Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 10
rr seör nariMHaao .r ri'jnAnuaivnjr/i ukujhmuoí)om 10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Form Island II List og hönnun Bragi Ásgeirsson Farandsýningin Form Island, sem hefur verið á ferðinni um Norð- urlönd sl. ár er nú komin heim og síðasti áfangastaðurinn eru kjall- arasalir Norræna hússins, en þar verður hún uppi fram til 19. desem- ber. Og ekki verður annað sagt en að sýningin hafí gert víðreist og gist merkar listastofnanir í Bergen, Gautaborg, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Helsingfors og Færeyj- um. Ég dvaldi fáeina daga í Kaup- mannahöfn í desember sl. á leið heim frá Tokyo, og reyndi að skoða sem mest, og þá fékk ég óvænt smátíma til að líta inn í Listiðnaðar- safnið. Þetta safn reyni ég að skoða í hvert skipti sem ég kem til Hafn- ar, vegna þess að þar eru oft mjög vandaðar sýningar og svo virðist það verða betra með ári hveiju. Tvær aðrar sýningar voru í gangi um leið og var önnur á bókaútgáfu og var mjög áhugaverð, en hin hét „Frá listiðnaði til fjöldahönnunar“ og tóku m.a. þátt í henni margt af þekktasta leirlistafólki í Dan- mörku fyrr og síðar, svo sem Aksel Salto, Gertrud Vasegaard, Alev Si- esbye, Ursula Munch Petersen o.m.fl. Allar eru þessar sýningar mér í fersku minni, og hefði ég viljað hafa úr mun meiri tíma að moða til að skoða þær. Þá var mjög lærdómsríkt að bera saman íslensku sýninguna við dönsku listiðnaðarsýninguna, sem var í næsta sal inn af henni. Danir tjölduðu að sjálfsögðu sínu besta, en sýning þeirra skaraði þá íslensku ekki nema að vissu marki, og það var auðvitað áberandi hve þeir sækja í traustar hefðir. íslensk- ur listiðnaður er nefnilega svo ung- ur að árum og svo eigum við engan listiðnaðarskóla né listiðnaðarsafn, sem er vont afspurnar. Þó þetta væri um sumt óhagstæður saman- burður og þröngt væri um íslensku sýninguna verður ekki annað sagt, en að hún hafi notið sín vel og henni var mjög vel fyrir komið. Einkum naut skartið sín vel, en ég hafði einmitt skömmu áður verið að gagnrýna fremur ruglingslega uppsetningu skarts á sýningu í Perlunni. Við eigum ágæta listamenn í list- iðnaði og það er framtaki Mynd- lista- og handíðaskólans mikið að þakka, einkum hvað vefnað og leir- mótun snertir, en því miður hefur ekki verið unnt að koma upp málm- smíðiverkstæði, þrátt fyrir góðan vilja. Ég fékk tækifæri til að gera góðan samanburð á listiðnaði og arkitektúr þennan desemberdag í Kaupmannahöfn, því að á sama tíma var árleg sýning listasjóðs rík- isins á Den Frie, og var mikill lær- dómur að skoða hana. Hvað arki- tektúr sýningu á sama stað snerti, sýndi hún, að við erum langt á eft- ir þróuninni, því áhersla var lögð á sjálf módelin og vinnubækur, en hins vegar minnst á tækni- og út- litsteikningar. Ljóst má vera, að við þurfum að búa betur að listiðnaði og helst stofna sérskóla, sem gæti verið í tengslum við listiðnaðarsafn sem brýnt er að koma upp og þá er ekki að efa, að íslenskur listiðnaður muni taka stökk frammávið. - það var furðulega fátt um gesti við opnun sýningarinnar 5 Norræna Pétur B. Lúthersson 1982. Sigrún Ó. Einarsdóttir 1991. húsinu og einkum saknaði ég ráða- manna þjóðarinnar, sem ekki virð- ast alltaf þekkja sinn vitjunartíma þegar list er annars vegar. Og ef þetta telst hinn raunsanni áhugi þeirra, eiga þeir mikið eftir ólært í uppbyggingu þjóðríkis. Hvarvetna í kringum okkur eru þjóðir að treysta þennan þátt menningar sinnar, þrátt fyrir efnahagsörðug- leika, en hann mætir sem fyrr af- gangi hér á landi. Það er hins vegar aðdáunarvert hve menn hafa náð langt í listiðn- aði fyrir eigið