Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 55 Skák í Grímsey og fleiri hugleiðingar Hið rómaða 35 rétta jólahlaðborð Skúla Hansen Verð: í hádeginu kr. 1.695, Á kvöldin kr. 2.395,- Verið velhontin á Matreiðslumeistarar: Skúli Hansen og Jóhann Sveinsson. STcólflbnt Veitingahús við Austurvöll Pantanir í sítna 62 44 55 AMBRA TOLVU FRA NYHERJA Frá Eddu Þráinsdóttur: ^ í GREIN í Morgunblaðinu 3. nóv- ember um skák í Grímsey eru i heimildir m.a. hafðar eftir Friðriki Ólafssyni. Ekki virðist Friðrik minnast á það, að fyrrum aðstoð- armaður hans frá Portoros 1958 og sá maður sem mest skrifaði um frægðarferil Friðriks Ólafsson- ar á sínum tíma, Freysteinn Þor- bergsson, hefði haldið skákmót í Grímsey. Það þótti þó frumlegt á sínum tíma. Freysteinn Þorbergs- son hélt á áratugnum 1960-1970 fjölda námskeiða, fjöltefla og skákmóta til að viðhalda þeim mikla skákáhuga sem afrek Frið- riks hafði kveikt, þegar hann varð fýrsti stórmeistari íslendinga í skák. Hafði Freysteinn í huga að ^ koma síðar heimsmeistaraeinvígi til landsins sem tókst svo 1972. í bók Freysteins Jóhannssonar | og Friðriks Ólafssonar sem út kom eftir einvígið, er lítið gert úr fram- lagi Freysteins Þorbergssonar auk | ýmissa rangfærslna sem þeir hafa ekki leiðrétt. Freysteinn Þorbergsson vann í meir en áratug, bæði innan lands og utan, að því marki að koma heimsmeistareinvígi til landsins. Sú gífurlega vinna sem hann lagði á sig var unnin í sjálfboðavinnu, enda unnin af hugsjóninni einni saman. Starf brautryðjandans er alltaf erfitt og stundum misskilið. Hvers vegna Friðrik Ólafsson kaus að snúa baki við Freysteini í einvígis- málinu veit ég ekki, það er hans mál. Þess ber þó að gæta að Frey- steinn fór ekki troðnar slóðir, en 4 valdi þær leiðir sem hann taldi vænlegastar til árangurs. Trúlega hefur það ekki alltaf fallið í kram- ið hjá ýmsum þröngsýnum íslend- ingum og ef til vill hefur Friðrik verið undir þrýstingi þegar sú ákvörðun var tekin. En hver var Freysteinn Þor- bergsson? Freysteinn ólst upp sem munað- arlaus frá fimm ára aldri, vegna veikinda móður sinnar. Honum tókst að lyfta sér upp úr örbirgð og einstæðingsskap til menntunar, dirfsku og þeirrar þekkingar sem þurfti til að koma heimsviðburði til íslands. Samkvæmt forskrift fáránleikans er Freysteinn lítil- lækkaður fyrir það verk sitt, til dæmis í bókum þeim sem út komu eftir einvígið. í mínum huga er það aðeins stórmennum sem tekst að brjótast úr viðjum vanans og losa sig svo rækilega við fordóma og hömlur, að þeim takist að fara sínar eigin leiðir. Hefja sig til flugs, að geta unnið af alhug að því marki sem þeir hafa sett sér. Freysteinn vann undir kjörorðinu „íslandi allt“. Stórviðburðir draga að sér aðra stórviðburði, eða svo taldi Frey- steinn. Það kom á daginn að heimsmeistaraeinvígið dró á eftir sér heimsviðburði eins og Frey- steinn hafði séð fyrir, svo sem leið- togafundi. Strax árið eftir var leið- togafundur Nixons og Pompidou haldinn í Reykjavík og síðar leið- togafundur Reagans og Gorbatsj- ovs. Margir æðstu menn þjóðar- innar hafa notið athygli þeirrar sem slíkir fundir leiða af sér, og fengið tækifæri sem annars hefðu ekki legið á lausu. Það er síður en svo að það sé mér á móti skapi, því til þess var leikurinn einmitt gerður. Ég vona að sem flestir hafi sem mest og best notið þess- ara stórviðburða í sögu þjóðarinn- ar. Að lokum óska ég íbúum þessa lands allra heilla og vona að þeim beri gæfa til að láta samferða- menn sína njóta sannmælis, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir og EDDA ÞRÁINSDÓTTIR, aðalgjaldkeri hjá innheimtudeild Hafnarfjarðarkaupstaðar. Pennavinir Bandarískur piltur vill skrifast á við 14-18 ára stúlkur: Michael Knoedler, 141 RD2, Landenberg, PA 19350, U.S.A. Frá Ghana skrifar 26 ára stúlka með margskonar áhugamál: Hannah Aquah, P.O. box 997, Cape Coast, Ghana. Hollenskur frímerkjasafnari vill komast í samband við íslenska safn- ara: A. J. Thqs, Leemstraat 1A, 4735 SP Zegge, Nederland. LEIÐRÉTTIN G AR Setningar féllu niður í grein Viðars