Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 28
28<- MORGUNBEAÐIÐ1 MIÐVlRííBAGURiní. DBSBMBÉR! Í998 ' bj • • Orlagaríkur fund- ur um GATT-málin ALNÆMISDAGURINN Norður-Kóreumenn Genf, París. Reuter. PETER Sutheriand, framkvæmdastjóri GATT, sagði í gær, að fundur þeirra Sir Leons Brittans, viðskiptafulltrúa Evrópubandalagsins, EB, og Mickeys Kantors, viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna, í Brussel í dag myndi skera úr um GATT-samningana en þeim á að vera lokið 15. desember. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær, að án samninga um frjáls viðskipti yrði enginn bati í efnahagslífi Vest- urlanda. Sutherland kvaðst ekki efast um, að samningamenn EB og Bandaríkj- anna myndu leggja sig alla fram en vegna þess hve tíminn væri naum- ur, yrði að nást verulegur árangur á fundinum í dag. Meðal mál, sem þeir Brittan og Kantor munu ræða, eru niðurgreiðslur, markaðsaðgang- ur framleiðslu eins og vefnaðar, raf- eindatækja, kvikmynda og tónlistar. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, átti í gær fund með Francois Mitterrand, forseta Frakklands, og Edouard Balladur, forsætisráðherra, og var talið, að GATT-málin yrðu helsta viðræðuefnið. Þjóðverjar hafa lagt hart að Frökkum á bak við tjöld- in að samþykkja GATT-samningana og Rudolf Scharping, forsetaefni þýskra jafnaðarmanna, gerði það einnig í Parísarför sinni um síðustu helgi. Alnæmisdagurinn er í dag, 1. desember, en ætlunin er meö honum aö draga athyglina aö útbreiösiu sjúkdómsins. Stööugt fjölgar þeim sem sýkjast af HlV-veirunni sem veldur alnæmi. milljónir ÁÆTLUÐ ÚTBREIÐSLA HIV-SMITAÐRA Alls: 14 milljónir HLUTFALLSSKIPTING ALNÆMISSJÚKLINGA % Skáð tilfelli: 718.894 Evrápa 13 ------—Atrika 34,5 £ 2 $ —l-^s- I § 03 3 . 3“ ?'■ .C -i- S Q. t _'P_ oc m co <0 'ca 11 Áætluð sjúkdómstilfelli: >2.500.000 N- og S-Am,* 9 _______________Evrápa 5 Asía 1 lu fií í Heimild: WHO, nýjustu tölur Irá miSju ári 1993 ’ Bandarlkin undanskilin Aldrei lát- ið undan þrýstingi Réttarhöld yfir fimmtán æðstu foringjum ítölsku mafíunnar á Sikiley Framtíð mafíunnar ræðst af niðurstöðu réttarhaldanna Palermó. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust á mánudag í Palermó á Sikiley yfir fimmtán af valdamestu mönnunum innan ítölsku mafíunnar, þar á meðal foringja foringjanna, Salvatore, „Toto“ Riina. Talið er að niðurstaða réttarhaldanna geti haft úrslitaáhrif á það hvort mafían nái sér á strik á nýjan leik eftir öldu áfalia síðustu árin eða hvort dagar þessara samtakanna, sem verið hafa undir verndarvæng spilltra stjórnvalda, séu taldir. Réttað er yfír sakborningum í Ucciardone fangelsinu, þar sem þeir verða hafðir í sömu búrum og nokkrir hættulegustu glæpa- menn veraldar. Var fangelsið byggt fyrir réttarhöld árið 1986 yfir sömu mafíuforingjum og eru fyrir rétti nú. Réttarhöldin nú eru önnur tilraun til að koma þeim bak við lás og slá, en áfrýjunardóm- stóll mildaði lífstíðardóma sem kveðnir voru upp yfír þeim í fyrri réttarhöldunum. Fáir viðstaddir Aðeins fjórir mafíuforingjanna kusu að vera viðstaddir réttarhöld- in. Að minnsta kosti einn sakborn- inga er talinn af og annar er í felum. Mafíuforingjamir eru ákærðir fyrir 25 morð, þar á meðal morðið á Carlo Alberto dalla Chiesa yfír- dómara, konu hans og lífverði árið 1982. Hins vegar er talið að réttar- höldin muni raunverulega snúast um tvennt; hvort hvelfingin svo- kallaða sé til en svo hefur æðstar- áð mafíunnar verið nefnt, og hvort treysta megi uppljóstrurum sem sagt hafa skilið við mafíuna. Þær sannanir sem ákæruvaldið leggur fram gegn mafíuforingjunum eru nær eingöngu vitnisburður upp- ljóstrara, svo að málflutningur þess stendur og fellur með trúverð- ugleika þeirra. Reuter