Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Hver eignast íbúðina? Eða hver er munurinn á að leigja o g kaupa íbúð? eftir Þórhall Jósepsson Undanfarið hafa staðið umræður um húsnæðismál á síðum blaða og í ljósvakamiðlum. Fram hafa komið þau sjónarmið, að auka eigi áherslu á leiguhúsnæði, m.a. í tengslum við umræður um húsaleigubætur. Hér geri ég ekki athugasemdir varðandi framboð leiguíbúða, enda eru þær að einhveiju marki nauðsynlegar á okkar íbúðamarkaði sem annars staðar, en deila má um hvar það mark skuli vera. Hins vegar hafa komið fram fullyrðingar um að leiguhúsnæði sé hagkvæmara en eigið húsnæði, þ._e. fyrir íbúana í viðkomandi íbúð. Ég tel ríka ástæðu til að gera athugasemdir við þessar fullyrðingar. Ef hagkvæmara er að leigja íbúð en að kaupa hlýtur það að vera vegna þess að einhver eða einhveij- ir taka að sér að gréiða hluta kostn- aðarins fyrir leigjandann, þ.e. að íbúðirnar séu með einum eða öðrum hætti niðurgreiddar. Nú eru flestar íbúðir á íslandi niðurgreiddar, t.d. með vaxtaniðurgreiðslu og/eða vaxtabótum. Kaupendum er auð- veldað að eignast íbúðir. Margt bendir til að auk niðurgreiðslna opinberra aðila komi einnig til, meðvitað eða ómeðvitað, niður- greiðslur eigenda íbúða sem leigðar eru út. Meiri niðurgreiðslur leigu- íbúða heldur en eignaríbúða útskýra mun á greiðslubyrði sem kann að vera fyrir hendi við núverandi að- stæður á íslenskum íbúðamarkaði. Þær aðstæður eru hins vegar breyti- legar frá einum tíma til annars. Kjarni málsins er sá, að ef ekki kæmu til nein afskipti hins opinbera af greiðslubyrðinni og engar niður- greiðslur eigenda íbúða hlýtur að vera óhagkvæmara að leigja heldur en kaupa. Ef hagkvæmara á að vera að leigja heldur en að kaupa verður því að gera einhveija mis- munun á þessum valkostum, leigj- endum í hag og/eða eigendum í óhag. Hér á eftir færi ég rök fyrir því annars vegar að við sambærileg- ar aðstæður eru kaup hagkvæmari, hins vegar að við núverandi aðstæð- ur hér á landi er að mörgu leyti fyrir hendi sú mismunun sem gerir leigu auðveldari en kaup miðað við árlega greiðslubyrði. Alullarhúfur í miklu úrvali 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. aa uriuFPm GLÆSIBÆ . SÍMf 812922 Tvískiptur markaður íbúðamarkaði á íslandi má í aðal- atriðum skipta í tvennt: Almennan markað og félagslega kerfið. Á hin- um almenna markaði bjóðast íbúð- arkaupendum húsbréfalán. Vextir eru ekki niðurgreiddir og eru 6%, lánstími er 25 ár. Ríkisábyrgð er á húsbréfum og dregur úr hugsanleg- um afföllum í viðskiptum. Hins vegar er félagslega lána- kerfið. Þar eru Ijórir lánaflokkar og greinast í undirflokka, í aðal- atriðum 10 lánaflokkar. Vextir eru niðurgreiddir af ríkissjóði og af ávöxtun eigin fjár byggingarsjóð- anna. Vextir eru mismunandi eftir flokkum, 1% til 4,9%, og einnig mismunandi eftir afkomu lántak- enda og eru endurskoðaðir 6 árum eftir lántöku þegar um eignaríbúðir er að ræða. Lánstími er 43 ár (eign- aríbúðir) og 50 ár (leiguíbúðir og hlutareignaríbúðir), en hluti lána til almennra kaupleiguíbúða, 20%, er lánaður til 5 ára eða 25 ára. Augljóslega er árleg greiðslu- byrði af framangreindum Iánum mismunandi eftir lánstíma og vöxt- um, miðað við sömu lánsupphæð. Það er enda svo, að fólk með lágar tekjur á rétt á lánum úr félagslega kerfinu þar sem vextir eru niður- greiddir og lánstími lengri en í hús- bréfakerfinu og þar af leiðandi lægri árleg greiðslubyrði. Leiguhúsnæði er í dag einkum á þrennum vettvangi: 1. íbúðir á almennum markaði. 