Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 47 Minning Gunnlaugur Krist- jánsson, fyrrum bóndi íLambanesi, Fljótum Hinn 20. nóv. sl. var til moldar borinn á Síglufírði Gunnlaugur Kristjánsson, fyrrv. bóndi í Lamba- nesi í Fljótum. Með honum hefur safnast til feðra sinna síðasta barn þeirra Lambaneshjóna Sigurlaugar Sæmundsdóttur og Kristjáns Jóns- sonar. Böm þeirra vom 12 að tölu en 10 komust til fullorðinsára. Gunnlaugur var barnanna yngstur. Vegna tengda móður minnar við þessi Lambaneshjón þekkti ég mörg börn þeirra og vissi hvað þau voru vel gerð á ýmsa lund, músíkölsk og völundar í höndum, hreint lista- fólk eins og t.d. Jómnn og Jón, að ógleymdri snyrtimennskunni sem mér hefur alla tíð fundist eins kon- ar ættareinkenni. Það fóm ekki margar sögur af hagleik Lauga en ég er viss um að hann var handlaginn. Aftur á móti fékk ég sönnun fyrir því hvað hann var músíkalskur þegar hann töfraði fram tóna úr trékassa með hross- hársstrengjum og náði lagi á gamla og slitna fíðlu. Kynni mín af þeim Lambanes- bræðrum, Gunnlaugi og Valgarði, hófust árið 1937 þegar ég var 12 ára með ársól lífsins heitri á vanga. Ég var sumar í Lambanesi þetta ár. Þeir bræður, Laugi og Valli, eins og þeir vom alltaf kallaðir af kunn- ugum, bjuggu félagsbúi á Lamba- nesjörð með ómetanlegri aðstoð Önnu, konu Lauga. Og þessi þrenn- ing varð eins konar tákn um ís- lenska gestrisni eins og hún gat best orðið. Ég tala nú ekki um greiðviknina sem var einkenni þessa fólks. Á Lambanesheimilinu dvaldist einnig faðir þeirra bræðra, Kristján, sem lést þar í hárri elli, 105 ára gamall. Þegar þeir bræður hófu búskap- inn á þriðja áratugnum byrjuðu þeir á því að reisa nýtt íbúðarhús úr steini. Ég held það séu engar ýkjur að betra íbúðarhús var vand- fundið í sveit á íslandi lengi fram eftir ámm. Jarðabætur létu lengi vel standa á sér, sennilega vegna þess hvað engjabúskapur var,góður og engjarnar ekki mjög langt frá bænum. Hestasláttuvél kom 1937 með þeim allra fyrstu í Fljótum. Þegar ég kom fyrst í Lambanes voru útihús öll með gamla laginu, úr torfí og grjóti. En smám saman hófust þeir bræður handa með jarðabætur og byggingu húsa yfir fénað og hey. Þegar Laugi og Anna létu af búskap um miðjan sjöunda áratuginn var uppbygging á jörð- inni í nokkuð góðu lagi. Valgarður var þá látinn fyrir nokkmm árum en með fráfalli hans versnuðu að- stæður til búskapar á jörðinni, því að aldurinn var farinn að færast yfir þau Lauga og Önnu. Þau bragðu því búi, seldu jörðina og fluttust til Siglufjarðar. Þar lést Anna fyrir skömmu. Má því með sanni segja að þau Laugi hafi orðið svo að segja samferða yfir móðuna miklu. Ég hef ekkert vit á búskap og get því ekkert sagt um búskap þeirra bræðra og Önnu. Mér segir svo hugur að hann hafi verið svona svipaður og hjá öðrum bændum á íslandi. En hitt get ég fullyrt að snyrtimennska og þrifnaður, úti sem inni, var alveg einstakur á Lambanesheimilinu. Þótt þeir bræður, Laugi og Valli, teldust báðir húsbændur mínir sum- arið 1937 höguðu kringumstæður því þannig að samskipti mín við Lauga urðu meiri. Valli var talsvert Minning Guðjón Jónsson Þegar gamlir vinir og samstarfs- menn falla óvænt frá er sem opnist skarð í huga manns og eftir stend- ur tómið eitt. Svo fór fyrir mér þegar ég frétti um andlát Guðjóns. Við Guðjón kynntumst ungir, eða þegar við vorum báðir í námi, það var ekki síst fyrir hans orð að ég tók að mér störf fyrir iðnnemasam- tökin, sem leiddu af sér þátttöku í félagsmálum æ síðan. Okkar kynni urðu þó