framtak og harðfylgi og um það er sýningin lifandi vitn- isburður. Sýningarsalir Norræna hússins bjóða upp á meiri mögu- leika en rúmlega einn salur í List- iðnaðarsafninu og þannig njóta Arndís Jóhannesdóttir 1987. Pía Rakel Sverrisdóttir 1991. sumir gripirnir sín betur en aðrir síður, því að hér er sjálft Listiðnað- arsafnið ekki hinn trausti rammi. Þá er kvistótt parkett gólfið í sölun- um iðulega í samkeppni við verk sem staðsett eru á þeim og þyrfti að koma til útbúnaður til að setja undir þau. þetta kemur einkum nið- ur á verkum Borghildar Óskars- dóttur, en hins vegar bjarga hinir svörtu stallar verkum Kolbrúnar Björgólfsdóttur. þetta er mjög áber- andi á sýningunni og þannig er upplagt tækifæri að koma því á framfæri. Ég og fylginautar mínir runnum í hlaðið 10 mínútum fyrir opnun, en samt var mjög erfitt að finna bílastæði, sem mun hafa verið vegna þess að annað var einnig á Kristín ísleifsdóttir 1989. dagskrá í húsinu þennan dag. Verð- ur að gera kröfu til þess að viðburð- ir rekist ekki þannig á hvorn annan eins og bersýnilega átti sér stað þennan dag. Trúi ég ekki öðru en að fyrir vikið hafi einhveijir hrökkl- ast burt. Þetta er fjölþætt sýning, sem er lifandi vitnisburður um þá grósku sem á sér stað í íslenskum listiðn- aði, og jafnframt er þetta falleg sýning, sem á skilið mikla og góða athygli því að hér er mikið í húfi. Traustur listiðnaður styrkir ekki einungis burðarstoðir þjóðmenning- ar, heldur geta verið gríðarlegir fjármunir í húfí, og við getum hér einungis litið til frænda vorra á Norðurlöndum og þá einkum Dana og Finna, en ómældar fúlgur renna ár hvert í ríkiskassa þjóðanna vegna útflutnings listiðnaðar, og einhveij- ar tekjur mun sænska ríkið vissu- lega hafa af Ikea-fyrirtækinu. Á öllu þessu vildi ég vekja athygli í sambandi við opnun sýningarinnar og hvetja sem flesta að leggja leið sína í Norræna húsið, og það væri full ástæða til að gera einnig sér- staka úttekt á stöðu íslensks listiðn- aðar í dag á meðan að á sýning- unni stendur, því að slíkt framtak þarf að vekja upp umræðu á opin- berum vettvangi. Nýjar bækur I Bangsabókin mín. íslenskur texti: Stefán Júlíusson.„Það er gaman að skoða og læra. Margir bangsar leika sér en læra um leið að þekkja liti, tölur, stærð og lögun hluta. Þetta er allt til gamans gert“ segir í kynningu frá útgefanda. Á hverri blaðsíðu eru margar lit- myndir. Bókin er í stóru broti. Setberg gefur út. Bókin kost- ar 895 krónur. ■ Sammi brunavörður - björg- un úr flóði og Sammi brunavörð- ur - týndi lykillinn. íslenskur texti: Stefán Júlíusson. Þetta eru sögurnar úr sjónvarpsþáttunum um Samma brunavörð. Litmyndir á hverri síðu. Setberg gefur út. Bókin er 32 síður og kosta 650 krónur hvor bók. ■ Út er komin spennusagan Pelíkanaskjalið eftir John Gris- ham en hann er einn vinsælasti s_pennusagnahöfundur síðari ára. Aður hefur komið út eftir hann á íslensku spennusagan Fyrirtækið. Sagan hefur verið kvikmynduð með leikkonunni Juliu Roberts í aðalhlutverki. Tveir bandarískir hæstaréttardómarar eru myrtir sama kvöldið og lögregluyfirvöld standa ráðþrota. Útgefandi er Iðunn. Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi bókina, sem er prentuð í Prentbæ hf. Bókin kostar 2.480 krónur. Ódýr atvinna Það er hægt að kaupa sér ódýra atvinnu og vinna hjá sjálfum sér. Höfum mikið úrval af fyrirtækjum á góðu verði, t.d. verslanir, sem greiða sig niður bara á desembersölunni. Hafið samband og við munum aðstoða yður í fullum trúnaði. mnTrmanrgimrT? SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Glæsilegur matsölustaður Við Laugaveginn ertil sölu mjög fallega innréttað- ur og vinsæll matsölustaður með öllum vélum og tækjum sem með þarf. Nýlegar vélar og inn- réttingar. Gott, vinalegt andrúmsloft. Nú er hörkutími framundan og jólastemmninp við Laugaveginn. Upplýsingar á skrifstofunni. l^;ÍT;í77TiTTI^TVIT7 SUÐURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Gegn vanabulli Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Sigurður Guðmundsson: Tab- úlarasa. (191 bls.) Mál og menn- ing 1993. Sigurður er einn nokkurra Is- lendinga sem eru vel þekktir í út- löndum fyrir listsköpun sína. Þótt ekki sé víst að uppruni hans sem íslendingur skipti sköpum fyrir skilning á myndlist hans gegnir öðru máli um það verk sem hér er til umræðu. Tabúlarasa er, þrátt fyrir latneskt heiti, íslenskt verk og hefur tæpast neina alþjóðlega skírskotun. Þrátt fyrir - eða kannski öllu heldur vegna - ára- tugalangrar utanveru kemur myndlistarmaðurinn íslenskum list- unnendum á óvart með því að mála nú verk sín með íslenskum orðum. Tabúlarasa er ekki hefðbundið skáldverk. Hún er á mörkum þess að geta verið tekin alvarlega. Þess vegna er lesandanum hollast að veita henni frekar viðtöku af lyst hjartans og bregða grönum í hlátri. Aðalpersónurnar eru hann (Sig- urður) og hún (íslensk tunga). Þeg- ar hann hittir hana segir hann: „Fortíðin var eins og skýlaus him- inn. Innan í mér var allt tómt, hvítt eins og óskrifað blað: tabula _rasa.“ En taflan er ekki lengi tóm. í sam- vinnu raða þessir tveir elskendur á hana orðum; samræðum, gálga- húmor, ljóðum, tilvitnunum og ýmissi speki. Orðaleikirnir eru sum- ir vel heppnaðir og afhjúpast vel í samræðum þeirra. Uppistaðan í öllu saman eru „orðin tóm“, „tóm orð“ sem minnir á að orðin hafa sjálfstætt líf þótt ekki þurfi það að vera merkilegt: „Eru orðin tóm þá eins konar vanabull? spurði ég. Nei, vanabull er annað... Vana- bullið er efnahagsleg undirstaða hins talaða og skrifaða orðs.“ Sigurður Guðmundsson Persónusköpun sögunnar er grunn, fléttan fremur óflókin og virðist lítt ígrunduð og sögufram- vindan því öll hin ólíkindalegasta. Helstu einkenni þessa verks er að vera skrifað meira af kæti en fyrir- hyggju, fremur af listrænum þrótti en af agaðri íhygli. Þetta sem nú er upptalið þarf samt ekki að vera sögunni í heild til vansa. Aðrir þættir vega hér á móti æðibunu- gangi bókarinnar. Og vil ég þá fyrst nefna mælskuna. Höfundur- inn hefur í áratuga fjarveru varð- veitt vel móðurmálið og aukið það nýjungum. Úr þessum frumlega orðabrunni eys hann lesendum sín- um til skemmtunar. (Þetta minnir í framhjáhlaupi á þá hugmynd sem kastað hefur verið fram að vænleg- ast sé að varðveita íslenska tungu í útlöndum). Þannig líður sagan áfram í þráð- lausri og stundum glórulausri sam- ræðu. Inn í hana fléttast þekktar persónur eins og Tómas Jónsson, Salka Valka og Steinar undir Steinahlíðum. Það skal áréttað að þótt sagan fljóti þannig áfram eins og mælandinn sé undir sýruáhrif- um, með öllu ruglinu sem því fylg- ir, verður hún aldrei leiðinleg. Þvert á móti á köflum drepfyndin. Fasteignasala, Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - öryggl Hllmar Valdlmarsson. SfMAR: 687828 og 687808 Nökkvavogur Vorum að fá í sölu hús á tveimur hæðum. Á hæðinni eru tvær saml. stofur, 2 svefnherb., eldhús og bað. í kj. er 2ja herb. ósamþ. íb. með sérinng. Þvottah. og geymslur. 32 fm bílskúr. Fallegur garður með gróður- húsi. Verð 9,5 millj. Hraunteigur - hæð og ris Til sölu 5 herb. 137 fm íb. hæð og ris í tvíb. Á hæð- inni eru stofur, eldh. o.fl. í risi eru 3 svefnherb., sjón- varpshol og baðherb. 18 fm bílskúr. Áhugaverð eign á eftirsóttum stað. Viðráðanlegt verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.