2. Leiguíbúðir og hlutareignar- íbúðir á vegum sveitarfélaga. 3. Hlutareignaríbúðir á vegum húsnæðissamvinnufélaga. Leiguíbúðir á almennum markaði eru í fáum tilvikum byggðar eða keyptar með það fyrir augum að leigja þær út, þó eru til dæmi um það. Oftar er um að ræða leigu vegna tímabundinna aðstæðna. íbúðirnar eru fjármagnaðar annars vegar með eigin fé eiganda, hins vegar með þeirri lánafyrirgreiðslu sem tiltæk hefur verið hveiju sinni. Krafa eigenda um leigugjald fyrir íbúðirnar er afar mismunandi, sömuleiðis krafan um arðsemi fjár- festingarinnar. Leiguíbúðir á vegum sveitarfé- laga eru fjármagnaðar með lánum á niðurgreiddum vöxtum og með framlagi frá sveitarfélaginu. Afar mismunandi er hvaða kröfur sveit- arfélög gera um að leigugjald standi undir útlögðum kostnaði, í allmörg- um tilvikum tekur sveitarsjóður á sig kostnaðinn að einhveijum hluta og oft að verulegum hluta, þ.e. sveitarsjóður niðurgreiðir húsaleig- una til viðbótar við vaxtaniður- greiðslu ríkisins. Hlutareignaríbúðir á vegum sveitarfélaga og húsnæðissam- vinnufélaga eru fjármagnaðar 10% eða 30% af eigin fé íbúa. íbúi getur ekki eignast stærri hlut í íbúðinni og leigir hana því að 70% eða 90%. Leigugjald þarf að standa undir kostnaði við fjármögnun íbúðarinn- ar nema einhver (sveitarsjóður?) niðurgreiði þann kostnað. Hverju munar? Hver er munurinn á að vera kaupandi og leigjandi íbúðar? Hér að framan hef ég gert grein fyrir meginlínum í fjármögnun íbúðanna og til að svara þessari spurningu tek ég dæmi um íbúð sem fjármögn- uð er með húsbréfaláni og kostnað- inn við fjármögnunina. Ekki er gert ráð fyrir neinum utanaðkomandi áhrifum á kostnað eða greiðslu- byrði, svo sem niðurgreiðslum, og er það gert til þess að sýna eðlis- mun á kaupum og leigu. Reiknað er á föstu verðlagi. Miðað er við íbúð sem kostar 7,5 milljónir króna og lánsheimildir nýttar til fulls. Eigin fjármögnun eiganda, 35%, kr. 2.625.000* 65%, kr. Lánsljárhæð, 4.875.000* Eftir 25 ár er búið að greiða af íbúðinni: 1. Afborganir kr. 4.875.000* 2. Vexti kr. 4.658.881* 3. (1.+2.) Samtals kr. 9.533.881* 4. Eigið framl. eiganda kr. 2.625.000* 5. (3.+4.) Alls kr. 12.158.881* 6. (1.