Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Borgarráð vill fund með ráðherra um leikskólana BORGARRÁÐ hefur samþykkt ályktun stjórnar Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar þar sem farið er fram á fund með heilbrigðisráð- herra vegna reksturs á leikskólum sjúkrahúsa. í ályktun stjórnar Sjúkrastofnana, kemur fram að með ákvörðun sinni um fjárframlag til reksturs leikskóla Borgarspítalans hafí ráðherra stefnt framtíðarrekstri leikskólanna í mikla óvissu. Stjóm Borgarspítalans hafí fyrir skömmu kynnt tillögu sína um framtíðarfyrirkomulag á rekstri leik- skólana sem gerir ráð fyrir að rekstr- arstyrkur ríkisins verði 20 þús. á barn á mánuði. 14 þús. komi frá ríki og 6 þús. frá sveitarfélagi. Frek- ari breytingar yrðu ekki gerðar á rekstrarfyrirkomulagi leikskólanna þannig að þeir gætu áfram sinnt sértæku hlutverki fyrir spítalann. Gert var ráð fyrir að gjald foreldra yrði 16.400 krónur. Þá segir að ráðherra hafí ekki fallist á þessa tillögu og að stjórn Borgarspítalans geti því undir þess- um kringumstæðum, ekki tekið ákvörðun um framtíðarrekstur leik- skóla Borgarspítalans, en fer fram á fund með heilbrigðisráðherra nú þegar vegna þessa máls. I samþykkt borgarráðs er tekið í erindi rafmagnsstjóra til borgar- ráðs er vísað til samnings milii Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Stanga- veiðifélags Reykjavíkur og lagt til að veiðileigan í ánum árið 1994 verði 6.160.000 krónur. Fram kemur að útgjöld leigusalans eru áætluð 3.500.000 krónur árið 1994 eða 0,5% undir tillögu stjórnar Sjúkrastofnana með þeim fyrirvara að fallist heil- brigðisráðuneytið á þær muni Reykjavíkurborg leggja fram sam- bærilegan styrk með hverju barni eins og hún gerir gagnvart börnum Ji einkareknum leikskólum. hækkun frá árinu 1993. Tekjur um- fram gjöld eru áætlaðar 2.660.000 krónur. Verður þeim varið til greiðslu á arði og til rannsókna á laxastofni Elliðaánna, sem unnar eru j samvinnu við Veiðimálastofnun. Arðgreiðslur eru áætlaðar 1.180.000 krónur og til rannsókna 1.480.000 krónur. Veiðileyfi í Elliða- ánum verða óbreytt BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að veiðileiga fyrir laxveiði í Elliðaán- um verði óbreytt sumarið 1994 miðað við árið á undan. Jafnframt að verð veiðileyfa verði 14.700 krónur á dag fyrir hveija stöng en það er sama verð og síðastliðið sumar. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 1. DESEMBER YFIRLIT: Um 600 km vestsuðvestur af Reykjanesl er 968 mb. laegð sem hreyfist austnorðaustur og fer austur með suðurströnd landsins ó morgun. Milli (slands og Jan Mayen er 976 mb. laegö sem hreyfist norðnorðaustur. SPÁ: Þegar liða tekur á morguninn fer vindur að snúast til noröanáttar. Norðvest- an tif á landinu verður allhvasst eða hvasst en vindur verður mun hægari á öðrum landshlutum. Fram eftir morgni verður slydda eða rigning víða sunnanlands, snjó- koma norðvestan til en úrkomulítið norð8ustan lands. Uppúr hádegi má búst við snjókomu noröanlands, slyddu eða rigningu suöaustan tii en suðvestan lands verð- ur úrkomulaust að mestu. Veður fer kólnandi um ellt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðan- og norövestan átt, víðast fremur hæg og svalt í veðri. Él um noröan- og vestanvert landið en annars þurrt. Léttskýjað á suðaust- urlandi og Austfjörðum. HORFUR Á FÖSTUDAG: Allhvöss norðan og norövestan átt og kalt. Snjókoma eða éljagangur um norðanvert landið en annars þurrt. Léttskýjað um sunnan- og 8uðaustanvert landið. HORFUM Á LAUGARDAG: Fremur hæg austan- og suðaustan átt og heldur hlýn- andi veður. Skúrir eða slydduél um sunnanvert landið en annars þurrt. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsimi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt / / / / / / / / Rigning -a Léttskýjað * / * * / / * / Slydda Hálfskýjað Skýjað * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V Ý V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Ágæt færð er um flest alla þjóðvegi landsins, nema að hálka er á heiöum viða, og fyrir vestan er þungfært um Hrafnseyrarheiði og ófært um Dynjandis- heiði. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631600 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hftl veöur Akureyri 6 alskýjað Reykjsvlk 2 léttskýjað Bergen 1 léttskýjað Helslnki +5 snjókoma Kaupmannahöfn *1 kornsnjór Narssarssuaq snjókoma Nuuk +8 alskýjað Osló -í-2 snjókoma Stokkhólmur +2 kornsnjór Þórshöfn 7 skýjað Algarve 16 súld Amsterdam -i-2 ískorn Barcelona 12 þokumóða Berlín Chieago +3 alskýjaö Feneyjar Frankfurt Glasgow 7 skýjað Hamborg London 9 skýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg vantar Madríd 8 rigning Malaga 18 skýjað Mallorca 18 skýjað Montreal +7 léttskýjað New York 3 heiðskírt Orlando 10 léttskýjað París 0 rigning Madeira 19 léttskýjað Róm Vín 0 þokumóða Washington 2 léttskýjað Wlnnipeg +2 skafrenningur / DAG kl. 12.00 Heimíld: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspó kl. 16.30 f gær) Matthías Bjarnason. Bók um sambandslögin frá 1918 Island frjálst og fullvalda ríki ÍSLAND frjálst og fullvalda ríki, er heiti á bók sem Matthías Bjarnason alþingismaður hefur safnað efni í og búið til prentun- ar í tilefni þess að í dag, á fullveldisdeginum, eru 75 ár liðin frá gildistöku dansk-íslensku sambandslaganna. í formála bókarinnar er það riljað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti íslands féllst á þann sama dag, sam- þykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti. Þjóðarat- kvæðagreiðsla fór fram 19. októ- ber og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999. 43,8% kjósenda greiddu atkvæði. „Ljómi og bjartar minningar" Síðan segir Matthías meðal annars í formálanum: „Á ungl- ingsárum mínum og löngu síðar var mikill ljómi og bjartar minn- ingar tengdar þessum hamingju- degi í sjálfstæðissögu þjóðarinn- ar. Á síðustu áratugum hefur dofnað yfír þessari minningu. Það hefur því oft komið upp í mínum huga að gera tilraun til að vekja umhugsun ungs fólks og þeirra sem eldri eru um þennan dag og minnast þeirra mörgu sona og dætra íslands sem í meira en öld þar á undan börðust fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að ísland varð sjálf- stætt og fullvalda ríki. Lýðveldis- stofnunin 17. júní 1944 var loka- takmark þess sigurs sem vannst 1. desember 1918.“ í bókinni eru sambandslögin birt ásamt undirskrift konungs og frumvarpi til sambandslag- anna, sagt er frá fánamálinu 1917, fyrra aukaþinginu 1918 og síðara aukaþinginu 1918, þjóðaratkvæðagreiðslunni, af- greiðslu í Ríkisþinginu, sagt frá 1. desember 1918 og birtar fund- argerðir sambandslaganefndar- innar. Þá er sagt frá Kristjáni konungi X., Carl Th. Zahle for- sætisráðherra Dana, ríkisstjórn Islands og samningamönnunum. Nokkrar ljósmyndir eru í bók- inni, meðal annars af þeim mönnum sem mest tengdust málinu. Bókin er 80 blaðsíður. Útgef- andi er Bókaútgáfan Skjaldborg hf. Birgir Andrésson hannaði bókina og G. Ben. prentstofa hf. sá um prentvinnslu. Menningar- sjóður styrkti útgáfuna. Raunávöxtun spariskírteina lækkað um 1,5% Hair vextir í alþjóð- legum samanburði RAUNÁVÖXTUN spariskírteina á eftirmarkaði er nú 5,3% og hefur lækkað um 1,5 prósentustig frá meðaltali októbermánaðar, sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Engu að síður eru raunvext- ir hér á landi háir í alþjóðlegum samanburði. í hagvísum Þjóðhagsstofnunar kemur fram, að í flestum rílqum innan OECD liggi raunvextir á bil- inu 3-4,5% og séu raunar enn lægri í Þýskalandi og Japan. Á síðustu misserum hafí raunvextir lækkað um 2-3 prósentustig í nær öllum ríkjum OECD og hafí stjórnvaldsað- gerðum á markaði verið beitt mark- visst í því skyni. Þá segir að vaxtalækkanirnar í Evrópu hafí ekki leitt til aukinnar eftirspumar á þessu ári þar sem fyrirtæki og heimili hafí frekar not- að svigrúmið tii að draga úr skuld- um. Fá teikn séu á lofti um þenslu og verðbólga sé lægri en hún hafi verið um áratugaskeið. Ennfremur segir, að skilyrði fyrir varanlegri lækkun raunvaxta hér á landi séu góð vegna lágrar verðbólgu, lágs raungengis og lægðar í þjóðarbú- skapnum. Forsenda þess að vaxta- lækkunin geti staðist til lengdar sé þó sú að hallanum á opinbera bú- skapnum verði hafdið í skefjum. ---» ♦ ♦- Pilturinn fundinn UNGLINGSPILTURINN sem lög- reglan lýsti eftir í fyrrakvöld og í Morgunblaðinu í gær kom í leitimar heill á húfí í gær. Hann gaf sig. fram og hafði að sögn lögreglu m.a. dvalist hjá félögum sínum frá því að hans var saknað um klukkan 11 að kvöldi sunnudags. I \ V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.