Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Tílraun um íslandssögu Bækur -----j------------------------- Bjöm Bjarnason íslensk þjóðfélagsþróun 1880- 1990, ritgerðir. Ritstjórar: Guð- mundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson. Útgefandi: Félags- vísindastofnun og Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands 1993. 452 bls. með heimildaskrá. Árið 1986 ákváðu Félagsvísinda- stofnun og Sagnfræðistofnun Há- skóla íslands að standa að útgáfu ritgerðasafns, sem yrði sameiginleg- ur vettvangur félags- og sagnfræð- inga. Tilgangur safnsins yrði að birta niðurstöður nýrra rannsókna á þróun íslensks nútímaþjóðfélags. Ritgerð- irnar komu út nú í haust í bókinni íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990. Átta höfundar eiga níu ritgerðir í bókinni. Guðmundur Hálfdanarson, dósent í sagnfræði,-ríður á vaðið með úttekt á íslenskri þjóðfélagsþróun á 19. öld; Stefán Ólafsson, prófessor í þjóðfélagsfræði, skrifar tvær ritgerð- ir í bókina, annars vegar um félags- gerð nútímaþjóðfélaga og hins vegar um þróun velferðarríkisins; Gísli Ágúst Gunnlaugsson, dósent í sagn- fræði, ritar um fólksfjölda og byggðaþróun 1880-1990; Magnús S. Magnússon, deildarstjóri í Hag- stofu Islands, fjallar um efnahags- þróun á íslandi 1880-1990; ritgerð Jóns Gunnars Grjetarssonar, sem stundar framhaldsnám í sagnfræði í Lundi, er um upphaf og þróun stétt- skipts samfélags á Islandi; Sigurður G. Magnússon, sem stundar fram- haldsnám í sagnfræði við Camegie- Mellon háskólann í Pittsburgh, fjallar um alþýðumenningu á íslandi 1850- 1940; Gunnar Helgi Kristinsson, dós- ent í stjómmálafræði, ritar um valda- kerfið fram til viðreisnar 1900-1959 og Svanur Kristjánsson, dósent í stjómmálafræði, skrifar um stjórn- málaflokka, ríkisvald og samfélag 1959-1990. í formála að bókinni segja ritstjór- ar hennar, Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson, að við rit- gerðasmíðina hafi verið „haft að leið- arljósi að kanna feril, inntak og or- sakir þeirra breytinga sem orðið hafa á íslensku samfélagi frá síðari hluta 19. aldar fram til okkar daga.“ Lest- ur ritgerðanna leiðir í Ijós ólík efni- stök sagnfræðinga annars vegar og stjómmálafræðinga hins vegar. Að mínu mati er meiri veigur í ritgerðum sagnfræðinganna. Hrun bændasamfélagsins Nýlega urðu miklar deilur vegna sjónvarpsþátta um ísienska bænda- samfélagið. í þeim umræðum var á það minnst, að höfundur þáttanna hefði meðal annars stuðst við nýjar rannsóknir og niðurstöður sagnfræð- inga við gerð þáttanna. I ritgerð sinni rökstyður Guðmundur Hálfdanarson þá skoðun, að fólk hafi um miðja síðustu öid tekið að flýja sveitirnar, þegar þær gátu ekki lengur boðið nýjum kynslóðum annað en að lifa í ánauð vistarbands og vinnumennsku alla sína tíð. Hann segir: „Með vax- andi fólksfjölda og kreppu í landbún- aði þrengdist aðgangurinn að jarð- næði, sem hlaut aftur á móti að leiða til fjölgunar verkafólks í þéttbýli, þ.e. sjálfstæðrar verkalýðsstéttar sem átti sér engan stað í sælu sveit- anna.