+4.) Eignarmyndun 7.500.000* kr. * tölur samkv. upplýsingum Húsnæðisstofn- unar ríkisins. Staða eiganda Eigandi hefur fjármagnað íbúð- ina með húsbréfaláni og eigin fram- lagi. Allar greiðslur koma úr hans eigin vasa. Eigandi hefur innt af hendi eigið framlag, afborganir og vexti af láni, alls kr. 12.158.881. A móti kemur eignarmyndun kr. 7.500.000. Greitt umfram eignarmyndun kr. 4.658.881. Greiðslur umfram eignarmyndun samsvara 186.355 krónum á ári, 15.530 krónum á mánuði. Staða leigjanda m.v. sömu íbúð Eigandi íbúðarinnar hefur fjár- magnað íbúðina með húsbréfaláni og eigin framlagi. Hér er gert ráð fyrir að leigugreiðslur standi undir kostnaði við afborganir og vexti. Leigjandi hefur innt af hendi af- borganir og vexti af láni, alls kr. 9.533.881. Eignarmyndun er engin, greiðslur umfram eignarmyndun eru því sama upphæð. Greiðslur umfram eignarmyndun samsvara 381.355 krónum á ári, 31.780 krónum á mánuði. Hér er ekki reiknað með greiðsl- um af hendi leigjanda til að standa undir ávöxtunarkröfu af eigin fram- lagi eiganda né heldur eru reiknað- ir tapaðir vextir eiganda vegna eig- in framlags. Ennfremur er gert ráð fyrir að í báðum tilvikum sé sam- bærilegur rekstrar- og viðhalds- kostnaður og geri því ekki mun á eiganda og leigjanda. Hagkvæmara að leigja? Dæmið hér að framan sýnir að þegar upp er staðið hefur kostnaður Þórhallur Jósepsson „Svo framarlega sem aðstæður eru sambæri- legar er tvímælalaust miklum mun hagkvæm- ara að kaupa íbúð til eignar, en að leigja. Það er því aðeins hag- kvæmara að leigja fyrir viðkomandi íbúa að ein- hver leggi honum til hluta kostnaðarins við íbúðina.“ leigjandans orðið meiri en kostnað- ur eigandans. Þetta skýrist best ef gert er ráð fyrir að í báðum tilvikum þurfi viðkomandi íbúar að flytjast búferium að 25 árum liðnum. Leigj- andinn segir þá upp íbúðinni og fer, eigandinn selur sína íbúð. Eftir stendur að eigandinn á andvirði íbúðarinnar, leigjandinn ekki. Þessi er í grundvallaratriðum munurinn. Dæmið byggist á að aðstæður séu sambærilegar fyrir kaup og leigu. Auðvitað eru á hinn bóginn aðstæður afar misjafnar úti á hinum raunverulega markaði. Þar eru hins vegar upplýsingar af skornum skammti til þess að bera saman kaup og leigu. Nefnd sem starfaði á síðasta ári á vegum félagsmála- ráðherra um húsaleigubætur aflaði upplýsinga um greidda húsaleigu samkvæmt skattframtölum. Þar kom fram að meðaltalshúsaleiga væri u.þ.b. 13.600 krónur á mán- uði. Trúi því hver sem vill. Mér er kunnugt um húsaleigu- samninga fyrir 3-4 herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem hljóða upp á 30-40 þúsund krónur á mán- uði, hef heyrt dæmi upp í 45 þús- und krónur. Þetta er lág húsaleiga frá sjónarhóli eiganda, þótt leigj- anda með lágar tekjur þyki greiðsl- urnar skiljanlega háar. Ef tekinn er með í reikninginn allur kostnaður eiganda hrekkur leigugjaldið trú- lega ekki fyrir honum og íbúðin því í reynd niðurgreidd. Að líkindum er þetta verð til komið af markaðs- aðstæðum, þ.e. framboð er tiltölu- lega mikið af leiguhúsnæði. Fyrir fáum misserum voru þessar tölur hærri, enda framboð þá minna. Skilyrði þess að leiga sé hagkvæmari en kaup Ef leiga íbúðar á að vera hag- kvæmari en kaup, fyrir viðkomandi íbúa, þarf eitthvað af eftirfarandi að koma til: a) Fjármögnun þarf að vera á lengri tíma fyrir leiguíbúðir en eign- aríbúðir, þ.e. lengri lánstími. Þá lækkar greiðslubyrði vegna afborg- ana á ári, en á móti kemur að heild- arvaxtabyrði verður meiri. Þessi