinni leikinn af Cary Elwes, sem er held- ur óbjörgulegur homsteinn - þrátt fyrir hýjung á efri vör. Sama má segja um afleitann Eric Allan Kra- umfjöllunarefni eins og því hvemig lítil pabbastelpa tekur dauða föður síns. Einnig er hún heldur ævintýra- leg aðferðin sem bráðgáfuð móðirin beitir til að komast að meinum dótturinnar. Hún er arkitekt og beitir tölvugöldrum og nýjustu tækni í sýndarveruleika. Hins vegar er lýsingin á ástandi stúlkunnar nokkuð athyglisverð. Hún gerir einskonar himinbraut úr spilum og fjölskyldumyndum sem verður móðurinni stöðug ráðgáta þar til hún byggir raunverulega braut upp til himinsins og lausnin, sem er álíka þokukennd og upphaf- ið, er í sjónmáli. Efniviður myndarinnar er á margan hátt forvitnilegur en úr- vinnslan er aldrei mjög hrífandi eða mer sem Litli Jón, Amy Yasbeck í hlutverki mærinnar Marian og Megan Cavanagh sem Kústhildur. Þessi mannskapur er ekki nógu fyndinn og rullumar bjóða ekki uppá nein stórvirki. Richard Lewis er mun betri sem Jón prins, Roger Rees í hlutverki hertogans af „Rottingham" og Dave Chappelle stendur sig bærilega sem Ahchoo, sem sækir fyrirmyndina í persónu Als Freemans í mynd Costners. Og Brooks sjálfur er hress í smá- hlutverki. Brooks hefur ekki verið nema svipur hjá sjón síðan hann gerði mistökin The History of the World Part I. og Life Stinks, það er ekki að sjá á Hróa að Eyjólfur sé að hressast. Engu að síður er myndin ekki leiðinleg og um það var troð- fullt hús ungra og hressra gesta mér auðheyrilega sammála. spennandi. Leikstjóm Michaels Lessac er mjög alvöruþrungin og frásögnin þunglamaleg. Tommy Lee Jones sýnir ágæta takta sem frjálslyndur bamasáli en að sama skapi þreytulegur og tekst vel að lýsa baráttunni við einhverf börn yfírhöfuð og hvemig einstakur til- finningavottur í bömunum virkar sem stórsigur. Tumer er einkar mæðuleg í móðurhlutverkinu og aldrei sérlega sannfærandi því það er eins og hún leggi alltof mikið á sig fyrir hlutverk sem er í raun skrifað á fínlegum og hæverskum nótum. Það em einstaka góðir sprettir f Spilaborginni og sagan er athygl- isverð á köflum en á endanum vek- ur myndin fleiri spumingar en hún svarar. Föðurmissir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.