ekki náin fyrr en seint á fimmta áratugnum, þegar við báðir fórum að taka þátt í störfum Félags jámiðnaðarmanna. Síðan höguðu örlögin því svo til að við urðum samherjar og samstarfsmenn í hart- nær 40 ár. Ég ætla mér ekki þá dul að telja upp öll þau góðu störf, er hann vann verkalýðshrgyfingunni, en henni helgaði hann krafta sína öll bestu ár ævi sinnar. Eitt verkefni sem hann tók sér fyrir hendur mun alltaf standa upp úr, það er barátta hans fyrir bættum aðbúnaði og ör- yggi á vinnustöðum. Þar var hann óþreytandi að hvetja menn til -dáða með sleitulausri baráttu og í dag má segja að verulegum árangri hafí verið náð. Guðjón gerðist starfsmaður Fé- lags járniðnaðarmanna árið 1960 og var eini starfsmaður þess í tíu ár og mótaði það starf, og að því býr félagið enn í dag. Nú þegar klukkan hefur slegið síðasta höggið þá svífa minningarn- ar um hugann, margar þeirra ættu eflaust erindi á þetta blað, en þar verða þær ekki settar að sinni. En minningin um baráttumann og góð- an dreng mun lifa í hugum þeirra er kynntust honum. Ég þakka Guðjóni samfylgdina og sendi Unni og börnunum og ættingjum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Tryggvi Benediktsson. að heiman þetta sumar við smíðar fyrir sveitunga sína, enda lærður smiður og verkhagur eins og hann átti kyn til. Ég og Laugi vorum góðir saman. Hann var glaðvær með afbrigðum og góður húsbóndi sem ekki tók hart á yfirsjónum og vanþekkingu kaupstaðarbarnsins við bústörfin. Ég var aftur á móti uppfullur af ýmiss konar „gálgahúmor“ sem Laugi hafði gaman af. Það er því margs skemmtilegs að minnast frá þessu Lambanes- sumri þótt upp úr standi kaupstað- arferðirnar til Haganesvíkur. En farið var á báti, svokallaðri doríu, yfír Miklavatn. Þá má minnast á sláttinn á þýfðu Lambanestúninu og heyskapinn uppi á rennisléttum engjunum með nýfenginni Herkú- les-sláttuvélinni og heyflu'tninginn með hestum heim að bæ. Þá má ekki gleyma fyrirdrættinum í Miklavatni þegar við Laugi vorum svo fengsælir að við héldum að við hefðum þurrkað upp silunginn góða úr vatninu. Ferðin inni í Stíflu á sólbjartri júlínótt er líka minnisstæð. Við Laugi vorum á eldgömlum drógum í leit að einni Lambaneskúnni sem hafði farið á flakk þegar kall náttúr- unnar heltók hana. Ferð þessi er svona minnisstæð vegna athuga- semda Lauga um fararskjóta og riddara sem voru svo gráthlægileg- ar að samferðamaður tolldi vart í hnakki fyrir hlátri. Upp í hugann kemur einnig ferð- in á Miklavatni á doríunni kosninga- kvöldið 1937. Kristján bóndi í Lambanesi hafði farið af bæ til að kjósa þennan dag og síðan lagt leið sína að Grindli. Hafði svo verið um talað að ég sækti hann á doríunni því að allir Lambaneshestar voru uppteknir við atkvæðasmölun fyrir Framsóknarflokkinn. Þegar ég var kominn yfir vatnið rétt undan Grindli voru þeir komnir Laugi og faðir hans. Við Laugi settumst und- ir árar en komum gamla manninum fyrir aftur í skut. Og er ekki að orðlengja það að dálítið fór að kula á vatninu þegar við lögðum af stað heim á leið. Þegar fyrsta vindstrok- an gáraði vatnið var gamli maður- inn allt í einu orðinn formaður á fískibáti í róðri og farinn að gefa hásetum fyrirmæli um róðrarlag. Ég gleymi aldrei hláturskastinu sem við Laugi fengum. Ef einhver í landi hefði tekið eftir róðralaginu á doríunni hefði hann með réttu álitið að ræðarar væm í meira lagi skrýtnir. En við jöfnuðum okkur og komumst heim í bæ með gamla manninn. Þannig gæti ég haldið áfram að rifja upp samskipti okkar Lauga frá þessu skemmtilega