skilyrði eru fyrir hendi í félagslega kerfinu þar sem um er að ræða 50 ára íjármögnun leiguíbúða, saman- borið við 25 ára lánstíma í húsbréfa- kerfi og 43 ára lánstíma eignar- íbúða í félagslega kerfinu. Árleg greiðslubyrði yrði enn lægri ef fjár- mögnun yrði á t.d. 100 árum eða á áætluðum endingartíma íbúðar (150-200 ár?). b) Vextir þurfa að vera lægri af lánum til leiguíbúða en af lánum til eignaríbúða. Hér á landi þýðir þetta að einhver eða einhveijir nið- urgreiði vextina. Með öðrum orðum, einhver tekur að sér að greiða hluta kostnaðarins fyrir leigjandann. Öll lán í félagslega kerfinu eru niður- greidd, annars vegar af ávöxtun eigin fjár byggingarsjóðanna, hins vegar af ríkissjóði. Öll lán til félags- legra leiguíbúða bera vexti sem báðir þessir aðilar niðurgreiða. c) Eigandi íbúðarinnar tekur á Eyðni — ferðamanna- veiki Norðurlandabúa? eftir Óhif Ólafsson Eyðniveiran er hæggeng og veldur því ekki bráðafarsótt líkt og bólusótt forðum, en veikin breiðist út. Við athugun á út- breiðslu veikinnar koma í Ijós and- stæðurnar í heiminum. Talið er að 5.000 manns sýkist af eyðni daglega en örfá prósent þeirra búa í Evrópu. Þetta segir okkur að þó að allir geti sýkst af veikinni, sýkj- ast ekki allir. í velferðarríkjum Norður-Evrópu hefur útbreiðsla veikinnar verið hæg. Meðal sam- kynhneigðra hefur t.d. heldur dregið úr nýgengi veikinnar. Stærsti hluti þeirra er veikjast eru gagnkynhneigðir sem sýkst hafa á ferðum í Suður-Evrópu og í þróunarríkjunum, þetta er nokk- urs konar „ferðamannaveiki“. Við verðum því að efla fræðslu til ferðamanna. í þróunarríkjunum breiðist veikin til muna hraðar út en á norðlægum slóðum. I sumum ríkjum Afríku hafa heilu land- svæðin lagst í eyðni. Þessi munur er trúlega vegna þess, að við sem búum í norðlægum velferðarríkj- um erum læs, betur menntuð og getum því nýtt okkur fræðslu um Ólafur Ólafsson „Stærsti hluti þeirra er veikjast eru gagnkyn- hneigðir sem sýkst hafa á ferðum í Suður-Evr- ópu og í þróunarríkjun- um, þetta er nokkurs konar „ferðamanna- veiki“.“ sjúkdóminn. Auk þess fá þeir er veikjast af eyðni örorkubætur og þeir sýktu þurfa því ekki að selja líkama sinn sér til viðurværis. í þróunarlöndunum, t.d. í mörgum ríkjum Afríku, er allt að helmingur íbúa ólæs og vita því lítið um sjúk- dóminn og hvernig hann smitast. Þeir veiku fá litla eða enga ljár- hagsaðstoð og verða því oft að selja líkama sinn sér til framdrátt- ar. Andstæður efnaðra-hluta og fátækra-hluta heimsins skerpast. Fordómar gegn þeim er veikjast eru enn við lýði á íslandi og er hugsanlegt að þeir séu jafnvel meiri en þar sem veikin er algeng- ari! Fordómar sæma ekki upplýstu og menntuðu fólki. Hollt er að hafa í huga að möguleikar okkar, sem búum á íslandi, til þess að hindra útbreiðslu veikinnar eru stórum betri en þeir sem búa sunn- ar á hnettinum. Nú er mikilvægast að fræða verðandi ferðamenn. Fundir hafa verið haldnir með fulltrúum ferða- skrifstofa og lagt á ráðin um frek- ari aðgerðir. Höfundur er landlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.