“ Guðmundur bregður upp þeirri mynd, að hér hafi verið um óhjá- kvæmilega þróun að ræða, sem hafi í raun gerst í óþökk bænda. And: ^staða þeirra við hana hafi meðal annars komið fram í tilraunum til að halda stjórnmálavaldinu í eigin höndum. Guðmundur kallar þessi við- horf bænda þjóðemisíhaldssemi og þau birtust í því að koma í veg fyrir að „borgarar“ og þurrabúðarmenn fengju kosningarétt. Hafi þurft þrýsting á þingmenn frá Kaup- mannahöfn til að þeir veittu efnað- asta hluta brottfluttra úr sveitum rétt til þátttöku í þingkosningum. Þá er það kenning Guðmundar, að erfitt sé að sjá samhengi milli þess, sem hann kallar vakningartil- raunir menntamanna, og upphafs nútímans í íslensku samfélagi. Þetta upphaf eigi ekki rætur að rekja til sjálfráðra aðgerða eins þjóðfélags- hóps öðrum fremur heldur hafi þró- uninni verið hrundið af stað af innri kreppu samfélagsins sjálfs. Er hér vísað tii „hreyfiafis" sögunnar og gefið til kynna, að það sé að fínna í stéttaandstæðum. Ekki verður sagt, að þar sé um mjög frumlega kenn- ingu að ræða. Þótt Guðmundur Hálfdanarson vilji ekki gera mikið úr hlut einstak- linga í framvindu sögunnar heitir einn kafli ritgerðar hans: Jón Sig- urðsson og íslenskt þjóðernisftjáls- iyndi. Þar segir, að skoðanir Jóns hafi verið undir sterkum áhrifum frá hugsuðum evrópskrar fijálslyndis- stefnu og einnig er komist þannig að orði: „Grunnur samfélagshugsun- ar Jóns Sigurðssonar var óbilandi trú fijálshyggjumannsins á mikilvægi frelsis og ábyrgðar þegnanna." Guð- mundur telur erfítt að meta raun- veruleg áhrif Jóns á íslensk stjórn- mál, þar sem hann beitti sér sjaldan í þeim málum þar sem skoðanir hans stönguðust á við viðtekið álit íslend- inga, sem að mati Guðmundar voru þjóðernisíhaídssamir. Jón hafí hins vegar skilgreint nýja stefnu fýrir íslendingum, frjálslyndi og einstakl- ingsstefnu. Þótt þjóðernisíhaldssemi hafí einkennt viðhorf bænda á tímum Jóns Sigurðssonar og hann hafi haft aðrar skoðanir en bændur er alls ekki ástæða til að gera lítið úr hlut Jóns sem forystumanns. Við sjáum alls staðar dæmi um það í samtíman- um, að forystumenn geta haft mikil áhrif, þótt þeir, sem þá styðja, séu ekki sammála þeim í einu og öllu. Hér standa ekki efni til þess að blanda sér í deiiur sagnfræðinga um efnistök og söguskoðanir. Það hefði hins vegar verið lesanda þessa rit- gerðasafns til leiðbeiningar, að birt hefði verið stutt úttekt á ólíkum söguskoðunum í líkingu við yfirlitið, sem Stefán Ólafsson gefur yfír kenn- ingar þjóðfélagsfræðanna. Þar er um kennisetningar að ræða, sem leitast er við að beita við greiningu á ís- lensku þjóðfélagi. Ef marka má rit- gerðimar í þessari bók getur það verið harla flókið eins og síðar verð- ur rakið. Fólksfjöldinn í upphafi ritgerðar sinnar kemst Gísli Ágúst Gunnlaugsson þannig að orði: „Árið 1880 voru íslendingar 72.445 talsins, en 255.708 árið 1990. Árið 1890 bjuggu um 12% lands- manna í þéttbýlisstöðum með fleiri en 200 íbúa, en um 89% í upphafi níunda áratugs þessarar aldar.“ Höf- undur skýrir síðan þessarar breyting- ar með mjög skýrum og vönduðum hætti. Hann víkur að kenningum um mannfjöldaþróun og kemst að þeirri niðurstöðu, að fólksfjöldaþróun hér- lendis hafi í flestum greinum lotið sömu lögmálum og erlendis. í ritgerð sinni ræðir Gísli Ágúst sérstaklega um þróun fjölskyldunnar. Þegar fiallað um þróun fijósemi bendir höfundur á þetta: „Um 1880 var verulegur hluti mæðra yfir þrí- tugt við fæðingu fyrsta bams. Nú á dögum er mikill hluti kvenna á aldr- inum 15-24 ára við fyrsta bams- burð. Því má segja að kynslóðabilið hafi styst um allt að 10 ár frá því um 1880. Þetta þýðir að fleiri ættlið- ir fiölskyldna eru að jafnaði samtím- is á lífí nú til dags en tíðkaðist á 19. öld.