Forsetafrú situr fyrir LJÓSMYNDIR og viðtal við bandarísku forsetafrúna, Hillary Rodham Clinton, í desemberhefti tískuritsins Vouge hafa vakið athygli. Legg- ur forsetafrúin áherslu á hlutverk sitt í Hvíta húsinu og segir, að hún hafi ekki hætt að hugsa eftir að hún kom þar inn fyrir dyr. Tókýó. Reuter. HIN opinbera fréttastofa Norð- ur-Kóreu hafði í gær eftir tals- manni úr utanríkisráðuneyti landsins að sljórn Norður- Kóreu myndi aldrei láta undan bandarískum þrýstingi og leyfa eftirlitsmönnum að skoða þá staði, þar sem kjamorkurann- sóknir fara fram. Sagði tals- maðurinn Norður-Kóreumenn vera reiðubúna að takast á við viðskiptaþvinganir og jafnvel styijöld til að vernda sjálfstæði ríkisins. „Þegar við tókum þá ákvörðun að segja okkur úr samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna vorum við búnir að gera ráð fyrir öllum hugsanlegum afleiðingum þess og við erum reiðubúnir að standa vörð um sjálfstæði okkar jafnvel þó að menn grípi til efna- hagslegra þvingana eða hefji styij- öld á hendur okkur. Ef Banda- ríkjamenn telja sig geta beitt Norður-Kóreumenn þrýstingi þá skjátlast þeim,“ er haft eftir tals- manninum. Bætti hann við að ef Banda- ríkjamenn vildu finna lausn á deil- unni yrðu þeir að fallast á viðræð- ur, falla frá óásættanlegum kröf- um sínum og hætta að hóta við- skiptaþvingunum. Krefjast efnahagslegs stuðnings Stjórn Norður-Kóreu lýsti því yfir þann 12. mars sl. að hún hygð- ist hætta aðild sinni að samningn- um gegn útbreiðslu kjarnavopna. Þeirri ákvörðun var hins vegar frestað eftir viðræður við Banda- ríkjastjórn. Iiafa Norður-Kóreu- menn farið fram á efnahagslegan stuðning gegn því að hætta að þróa fram kjarnorkuvopn. Hefur stjórn Suður-Kóreu andmælt því harðlega að Norður-Kóreu verði umbunað fyrir að hlíta alþjóðleg- um samþykktum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti, sagði eftir fund með Kim Young- sam, forseta Suður-Kóreu, í síð- ustu viku, að Norður-Kóreustjórn yrði beitt auknum þrýstingi ef hún stæði ekki við skuldbindingar sínar í afvopnunarmálum. Verslunin er orðin fallegri Því bjóðum við 25% afslátt af drögtum og stökumjökkum til og með 5. desember. TISKUVERSLUN KRINGLUNNI Mótmælendur myrða kaþólikka á N-írlandi Friðarviðræður í lok vikunnar? London. Reuter. BRESK sljórnvöld hafa ekki tekið fyrir það að þau muni ganga til samninga við frska lýðveldisherinn (IRA) þrátt fyrir að Norð- ur-írlandsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið gagn- rýndir harkalega eftir að upp komst um leynileg samskipti milli stjómarinnar og IRA. Þá hafa John Major, forsætisráð- herra Breta og Albert Reynolds, forsætisráðherra írlands, lýst yfir áhuga sínum á friðarviðræðum í Dublin, sem gætu jafnvel hafist á föstudag. Nokkuð dró þó úr vonum manna um frið eftir að kaþólikki var myrtur í fyrrinótt en öfgasinnaðir mótmælendur í Frelsisher Ulsters hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Mánuður hafði þá liðið án blóðsúthellinga á N-írlandi. Will- iam Ross, þingmaður sambands- sinna varaði í gær við því að við- ræður bresku stjórnarinnar og IRA kynnu að hvetja öfgahópa til frekari hryðjuverka. Vangaveltur um að IRA hafí nú þegar lagt niður vopn, hafa ekki reynst á rökum reistar þar sem liðsmenn hans eru grunaðir um að standa að baki skotárás á heimili hermanns í öryggisveitum breska hersins á N-írlandi. Upplýst hefur verið að viðræður stjórnvalda og IRA voru komnar svo vel á veg að stjórnin hafi ver- ið reiðubúin að ganga til form- legra viðræðna innan tíu vikna ef IRA myndi láta af hryðjuverkum. Háttsettur breskur embættismað- ur staðfesti í gær að stjórnvöld vildu halda opnum möguleika á viðræðum við IRA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.