Gíslasonar, Tölvur og fatlaðir, í blaðinu á sunnudag féllu nokkrar setningar niður í upp- hafi greinarinnar og er kaflinn því birtur aftur um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum: Tölvur hafa komið mörgum fötl- uðum vel að notum í daglegu amstri. Reyndar hafa tölvur breytt lífi margra fatlaðra og fjölfatlaðra. Þær hafa gefið þessu fólki mögu- leika á að taka þátt í hinu daglega lífi líkamlega heilbrigðs fólks. Gefa þeim sem eiga erfitt með tjáningu vegna fötlunar möguleika á að tjá sig með því að skrifa á tölvuna. Tölvan gefur fjölfötluðum einnig mikinn möguleika til að stunda nám og jafnvel seinna meir atvinnu. Ragnt nafn í lista yfir sigurvegara á íslands- meistaramóti í samkvæmisdönsum misritaðist nafn eins þátttakand- ans, Laufeyjar L. Sigurðardóttur, sem sögð var Einarsdóttir. Beðist er velvirðingar á því. Ekki elzta félagið í frétt í „Fólki í fréttum“ í blað- inu í gær, þar sem sagt var frá afmæli Braga Hlíðberg, var fullyrt að Félag harmonikuunnenda væri elzta harmonikufélagið á íslandi, stofnað 1947. Ólafur Þorvaldsson, sem var einn stofnenda Harmoniku- félags Reykjavíkur, vill leiðrétta þessa fullyrðingu, þar sem Harmon- ikufélag Reykjavíkur var stofnað árið 1936 og var við lýði allt fram til ársins 1943, er það lagðist af. Það félag er því eldra en Félag harmonikuunnenda. Vatnsgeymirinn yið Háteigsveg í myndatexta með mynd, sem fylgdi frétt, þar sem þess var minnst að 50 ár væru liðin frá því að Reykjaveitan var tengd við hús í Reykjavík, var talað um „vatns- geyminn á Háaleiti". Ekkert örnefni mun til, sem ber það nafn. Því er rétt að tala um vatnsgeyminn við Háteigsveg, en þegar myndin, sem birtist í blaðinu í gær, var tekin, var Háaleitisbraut auðvitað ekki til, en nafn hennar mun hafa trufl- að ritara myndatextans. í tengslum viö Tilboöstíöindi Nýherja fór fram spurningaleikur hér á síöu Velvakanda. Mörg þúsund íslendingar tóku þátt í leiknum og sendu inn svör sín við spurningunum. í gær, 30. nóv., var dregið úr réttum lausnum og er vinningshafinn: Helga Valdimarsdóttir Sæviðarsundi 25 Viö óskum Helgu til hamingju með þennan óvænta jólaglaðning frá Nýherja. Öörum þátttakendum í spurningaleiknum þökkum við þann áhuga sem þeir sýndu meö því aö senda okkur svör sín. Viö viljum jafnframt minna á áframhald Tilboösdaga í verslun Nýherja sem standa munu fram að áramótum. Við bjóðum yfir 60 frábær tilboð meö miklum afslætti - svo miklum aö jafna má við vænan vinning! Líttu við í verslun Nýherja í Skaftohlið 24. Vld höfum opið allg lauggrdaga frá kl. 10:00-16:00 fram að jólum. ----------------------------- & NÝHERJI SKAFTAHLlO 24 - SlMI 69 77 00 Alliaf skrefi á undan < 4 4 € i I D A G 10-18— KRINGMN VELVAKANDI ANÆGJULEGUR FYRIRLESTUR Guðbjörg Helgadóttir hringdi til Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til Guðrúnar Guðjohnsen, formanns Hunda- ræktarfélags íslands, fyrir frá- bæran fyrirlestur um dómara- starf á hundasýningum, sem hún hélt í Sólheimakoti sl. sunnudagskvöld þann 28. nóv. Guðbjörgu þótti leitt að ekki skyldu fleiri hundaeigendur mæta á fyrirlesturinn en raun bar vitni. TAPAÐ/FUNDH) Leðutjakki tekinn í misgripum SVARTUR leðuijakki var tek- inn f misgripum í erfisdrykkju í samkomusal KK við Vestur- braut 17 í Keflavík þann 1. október sl. Annar svartur leður- jakki var skilinn eftir. Þeir sem kannast við þetta eru beðnir að hafa samband við Guðbjörgu í síma 92-12723. Gleraugu fundust GULLSPANGAGLERAUGU í brúnu gleraugnahúsi fundust á Freyjugötu sl. laugardag. Eig- andinn má vitja þeirra í síma 27515. Ullartrefill tapaðist GRÆNN ullartrefill með kögri og bláu silkifóðri með frönsku munstri tapaðist í austurborg- inni fyrir rúmum mánuði síðan. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 814888 á kvöldin. GÆLUDÝR Óskar eftir búri TVÖ búr fyrir hamstra óskast og fylgihlutir vel þegnir. Uppl. hjá Ingibjörgu í síma 71237 qftir kl. 17. Bankastræti 3, sími 91-13635. iSlíWÍjÍ KÖLNARVATN HRESSANDIILMUR H öföar til fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.