“ Gísli Ágúst Gunnlaugsson segir að heimilin í bændasamfélaginu hafí ekki verið eins mannmörg og margir ætli nú á dögum. Þau hafi tekið mið af vinnuaflsþörf þeirra sem fram- leiðslueininga. Vistarbandið skuld- batt fólk eftir 16 ára aldur, sem ekki bjó í foreldrahúsum eða eigin búi, eða hafði öðlast leyfi til lausa- eða húsmennsku, til að ráða sig í ársvistir hjá búandi fólki. Undir alda- mótin 1900 var orðið erfiðara en áður að framfylgja vistarskyldunni. Höfundur segir: „Fólk fluttist stómm straumum af landinu eða úr sveit í vaxandi þorp og bæi við sjávarsíð- una. Með viðgangi borgaralegra at- vinnugreina í vaxandi þéttbýli varð til vinnumarkaður í allt öðmm skiln- ingi en áður hafði þekkst hérlendis. Fjölskyldan breyttist smám saman úr framleiðslueiningu í neyslueiningu sem aflaði sér tekna með launavinnu utan heimilisveggja." Með skýmm texta, töflum og myndum leiðir Gísli Ágúst lesandann um þessi rúmu hundrað ár og gerir honum grein fýrir gjörbyltingu íslensks þjóðfélags. Efnahagsþróunin Það em einnig margartölur, töflur og myndir í ritgerð Magnúsar S. Magnússonar um efnahagsþróun á íslandi 1880-1990. Þetta er lengsta ritgerð bókarinnar, tæpar 100 blað- síður. Er þar tekin saman mikill fróð- leikur. Af hinum tölulegu staðreynd- um má í raun draga miklu víðtækari ályktanir en höfundur gerir. Hann segir í upphafi: „Þegar litið er yfír allt tímabilið 1901-1990 var hag- vöxtur OECD-landanna um 3,0% á ári, en um 2,2% ef miðað er við fólks- fjölda. Samsvarandi tölur fyrir ísland em 4,1% alls, eða 2,7% á mann. Ef ofangreindar tölur eru réttar hefur ísland notið meiri hagvaxtar á þess- ari öld en flest önnur lönd og reynd- ar er það einungis Japan sem sýnir betri árangur 4,4%, eða 3,1% á mann. Tölur fyrir Svíþjóð sýna 2,9% hag- vöxt (2,3% á mann) og Noregur 3,4% (2,6%) á mann.“ Magnús S. Magnússon gerir al- mennt grein fyrir meginstefnu í efna- hagsmálum og einnig bróun atvinnu- vega. Ef sérstaklega er hugað að landbúnaði var atvinnuskipting þannig árið 1880, að 78% vinnufærra manna var í landbúnaði en 1990 töld- ust einungis 5% mannaflans tilheyra landbúnaði. Þróunin hefur verið í átt til auk- inna ríkisafskipta. Þáttaskil urðu um 1930, þegar Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn innleiddu mark- viss ríkisafskipti, í stað efnahagslegs fijálsræðis og klassísks fijálslyndis. Næst urðu þáttaskil 1960, þegar við- reisnarstjómin undir forystu Sjálf- stæðisflokksins settist að völdum og hafnaði skömmtunar- og haftastefnu Framsóknarflokksins. Eftir að hún fór frá 1971 hélt óðaverðbólga inn- reið sína en besta tækið til að ná tökum á henni var líklega smíðað með svonefndum Ólafslögum 1979. Um þau segir höfundur: „Með Ólafs- lögum 1979 var loks tekín upp sú almenna stefna að vexti af lánum mætti vístölubinda og þar með tryggja raunávöxtun fiármuna. Þetta táknaði stefnubreytingu frá lág- vaxtastefnu til hávaxtastefnu. Með þessum áfanga var brotið blað í sögu peningamála hérlendis og var þar með lagður grundvöllurinn að heil- brigðara viðskiptalífi og fiölbreyttara formi sparnaðar en áður þekktist." Og síðar segir: „Verðtrygging útlána var ekki í sjálfu sér orsök skipulags- kreppu efnahagslífsins heldur dró breytt peningamálastefna betur fram gallana við fyrri efnahagsstefnu og óráðsíu í fiárfestingarmálum.