sumri en læt hér staðar numið. Það var ekki meining mín að skrifa langa minn- ingargrein um Lauga í Lambanesi en ég einsetti mér að hafa hana á léttari nótunum því það fannst mér best hæfa þessum góða, vandaða og glaðsinna drengskaparmanni. Gunnlaugur Kristjánsson var orðinn níræður þegar hann lést. Fæddur var hann 3. júlí 1903 og dáinn 14. nóvember 1993. — Bless- uð veri minning hans. Eiríkur Eiríksson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns og bróður okkar, BJARNA Þ. JÓNSSONAR, Skerseyrarvegi 2, HafnarfirSi. Guðrún E. Magnúsdóttir og systkini hins látna. sokkabuxur hnésokkar Hf v/Nesveg, Seltj. t Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför GUNNARS KRISTJÁNSSONAR bónda, Dagverðareyri. Fjóla Pálsdóttir, . Oddur Gunnarsson, Gi'gja Snædal, Seselia M. Gunnarsdóttir, Jóhannes Þengilsson, barnabörn og barnabarnabarn. Minning Hlín Ingólfsdóttir Fædd 20. október 1909 Dáin 8. nóvember 1993 Margs er að minnast, margt er hér að þakka... (Vald. Briem) í þessum orðum langar mig til að minnast „stjúpömmu“ minnar, Hlínar Ingólfsdóttur. Ég var 16 ára þegar ég eignað- ist fast heimili hjá pabba og Svölu og um leið kynntist ég Hlín. Hlín tók mér strax opnum örmum og lét sér mig og fjölskyldu mína sig máli skipta, enda hugsar dóttir mín aldrei öðruvísi um hana en sem Hlín langömmu. Eitt sinn er ég var á leið í úti- legu um verslunarmannahelgi komst Hlín að því að ég hafði ein- ungis hugsað fyrir tjaldi og svefn- poka og lánaði hún mér því bak- poka og ráðlagði mér hvernig nesti ég skyldi taka með og reyndist ég vera best útbúni unglingurinn í mínum hópi. Svona var hún alltaf tilbúin með góð ráð og tilbúin að miðla öðmm af reynslu sinni og þekkingu. Ég veit að jólaboðið í ár verður svolítið tómlegt án hennar, en minningin um þessa góðu og mikil- hæfu konu mun aldrei gleymast. Hún er eina amman sem ég hef notið og er ég þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Elsku Hlín, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ása María Björnsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR PÁLL SAMÚELSSON verkstjóri, Stigahlið 22, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Þórunn Jónsdóttir, Jón B. Sigurðsson, Greta Maria Sigurðardóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Karitas Sigurðardóttir, Guðmar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ELÍASSON trésmíðameistari, Þinghólsbraut 33, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju á morgun, 2. desember, kl. 13.30. Magnús Ingi Sigurðsson, Ástríður Sveinsdóttir, Elías Jökuli Sigurðsson, Kristrún Malmquist, Kristín Gíslína Sigurðardóttir, Kari Sigurðsson, Auðbjörg Valgerður Kristoffersen, Gunnar Kristoffersen, Benedikt Sigurðsson, Ólöf Sif Bjarkar, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTURSTEFÁNSSON, Heiðvangi 16, Hafnarfirði, áður Vesturvegi 31, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Björk Pétursdóttir, Kjartan Guðmundsson, Stefán Pétursson, Bryndfs Jónsdóttir, Sveinn Ingi Pétursson, Hólmfríður Jónsdóttir, Hallgerður Pétursdóttir, Jón Gauti Jónsson, Helga Pétursdóttir, Vilhjálmur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Stóra-Lambhaga. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks á E-deild Sjúkrahúss Akraness fyrir hjúkrun i veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jónsdóttir, Sigurður Ferdinandsson og fjölskylda, Reynir Jóhannsson og fjölskylda, systur hins látna og aðrir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.