“ Ólafs- lög hafa löngum verið umdeild og á að minnsta kosti sjö þingum hefur Eggert Haukdal flutt tillögu um að fella verðtryggingu á útlánum úr gildi. Síðast urðu umræður um málið á Alþingi 25. nóvember síðastliðinn og þá lýsti Páll Pétursson, arftaki Ólafs heitins Jóhannessonar, höfund- ar laganna, sem þingmaður Fram- sóknarflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, yfir því, að hann harm- aði mest stuðning sinn við Óiafslög af öllu því, sem hann hefði gert á Alþingi! Tveir sagnfræðingar við fram- haldsnám eiga ritgerðir í bókinni. Jón Gunnar Gijetarsson fiallar um til- komu stéttarfélaga. Þetta er of sér- greint efni í almennt yfirlitsrit. Er raunar furðulegt hve mikil áhersla er lögð á þróun stéttarfélaga og hvers kyns hagsmunasamtaka við skilgreingu á íslenskri atvinnuþróun. Væri ekki nær að leggja áherslu á störf athafnamanna og starfsemi fyrirtækja þeirra? Við þekkjum það úr samtímanum, að umræður um framtíð byggða og bæjarfélaga ræðst ekki af því, hvort einhver stéttar- eða hagsmunasamtök starfa þar heldur hvort atvinnufyrirtæki geti dafnað. Magnús S. Magnússon fiallar um alþýðumenningu og leitar einkum fanga í endurminningum eða ævisög- um fólks. Segist höfundur gera „til- raun til að bera kennsl á þá þætti í hversdagslífí almennings“ sem gerði breytingamar frá bændasamfélaginu mögulegar. Bregður hann upp skemmtilegum myndum og skýrir þær. Ritgerðin er þó ekki fullunnin, þar sem í henni eru birtar tilvitnanir í fræðigreinar á erlendum tungum án þess að íslenska textann. Frá frelsi til fyrirgreiðslu Gunnar Helgi Kristinsson segir í ritgerð sinni um valdakerfið fram til Viðreisnar, að íslenska ríkisvaldið, sem frá 1904 var að mestu komið undir innlenda stjóm, hafí gegnt fremur þröngu hlutverki í samfélag- inu. Verkefni þess hafi verið tak- mörkuð við þröng svið og umsvifín lítil. Ríkið hafi aðeins I mjög litlum mæli getað milda áhrif ytri sveiflna. Þetta breyttist fljótlega. Gunnar Helgi segir: „Vaxandi tilhneigingar til vemdarstefnu gætti á millistríðs- árunum, hér á landi eins og erlendis. Innflutningur landbúnaðarvara var bannaður og innlenda markaðnum var skipt upp milli bænda með opin- berri verðstýringu." Að baki þessari þróun til vaxandi ríkisafskipta á millistríðsárunum stóð bandalag Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, en undir handleiðslu Jónasar Jónssonar frá Hriflu var það hlutverk Alþýðuflokksins að sætta íbúa í bæjum við forystuhlutverk bænda í stjómmálum. „Innflutnings- höft á landbúnaðarvörum og verð- stýring innlenda markaðarins voru í þágu bænda, en Alþýðuflokkurinn studdi þau einnig, enda óttuðust mareir Albvðuflokksmenn afleiðine- HLAÐBORÐ í Á D E G I N U HADEGISVEISLA U95 kr. BORDAPANTjANI,R ALLA DAGA FRAM TIL JÓLA í SÍMA 25700 / Upplifðu fullkomna hádegissælu á Hótel Holti. Veislan hefst með freistandi forréttum. Því næst ALI-grísakjöt: Grísahryggur með puru, hamborgarhryggur og söltuð svínasfða matreitt að hætti meistaranna. Veislunni lýkur með einu af meistarastykkjum ffanska köku- gerðarmannsins Thierry Verdon. H E F S T 1 . D E S .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.